Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Til sölu musso e 32
FÓLK í FRÉTTUM
Árgerð 2000, 00,6 cyl, 220 hö, svartur. Ek. 9.000 km. Sjálfsk.
Leður, topplúga, cd, 38" hækkun. Weld. felgur. Loftlæstur framan
og aftan. Lækkuð hlutföll, 4:88. Driflokur. Loftdælustútur og
slanga. Biistein demparar, stillanlegir. Ljóskastarar. Airbag. ABS.
Rafm. í sætum. Viðarmælaborð og margt fleira.
Einn sá flottasti á götunni. Góðir aksturseiginleikar og mikill
kraftur. Verð 4.950.000 kr.
Til sýuis í Bílabóð Benna.
Jay úr 5ive tekur undir gagnrýni á fjöldaframleidda tónlist
Blaðurpopparar
Tómt
blaður
UNDANFARIÐ hafa fjöldafram-
leiddar unglingapoppsveitir legið
undir hörðu ámæli frá nokkrum af
máttarstólpunum í breskri tónlist.
George Michael var fyrstur til þess
að varpa sprengjunni þegar hann
hellti sér yflr breska tónlistarbrans-
ann og hina heilalausu og hégóma-
gjörnu fjöldaframleiðslu sem þar á
sér stað. Undir þessi þungu orð hafa
síðan tekið þeir Sir Elton John, Bono
og Damon Álbarn sem allir telja vin-
sældapoppið í dag vera afskaplega
illa gert.
Síðastur til þess að blanda sér í
umræðuna er síðan Jay úr 5ive, sem
er ein af þessum „hræðilegu" fjölda-
framleiðslusveitum. Flestum
til mikillar undrunar tekur
Jay undir með gagnrýnis-
röddunum háværu. „Eg er
þeim fullkomlega sammála,"
segir hann. „Það er fullt af
tónlist þama úti sem er ekk-
ert annað en fjöldafram-
leiðsla, tónlist sem er bara
tómt blaður.“
Hann segist líka gera sér
grein fyrir að 5ive séu langt
frá því að vera saklausir í
þessum efnum: „Ég viður-
kenni fúslega að sum laga okkar eru
það vond að maður skammast sín við
að heyra þau og fórnar höndum.“
Hreinskilinn og skýr drengur hann
Jay.
MYNDBÖND
Nýi
ameríski
draumurinn
Kyndiklefinn
Boiler Room
S |i r n n ii in y ii d
★★★
Leiksljóm og handrit: Ben Young-
er. Aðalhlutverk: Giovanni Ribisi,
Nia Long, Vin Diesel og Ben
Affleck. (119 mín) Bandaríkin,
2000. Myndform. Öllum leyfð.
ÞESSI frumraun ungleikstjór-
ans Bens Younger er nokkuð sterk
útfærsla á áhugaverðu umfjöllun-
arefni. Hér segir frá „nýja amer-
íska draumnum“, þ.e. verðbréfa-
braskinu þar sem menn á borð við
aðalsöguhetjuna
Seth Davis sjá
tækifæri til að öðl-
ast skjótfengin
völd, virðingu og
ríkidæmi. Seth
gengur því til liðs
við harðsvírað en
lítt þekkt peninga-
fyrirtæki sem
samanstendur af
ungum karlmönnum sem eiga að-
eins einn draum: að verða „drullu-
ríkir“ sem fyrst. Þetta er heimur
sem konur fá ekki að koma nálægt,
enda er ein af meginreglum fyrir-
tækisins sú að skipta ekki við kon-
ur (eða „tíkina“ í þeirra orðum).
Brátt kemst Seth að því að fyrir-
tækið stundar allt annað en heið-
arleg viðskipti og þarf að gera upp
við sig hvort hann vill selja sál
sína peningaguðinum eður ei.
Myndin er vel gerð, hlutirnir eru
málaðir skýrum og sterkum drátt-
um og tekst vel til. Samband Seths
við föður sinn er t.d. mjög áhrifa-
ríkt og þrungið tilfinningum án
þess að verða væmið. Sterkir leik-
arar eru í aðalhlutverkum, að Ben
Affleek undanskildum, sem veldur
engan veginn því töffarahlutverki
sem honum er falið.
Giovanni Ribisi er hins vegar
stórgóður í hlutverki Seths, og
sama er að segja um Ron Rifkin
sem leikur föðurinn.
Heiða Jóhannsdóttir
* 1
25% kynningarafsláttur
af hljómtækjapökkum aðeins
þessa viku 30. okt.- 4. nóvember
* Rockford magnarar
Verð frá kr. 21.949.-
" a- 4
Bassahátislarar 8-18"
Verð frá ilr. 8.661.-
Bassabox 2x10, 12, 15".
Verð frá kr. 30.751.-
ORÚCKFQRföO Z -VA\
zr? T T T v*
Bíltæki
Kynningarverð rfx-83io
frá kr. 19.999.- 26.911
Aðeins þessa viku eða á meðan birgðir endast
_1JJI:"
Skeifan 4 • Sími 585 0000 • www.aukaraf.is
Umboðsaöiiar:
Radíónaust, Akureyri • sími 462 1300
Árvirkinn, Selfossi • sími 482 1160
,Nr
netJ. t ret
listen.to/iceblue
milupa