Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ásgrímur Jónsson, 1876-1958. í smiðjunni, 50x30. Jóhannes S. Kjarval, 1885-1972. Svartfell (Dyrfjöll), 1918, 90x58. Afmælis- hátíð Helga Egilson, 1952. Án titils, 140x170. MYNDLIST Hafnarborg/ A ð a I s a I i r MYNDVERK AFMÆLISSÝNING BÚNAÐARBANKANS Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 6. nóvember. Aðgangur og sýningarskrá er ókeypis. BÚNAÐARBANKI íslands held- ur veglega upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir og af mörgum markverðum viðburðum í tilefni af- mælisins má nefna sýningu á hluta af myndverkaeign bankans í Hafnar- borg. Eins og gefíð er til kynna í skrá voru innkaup bankans fyrstu fimmtán árin í það heila ómarkviss, en á því varð breyting þegar bankinn flutti í eigið hús í Austurstræti 5. Hilmar Stefánsson, þáverandi bankastjóri, ásamt Hauki Þorleifs- syni aðalbókara voru hér frumkvöðl- ar og mótuðu stefnuna. Stefán, sonur Hilmars, sem tók við af föður sínum og var bankastjóri í heil 27 ár, mun svo eiga aðalheiðurinn af vexti, við- gangi og markaðri söfnun íslenzkrar myndlistar um sina tíð. Sporgöngu- mennimir hafa svo ekki látið staðar numið við að efla og víkka út safn- eignina, og alkunnur er margvísleg- ur stuðningur bankans við menning- armál, má hér nefna að hann er einn af máttarstólpum Reykjavíkur - menningarborgar á afmælisári sínu. Líkast til á engin bankastofnun jafnfjölþætt og tæmandi safn ís- lenzkrar myndlistar og Búnaðar- bankinn, en hér skal ekkert fullyrt þar sem enginn annar banki hefur sýnt lit á því að opinbera eign sína á þennan hátt. Skylt að nefna einnig fyrri sýningu Búnaðarbankans 1990 í tilefni sextugsafmælisins, haldin í Austursal og gangi Kjarvalsstaða, sem var til muna viðameiri og er skrifara afar minnisstæð. Að þessu sinni var aftur á móti tekin sú stefna, að leggja megináherslu á þungavigt- arlistamenn eins og sýningarstjór- inn/einvaldurinn Steinþór Sigurðs- son orðar það. Val verka á sýninguna var þannig í höndum eins manns og þótt um sé að ræða mikinn fróðleiks- brunn á íslenzka myndlist, góðan málara og framúrskarandi leik- myndahönnuð, til viðbótar mestan sérfræðing í uppsetningu aðskiljan- legustu sýninga á landi hér, má það vera umdeilanlegt. Að slíkri fram- kvæmd þurfa fleiri að koma og vel hefði Steinþór sómt sér í fyrirsvari. Trúlega verður það einhverjum til umhugsunar, að það skuli vera banki bændastéttarinnar, sem hefur hér haldið vöku sinni umfram aðrar pen- ingastofnanir, en hér hafa framsýnir einstaklingar og drjúgir vitmenn á hlutina valist til forystu. Gerðist á svipuðum tíma og bankar ytra fóru að skilja þýðingu menningar varð- andi grunneiningar nútímaþjóðfé- lags, og að myndverk eru öruggustu skuldabréfin. Hér riðu Bandaríkja- menn á vaðið en peningastofnanir vestra eru þekktar fyrir að styrkja listir og lána peninga til listaverka- kaupa, jafnvel svo nemur hundruð- um milljóna króna, þótt ekki eigi nema eitt myndlistarverk í hlut. Þær uppgötvuðu að hugvit er ígildi gulls, og að allt fjárstreymi til döngunar þess skilaði sér fyrr eða síðar, og á þann veg skyldi virk þjóðreisn jarð- tengd. Reistu jafnframt nær ókleifan múr til verndar eigin menningu, um leið og þeir lögðu og leggja áherslu á að útbreiða hana um allan heim. En er tímar liðu skildist fleiri þjóðum hvað hékk á spýtunni og hafa farið að dæmi þeirra, snúið vöm í sókn, risið um leið upp úr öskustó, má hér helst nefna Þýskaland og Japan. Þýska- land.stendur okkur öllu nær en hið fjarlæga Japan, og er lag að geta þess að þýskir bankar moka hrein- lega peningum í listir og vanrækja hér engar kynslóðir. Hef áður end- urtekið hermt af framkvæmdum þjóðbankans, Deutsche Bank, sem gefið hefur út nokkrar veglegar bækur er herma frá fjölþættri lista- verkaeign hans. í útibúi bankans í miðborg Lundúna hafa menn meira að segja veggfóðrað heilar fjórar hæðir með listaverkum ungra breskra myndlistarmanna með framúrstefnulistamanninn og hneykslunarhelluna Ðamien Hirst á oddinum! Nýlega var ég í Berlín og lagði sem oftar leið mína í Kunstforum der Grundkreditbank á Budapester- strasse 35, sem er alveg í miðborg- inni. í húsakynnum bankans er stór sýningarsalur á jarðhæð eins og nafnið ber með sér, og er mig bar að fyrr á árinu var þar einmitt sýning á myndverkaeign bankans, en framn- ingurinn núna bar nafnið: „Egypta- lánd 2000 árum fyrir Krists burð. Fæðing einstaklingsins". Um er að ræða höggmyndir af fólki frá því 2050-1750 fyrir okkar tímatal og af þessu má ráða að hér sé nokkur yfir- sýn á ferð, því hún markar 4050 ár(!), og við skoðun hennar liggur alls ekki á hreinu hvar núlistir byrja! Hins vegar vitum við að hugtakið list, sem birtist eins og holdi klætt í þessum verkum, varð ekki til fyrr en á tímum endurfæðingarinnar, en þá voru menn einmitt að endurreisa gildi hinnar fornu húmanoríu, mannvís- inda. Þetta reyndist svo ein af þeim sýningum, sem ómögulegt er að fá nóg af og sífersk fyrir opna mann- lega útgeislan, jafnframt þá stóru spurn hvert sé eðli hins upphafna og mannlífsins yfirleitt, hvemin megi auðga það, helga og varðveita. Ekki ætla ég að afsaka þetta inn- legg, sem hér er sett fram til aukins skilnings á þýðingu og eðli lista, sem heimurinn gerði sér stöðugt ljósari grein fyrir eftir því sem leið á 20. öld- ina, er nú við lok hennar í hámarki. Og án þess að vera hér fullkomlega meðvitaðir hafa þeir sem voru í fyrir- svari við Búnaðarbankann framar öðrum í hérlendum peningastofnun- um sett sitt lóð á vogarskálina, enn- fremur haft vit og metnað til að kynna almenningi eign sína. Svo vikið sé að sjálfri sýningunni er meinbugurinn helstur á frábærri framkvæmd, að sýningarskráin er þrátt fyrir ágæta útlitshönnun henni trauðla samboðin frekar en í fyrra fallinu, því helst ætti hún að rúma allar myndirnar sem mikilsverð heimild fyrir framtíðina. Sem betur fer er hægt að bæta úr því á heima- síðu bankans til útskriftar og rann- sókna ef vill. En vitaskuld er aðalat- riðið, að í heildina hefur prýðilega tekist til og að yfir framkvæmdinni svífur drjúgur afmælisbragur. Yel til fallið að hafa stóra ljósmynd af fyrsta starfsliði bankans á palli tröppugangs og hefði hún að ósekju mátt vera í skránni. Val mynda skilvirkt að því er best verður séð, en hér vita leikir sem lærðir minna um hvað ekki er til sýn- is því engin skýrsla er frammi um að- föng bankans frá fyrri sýningu. Heildarsvipur sýningarinnar er góð- ur, ekki síst við yfirsýn uppi á palli er við blasa tvær undurfallegar myndir eftir Kjarval á útvegg, ein stór og magnþrungin eftir Kristján Davíðs- son á millivegg fyrir miðjum sal, um leið sér í fimasterka mynd á enda- vegg eftir Þorvald Skúlason. En þetta er ekki sýning þar sem gert skal upp á milli myndverka né myndlistarmanna, en auðvitað njóta þau sín misvel á veggjum sem gólfi, þótt í heildina hafi vel tekist til. Áberandi hve hið stóra þrískipta málverk Jóhannesar Jóhannessonar, „Þrjár systur", ferskt og rismikið, nýtur sín vel og lífgar upp á um- hverfið. Koma hér fram vannýttir hæfileikar hjá listamanninum, en myndstíll hans hefði vafalítið einnig notið sín vel í steindu gleri, auk þess sem þau búa yfir „monumentölum“ krafti. Margslungið glerverk Sörens S. Larsens er afar fallegt en vekur nokkrar hugleiðingar um skilin milli listhönnununar og frjálsra lista. Hið stóra svart-hvíta málverk Helgu Eg- ilson tekur sig merkilega vel út á endavegg og svart-hvítar dúkristur Snorra Arinbjarnar hitta sömuleiðjs í mark í staðsetningu sinni, en eru þrykktar á rangan pappír þannig að dökku litbrigðin eru of hörð. Þá er kannski ekki alveg að ófyrirsynju að geta þess hér, að málverk mitt hefur frá upphafi borið nafnið „Skamm- degi“, og hef ég ekki grænan grun um hvaðan nafnið „í Tröllaheimi" er komið. Það er að meginhluta til mál- að í skammdegi við sjávarsíðuna í árslok 1954, og að mestu lokið við það í ársbyrjun 1955, en tekið fram af og til næstu 10 árin og krukkað í það, þessvegna er ártalið 1955-65 ritað ofantil hægra megin, þó svo að það stæði alveg undir árituninni 1955 einni. Nokkur ljóður á nafnaskrá, að sums staðar er ártals getið en annars staðar ekki, jafnvel þótt lesa megi það á sjálfum myndverkunum. Dregið saman í hnotskurn er þetta listviðburður í þungavigt og nú er bara að hlakka til sýningar Tryggva Ólafssonar í Gerðarsafni, sem hefst um næstu helgi, og sýningar ungra listamanna sem fylgir í kjölfarið... Bragi Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.