Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000 27 ákvörðun að stofna þjóðgarð við jökulinn en mörk hans voru á þeim tímapunkti ekki ákveðin enda óvíst hvort af virkjunaframkvæmdum yrði á svæðinu. A sama tíma voru Stryne- og Loenvatnsföllin tekin af verndunarlista sem reitti náttúru- vemdarsamtök um allt landið til mikillar reiði. Þegar þjóðgarðurinn var formlega opnaður sumarið 1992 var Bödal, Erdal og Sunndal vestan jökulsins haldið utan hans ef til virkjana kæmi þar síðar. Stríð heimamanna íbúar í Strynhreppi og ráðamenn voru langflestir virkjunarsinnar að sögn hreppstjórans Nils Stöyva. Enda bundu þeir vonir við að virkj- un myndi gera Strynhrepp að auð- ugu byggðarlagi líkt og gerst hafði í Jostedalnum austanmegin jökuls- ins. Að lokum voru það þó verndun- arsinnar sem fóru með sigur af hólmi í baráttunni og Stryne- og Loenvatnsföllin voru vernduð á ný með lögum. Margir fögnuðu sigri við stofnun garðsins en flestir heimamanna upplifðu ósigur. Aður en garðurinn var stofnaður höfðu bændur sem áttu land innan hans haft áhyggjur af takmörkunum á nýtingu er þjóðgörðum fylgir en að sögn Nils var komið til móts við þá og nú hafa þeir rétt til að nýta skóginn að einhverju leyti. Einnig vöknuðu spurningar um hvort garð- urinn hefði neikvæð áhrif á iðnaðar- uppbyggingu í Strynhreppi en Nils telur að sú hafí ekki orðið raunin. Sátt um garðinn í dag I dag er sátt um Jostedalsjökla- þjóðgarðinn meðal íbúa Stryn- hrepps að sögn Nils og hafa þeir lært að lifa með honum, enda er hann kominn til að vera. Þá hefur verið hafíst handa við að nýta sér það aðdráttarafl sem stór jökla- þjóðgarður hefur á ferðamenn og er á stefnuskrá hreppsins að byggja ferðaþjónustu, bæði sumar sem vetur, enn frekar upp á næstu árum. Jostedalsjöklaþjóðgarðurinn er ungur að árum og að sögn Nils hefur stofnun hans enn ekki haft mikil áhrif á fjölda ferðamanna í Strynhreppi en svo mun þó vænt- anlega fara í framtíðinni. „Mikil mótstaða var í hreppnum við stofn- un garðsins og því var skynsamleg- ast að fresta framkvæmdum í þágu ferðaþjónustunnar þar til um hægðist," segir Nils. Frekari uppbygging ferðaþjónustu En ferðaþjónustan í Strynhreppi sjálfum á mikla framtíð fyrir sér því ótal möguleikar eru fyrir hendi við frekari þróun hennar og fram- kvæmd. „Ferðamenn sem koma hingað í þeim tilgangi að skoða þjóðgarðinn skilja því miður ekki eftir mikla peninga í Strynhreppi," segir Nils. „Staðreyndin er sú að flestir þess- ara ferðamanna eru svokallaðir bakpokaferðamenn sem vilja helst sofa úti í náttúrunni til að hámarka upplifun sína. Eins og gefur að skilja eru tekjur af slíkum ferða- mönnum ekki miklar. En farþegar skemmtiferðaskipa eru mörg þús- und í hreppnum árlega auk annarra ferðamanna er kjósa að gista á há- gæða fjallahótelum sem þar er að finna innan um ódýrari hótel, tjald- stæði og dæmigerðar norskar „hyttur". Baráttan heldur áfram Heimamenn voru flestir á einu máli um að virkja vatn jökulsins og fannst það þjóna sínum hagsmun- um best. Verndunarsinnar, bæði úr heimabyggð en þó aðallega utan- aðkomandi aðilar og samtök, voru á öðru máli. Niðurstaðan var verndun Jostedalsjökulsins um alla framtíð. Baráttan um vatnið við Jostedalsjökulinn er því gott dæmi um þá árekstra sem geta orðið milli svæðisbundinna (virkjunarsinna) og landsbundinna (verndunarsinna) sjónarmiða og hagsmuna. En bar- áttan um vatnið heldur áfram á öðr- um svæðum í nágrenni jökulsins, nú sunnan og norðanmegin hans. Enn á ný eru náttúru- og umhverf- isverndarsinnar tilbúnir að berjast fyrir friðun vatnsfalla og virkjunar- sinnar fyrir nýtingu þeirra til arð- bærrar raforkuframleiðslu. Qbj' Æuj Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar minnir á næstu námskeið vetrarins Fjórar sögur af Jesú Kennari sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 mánudaga 13/11, 20/11, 27/11 og 4/12 kl. 18-20 Guð og tilvist hans Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 þriðjudaga 14/11, 21/11, 28/11 og 5/12 kl. 18-20 Tilfinningar hversdagsins og svör kvennaguðfræðinnar Kennari sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Staður: Háskóli íslands. Tími: 4 þriðjudaga 14/11, 21/11, 28/11 og5/12 kl. 20-22 Kirkjan í Evrópu í 2000 ár Kennari dr. Hjalti Hugason. Staður: Háskóli íslands. Tími: 3 miðvikudaga 15/11, 22/11, 29/11 og fimmtudaginn 30/11 kl. 18-20 Kirkjutónlist Bachs Kennari Halldór Hauksson. Staður: Hallgrímskirkja. Tími: 4 miðvikudaga 15/11, 22/11, 29/11 ogó/12 kl. 20-22 „Ég kvíði alitaf fyrir að fara til tannlæknis. Þess vegna læt ég deyfa mig í hvert sinn sem eitthvað þarf að gera. Hvernig fór fólk eiginlega að áður fyrr? Þegar tennur voru dregnar úr því? Þegar það var skorið upp. Og jafnvel aflimað? Og engin deyfing? Úff, eins gott að ég er nútímakona! Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. Pantaðu bækling! Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar Nánari upplýsingar eru veittar á: Fraeðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, sími 535 1500, bréfsími 551 3284. Netfang: frd@kirkjan.is Kynningar verða á eftirfarandi stöðum: Domus 30.10 Melhagi 0 2.11 Glæsibær 03.11 Kringlan 31.10 Austurver 0 3.11 Austurver 04.11 Melhagi 01.11 Kringlan 02.11 VLyf&heilsa ' APÖT6K BETRI liOAN ASKUR Fjölbreyttur matseðill alla daga! ASKUfc ..1 I STEIKARHLAÐBORÐ fyrir alla fjölskylduna á sunnudögum frá kl. 18:00 kr. 2290- pr.mann, frítt fyrir börn yngri en 6 ára og 50% afsl. fyrir börn 6-12 ára ----- S I N C E 1 9 6 6 - SUÐURLANDSBRAUT 4 Simi: 553 9700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.