Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Frjósemishátíð í Rajasthan. Konurogstúlkubörn bera áhöföi sérjurtirogkókoshneturogdansa um götur Udaipur í Rajasthan á frjósemishátíö sem á sérfornarrætur. MILUARÐUR MEÐ MÖGULEIKA Indland er samheiti yfir andstæöur og óbrúanlegar gjár. Þaö tekur Indverja sex daga aö fjölga um sem nemur einni íslenskri þjóö. Fólksmergöin, fátækt, mengun ogólíkar skoöanir halda þjóöinni sundraöri, en engu aö síöur er samfélagiö sérstaklega heillandi og margttyrirferöamenn aö skoða. Opinber heimsókn forseta íslands til Indlands hefst nú um helgina og um leiö erfyrsta beina flugiö meö íslenska ferðamenn til landsins. Einar Falur Ingólfsson veltir indverskum veruleika fyrir sér. í HUGA þeirra, sem heimsótt hafa Indland, lifir líklega mynd af enda- lausum straumi fólks sem flæðir áfram um götur; rikksjóar hlaðnir mönnum, konum, börnum, sekkjum eða pinklum, menn að ýta einhverju áfram, fólk að rífast, prafigarar að bjóða eitthvað, kýr á stangli, ótrúleg flóra farartækja, betlarar í rennu- steininum og lykt sem er sambland af mat, óhreinindum og útblæstri díselvéla. Myndin getur einnig verið af grænu landi sem siglir handan við rúðu lestargluggans; tré og akrar, þorp á stangli með húsum umhverfis tjarnir og brunna, og hér og hvar sterkir litríkir blettir á ferð: konur í litskærum fötum. Hver sem myndin annars er, þá er næsta víst að hún inniheldur fólk. Indverjar hafa náð milljarðarmark- inu og áætlað er að árið 2020 fari þeir framúr nágrönnum sínum í Kína, jafnvel þótt Kínverjar séu ríf- lega 1300 milljónir í dag. Á hverju ári fjölgar þjóðinni um tuttugu millj- ónir - og það tekur Indverja einung- is sex daga að fjölga um sem nemur einni íslenskri þjóð. Afleiðingar þessarar gífurlegu fjölgunar eru vel kunnar. Með hverju ári sem líður verður erfiðara að útvega öllum nægilega fæðu og fleiri og fleiri gera kröfur til þeirrar heilsugæslu, vatns og menntunar sem boðið er uppá. Umhverfisvandamálin verða sífellt meira áberandi; skógar eyðast og ræktunarlandi hrakar vegna ofnotk- unar. Betlararnir á götunum og heimilisleysingjar sem sofa á gang- stéttum staðfesta að íbúarnir eru orðnir of margir. Indland hefur eng- in ráð með að sinna auknum mann- fjöldanum, sem þyrfti árlega 127.000 nýja skóla, 373.000 kennara, 2,5 milljónir húsa, fjórar milljónir nýrra starfa, 190 milljónir metra af klæði, og síðan mat. Vandamálið Vöruflutningar i Delhí. í gömlu Delhí fara rikksjóar um götur, hlaðnlr kössum og pinklum og karlar burðast með sekki. í baksýn rís Rauða virk- ið, aöseturmógúlanna. virðist óyfírstíganlegt meðan þjóð- inni heldur áfram að fjölga svona. Stjórnvöld hvetja til að hjón eignist aðeins tvö börn og viðhaldi þannig fjöldanum en bæti ekki við. I borg- unum hefur áróðurinn haft áhrif, en níutíu prósent landsmanna búa í sveitum og þorpum og þar eru mörg börn helsta líftrygging foreldranna. Svo er ótal margt sem skilur fólk- ið að í þessu tröllvaxna landi. Tungumál, stéttskipting, trúar- brögð, stjórnmálaskoðanir. Allt ^kapar þetta næstum óbrúanlegar gjár milli manna, svo ekki sé minnst á að læsi er rétt rúmlega 50% og víða ekki nema 20% á meðal kvenna. Andstæðurnar eru sláandi. Ferðalangur sem kemur inn til lend- ingar í Bombay sér tröllvaxna borg úr kössum og járnplötum umhverfís flugvöllinn. Og síðan er ekið áleiðis inn í miðborgina og leiðin liggur í allt að hálftíma um þetta stærsta fá- tækrahverfi Asíu, þar sem hundruð þúsunda búa án rennandi vatns eða boðlegrar salernisaðstöðu. Þegar inn í miðborgina kemur, taka glæsi- legar viktórískar byggingar ný- lenduveldisins að rísa mót himni, og enn hærri nýir skýjakljúfar úr stáli og gleri, en húsnæðisverð er hvergi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.