Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ STEFNIR Á „FJÓRÐV KYNSLÓГ VEFHÖNNUNAR Gísli Þór Gíslason í húsnæði Vefskóla Streymis. VIÐSKIFn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Gísli Þdr Gíslason er fæddur 21. nóvember 1961 í Reykjavík. Hann lauk prófí í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla íslands árið 1992 en hafði áður lokið prófi sem rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík. Eftír að hann lauk tæknifræðiprófi var hann framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra rafverktaka, var eftir það í tvö ár rekstrarstjóri Blindrafélagsins en tók við starfi sem framkvæmdasfjóri Streymis þann 1. september sl. Gísli er kvæntur Hrefnu Ingólfsdóttur forstöðumanns, upplýsingaveitna hjá Sím- anum, og eigaþau eina dóttur, Margréti, sem er fimm ára. Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur YRIRTÆKIÐ Streymi ehf. er ungt í íslensku atvinnu- lífí, var stofnað í maí á þessu ári. Það hefur ný- lega gert samninga við tvö stór er- lend fyrirtæki, bandarísku aug- lýsingastofnuna Romann Group og kanadíska fyrirtækið Softimage, sem sérhæfir sig í kvikmyndagrafik. Streymi sérhæfir sig í margmiðl- un og vefhönnun fyrir háhraðavef- inn, þar sem hefðbundin vefhönnun og eftirvinnsla eins og tíðkast í kvik- myndagerð og gerð sjónvarpsefnis fer saman og rekur einnig vefhönn- unarskóla. Stofnendur fyrirtækisins eru Gísli Týr Þráinsson, sem er þró- unarstjóri fyrirtækisins og Frosti Jónsson, sem sér um stafræna hljóð- vinnslu. Jörundur Rafn Arnarson sér um þrívíddarhönnun og sam- setningu og Magnús Blöndal er vefstofustjóri. Stjórnarformaður Streymis er Sævar Freyr Þráinsson en framkvæmdastjóri er Gísli Þór Gíslason. Forsenda fyrirtækisins var áhugi á margmiðlun - Hvenær hófst undirbúningur að stofnun fyrirtækisins? „Undirbúningur að stofnun þessa fyrirtækis hófst fyrir um einu og hálfu ári,“ segir Gísli Þór Gíslason. „Hugmyndin kviknaði þá og var að gerjast hjá stofnendunum fram að því að fyrirtækið hóf starfsemi sína í maí sl, en það er til húsa að Hverfis- götu 105 í Reykjavík. Ástæðan fyrir stofnun Streymis var bæði komin til vegna áhuga ákveðins hóps á margmiðlunarvefhönnun og einnig skorti á fyrirtæki sem sérhæfði sig í slíku starfi. Þegar íyrirtækið var stofnað hafði það á að skipa fjórum starfsmönnum en nú starfa 12 hjá því. Nafn fyrir- tækisins vísar bæði til fyrirbærisins „Streaming media“, sem er við- fangsefni Streymis, sem og upp- lýsingastreymis, sem er markmið margmiðlunarhönnunar. Með „Streaming media“ er átt við að til þess að horfa á efni á vefnum þarf notandinn ekki að bíða eftir þvi að hann hafi hlaðið inn öllum pakkanum í tölvuna sína, heldur byijar mynd- efnið að sjást um leið og fyrstu rammarnir eru komnir." Ársvelta Romann Group rúm- lega hundrað milljónir dollara - En hvernig komst samningurinn við Romann Group á laggimar svo fljótt sem raun ber vitni? „Romann Group var búið að leita víða að samstarfsaðila sem byði upp á þá samsetningu sem við höfum á sérhæfðu starfsfólki en hafði ekki haft erindi sem erfiði fram til þess að fundum forráðamanna þess og stofn- enda Streymis bar saman í New York í sumar. Romann Group er fyr- irtæki sem veltir rúmlega hundrað milljónum dollara á ári og fæst við auglýsingagerð af öllum tegundum. Við stefnum að því að stofna með þeim fyrirtæki sem ráðgert er að heiti Romann Architechture og það fyrirtæki mun starfa við breiðbands- hönnun á Bandaríkjamarkaði. Ein af ástæðunum fyrir áhuga Romann Group á samstarfinu er að Streymi hefur tæknilega burði til að sinna þeim verkefnum sem framundan eru á sviði breiðbandshönnunar. En hvað með samninginn við Soft- image - hvað felur hann í sér? „Hann felur í sér að Streymi prófi lausnir Softimage í hugbúnaði sem Softimage framleiðir og er það starf þegar hafið.“ Reka Vefhönnunarskóla Streymis - En hvað með starf Streymis á ís- lenskum markaði? „Við sjáum um uppsetningu og hönnun á Hekluvefnum. Hekla var fyrst íslenskra fyrirtækja til að nýta sér Flash-staðalinn, til að auka að- gengi og gagnvirkni á vef sínum. Hefur sá vefur fengið lof fýrir frum- leika, skilvirkni og notkun nýrrar tækni í vefhönnun. Þá rekum við Vefskóla Streymis og tók hann til starfa í september sl„ nemendur eru sextán og segja má að færri hafi komist að en vildu.“ Mikil flutningsgeta - En var mikil þörf fyrir fyrirtæki af því tagi sem Streymi er? „Streymi er að því er ég best veit eina íslenska fyrirtækið sem sérhæf- ir sig í vefhönnun fyrir mikla band- breidd, eins og AJDSL-tengingu. Fram til þessa höfum við verið í þróunarstarfi til þess að ná góðum tökum á vefhönnun fyrir háhraða- vefinn. Stefna stofnenda fyrirtækis- ins er að vera tilbúnir í svokallaða fjórðu kynslóð vefhönnunar, þ.e. þá tækni sem þegar er farið að nota í kvikmynda- og tónlistariðnaðinum. Streymi leggur mikla áherslu á margmiðlunarhönnun sem nýtir sér samþættingu hljóðs, hreyfigrafíkur og myndbands í gagnvirku vefum- hverfi. Þetta þýðir á almennu máli að þegar fólk opnar vefinn þá getur það séð hlutina mun myndrænni en áður, setjum svo að við værum að skoða bíl, þá getum við á vefnum sest í sæt- ið og skoðað allt umhverfið inni í bílnum frá öllum hliðum.“ Kenna hefðbundna vefhönnun - Hvað kennið þið í Vefhönnunar- skóla Streymis? „Þar gefst nemendum kostur á að læra hefðbundna vefhönnun í bland við eftirvinnslu eins og tíðkast við gerð sjónvarpsefnis og þrívíddar- vinnslu. Námið tekur tvær annir og kennt er fjóra daga vikunnar, kenn- arar eru starfsmenn fyrirtækisins. Með skólanum opnast leið til sí- menntunar starfsfólks auk þess sem nemendur fá kennslu í tengslum við raunveruleg verkefni úr atvinnulíf- inu. Fólk þarf engan undirbúning annan en þann að hafa til að bera ákveðna sköpunarhæfileika. Þama er í raun verið að mennta listamenn framtíðarinnar. Námið kostar 640 þúsund krónur og við hugsum okkur að fá hæfa nemendur að námi loknu til starfa. Markmiðið með stofnun skólans var að auka framboð af hæfu vef- hönnunarfólki með sérþekkingu á margmiðlunarvefhönnun. Meðal annars er kennt á Flash, Dream- wever og Direktor. Við munum einn- ig sjá um hluta af kennslu á for- námsbraut fyrir Myndlistarskólann í Reykjavík, um er að ræða stafræna myndvinnslu. Við munum byrja með aðra bekkjardeild í skólanum eftir áramót." Horft er lengra fram í tímann - Hyggur fyriríækið á frekari „landvinninga“ erlendis á næstunni? „í dag erum við í þeirri stöðu að við þurfum að bæta við töluvert mörgum starfsmönnum á vefstofu fyrirtækisins til að uppfylla sam- starfssamninginn við Romann Group. Við erum eigi að síður að horfa lengra ý'ram í tímann og hyggja að þátttöku í fleiri verkefn- um erlendis, án þess þó að geta nefnt neitt ákveðið núna á þessari stundu." Morgunblaðið/Golli Við vefsíðugerð, f.v., Guðlaugur Ingi Hauksson, Frosti Jónsson, Jón Orvar Jónsson og Gísli Þór Gislason. Starfsfólk Streymis efh. F.v.: Jörundur Rafn Arnarson, Guðrún Margrét Salómonsdóttir, Magn- ús Einarsson, Gísli Þór Gíslason, Magnús Blöndal, Jón Örvar Jónsson ( sitjandi), Guðlaugur Ingi Hauksson og Frosti Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.