Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 37 HUGVEKJA Krossfánar Norðurlanda Krossfánar Norðurlanda bera, að mati Stefáns F riðbjarnarsonar, vltni um sameiginlegan menningar- og trúararf norrænna þjóða. Á ÞEIM tímum er kristni barst fyrst til Norðurlanda var „svæði“ norrænnar menningar annað en það er í dag. Það spannaði Noreg og Svíþjóð, utan nyrstu svæði þessara landa í dag, Danmörku alla, hluta Bretlandseyja og nor- ræn landnám í Færeyjum, á ís- landi og Grænlandi. Samar í norðri og Finnar í austri greindu sig frá norrænum mönnum um tungumál, lífshætti og samfé- lagsgerð. í grein Hjalta Hugasonar í Sögu Norðurlanda 1397-1997,10 ritgerðir (Norræna ráðherra- nefndin 1997), segir m.a. að kristin áhrif hafi bor- izt til Norðurlanda úr þremur áttum: 1) Frá Bretlandseyj- um, 2) Frá megin- landi Evrópu, 2) Frá Rússlandi (grísku rétttrúnaðaridrkj- unni), einkum til Finnlands og land- anna umhverfis Eystrasalt. Kristni haslaði sér völl á Norðurlöndunum á tímabilinu frá 800 til 1200. Til nyrstu hér- aða Noregs, Svíþjóð- ar og Finnlands barst hún síðar. Kristni hefur verið ráðandi trú á Norð- urlöndunum í þús- undár. Krossfánar Norð- urlanda (Danmerk- ur, Finnlands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Islands) bera vitni um sameiginlegan menningar- og trúararf þeirra. Samstarf nor- rænna þjóða hefur alltaf verið - og er enn í dag - mikið og far- sælt. Og kirkjur Norðurlanda eru greinar af sama meiði. Sú spurning er áleitin, hvort kristin viðhorf norræna þjóða gegn um aldirnar eigi ekki drýgstan þátt- inn í því, að almenn velferð og samhjálp mótar hagi fólks á Norðurlöndum ríkulegar en ann- ars staðar í veröldinni. Þegar vikið er að norrænu samstarfi verður ekki hjá því komizt að minna á Kalmar- sambandið, sterkt pólitískt sam- band Norðurlanda í rúm 140 ár (1380 til 1523). Þá ríkti sami kon- ungur yfir öllum þeim svæðum Norðurlanda þar sem ríkisvald hafði myndast. Esben Al- brectsen segir í Sögu Norður- landa um mörk þessa norræna ríkjasambands: „í austri lágu landamæri Svíþjóðar og Finn- lands að rússnesku borginni Novgorod (Hólmgarði) og Nor- egi tilheyrðu Grænland, Island, Færeyjar Orkneyjar og Hjalt- land. Landamærin í suðri vóru í fyrstu við Egðu eða Konungaá, eftir því hver valdahlutföllin vóru. Árið 1460 var norræna sambandið sameinað Slésvík og Holtsetalandi og upp frá því vóru landamærin í suðri við Saxelfi. Með öðrum orðum: Kalmar- sambandið tengdi vilta skóga Finnlands við regnsamar og grænar eyjar Atlantshafsins og frjósamt láglendi Danmerkur og Norður-Þýzkalands við skóg- og fjalllendi Skandinavíuskagans sem teygir sig frá dalverpi til dalverpis allt norður að Ishaf- inu.“ Kirkjur Norðurlanda eru keimlíkar, þótt blæbrigðamunur sé einhver á kristnihaldi þeirra. Tengsl norrænu kirknanna þarf að efla og treysta til langrar framtíðar. Hjalti Hugason, pró- fessor, segir í grein sinni í Sögu Norðurlanda: „Þá er áhugavert að hugleiða hvernig hinar stóru evangelísk- lútersku kirkjur á Norðurlönd- um muni í framtíðinni haga sam- skiptum sínum hver við aðra sem og tengslum við grannkirkjur ut- an Norðurlanda. Eina vísbend- ingu er að finna í samþykkt sem kennd er við boreina Porvoo í Finnlandi og undirrituð var haustið 1996. Þar gerðu allar evangelísk-lútersku kirkjurnar á Norðurlöndum og í Eystrasalts- ríkjunum, að dönsku kirkjunni undanskilinni, formlegt sam- komulag við biskupakirkjuna í Englandi, Skotlandi, Wales og á írlandi. Það fól í sér að kirkjurn- ar axla sameiginlega ábyrgð á öllum félögum sínum og veita þeim rétt til þátttöku í stjórn þeirrar kirkju sem þeir lifa og starfa í á hverjum tíma. Þá vilja þær stuðla að greiðari leið fyrir djákna, presta og jafnvel biskupa til að starfa að minnsta kosti tímabundið innan annarra kirkna en þeirra sem þeir hlutu vígslu í. Með vissum hætti má því segja að sú framtíðarsýn sem við blasir í lok 20. aldar líkist þeim aðstæðum sem ríktu snemma á miðöldum þegar kirkjur Norður- landa tengdust innbyrðis með margháttuðu móti en vóru jafn- framt í nánu sambandi við kristnilíf á Bretlandseyjum." Samstarf Norðurlanda hefur verið og er mjög mikilvægt fyrir norrænar þjóðir, ekki sízt hinar smærri. Það sannar reynslan, sem ólygnust er, rækilega. Svo- kölluð Evrópuþróun gerir þetta norræna samstarf enn mikilvæg- ara en fyrr, nánast ómissandi. Samstarf kirknanna á Norður- löndum - og kristins fólks vítt og breitt um veröldina - getur og haft mjög jákvæð áhrif til góðs á þróun mála í veröldinni. Þess- vegna er mikilvægt að standa trúan vörð um íslenzku þjóð- kirkjuna. Megi krossfánar Norð- urlanda blakta við hún á 21. öld- inni sem tákn um fullveldi þeirra og þann mikilvæga trúai-arf, sem vera þarf vegvísir okkar inn í framtíðina. Elzta Kristmynd Norðurlanda: Jalangurs- steinninn á Suður-Jótlandi, sem Haraldur blátönn reisti í lok 10. aldar. FRÉTTIR Samþykkt að segja upp hús- næði LÍV FRAMKVÆMDASTJÓRN Lands- sambands íslenskra verslunar- manna, LÍV, hefur ákveðið að segja upp leigusamningi um skrifstofu- húsnæði sambandsins. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Lands- sambands íslenskra verslunar- manna, segir að árs uppsagnar- frestur sé á húsnæðinu og því sé rúmur tími til að skipuleggja málið með öðrum hætti. Sent verði formlegt erindi til Al- þýðusambands Islands þar sem óskað verði eftir því að taka á leigu húsnæði fyrir skrifstofu- og funda- aðstöðu fyrir LÍV. Jafnframt verð- ur óskað eftir svörum frá ASÍ hvort Alþýðusambandið geti tekið að sér innheimtu skatta fyrir LIV, al- menna símsvörun, bókhald, viðhald tölvukerfa og gegn hvaða gjaldi. Framkvæmdastjórnin setti á laggirnar vinnuhóp til að skoða hvaða leiðir væru færar til að starf- rækja sambandið áfram verði skrif- stofu þess lokað og dregið úr starf- seminni. Hópurinn skilaði niðurstöðu á fundi stjórnarinnar í síðustu viku og var hún samþykkt samhljóða. Framkvæmdastjórnin samþykkti einnig tillögu um að skipa nefnd til að undirbúa breyt- ingar á samþykktum LÍV varðandi þing/ársfundi, þ.e. fulltrúafjölda, at- kvæðavægi, skattgreiðslur o.fl. Nefndin á að leggja tillögur þar að lútandi fyrir þing LÍV vorið 2001. Breytingarnar eiga að taka mið af fyrirhuguðum breytingum á lögum ÁSÍ sem verða til umræðu á ASÍ- þingi í nóvember. Ingibjörg segir að reksturinn hafi ekki verið kostnaðarsamur. „Það er sjálfsagt að skoða hvort hægt sé að draga úr kostnaði og gera þetta á hagkvæmari hátt,“ sagði Ingibjörg. -----4-»-»--- Mótmæla uppsögnum á Siglufírði FUNDUR verslunarmannadeildar Verkalýðsfélagsins Vöku mótmælir þeim vinnubrögðum sem Matbær ehf. viðhefur í starfsmannamálum í versluninni Strax á Siglufirði, seg- ir í fréttatilkynningu frá verslun- armannadeild Verkalýðsfélagsins Vöku. Þar segir einnig: „Þau birtust fyrst í uppsögn á starfsmanni sem helgað hefur forverum Strax-versl- unarinnar starfskrafta sína um áratuga skeið. Því næst með upp- sögnum á starfsmönnum þ.m.t. uppsögn á félagskjörnum trúnað- armanni starfsmanna. Þá með upp- sögn á verslunarstjóra sem reynt hefur að verja hagsmuni starfs- manna sinna og síðast en ekki síst með afskaplega ósmekklegum auglýsingum eftir starfsfólki. Orðalag þeirra auglýsinga hefur vakið mikla reiði þeirra sem fylgst hafa með málinu, enda ekki undar- legt að hugsað sé sem svo að frá- farandi starfsmenn séu án þeirra kosta sem þar eru upptaldir. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á þjónustu við viðskipta- vini verslunarinnar, sem fer hrak- andi m.a. vegna færra starfsfólks. Eini ljósi punkturinn í þeim breyt- ingum sem komu í kjölfar Strax- verslunarinnar, sem er lengri af- greiðslutími, dökknar þegar hillur verslunarinnar standa tómar, eng- inn kaupir það sem ekki er til. Verslunarmannadeild Vöku hef- ur um nokkurra ára bil staðið fyrir auglýsingaherferð og ýmsum að- gerðum á jólaföstu undir kjörorð- inu „Verjum störfin - verslum heima“. Hér með er samþykkt að slagorðið í ár verði „Verjum störf- in - verslum við heimamenn“.“ 9fútt JréttaSréf / Heimsklúbbur Ingólfs & PRÍMA senda ykkur öllum kœrar haustkveðjur og þakka frábœr viðskipti það sem af er árinu 2000: Metári i sögu Heimsklúbbsins í 20 ár, með tvöföldun viðskipta frá fyrra ári. Margir spyrja: „Hver er ástœðan?“ Nú bjóðum við þér, lesandi góður, að kanna ástœður þess, að ferðir Heimsklúbbsins & PRÍMU njóta slíkra vinsœlda að sístækkandi hópur ánœgðra farþega tekur ferðir okkar fram yfir allar aðrar. Dregið verður úr bestu svörum og að lauttum eru vegleg: VÐRtÐLflmL 2ja viíqia AusturCandaferðfyrir 2 að verðmæti (f. 200pús. Svör berist fyrir 5. nóv. 2000 Merkt: „Heimsklúbburinn ferðavai 2000-2001“, Pósthólf 140, 121 Reykjavík. Réttur áskilinn til að vitna í svörin í auglýsingu. NÝJAR FERÐAFRÉTTIR: Enn sem fyrr var ferðin Listatöfrar ítafíu 13.-2S. ág. sú ferð, sem vakti mesta hrifhingu: „Sannkallaður dýrgripur ferðaminninga, sem tekur öllu fram í reynslu okkar, undir einstakri leiðsögn Ingólfs." (Umsögn) endurtekin 2001. Mesta œvintýri 9vtiðjarðarfafs: 23.sept.-8.oif. 70 farþegar: Sigling á „ VICTORIU" um austanvert Miðjarðarhaf í 2 vikur ttieð viðkomu á öllum helstu eyjum og borgunt á þessum sögufrœgu slóðum undir leiðsögn Sigurðar A. Magnússonar. „Fróðlegasta og skemmtilegasta ferð okkar á sjó. “ (Umsögn) endurtekin 2001. Œjjyptaíand - Landið heíga - ‘BiStíuferð 23. sept. -10 d. 90 farþegar Seldist strax upp. „í þessari ferð varð ég fyrir dýpri og varanlegri áhrifum en nokkurri annarri. Frábærir fararstjórar, Hróbjartur Ámason og sr. Bjami Karlsson áttu sinn stóra þátt í því.“ (Umsögn) endurtekin 2001. /Jfo - toppur titverunnar“ -15.-23. okt. Heimsklúbburinn er mjög stoltur af hinum stóra hópi farþega, um 460 manns í ‘Río de Janeiro -fegurstu boyj Fteims, parsem sótin fititrar, 6tóðið óifiar aflífsfiíeði. ,,‘Við dáumst að vati IttfióCfs og sSqpuCafii. - Ófileymaníefit!" (umsögn). ,/Töfrar 1001 ncetur í LLusturtöndum" 45 manna hópur undir fararstjóm Ásgeirs Guðmundssonar og Sigríðar konu hans er núna staddur í forundran i „Höll gylltu hestanna“, einu glæsilegasta hóteli heims, og senda kærar kveðjur og þakkir til Heimsklúbbsins, úr ferð, sem seldist upp strax í vor. Endurtekin 2001. ,fLinn dagur sem fúsund ár“ - dCnattreisa 2000 4. hnattreisan seldist upp í ársbyrjun. 41 þátttakandi hefur 30 daga hring- ferð um hnöttinn á suðurhveli jarðar hinn 5. nóv. Eftirvæntingin er mikil í þessum hópi sem er að hefja mesta ferðaævintýri sem um getur. Ferðin verður undir stjóm Ingólfs. Heimsklúbburinn þakkar traustið og óskar þátttakendum góðrar ferðar. Endurtekin 2002. CFerðaíqjnninfj sunnud. 29. oíf. í Jð-saíOdóteCSöfju Cf. 15.00. dusturCönd sem aldrei fyrr: Glæsilegt úrval ferða til THAILANDS, MALASÍU OG BALI fyrir og eftir áramót. Verð ffá kr. 99.800 í 2 vikur, ef pantað er og staðfest núna. Skrifstofan Austurstr. 17 opin frá kl. 14-17 í dag fyrir nýjar pantanir. MISSIÐ EKKI AF FRABÆRRI KYNNINGU í MÁLI OG MYNDUM. Mætið snemma! - Ókeypis aðgangur, en húsið fyllist fljótt. Staðfestar pantanir teknar á staðnum. PÖNTUNARSÍMI 562 0400 Útvalin í alþjóðleg samtök ferðaskrifstofa: EXCELLENCE IN TRAVEL fyrir frábærar ferðir og skipulagningu. FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS ■Austurstraeti 17. 4. hæð. 101 Reykjavík. sími 562 0400. fax 562 6564. netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.