Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR GUÐLA UGSSON + ÓIafur Guðlaugs- son fæddist á Guðnastöðum í Aust- ur-Landeyjum 7. febrtíar 1933. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 19. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin á Guðnastöðum, Guð- laugur Magnús ÓI- afsson, f. 18.11.1893, d. 25.3. 1970, frá Ey- vindarholti, og Jtília Jónasdóttir, f. 28.7. 1899, d. 27.5. 1974, frá Hólmahjáleigu í Austur-Land- eyjum. Foreldrar Guðlaugs voru Olafur Ólafsson, frá Hólmi í A- Landeyjum, bóndi í Eyvindarholti, og kona hans Sigríður Ólafsdóttir frá Mtílakoti í Fljótshlíð. Foreldrar Jtíliu voru Jónas Jónasson, bóndi og formaður í Hólmahjáleigu, og kona hans Ragnheiður Halldórs- dóttir frá Ósabakka á Skeiðum. Systkini Ólafs eru: 1) Ragnheiður Guð- laugsdóttir, f. 23.4. 1927, d. 25.6. s.á. 2) Jónas Guðlaugsson, f. 21.4. 1929, fyrrv. raf- veitustjóri í Haftiar- firði, kv. Dórótheu Stefánsdóttur gæslu- konu. Þau eiga fjögur böm og tvö barna- börn. 3) Sigríður Guð- laugsdóttir, sjúkra- htíssstarfsmaður í Reykjavík, f. 31.1. 1931, gift Ingólfí Maj- assyni innanhússarki- tekt frá Leiru í Leirufirði. Þau eiga eina dóttur. 4) Ríignar Guð- laugsson, bóndi á Guðnastöðum, f. 5.5. 1934, kv. Margrit Strupler frá Weinfelden í Sviss. Þau eiga fímm börn og tvö bamabörn. 5) Ingi- björg Jóna Guðlaugsdóttir, mat- ráðskona í Reykjavík. Var gift Sturlu Einarssyni, húsgagna- og byggingameistara. Börn þeirra em þrjtí og barnabörn fimm. Sambýliskona Ólafs er Guðrún Þorgerður Vilhjálmsdóttir, snyrti- fræðingur, f. 21.1. 1933 í Vest- mannaeyjum. Foreldrar Guðrtínar voru Vilhjálmur Jónsson, f. 23.1. 1893 á Bólstað í Mýrdal, rafstöðv- arstjóri í Vestmannaeyjum, og kona hans Nikólína Jónsdóttir, frá Ilolti í Mjóafirði, f. 15.7.1900. Ólafur ólst upp á Guðnastöðum. Hann var við nám í íþróttaskólan- um í Haukadal veturinn 1952- 1953 og við nám í plötu- og ketil- smiði á Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjömssonar í Reykjavík. Hann nam rekstrartæknifræði við Tækniskólann í Kaupmannahöfn á ámnum 1962-1966. Ólafur starf- aði mikið að tækni- og hagræðing- arstörfum hjá Sláturfélagi Suður- lands og síðast hjá Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna. Hann starfaði einnig talsvert að félagsmálum og þá að- allega með íþróttahreyfingunni. Hann var formaður Glímusam- bands Islands á ámnum 1975- 1979. Útför Ólafs fer fram frá Grafar- vogskirkju mánudaginn 30. októ- ber og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar maður kveður kæran bróð- ur, sem háði harða baráttu við illvíg- an sjúkdóm, vakna í huganum ljúfar endurminningar um liðna daga. Ólafur ólst upp á Guðnastöðum og stundaði almenn sveitastörf. Eins og algengt var með unga menn í þá daga var hann nokkra vetur á vertíð í Vestmannaeyjum og kynntist þar sjósókn. Ólafur var félagi í Ungmannafé- laginu Dagsbrún um skeið og tók virkan þátt í félagsstarfseminni, sem var blómleg, en þá var þar margt af ungu og efnilegu fólki. Ól- afur hai'ði mikinn áhuga á íþróttum. j Haustið 1952 tóku sig saman fimm ungir menn úr ungmennafélaginu og fóru á Iþróttaskólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Ólafur var einn af þessum ungu mönnum. Sig- urði var m.a. mjög annt um glímuna og lagði mikla áherslu á að kenna hana. Ólafur fékk þar góða undir- stöðu og var um skeið einn í hópi betri glímumanna landsins. Hann var formaður Glímufélagsins Ar- manns um fjögurra ára skeið og einnig var hann oft dómari við glímukeppni. Ólafur lærði plötu- og ketilsmíði á Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar í Reykjavík. Sigurður mat Ólaf mikils og taldi hann hafa verið einn af sínum traustustu mönnum. Sjaldan hitti undirritaður Sigurð nema hann spyrði um Ólaf. Ólafur lét sér þetta nám ekki nægja, hann langaði að fá meiri innsýn í tækni og víkka sjóndeildarhringinn. Hann fór til Danmerkur og nam rekstrartæknifræði við Tæknifræði- skólann í Kaupmannahöfn. Að námi loknu hóf hann störf hjá ráðgjafar- fyrirtækinu Industri Konsulent í Reykjavík, en það fyrirtæki var úti- bú frá sama fyrirtæki í Noregi. Hann var um hálfs árs skeið hjá Industry Konsulent í Noregi og kynntist þar hvernig frændur okkar Norðmenn tóku á hagræðingarmál- um í rekstri fyrirtækja. Þetta var Ólafi gott veganesti í starfi sínu þeg- ar hann kom heim. Hann vann hjá Vinnuveitendafélagi Islands í nokk- ur ár en fór þá til Sláturfélags Suð- urlands og vann þar um skeið. Þá vann hann hjá Vinnumálasambandi samvinnufélagana, sem síðai' breytt- ist í Vinnumálasambandið. A þess- um stöðum vann hann mikið við hagræðingarstörf og samningagerð, en starfið útheimti oft mikil ferðalög út á landsbyggðina. Ólafur hætti störfum síðastliðið vor af heilsu- farsástæðum. Ólafur var dulur í skapi, traustur í starfi og vinur vina sinna. Hann átti auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- ina á hlutunum. Hann var náttúru- unnandi. Hann ferðaðist mikið um landið, ýmist með Ferðafélagi ís- lands eða á eigin vegum. Hann var mjög minnugur á örnefni og setti vel á sig staðhætti þar sem hann ferðað- ist. Hann hafði gaman af að fylgjast með fuglum og aldrei man ég eftir að við sæjum fugla svo að Ölafur vissi ekki um nöfn þeirra. Hann hafði gaman af að renna fyrir silung og lax. A ég og fjölskyldan margar skemmtilegar endurminningar frá slíkum ferðum. Það var Ólafi mikið gæfuspor þeg- ar hann kynntist Guðrúnu sambýlis- konu sinni. Þau komu sér upp fögru heimili. Til þeirra var notalegt að koma og þar var oft vinum fagnað. Með smekkvísi sinni kom húsfreyjan upp, »■** 3. ha£jTGj>}.1 m2 4. ha[LjT(0LÍ.8 m2 5. hæö: 886.8 m2 6. hæö: 884.7 m2 7. hæð: 585.7 m 2 8. hæö: 455.9 m2 Samtals: 6364.2 m2 Bílastæði: 178 Glssur & Pálml Bygglngafélag ARCUS TEIKNISTOFA VERKFRÆÐISTOFA Prálnn og Bonedlkt HOLTASMARI 1 VERSLUNAR- ÞJÓNUSTU- 0G SKRIFSTOFUBYGGING Stórglœsilcg bygging -mittí miöjunni- Nánari upplýsingar veitir Magnús í síma 899 9271 Valhöll fasteignasala • Síöumúla 27, 108 Reykjavík • Sími 588 4477 • Fax 588 4479 • www.valholl.is með aðstoð Ólafs, fögrum skrúð- garði og margar stundir fóru í að byggja upp garðinn og fegra. Eg færi Guðrúnu konu Ólafs inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð veita henni huggun og styrk. Jónas Guðlaugsson. Ólafur Guðlaugsson var kosta- mikill maður sem markaði djúp spor meðal samferðamanna sinna. Það var gaman að ferðast um landið með Öla. Ekki var langt frá borgarmörkum ekið þegar hann tók að lýsa því sem fyrir augum bar. Hann þekkti hverja þúfu, ekki síst þegar inn á hálendið var komið. Þá skynjaði maður hversu mikill nátt- úruunnandi hann var. Þekking hans á öllu lífríkinu var undraverð. Hann kenndi hvem fugl og ekki skorti snilldina við veiðar í ám og vötnum. Óli var í sambúð með Gunnu syst- ur minni, sem brúuð var ást og um- hyggju hvors til annars. Eg veit að söknuður hennar er mikill, en sagt er að tíminn lækni öll sár og ég vona sannarlega að svo verði. Eg votta Gunnu, svo og öllum aðstandendum Óla, mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Ólafur Vilhjálmsson. Kveðja frá Glímusambandi Islands Það er bæði ljúft og skylt að minnast Ólafs Guðlaugssonar sem eins af góðum liðsmönnum glímunn- ar undanfarna áratugi. Ólafur var nemandi á íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal veturinn 1952-1953 og stundaði þar íþróttir og ekki síst glímuna sem hann tók sérstöku ástfóstri við síð- an. Maður, jafn þjóðrækinn og ís- lenskur í anda og Ólafur var, vildi veg hinnar íslensku þjóðaríþróttar sem mestan og lagði fram krafta sína henni til eflingar alla ævi. Ólaf- ur var röskur keppnismaður í glímu fram til þrítugs og náði þriðja sæti á Skjaldarglímu Skarphéðins tvítugur að aldri árið 1953 fyrir sitt ung- mennafélag, Dagsbrán í A-Landeyj- um. Hann sigraði nokkrum sinnum í glímukeppni Umf. Dagsbránar við nágrannafélögin á þeim árum. Síðar þegar hann hóf járnsmíðanám í Reykjavík, gekk hann til liðs við glímufélagið Armann og náði þrí- vegis þriðja sæti í fjölmennum skjaldarglímum Armanns í kringum 1960. Fljótlega eftir stofnun Glímusam- bands íslands lét Ólafur til sín taka í félagsmálum glímunnar og varð fimmti formaður þess árið 1975. Ólafur stýrði Glímusambandinu styrkri hendi næstu fimm árin og lét af forystu árið 1979. Honum var hugleikið að auka fjöl- breytni glímunnar og ný keppnis- form litu dagsins ljós undir stjórn hans. Ólafur hafði forgöngu um út- gáfu fyrsta glímublaðsins sem út kom 1976. Strax og Ólafur lét af for- mennsku GLÍ tók hann að sér for- sæti glímudómstóls og hefur skipað það síðan óslitið. Þá er ótalið að Ól- afur tók snemma dómarapróf og var um árabil einn helsti glímudómari landsins. Síðar tók hann að sér for- ystu í fræðslunefnd GLI og stóð þá fyrir námskeiðum glímudómara af þeirri nákvæmni og dugnaði sem hann var þekktur fyrir. Hann fór þá nýjar slóðir og notaði m.a. leikin myndbönd sem námsefni fyrir dóm- araefnin. Það kom af sjálfu sér þeg- ar illvígur sjúkdómur tók að herja á Ólaf fyrir nokkrum árum að hann lét af flestum störfum fyrir GLÍ en hann fylgdist vel með því sem var að gerast og var ávallt tilbúinn að hlaupa í skarðið þegar á þurfti að halda. Það var alltaf gott að leita til Ólafs. Ég kynntist Ólafi persónulega þegar ég, ungur maður, sótti glímu- æfingar Armenninga hér í Reykja- vík fyrir þremur áratugum eða svo. Þá var Ólafur nær fertugu en kom stundum og glímdi við okkur strák- ana og var óþreytandi að leiðbeina okkur og segja til. Síðar lét hann mér margskonar vitneskju í té sögu- legs eðlis og þá átti ég ánægjulegar heimsóknir á hið fallega heimili sem hann og Guðrún Vilhjálmsdóttir sambýliskona hans höfðu búið sér að Fannafold 209. Fyrir hönd Glímusambands Is- lands vil ég þakka hið mikla og margþætta starf sem Ólafur Guð- laugsson innti af höndum í þágu glímunnar og votta aðstandendum hans samúð mína. Fyrir hönd Glímusambands Is- lands, Jón M. Ivarsson. Endrum og eins leyfir maður sér að hafa í flimtingum alla þá fjöld minningargreina sem fylla ófáar síð- ur landsmálablaða á degi hverjum. Af næmu inntaki þeirra má oft og tíðum ætla að hér hljóti guðs útvalda þjóð að búa fremur en í austurvegi. Jafnframt bera þær með sér glögg- an vísi að eilífum orðstír viðkomandi íslendings gengins, eins og síðustu vísur í Gestaþætti Hávamála boða að afburðamenn geti sér. Það er vel. En fyrst nú, þegar ég horfi um far- inn veg og minnist stunda með Óla, skil ég vægi fornu vísdómsorðanna. Mannkostir Óla sameinuðust í ná- kvæmni fræðimannsins og jafnlyndi hugsuðarins, í atgervi íþróttamanns- ins og trygglyndi vinarins. Ég minn- ist útivista okkar nærri borg sem á berangri jökuls. I slíkum ferðum hafði Öli ávallt á hraðbergi sögu og jarðfræði áfangastaða. Ég minnist ígrundaðra athugasemda hans við Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 KOMIÐ OG SKOÐIÐ NÝJU HEIMASÍÐUNA OKKAR Á www.borgir.is Suðurvangur einbýli með bílskur Virkilega vandað og glæsilegt stein- steypt einbýli á tveimur hæðum, 5 góð svefnherbergi, borðstofa, arinstofa, stofa, sjónvarpshol, eldhús með vand- aðri innréttingu og borðkrók, tvö baðher- bergi. Glæsilegur garður með hellum og útilýsingu. Heitur pottur og verönd. Bíl- skúr er sérstæður. Ákveðin sala. Vesturberg Failegt endaraðhús, um 240 fm, með innbyggðum bílskúr og vandaðri sól- stofu. Einstakt útsýni yfir borgina og Flóann. [ húsinu eru 5 svefnherbergi og góðar stofur, lagt fyrir arni í stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.