Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 Mig langar að kveðja tengda- mömmu mína, sem ég er búin að þekkja í 25 ár, frú Soffíu Gísladótt- ur. Eg man þegar dóttir hennar, Jónína, síðar eiginkona mín í 22 ár, bauð mér inn á heimili þeirra mæðgna en Soffía og dætur hennar tvær, Jónína og Kristín, héldu þá heimili saman. Mér leist strax vel á þessa konu. Hún var yingjarnleg og hafði góða nærveru. Ég var oft inni á heimili þeirra næstu mánuði og bar þar engan skugga á. Ég tók eft- ir því þá hvað hún lagði mikið upp úr því að vera snyrtileg til fara sem hún hefur verið alla tíð. Álit mitt á Soffíu hefur ekki breyst þessi 25 ár því ég veit að þarna fór slík mann- kostakona að eftir var tekið. Það má líka segja um börnin hennar, sem hlutu gott og traust uppeldi, að þar hefur verið vel til vandað. Hjónaband Auðuns og Soffíu var gott, traust og farsælt meðan bæði lifðu. Soffía var trúuð kona og kirkjurækin. Trúin var hennar haldreipi í gleði og sorg. Hún var hjálpsöm og hjartahlý og vildi öllum vel. Soffía var mannvinur. Ég fann í fórum mínum gamlan sálm eftir Guðrúnu, mömmu Soffíu, en Guðrún hafði látið dótturdóttur sína Jónínu hafa sálminn til varð- veislu fyrir um 25 árum. Drottinn blessi mig og mína morgun, kvöld og nótt og dag. Drottinn vefji vængi sína vorn um lífs- og sálarhag. Drottinn yfir lög og láð leggi sína líknar hönd. Drottinn allra veri vöm. Varðveit faðir öll þín böm. (Guðrún Magnúsdóttir.) Ég votta börnum Soffíu og öðrum aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Gunnbjörn Guðmundsson. Amma okkar er eina amma sem við höfum átt en ósköp vorum við heppin að eiga svona góða ömmu. Hún var alltaf hjartahlý, falleg og skemmtileg. Við munum vel eftir því þegar við vorum send í pössun til hennar. Þá var hún mikið að stússa í kringum okkur, ýmist feng- um við heimabakaðar kleinur og ástarpunga, flatkökur, í það minnsta pönnukökur eða lummur. Amma var alltaf vel til fara og átti ótal skartgripi. Það var afskap- lega spennandi að fá að fara hönd- um um dýrgripina hennar. Þegar skartkistunni var upp lokið átti maður til að gleyma sér tímunum saman. Mikið höfðum við gaman af því er sláturvertíðin fór í hönd. Við dáð- umst að því hversu mikilli kunnáttu amma bjó yfir og margt var brallað í eldhúsinu. Hrifning okkar á henni leyndi sér ekki. Það var svo gaman að fá að vera með. Amma var ávallt boðin og búin til þess að rétta okkur krökkunum hjálparhönd og minnumst við þess er Eva fékk eitt sinn að taka viðtal við hana fyrir verkefni í skólanum. Þá varð okkur ljóst hversu merki- lega tíma og miklar breytingar hún hafði upplifað. Þarna var á ferðinni stórmerkileg kona sem rutt hafði brautina og bar velferð og hag af- komenda sinna sem annarra fyrir brjósti. Amma var virkilega skemmtileg kona, greind og bjó yfir miklum mannþroska, við hefðum GUÐMUNDUR JÓN HÁKONARSON + Guðmundur Jón Hákonarson fæddist á Hnjóti í Rauðasandshreppi 11. janúar 1910. Hann lést í sjúkra- húsinu á Patreksfirði 18. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Hákon Jónsson, f. 30.5.1869, d. 12.9. 1918, bóndi að Hnjóti, og Málfríð- ur Guðbjartsdóttir, f. 11.7. 1874, d. 29.11. 1957, húsfreyja. Systkini Jóns urðu fjögur en þau eru öll látin: 1) Anna Magdalena Guðrún, f. 22.12. 1897, d. 22.1. 1978. 2) Valtýr, f. 8.12. 1902, d. 14.7. 1903. 3) Andvana meybarn, f. 10.10. 1908. 4) Guð- bjartur Ólafur, f. 3.11. 1914, d. 24.3.1973. Jón ólst upp á Hnjóti og stund- aði nám hjá barnakennurum sveit- arinnar. Síðar stundaði hann nám við Bréfaskóla SÍS. Hann stundaði bú- skap og smíðar að Hnjóti en var síðan kjöt- og fiskmats- maður hjá Sláturfé- laginu Örlygi á Gjögrum í rúm tuttugu ár, auk þess sem hann var endur- skoðandi félagsins f tólf ár. Hann starfaði við afgreiðslustörf í Sláturfélaginu í fimm ár en varð síð- an kaupfélagsstjóri þess 1958 og gegndi því starfi til 1982. Jón stundaði síðan smíðar og æð- ardúntekju á vorin. Jón gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat m.a. í sóknarnefnd í meira en hálfa öld og var formað- ur hennar um skeið, auk þess sem hann var meðhjálpari um nokk- urra ára skeið. Síðustu árin var Jón búsettur á Patreksfirði. Útför Jóns fór fram frá Sauð- lauksdalskirkju 28. október. Elsku Jón. Okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum með þér. Minning- arnar um þær munu ylja okkur um ókomnar stundir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarímoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Far þú í friði, elsku vinur. Sigfríður, Egill, Berglind og Guðbjartur. ekki getað óskað okkur betri ömmu. Megi hún hvíla í friði. Stefán Kristján og Eva Guðrún. Ég átti mér lifandi og glæsilega fyrirmynd. Hún var alltaf vel til höfð, í fallegum fötum, skóm í stíl, með lagningu í hárinu og skreytt fallegum skartgripum. Hún var ákveðin, barngóð, dugnaðarforkur, þrjósk en ávallt kát. Þetta var hún amma mín Soffía. Nú er hún farin frá okkur en hún mun halda áfram að vera fyrirmyndin mín. Þegar ég fæddist bjó amma með mömmu minni og systur. Hún var dugleg að hjálpa mömmu að sjá um okkur og mætti segja að hún hefði verið mamma númer tvö. Ef okkur vantaði eitthvað eða ef eitthvað bjátaði á gátum við leitað til ömmu. Hún var okkar stoð og stytta og það mætti segja að hún hafi verið fasti punkturinn í tilveru okkar. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu og langar mig til að rifja upp nokkrar. Þegar að ég byrjaði að ganga í skóla fékk ég ekki að vera fýrir há- degi heldur var ég sett eftir hádegi og vorum við amma því einar heima fyrir hádegi. Á þessum tíma bröll- uðum við oft eitthvað saman. Mér er minnisstæðast þegar að amma leyfði mér að aðstoða sig við kleinu- bakstur. Ég var í því að snúa klein- unum en amma sá um restina. f verðlaun fyrir að hafa hjálpað henni fékk ég að taka með mér nýbakaðar kleinur í skólann og man ég enn þá eftir því hvað krakkarnir öfunduðu mig af því að hafa minn eigin kleinu- bakara heima hjá mér. Eitt sem hefur hjálpað mér mikið í lífinu er hve auðvelt ég á með að vinna með tölur, þó aðallega að muna þær og þetta á ég ömmu að þakka. Þegar að hún var komin á efri ár og bjó hjá okkur sá hún orðið mjög illa smáa letrið í símaskránni. Þetta varð til þess að hún bað okkur systur oft um að fletta fyrir sig í símaskránni og finna hin og þessi símanúmer. Ég var stundum orðin leið á að þramma upp og niður stig- ana til að fletta í skránni og fannst mér því fysilegra að læra númerin utan bókar og þylja þau upp fyrir hana þegar þess þurfti. Enn þann dag í dag man ég einhver þessara númera. Á tímabili vorum við fjórar í heimili, þ.e. ég, systir mín, mamma og amma. Þá gerðum við systurnar samkomulag okkar á milli um að skiptast á að sofa viku og viku hjá OSWALDS sími 551 3485 | ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI-STRÆTI ili • 101 RKVKJAVÍK Dítvtð hlgcr ÓlíiJ'ur Útfitmrstj. Útfiamrstj. Utfiamrstj. LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR Margs er að minnast, margterhér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. öaiðskom v/ T'ossvogski^kjugcipð Sími: 554 .0500 Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. ömmu og mömmu. Okkur fannst þetta hið besta mál en ég veit þó ekki hversu ánægðar þær voru með þetta fyrirkomulag. Að vísu var amma alltaf glöð að fá okkur upp í til sín. Þegar að ég svaf hjá ömmu lærði ég nokkrar fallegar bænir sem hún fór með á hverju kvöldi. Mig langar að enda þessi minning- arorð á einni bæn sem ég lærði af henni og ég fer með á hverju kvöldi. Elsku besta amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og þær stundir sem við áttum saman. Megi góður guð styrkja okkur öll í sorginni og hjálpa okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ.virztmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Soffía Auður Sigurðardóttir. • Fleirí minningargreinar um Soffíu Gísladóttur bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. GUÐBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Bíldudal 20. ágúst 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Patreksfjaröar 20. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þuríður Þórar- insdóttir, f. 18.12. 1879, d. 25.1. 1959, og Guðmundur Þórð- arson, f. 2.9. 1879, d. 26.2. 1956. Systur Guðbjargar voru Sigríður Lovísa, f. 10.9. 1912, d. 18.3. 1942, og Gíslína Bjamey, f. 13.4. 1920, d. 15.10.1991. Guðbjörg giftist Sigurmundi Jörundssyni, skipstjóra á Bfldu- dal, 14. september 1935. Hannlést 17. maí 1999. Þau eignuðust sjö böm, sem em: Erla, f. 4.9. 1936; Steinunn, f. 6.3. 1938; Sigríður, f. 12.8. 1941; Bjami, f. 26.2. 1943; Þuríður, f. 18.5. 1945; Jómnn, f. 21.8.1947; Freyja, f. 27.8.1952. Guðbjörg var jarðsungin frá Bfldudalskirkju 28. október. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku mamma. Nú er komið að kveðjustund, minningarnar streyma fram. Þeg- ar við bjuggum öll saman í litla húsinu Sólbakka á Bíldudal, þó ekki væri mikið rými, var alltaf í lagi að koma með vini og fá að leika inni. Þegar sest er niður og reynt að pára línur á blað er það þannig að einn man eftir þessu og annar öðru. T.d. hélt ein af okkur systrunum að mömm- ur svæfu ekki. Mamma var einstak- lega dugleg kona og munum við ekki efti? henni nema vinnandi, en hún vann þó ekki utan heimilis fyrr en yngstu börnin fóru að stálpast. Mamma var mikið fyrir að sjá leikrit og ekki fór hún svo til Reykjavíkur að ekki væri farið í leikhús. Einnig hafði hún mjög gaman af blómarækt og var af- skaplega gjafmild og hafði yndi af að gefa. Mamma var dagfarsprúð en stóð fast á sinni skoðun. Hún starfaði árum saman í kvenfélag-. inu Framsókn og líka í slysavarna- deild kvenna hér á Bíldudal og var heiðursfélagi í báðum þessum fé- lögum. Frá árinu 1992 dvaldi hún á sjúkrahúsinu á Patreksfirði og naut þar góðrar umönnunar lækna og starfsfólks. Blessuð sé minning hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Börnin þin. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Ji Sverrir 1 Einarsson I útfararstjóri, ! í\ Bjsími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. *' www.utfararstofa .ehf .is Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan V sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kisluskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja \ w UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.