Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli igöw,' U/ rí/ ',:A </£ ' , ■ 1 I . 1*. ,> J w - - m 1 | | .. ' -3 i k. [ w r—- _ ... Ekki eru allir á eitt sáttir um ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um aó leyfa íbúum félagslegra eignaríbúöa aö selja íbúó- irnar á frjálsum fasteignamarkaði. Anna G. Olafsdóttir átt- aði sig á því að kjarni deilunnar snýst um hvaða skilning beri aó leggja í orðió „kaupskylda", þ.e. hvort sveitarfélag eigi skilyrðislaust aö innleysa félagslegar eignaríbúðir eða aðeins aö kröfu íbúanna ogítengslum vió nauóungarsölu. EÐ gildistöku nýrra laga um húsnasðismál var félagslega húsnæð- iskerfið í skilningi laga um Húsnæðisstofnun ríkisins lagt niður hinn 1. janúar árið 1999. Eftir að lögin tóku gildi var komið til móts við tekjulægri hópa í þjóðfélaginu með þvi að veita sérstök viðbótar- lán til viðbótar við önnur lán til fjármögnunar á allt að 90% af matsverði íbúðar. Sveitarfélögin héldu áfram að leysa til sín félagslegar íbúðir eins og áður. Ibúðimar voru ýmist gerðar að fé- lagslegum leiguíbúðum eða seldar á frjálsum fasteignamarkaði. Ef hagnaður varð af sölunni runnu tekjurnar til svokallaðs varasjóðs viðbót- arlána í vörslu íbúðalánasjóðs. Varasjóður er í eigu og á ábyrgð sveitarfélaga. Hlutverk sjóðs- ins er m.a. að greiða niður mismuninn á láni byggingarsjóðs verkamanna og 90% af söluverði íbúðar á almennum markaði. Mismunurinn á lánunum og markaðsverði hefur oft verið nei- kvæður úti á landsbyggðinni. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar ákvað að fara aðra leið f samhljóða samþykkt með tilvísun til IV. ákvæðis til bráðabirgða í nýju lögunum á bæjar- stjómarfundi hinn 1. júní í fyrra. Undir yfir- skriftinni „Sala og ráðstöfun eignaríbúða" segir í framangreindu ákvæði að eftir gildistöku lag- anna geti eigandi félagslegrar eignaríbúðar hve- nær sem er, að virtum ákvæðum um for- kaupsrétt sveitarfélaga, selt íbúð sína á almennum markaði greiði hann upp skuld við íramkvæmdaraðila og lán sem veitt hafa verið af byggingarsjóði verkamanna. Forkaupsréttur sveitarfélaga skuli aldrei vera lengur en 30 ár frá útgáfu síðasta afsals íbúðar. Sveitarstjórn sé heimilt að stytta þann tíma hvenær sem er. Hafnfirska leiðin Magnús Gunnarsson bæjarstjóri segir frá því í bréfi til Sambands íslenskra sveitarstjóma, að ákveðið hafi verið að falla frá forkaupsrétti að öllum félagslegum eignaríbúðum í Hafnarfirði og neyta því eingöngu forkaupsréttar bæjarfé- lagsins lögum samkvæmt, þ.e. að kröfu íbúa í eignaríbúð með kaupskyldu eða í tengslum við nauðungarsölu. Með samþykkt bæjarstjómar- innar hafi eigendum félagslegra íbúða í Hafnar- firði orðið frjálst að selja íbúðir sínar á almenn- um fasteignamarkaði eftir að hafa greitt upp lán frá byggingarsjóði verkamanna (Ibúðalána- sjóði) og skuld við Húsnæðisskrifstofu Hafnar: ijarðar og/eða bæjarsjóð Hafnarfjarðar. „I framangreindu VI. ákvæði til bráðabirgða er ekkert kveðið á um að eiganda félagslegrar eign- arfbúðar beri að taka tillit til kaupskyldu sveitar- félagsins og því greinilegt að hún skiptir eiganda/ seljanda ekki máli eftir að forkaupsrétti hefur verið hafnað nema þá að seljandi óski eftir inn- lausn á íbúðinni með vísan til kaupskyldunnar. Væri kaupskylda sveitarfélaga skilyrðislaus hefði þetta ákvæði í reynd litla sem enga þýð- ingu,“ segir í bréfinu og bent er á fleiri rök eins og kemur fram í máli bæjarstjórans hér á eftir. Hugtökum ruglað saman Ibúðalánasjóður sendi félagsmálaráðuneyti greinargerð um kaupskyldu og forkaupsrétt sveitarfélaga á félagslegum íbúðum í apríl í vor. í greinargerðinni er rifjað upp að Hafnfirðingar túlki bráðabirgðaákvæði laga um húsnæðismál að því er kaupskyldu varðar á þann veg að kaup- skylda verði aðeins virk ef eigandi viðkomandi fé- lagslegrar íbúðar gerir kröfu um innlausn. Pessi túlkun standist ekki miðað við gildandi ákvæði í eldri lögunum frá 1993. „I bráðabirgðaákvæði I segir beinlínis, að ákvæði laga um Húsnæðis- stofnun um kaupskyldu haldi gildi sínu. I II. bráðabirgðaákvæði er sú eina breyting gerð á þessu, að kaupskylda á nauðungarsölu skuli ekki vara lengur en í 15 ár, frá útgáfu síðasta afsals... Þessari túlkun til stuðnings má vitna í ýmsar at- hugasemdir með frumvarpinu og skýra túlkun í dreifibréfi félagsmálaráðuneytis, sbr. hér að framan. í öllum þessum gögnum kemur fram, að réttindi og skyldur eigenda félagslegra íbúða skuli haldast óbreytt við gOdistöku laga um hús- næðismál.“ Undirritaðir Bragi Kristjánsson hdl., Gísli Gíslason forstöðumaður og Ingunn Ólafsdóttir lögfræðingur telja að Hafnfirðingar rugli saman hugtökunum kaupskylda og forkaupsréttur og fram kemur almenn skilgreining á hugtökunum. Kaupskylda er sögð skylda til að kaupa, þ.e. sá sem hafi kaupskyldu eigi ekkert val, hann verði að kaupa. Forkaupsréttur er hins vegar sagður vera réttur til að ganga inn í hæsta boð eða sam- kvæmt sérstökum lagareglum í tengslum við fé- lagslegar eignaríbúðir. „Sá sem á forkaupsrétt hefur val, hann getur annað hvort nýtt sér rétt- inn og gengið inn í boð í íbúð eða hann getur hafnað boði um að ganga inn í kaupin," segir í greinargerðinni. Um afleiðingamar af hafnfirsku leiðinni segir m.a.: „Ef Hafnai’fjarðarleiðin verður farin, leiðir það til þess, að þeir íbúar í félagslegum íbúðum, sem búa á landsvæði, þar sem fasteignaverð er hátt, geta selt íbúðir sínar á frjálsum markaði og tekið persónulega hagnað út úr félagslega íbúða- kerfinu. Flestir þessir aðilar búa nú á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Eftir sitja þeir, sem búa á landsvæðum, þar sem verð á húsnæði er lægra, svo sem á Vest- og Austfjörðum. Þetta eykur á þá mismunun í húsnæðismálum, sem nú ríkir á milli íbúa landsins. Það er vert að íhuga, hve nið- urstaða þessa verður tilviljunarkennd. Allir kaupendur kaupa á sömu kjörum og undirgang- ast sömu lagareglur við kaupin, hvar sem er á landinu. Eini munurinn er í upphafi, að eignimar em misdýrar, vegna aldurs og byggingarkostn- aðar. Félagslega íbúðakerfið byggðist á þeim megingrunni, að útvega kaupendum ódýrt hús- næði með niðurgreiddum ríkislánum. Kaupend- ur gengu inn í kaupin, vegna þess að þeir tryggðu sér húsnæði á viðráðanlegum kjömm á þann hátt, ekki til að hagnast. Það samræmist varla jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, að sumir eig- endur félagslegra íbúða geti hagnast persónu- lega við sölu, á meðan hinir sitja áfram eftir í óbreyttu kerfi.“ Síðar kemur fram að hagnaður einstaklinga geti um leið orðið tap varasjóðs og sveitarfélaga. Niðurstaðan er ótvíræð: Að Hafn- arfjarðarleiðin sé andstæð lögum um húsnæðis- mál. Ekki val sveitarfélaga Eftir að hafa borist greinargerð Ibúðalána- sjóðs sendi félagsmálaráðuneytið bréf til Hús- næðisskrifstofu Hafnarfjarðar vegna málsins hinn 14. júní í sumar. I bréfinu kemur fram að fé- lagslega íbúðalánakerfið hafi að mestu átt að vera óbreytt gagnvart þeim sem vora komnir í gamla kerfið fyrir gildistöku laga um húsnæðis- mál frá 1998. Megi því til stuðnings vísa í al- mennar athugasemdir með ákvæðum til bráða- birgða í greinargerð frumvarps að lögum um húsnæðismál en þar segi um félagslega íbúða- kerfið, „að sömu reglur gildi að meginstefnu til og gilda samkvæmt núgildandi lögum (lög nr. 97/ 1993)“. „Samkvæmt orðanna hljóðan,“ segir í bréfinu, „merkir orðið „kaupskylda“ skyldu sem hvílir á viðkomandi sveitarfélagi til að leysa til sín þær félagslegu eignaríbúðir sem vom hluti af hinu fé- lagslega kerfi. Skiptir þá ekki máli hvort það er vegna ákvörðunar íbúanna sjálfra um að selja íbúðina eða nauðungarsala innan tiltekins tíma. Kaupskylda sveitarfélaga hvílir á þessum eign- um þótt ekki hafi verið krafist innlausnar á þeim. Ekki er því um val sveitarfélaga að ræða.“ I niðurlagi segir að álit ráðuneytisins sé að Hafnarfjarðarbæ sé ekki heimilt að falla frá gild- andi kaupskylduákvæði við sölu félagslegra eign- aríbúða þar sem það sé í andstöðu við lög um hús- næðismál og löggjafarvilja. „Með vísan til framanritaðs er það skylda Hafnai-fjarðarbæjar að framfylgja reglum um kaupskyldu samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um húsnæðismál eins og öðmm sveitarfélögum landsins ber að gera.“ Eins og áður segir er varasjóður viðbótarlána í eigu og á ábyrgð sveitarfélaganna. Gunnar Bragi Sveinsson, stjórnarformaður varasjóðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið algjörlega skýrt að sveitarfélögunum væri skylt að taka til sín kaup- skyldar félagslegar eignaríbúðir og láta hagnað af sölu á fijálsum markaði renna í vai’asjóð. Deil- urnar stæðu ekki um forkaupsréttinh þótt niður- felling hans væri tæpast í anda laganna. „Stjórn varasjóðsins hefur enn ekki tekið fonnlega ákvörðun um til hvaða ráðstafana verði gripið gagnvart Hafnarfjarðarbæ. Vandinn verður væntanlega ræddur á næsta stjómarfundi í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Sjálfur tel ég koma til greina að sækja féð. Fyrst verður væntanlega send áskomn. Ef ekkert gerist í millitíðinni yrði væntanlega sendur reikning- ur í kjölfarið. Að því loknu er engin leið eftir nema að höfða innheimtumál. Hins vegar vona ég að til þess þurfi ekki að koma,“ sagði Gunnar Bragi og svaraði því hvort ekki væri litið alvarlegum augum að eitt sveitarfélag hætti að greiða í varasjóðinn. „Við lítum auð- vitað svo á að eitt sveitarfélag sé að draga sig út úr þeirri samstöðu sem við töldum að væri íyrir hendi. Að sjálfsögðu finnur sjóðurinn til- finnanlega fyrir því þegar eitt sveitarfélag dregur sig út með þessum hætti og sérstak- lega sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu enda dylst engum að þar og á suðvesturlandi er helst að vænta hagnaðar af íbúðum." Gunnar Bragi var spurður að því hvort til greina kæmi miðað við útreikninga Hafnar- fjarðarbæjar um gróða Ibúðalánasjóðs í tengslum við Hafnarfjarðarleiðina að gera breytingar á reglum um varasjóðinn. „Ég hef ekki heyrt aðra en Hafnfirðinga halda því fram að Hafnarfjarðarleiðin komi vel út íyrir íbúðalánasjóð. Hvorki Seðlabankinn né Ibúðalánasjóður sjálfui- hefur reiknað út að Hafnaifijarðarleiðin borgi sig fyrir íbúðalána- sjóð. Fyrir utan að ekki er eðlilegt að Hafn- firðingar taki upp á sitt einsdæmi ákvarðanii sem fela í sér frumkvæði í tengslum við hlut- verk varasjóðsins." Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að afstaða ráðu- neytisins kæmi skýrt fram í bréfinu til bæjar- yfirvalda í Hafnarílrði og ljóst væri að Hafn- firðingar yrðu krafðir um endurgreiðslu til varasjóðs. Skynsamleg og mannvæn leið „Gamla kerfið var auðvitað löngu gengið sér til húðar. Meginmarkmiðið með nýju lög- unum um viðbótarlánin hlýtur að hafa verið að losa um ákveðna sjálfheldu í félagslega eign- aríbúðakerfinu og koma á jafnræði. Hafnai’- fjarðarleiðin gerir íbúum í félagslegum eign- aríbúðum kleift að standa jafnfætis öðmm og eiga kost á því að móta framtíð sína á eigin forsendum," segir Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, og velkist ekki í vafa um að rétt hafi verið farið að í sveitarfélaginu enda óumdeilanlegt að Hafnarfjarðarleiðin sé bæði skynsamleg og mannvæn. „Húsnæðisnefnd hætti að úthluta félags- legum eignaríbúðum eftii’ að nýju lögin tóku gildi í ársbyrjun 1999. Með breytingunni gafst hinum tekjulægri tækifæri á að sækja um sér- stakt viðbótarlán til íbúðalánasjóðs til allt að 90% af kaupverði húsnæðis á frjálsum mark- aði. Eftir að kaupin hafa verið gerð ganga íbúðfrnar kaupum og sölum eins og aðrar íbúðir. Hafnarfjai’ðarbær ákvað á grundvelli laganna að losa um ljötra íbúa í gamla kerfinu með því að falla frá forkaupsrétti á öllum fé- lagslegum íbúðum í Hafnarfirði," segir Magn- ús. Hann telur nægilega sterka lagaheimild í nýju lögunum fyiir því að falla frá forkaups-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.