Morgunblaðið - 29.10.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sunnudagur 29. október
TJARNARBÍÓ KL. 15
Prinsessan í hörpunni
Úr einni afhinum gömlu sögnum hef-
ur Böövar Guðmundsson smíöaö
brúöuleikrit fyriralla fjölskylduna.
Sagan segir afdóttur Siguröar Fáfn-
isbana, sem flýrásamt fóstra sínum
undan óvildarmönnum, falin í hörpu.
Þaö er Leikbrúðuland sem setur upp
Prinsessuna í hörpunni.
Ástin í brjóstinu og
krafturinn í sálinni
hún er ekki mállaus,
heldur hefur hún valið
aðjjegja.
I heimi ömmunnar
eru engin landamæri,
hvorki landfræðileg,
tímaleg né milli lífs og
dauða. Og þar er An-
astasia Posokova
sterkt, lifandi afl sem
stýrir hugsun ömm-
unnar í einu og öllu,
orðum hennar og
gjörðum. Og þar sem
Linda er í fóstri hjá
ömmu sinni á daginn
á meðan foreldrar
hennar vinna úti stýr-
ir Anastasia líka upp-
eldi hennar. Það er líka í þessum
heimi ömmunnar og Anastasiu sem
leyndarmálin ei-u falin, leyndarmál
um þögn og líf og dauða - einkum
þó sú vitneskja að Lindu bíði engu
minni mikilfengleiki á tónlistar-
sviðinu en meistarinn sjálfur naut.
Strax frá blautu barnsbeini er
Lindu boðið inn í þennan heim
ömmunnar og tónlistarinnar og því
kynnist hún meistaranum af eigin
raun, tilfínningum hans og athöfn-
um og lærir að gerþekkja ævi
hans, það er að segja í útgáfu
ömmunnar.
I gegnum allt er svo þögnin;
þögn þessarar konu sem býr í ris-
herbergi, fjrst í sínu húsi á
Hraunteignum og síðan í risher-
bergi Lindu á Grettisgötunni.
Snemma í sögunni minnist amman
á brjáluðu konuna á loftinu, minni
úr 19. aldar bókmenntum, þar sem
konur sem ekki fengu útrás fyrir
sköpunarmátt sinn misstu vitið og
hurfu heiminum með öll sín lista-
verk ósögð. Vigdís Grímsdóttir vef-
ur þessa hefð inn í sögunna af ein-
stakri snilld svo það er ekki
nauðsynlegt að þekkja sögu
kvenna í bókmenntum til að skilja
og skynja harminn sem býr á bak
við þögnina - en ekki er allt sem
sýnist; reyndar er ekkert sem sýn-
ist og þegar lesandinn fer að efast
um geðheilsu ömmunnar kemur í
ljós að hún hefur kæft sitt sköpun-
arverk í fæðingu. Hún fórnar því
fyrir ástina. Hún man allt og er
reglulega vel raunveruleikatengd
þar sem hún málar blómamyndir í
risinu, hlustar á Tchaikovsky og
safnar úrklippum úr raunveruleik-
anum og heimi Anastasiu um kon-
ur sem hafa látið að sér kveða í
heiminum. Það er aðeins Linda
sem fær að skoða blómamyndirnar
og úrklippusafnið. Vegna þess að
amma hennar elskar hana.
Amman elskar hana
og fórnar allri sinni
tilveru fyrir hana.
Fórnirnar eru gríðar-
lega stórar - og amm-
an vill fá ást sína end-
urgoldna. Hún fórnar
öllu og krefst alls. Ast
hennar er valdatæki
sem hún réttlætir og
útskýrir með rökum
úr sínum landamæra-
lausa heimi og smám
saman verður Linda
hluti af þeim heimi,
rennur saman við
hann, hlustar á tónlist
Tchaikovskys, ákveð-
ur að útfæra blóma-
myndir ömmunnar með nýrri
tækni, verður ástfangin og fer í
burtu í tvo mánuði. I annað sinn á
ævinni fer hún burtu frá ömmunni
í tvo mánuði. Allt þar til amman
liggur fyrir dauðanum og Linda er
kölluð heim.
Þá stendur hún frammi fyrir vali
um það hvort hún ætli að setjast
að í heimi ömmunnar eða í þeim
heimi sem annað fólk lifir í. Hættu-
legum heimi, þar sem fólk er óvinir
orðanna, myndanna og allra hluta
og þar sem ókunnug andlit leynast
á bak við öll andlit - að sögn ömm-
unnar.
„Þögnin“ er einstakt snilldar-
verk, þar sem saman fléttast innri
og ytri heimur, báðir jafn áþreifan-
legir; svo þéttofnir saman að þeir
verða seint skoðaðir til fulls. Heim-
ur þar sem allt sem við heyrum,
sjáum og skynjum er jafn mikil
staðreynd og hagtölur. Vefur sög-
unnar er margræður; ást ömmunn-
ar er heit og alltumvefjandi um
leið og hún er full af óhugnanleg-
um leyndarmálum og fyrirboðum.
Það er langt frá því að hér sé upp-
vaxtarsaga á ferð, vegna þess að
Linda er fullorðin þegar hún segir
söguna og er ekki alin upp í heimi
sem er sniðinn fyrir börn, heldur
heimi þar sem ljótleikinn býr í feg-
urðinni, grimmdin í kærleikanum,
snilligáfan í þögninni.
Það væri hægt að skrifa enda-
laust um þessa sögu um „ástina í
brjóstinu" og „kraftinn í sálinni“
og víst er að sá sem les hana einu
sinni hlýtur að lesa hana aftur og
aftur. Þögnin er þannig bók. Það
er ekki hægt annað en að vera
glaður og þakklátur fyrir að lifa
tíma þar sem stórbrotin listaverk
kvenna fá að hljóma. Og Þögnin er
stórbrotið listaverk.
Súsanna Svavarsdóttir
Vigdís
Grímsdóttir
Tolstoj
og hæn-
urnar
SÝNINGARGESTUR virðir hér
fyrir sér innsetningu úkrainska
listamannsins Oleg Kulik á Al-
þjóðasýningu nútímalistar (FIAC)
sem þessa dagana stendur yfir í
París.
Verkið nefnist Tolstoj og hæn-
urnar, og er í hópi fjölda lista-
verka er finna má á sýningunni
sem geymir allt frá blekmyndum
bandaríska popplistamannsins
Andys Warhols til innsetningar
Kuliks.
Með sýningunni / ár vill FIAC
vekja athygli bæði á klassískri
nútímalist sem og framúrstefnu-
list, en hátt í 200 gallerí frá 23
löndum eiga þau 3.000 verk sem
á sýningu FIAC eru að þessu
sinni.
BÖKMEJYNTIR
c. M-2000
Skáldsaga
ÞÖGNIN
Höfundur: Vigdís Grímsdóttir.
Utgefandi: Iðunn.
LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR-
HÚSINUkl. 16-24
cafe9.net lokadagur
Sólarlagsverk á heimasíöu. Verk eftir
Pál Thyerþarsem áhorfendur geta
horft á sólarlagiö allt frá Helsinki til
Washington DC í samfelldri dagskrá
á www.cafe9.net.
Brúðurnar eru verk Tékkans
Petr Matasek.
„AMMA mín dó nákvæmlega
hundrað árum eftir að Tchaikovsky
samdi hina vængjuðu tónlist um
Þyrnirósu. Það var engin tilviljun.
Það var heldur ekki tilviljun að ég
var einsömul hjá henni í gamla
herberginu mínu á Grettisgötu...
En ég stóð við fyrsta loforðið
mitt og las yfir henni bókina sem
sífellt talaði til hennar nýrri og
nýrri rödd. Og undir kraumandi
ljóðum Walts Whitmans, þess
heimsfræga skálds, um endalausar
víðáttur sálarinnar hljómuðu hinir
mjúku en trylltu tónar Þyrnirós-
ar.“ Það er Linda Þorsteinsdóttir
sem segir frá andláti ömmu sinnar,
sem hefur þagað í fjörutíu ár, verið
í sínum heimi þar sem hún hlustar
stöðugt á tónlist „meistarans"
Tchaikovskys og hefur samband
við eina persónu, Anastasiu Pos-
okhovu, ömmu meistarans. Utan
þess heims er það aðeins barna-
barnið hennar Linda sem veit að
Skapandi mis-
skilningur og
aukið notagildi
HEILASTILLIR, viðhorfsbreytir, umhverfísvæn ferða-
hárþurrka, farsturta og fjölblendingur eru meðal verka
á sýningu Iimar Maríu Stefánsdóttur sem nú stendur yf-
ir í Galleríi Sævars Karls.
Níu verkanna samanstanda af skúlptúr og ljósmynd,
þar sem sjá má listamanninn sem sýnir notkun upp-
fínningar sinnar. Tíunda verkið á sýningunni er röð Ijós-
mynda undir yfirskriftinni Dysfunctionalism, sem einnig
er heiti sýningarinnar í heild. Ilmur útskýrir yfir-
skriftina þannig: „Ég kalla sýninguna Dysfunctionalism
vegna þess að hún er mín rannsókn á því hvernig hægt
er að misskilja hluti og hvort hægt er að búa til eitthvað
skapandi út frá þessum misskilningi.Um leið og ég nota
þessa hluti á vitlausan hátt er ég að auka notagildi
þeirra," segir hún.
Hlutir sem virka
Sem dæmi um óvænta notkun hversdagslegra hluta
má nefna myndir af Ilmi með ryksugu úti á stétt að
Heilastillir heldur þér í jafnvægi. Verk á sýningu Ilmar
Maríu Stefánsdóttur í Galleríi Sævars Karls.
hreinsa upp sand og grjót, Ilmi að affrysta frystikistuna
með hárþurrku og Ilmi að opna ísskápinn sem er fullur
af bókum. „Ég er að búa til hluti sem virka en svo má
auðvitað deila um raunverulegt notagildi þeirra," segir
hún og kveðst jafnframt vera að vísa til hinna ýmsu
undratækja sem verið sé að búa til og markaðssetja,
velta fyrir sér notagildi þeirra og hversu mikilvæg þau
séu í raun og veru.
Ljósleiðari er efniviður þriggja verkanna, Heilastillis,
Viðhorfsbreytis og Orkuveitu. „Ljósleiðaraverkin eru
huglægari og hafa umdeilanlegra notagildi. Þau eru
svolítið eins og þerapía þó að ég sé þar með ekki að
gera lítið úr þerapíu," segir hún.
Verkin ekki unnin á undan-
förnum eitt hundrað árum
Ilmur María lauk námi frá Myndlista- og hand-
íðaskólanum árið 1995 og MA-námi frá Goldsmiths í
London í ágúst sl. og segir hún sýninguna afrakstur af
því námi. Verkin eru unnin á timabilinu 1999-2000 en sú
meinlega prentvilla slæddist inn f frétt af opnun sýning-
arinnar í Morgunblaðinu á dögunum að þau væru unnin
á árunum 1900-2000. Ilmur segist ekki vera orðin alveg
svo gömul.
Hins vegar standi nú yfir yfírlitssýning á verkum Þór-
arins B. Þorlákssonar í Listasafni íslands, þar sem þess
er minnst að 100 ár eru liðin sfðan hann hélt sína fyrstu
sýningu, árið 1900.
Sýning Ilmar Mari'u í Galleríi Sævars Karls stendur til
9. nóvember og er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar.