Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 64
MORG VNBLABIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIDSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Rax
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, við komuna til Dehlí í gærmorgun. Aðstoðar-
ráðherra úr utanríkisráðuneytinu, U.V. Krishnam Raju, tók á móti forsetanum og föruneyti hans.
Forsetinn
á Indlandi
Delhí, Morgunblaðið.
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, lenti ásamt Dorrit
Moussaieff og fjölmennu fylgdarliði
á flugvellinuni í Deihí á Indlandi í
gærmorgun, eftir beint flug frá
Islandi með Boeing-þotu Atlanta-
^^iugfélagsins. Opinber heimsókn
forsetans hefst á mánudag. íslend-
ingamir fengu góða heimsókn,
fljótlega eftir komuna á hótelin í
gær, frá munaðarlausum bömum
úr einu SOS-þorpanna á Indlandi
Bömin tóku við gjöfum frá íslend-
ingum, aðallega fötum og leikföng-
um sem safnað var fyrir ferðina á Böraum úr einu SOS-þorpanna á Indlandi voru færðar gjafir og þökk-
fundi um SOS-barnaþorpin. uðu þau fyrir sig með blómum og söng.
Y er ð á innflutt-
um áburði
hækkar um 20%
ÓLI Rúnar Ástþórsson, stjórnarfor-
maður Áburðarsölunnar ísafoldar,
segir allar líkur á að innfluttur
áburður hækki um a.m.k. 20% á
næsta ári. Algengt er að áburðarverð
erlendis hafi hækkað á einu ári um
2(M0. Hann segir að mikil hækkun
hafi orðið á áburði erlendis, en tals-
verð óvissa sé ríkjandi á mörkuðum
fyrir áburð. Hann segir að ísafold sé
ekki búin að ljúka samningum við
birgja erlendis og verð til bænda hafi
ekki verið endanlega ákveðið.
„Verð á áburði erlendis í fyrra var
í algjöru lágmarki. Bæði var um-
framframboð á áburði og eins var
hráefnisverðið lágt. Aðstæður hafa
breyst mikið síðan,“ sagði Bjarni
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Áburðarverksmiðjunnar.
Hann sagði að annars vegar hefði
hráefniskostnaður hækkað mikið
síðastliðið ár og þar skipti einnig
máli mikil hækkun á verði olíu. Hins
vegar hefði dregið úr framleiðslu á
áburði og það eitt og sér hefði leitt til
verðhækkunar. Offramboð hefði ver-
ið á áburði í fyrra.
Bjarni sagði ekki sjálfgefið að
þessar hækkanir erlendis leiddu til
hækkana hjá Áburðarverksmiðj-
unni. Við framleiðsluna væri að hluta
til notast við innlent hráefni og eins
væri innflutt hráefni að nokkru leyti
á eldra verði. Hráefnisverð hefði
lækkað aftur nú þegar framleiðsla
hefði dregist saman. Bjarni sagði að
verðskráin í fyrra hefði verið óbreytt
frá árinu áður. Auk þess hefði verið
veittur ýmiss konar afsláttur þannig
að í raun hefði verið um þónokkra
verðlækkun að ræða.
Tekinn fyrir meint
brottkast á smáfíski
NORSKA landhelgisgæslan færði
íslenska línubátinn Njarðvík GK til
hafnar í Hammerfest í Norður-Nor-
egi á fimmtudag, þar sem hann var
tekinn að meintum ólöglegum veið-
um í Barentshafi. Skipverjar Njarð-
víkur eru af norsku gæslunni sakaðir
um brottkast á smáfiski.
Að sögn Landhelgisgæslunnar var
lögð fram trygging í Hammerfest og
er Njarðvík nú komin til Tromsö til
smávægilegra viðgerða á fjarskipta-
búnaði. Réttarhöld vegna málsins
eiga að fara fram í Noregi í desem-
ber nk. en skipverjar neita öllum
sakargiftum. Njarðvík GK hefur
verið á veiðum í Barentshafí ásamt
fjórum öðrum skipum frá Islandi.
Stjórn
BSRB end-
4 urkjörin
BREYTINGAR á lögum BSRB
voru samþykktar á þingi BSRB
í gær með 188 atkvæðum gegn
einu. Þær fela í sér að stjóm
BSRB verði skipuð formönnum
aðildarfélaga bandalagsins og
að framkvæmdanefnd verði
kosin á þinginu.
í samræmi við þetta var sam-
þykkt á þinginu að núverandi
formenn aðildarfélaganna skipi
stjórn bandalagsins á næsta
kjörtímabili, en það þýðir að
litlar breytingar verða á stjóm-
inni. Framkvæmdastjómina
skipa Ögmundur Jónasson, for-
maður, Sjöfn Ingólfsdóttir,
fyrsti varaformaður, Jens
Ándrésson, annar varaformað-
ur, Ehn Björg Jónsdóttir, ritari,
og Jónas Magnússon, gjaldkeri.
Félagsmálaráðherra telur Hafnarfjarðarleiðina varðandi kaupskyldu ólöglega
Hafnfirðingar verða
krafðir um endurgreiðslu
Félagsmálaráðuneytið telur að
Hafnarfjarðarbæ sé ekki heimilt að
falla frá gildandi kaupskylduákvæði
við sölu félagslegra eignaríbúða
enda sé ákvörðunin í andstöðu við
lög um húsnæðismál og löggjafar-
viljann að því er fram kemur í bréfi
til sveitarfélagsins.
Hafnarfjarðarleiðin hefur í för
með sér að ekki rennur lengur mis-
munur áhvflandi lána og markaðs-
verðs innleystra félagslegra ft)úða í
Hafnarfirði í varasjóð viðbótarlána.
Hlutverk sjóðsins er m.a. að greiða
niður mismuninn á láni Byggingar-
sjóðs verkamanna og 90% af sölu-
verði íbúðar á almennum markaði.
Mismunurinn á lánunum og mark-
aðsverði hefur oft verið neikvæður
úti á landsbyggðinni.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra segir, að afstaða félagsmála-
ráðuneytisins komi skýrt fram í
bréfi til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
„Við höldum því til streitu að Hafn-
arfjörður standi skil á þessum pen-
ingum,“ sagði Páll. „Ég skal ekkert
fullyrða um hvaða aðferðum verður
beitt. Hins vegar er ófært annað en
að Hafnarfjörður fari að lögurn."
Hann var spurður að því hvort
kæmi til greina, ef Hafnarfjarðar-
leiðin væri jafn hagstæð fyrir íbúða-
lánasjóð og bæjaryfirvöld í Hafnar-
firði hefðu reiknað út, að gera
breytingar á hlutverki varasjóðs.
„Ég er ekkert að samþykkja út-
reikninga Hafnfirðinga," sagði hann.
„Við förum hina leiðina að krefja
Hafnfirðinga um þessa peninga. Það
er alveg á hreinu," sagði ráðherr-
ann.
Varasjóður er í eigu og á ábyrgð
sveitarfélaganna. Gunnar Bragi
Sveinsson, stjórnarformaður vara-
sjóðsins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið algjörlega skýrt að sveitar-
félögunum væri skylt að taka til sin
kaupskyldar félagslegar eignaríbúð-
ir og láta hagnað af sölu á frjálsum
markaði renna í varasjóð.
Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri
í Hafnarfirði, var spurður hvemig
brugðist yrði við niðurstöðu félags-
málaráðuneytisins. „Við erum ósam-
mála niðurstöðum ráðuneytisins og
teljum hana ekki rétta og vísum þar
um m.a. til lögfræðiálits sem við lét-
um vinna fýrir okkur. Við höfum því
ekki talið ástæðu til þess að breyta
fyrri ákvörðunum hvað forkaups-
réttinn/kaupskylduna varðar."
■ Styrinn stendur /10-11
www.bi.is - í stöðugri sókn
Vefur Búnaðarbankans var
valinn besti íslenski
fjármálavefurinn.
Smelltu þér á Netid og
njóttu traustsins.
BUNAÐARBANKINN
fmusiur banki
Vilja byggja upp í Flatey
HÓPUR fjárfesta á í viðræðum
við Hafstein Guðmundsson í Flat-
ey um kaup á frystihúsinu í
eynni.
Jóna Valgerður Kristjánsdótt-
ir, oddviti Reykhólahrepps, sagði
að væntanlegir kaupendur hefðu
haft samband við hreppsnefnd-
ina, og viðrað skoðanir um upp-
byggingu ferðaþjónustu í Flatey,
sem myndi tengjast annarri
ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.
„Hreppsnefndin tók á föstu-
daginn fyrir bréf frá Þorsteini
Jónssyni, sem er í forsvari fyrir
fjárfestana, en hugmyndin er sú
að gera frystihúsið upp og hafa
þar ráðstefnusal og minjasafn,
sem mun tengjast sögu Breiða:
fjarðar," sagði Jóna Valgerður. „í
framhaldinu er síðan hugmyndin
að byggja átta sumarhús í ná-
grenni við frystihúsið, en sam-
kvæmt þeirra hugmyndum eiga
húsin að falla að byggingum
gamla þorpsins.“
Jóna Valgerður sagði að til
væri deiliskipulag sem gerði ráð
fyrir sumarhúsalóðum á þeim
stað sem frystihúsið væri á, en að
þar sem ekki væri búið að ganga
frá sölu frystihússins væri málið í
biðstöðu.