Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 23 Morgunblaðið/Ásdís Valdimar Valdimarsson, rekstr- arfulltrúi Iþrótta og tómstunda- ráðs Kópavogs. fundið fyrir þvi og legg því mikla áherslu á að fá þá skammtastærð sem talið er að ég þurfi og þoli. Ég er núna í fullri vinnu og það er þjóðfélaginu hagkvæmt að halda mér sem lengst í vinnu. Fyrir nú ut- an hvað það þýðir persónulega fyrir mig og mína fjölskyldu og ekki síst er það mikilvægt að halda í þá von að eitthvað sé hægt að gera til að þeir sem eru með þennan sjúkdóm eða eiga eftir að fá hann geti horft fram á betri tíma.“ fjárhagsleg ábyrgð og ábyrgð á ; vali á meðferð. Þannig er talið að okkar takmörkuðu fjármunir verði best nýttir. Þeir sem nefndina skipa eru Sigurður B. Þorsteinsson lyflækn- ir, formaður lyfjanefndar ríkisins og lyfjanefndar Landspítala, en hann er formaður nefndarinnar. Aðrir eru taugasjúkdómalæknar, þ.e. Haukur Hjaltason, Finnbogi | Jakobsson og Torfí Magnússon." Þarf eftirlit með lyfjagjöfínni? .1 „Já. Margir sjúklingar fá auka- verkanir af lyfínu og gefast jafnvel upp á meðferðinni. Stöðugt þarf að meta hvort lyfið kemur að tilætl- uðum notum og endurskoða með- ferð i ljósi þess.“ Hvað verður gert á næstunni, fá þeir sem þurfa stærri lyfja- skammt, sem áætlað er að séu í kringum 80-100 MS-sjúklingar, aukna lyfjagjöf? „Málið er komið í þann farveg sem því er ætlað. Sérfræðingar hafa komið saman og samkvæmt upplýsingum mínum hafa þeir far- | ið yfir og afgreitt þær umsóknir I sem þá lágu fyrir frá læknum." Nefndir taki ekki þátt í að meðhöndla sjúklinga Fyrir einu og hálfu ári sýndu nýjar rannsókn- ir á MS-sjúkdómnum að nauðsynlegt sé að taka stærri skammt af lyfínu Beta Interferon 1A en nú er gefínn ef ná eigi hámarks ár- angri 1 baráttunni við sjúkdóminn. Enn hefur þó ekki fengist leyfí til að auka lyfjagjöfína. John Benedikz tauga- læknir gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld fyrir seinagang og úr- ræðaleysi. FORSAGA þessa máls er sú að á áttunda áratugnum var farið að þróa lyf sem gat seinkað hraða MS-sjúkdómsins og dregið úr einkennum hans. Kallast það Beta Interferon 1A og 1B. í byrjun síð- asta áratugar voru gerðar stórar hóprannsóknir á lyfinu erlendis. Á grundvelli niðurstaðna þeirra var byrjað að gefa íslenskum MS- sjúklingum lyfið fyrir fimm árum síðan að sögn John Benedikz, sérfræðings í taugalækningum, sem hefur stundað MS-sjúklinga um langt skeið. „Niðurstöður rannsóknanna sýndu að lyfin drógu úr bólgumyndun í mið- taugakerfinu sem er orsök ein- kenna sjúkdómsins og þar með fækkaði köstum sem sjúklingur- inn fær, mildaði þau og lengdi tím- ann á milli þeirra. Köstin ein- kennast meðal annars af því að sjúklingurinn getur fengið tíma- bundna blindu á auga, doða í út- limi, fundið fyrir jafnvægisleysi eða lamast. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson John Benedikz taugalæknir. Við byrjuðum á því að gefa 22 míkrógrömm af lyfinu einu sinni í viku eins og rannsóknirnar mæltu með á þeim tíma.“ Sumir þurfa sex sinnum stærri skammt í nóvember 1998 voru birtar niðurstöður nýrrar, mjög stórrar rannsóknar á Beta Interferon 1A. Sýndu þær að ef sjúklingur fær sex sinnum stærri skammt eða 44 míkrógrömm af lyfinu þrisvar í viku næst hámarks árangur í meðferðinni. Allar nýjustu rann- sóknir á lyfinu hafa stutt þessa niðurstöðu. Þess ber þó að geta að það er með þetta lyf eins og mörg önnur að þau þarf að gefa miðað við þarfir hvers sjúklings því eng- ir tveir sjúklingar eru eins. John segist hafa kynnt þessar nýju niðurstöður fyrir Tauga- læknafélaginu. „í framhaldi af því skrifuðum við bréf til Trygginga- stofnunar ríkisins og sóttum um að fá að stækka lyfjaskammtinn hjá okkar sjúklingum. Við ráð- lögðum einnig um notkun lyfsins. Tíminn leið og við fengum engin svör við beiðni okkar. Nokkrir sjúklingar okkar höfðu þá sam- band við heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið sem varð til þess að koma hreyfingu á málið. Fyrir 2-3 mánuðum var ákveðið að skipa lyfjanefnd á vegum Landspítalans til að stýra með- ferð MS-sjúklinga. Er taugalæknuin ekki treystandi? John segist ekki skilja þörfina á nefndinni. „Það eru engin dæmi um það önnur að sjúklingar séu meðhöndlaðir af nefndum. Skýr- ingar á þessu eru að mínu mati að- eins tvær: að það eigi að takmarka þann fjölda sjúklinga sem eiga að fá þessa meðferð og ekki verði farið eftir ráðleggingum um stærð skammtanna og þeir haldi áfram að vera of litlir. Hin skýringin er sú að tauga- læknum sé ekki treystandi til að stjórna meðferð sjúklinganna. Við skiljum heldur ekki hvers vegna á að stjórna lyfjagjöfinni frá spítölunum þar eð langflestir MS-sjúklingar eru meðhöndlaðir á læknastofum út í bæ.“ Aðspurður segist hánn reikna með að 85-100 manns þurfi að auka skammt af lyfinu. „Það er þegar byrjað að auka skammtana við sjúklingana en ekki í því magni sem nauðsynlegt er svo hámarks árangur náist og er það óviðunandi. Að lokum vil ég taka það fram að ég tel að nefndir eigi ekki að taka þátt í að meðhöndla sjúklinga og ég hef heldur aldrei vitað til þess að nefndir spöruðu peninga.“ Erum flutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sími 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur María Jtnar Ltrmr Skúlagötu 10, sími 5S2 9717. t_ 1 N «J R MFR-nudd: Hentar fyrir flest líkamleg vandamál. Nudd: Slökunarnudd • Sjúkranudd • Trigger punkta meðferð • Manipulation • íþróttanudd • Klassískt nudd • Djúpvefjanudd Snyrti og fótaaðgerðastofa: Förðun »Naglaásetning • Jatto-varanleg förðun • Andlitsmeðferðir »Ottenburg fitulosandi meðferð • Handsnyrting ‘Varanleg háreyðing Hrukkuminnkandi hljóðbylgjur Sauna og heitur pottur-Topp turbo Ijósabekkir-Nýjar perur Eiríkur Sverrisson C.M.T. B.S.M.T. www.simnet.is/eirikurs/ r 1 n « « SAMTÖK VERSLUNARINNAR ✓ Haustfundur Utflutningsráðs Sv Haustfundur Útflutningsráðs Sv verður haldinn miðvikudaginn 1. nóvember kl. 12.00 í Ársal Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Efni: Fiskveiðimál og fiskveiðistjórnun. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.