Morgunblaðið - 01.11.2000, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Kdr eldri borgara söng á skeramtuninni.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason
Göð aðsókn var að skemmtuninni. Þessar prúðbúnu dömur létu sig ekki
vanta og skemmtu sér konunglega.
Eldri borgarar á
Snæfellsnesi hittast
Stykkishólmi - Félög eldri borg-
ara á Snæfellsnesi hafa átt sam-
starf undanfarin ár. Það byggist
meðal annars á því að vera með
eina samkomu á ári fyrir alla
eldri borgara á Snæfellsnesi.
Komið var að Aftanskini, félagi
eldri borgara í Stykkishólmi, að
bjóða til skemmtunar. Hún var
haldin laugardagskvöldið 21.
október í félagsheimilinu í Stykk-
ishólmi.
Samkoman hófst með borð-
haldi. Síðan tóku við skemmtiat-
riði þar sem kór eldri borgara
söng og túlkaði nokkur þekkt
gömul lög. Elsti ieikarinn var
Hólmfríður Magnúsdóttir en hún
verður 90 ára í lok mánaðarins.
Kór Stykkishólmskirkju söng og
Emelía Gylfadóttir lék á harmon-
ikku. Að lokum var dansað fram
yfir miðnætti.
Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi
aðstoðuðu Aftanskin við skemmt-
unina.
Skemmtunin var vel sótt og
mættu um 150 manns frá þéttbýl-
isstöðunum fjórum á Nesinu. Það
var eftirtektarvert hve góð þátt-
taka var í dansinum og hafa ef-
laust margir gestanna vaknað
daginn eftir með strengi.
Mikið var um að vera í 11-11 á Hvolsvelli á opnunardaginn. Sólveig
Ottósdóttir verslunarstjóri bauð börnum sælgæti í tilefni dagsins.
11-11-verslun opnuð
á Hvolsvelli
Sýningunni Nytjalist lokið á Skriðuklaustri
Næst sett
upp í
Stykkis-
holmi
Geitagerði - Nytjalist úr náttúrunni
var yfirskrift listmunasýningar sem
staðið hefur á Skriðuklaustri frá 13.
til 22. október. Sýningin er framlag
Handverks og hönnunar til dag-
skrár menningarborga Evrópu árið
2000.
Eins og yfirskriftin gefur til
kynna er hér um að ræða úrval af
listmunum og nytjalist nútímans á
íslandi. Efniviðurinn er fjölbreyttur
og allur úr náttúrunnar ríki. Á-
Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar
Á sýningunni voru 45 listmunir eftir 26 listamenn sýndir.
formað er að flytja sýninguna næst inguna sem þótti njóta sín vel í hin-
til Stykkishólms. um rúmgóðu stofum Gunnars-
Talsverður fjöldi gesta kom á sýn- stofnunar.
Morgunblaðið/GPV
Ærin Krulla hefur verið tekin á hús ásamt lömbunum si'num. Barna-
börnin, Katrín Osp Rúnarsdóttir og Elka Mist Káradóttir, með lömbin.
Hvolsvelli - Kaupás hefur nú opnað
11-11 verslun á Hvolsvelli. Verslun-
in er til húsa þar sem áður var versl-
un KÁ.
Sólveig Ottósdóttir var afar glöð
yfir þeim jákvæðu viðtökum sem
verslunin hefur fengið meðal við-
skiptavina. Að sögn Sólveigar verður
lögð áhersla á að vera með fjölbreytt
úrval mat- og ferskvöru í búðinni og
sama verð og í öllum 11-11 búðun-
um. Einnig verða sömu tilboð og
annars staðar, t.d. á matvöru, og
svokallaðir nammidagar.
Sama starfsfólk verður í nýju 11-
11 búðinni og var í verslun KÁ.
Ærín Krulla frjósöm
Bar í annað
sinn á árinu
Grindavík - Það telst sjálfsagt
ekki til tíðinda að ær beri í októ-
ber en ærin Krulla tók upp á því
nú í lok október. Það sem merki-
legra er er að hún lét þremur
lömbum um miðjan apríl og bar
síðan tveimur nú í október.
Þau Olver Skúlason og Katrín
Káradóttir eru það sem daglega
nefnast „hobbíbændur“ og voru
nokkuð ánægð með þessa
skemmtilegu tilbreytingu í bú-
skapinn. „Við misstum 11 lömb og
eina á í vor í svokallaðri Hvann-
eyrarveiki. Þá lét Krulla þremur
lömbum fyrir tímann. Núna var
hún hér úti í Nesi í beitarhólfi og
enginn vissi raunverulega fyrr en
hún var borin. Það er óvíst um
faðernið á lömbunum," sagði Öl-
ver í léttum tón og hvaðst vera
vinnumaður á búinu.
Ærin Krulla sem er mjög gæf
var ekkert yfir sig hrifin þegar
blaðamaður mætti á staðinn, hún
stappaði niður löppunum og
kumraði. Hún róaðist þó fljótlega
og leyfði barnabörnum þeirra Öl-
vers og Katrínar að halda á ný-
fæddum lömbunum til mynda-
töku.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Félagar í Myndlistarfélagi Iiskifjarðar og Reyðaríjarðar sýndu 30
myndir efir tólf félagsmcnn í Rafstöðvarhúsinu.
Rafveita Reyðar-
fjarðar 70 ára
Reyðarfírði -1. apríl 1930 var mikill
hátíðisdagur í sögu Reyðarfjarðar en
þá voru ræstar vélar rafstöðvarinnar
í fyrsta sinn og á nokkrum dögum
var allt kauptúnið raflýst. Virkjun
Búðarár var stórviki síns tíma, 12.
janúar 1929 var borgarafundur þar
sem kynntur var möguleiki á því að
virkja Búðará. Stífla var byggð ofan
við Búðarárfossinn, var hæðin 5,5 m í
miðjum árfarvegi. Þrýstivatnspípan
er 1.100 m niður að stöðvarhúsinu.
Rafveitan tengdist samveitukerfi
RARIK 1958 og hefur síðan keypt
viðbótarrafmagn eftir þörfum. Raf-
veitustjóri er Sigfús Guðlaugsson.
I tilefni afmælisins halda félagar í
Myndlistarfélagi Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar sýningu í Rafstöðvar-
húsinu á 30 myndum eftir 12 félags-
menn, unnið er með vatnsliti, olíu,
akryl, pastel og túss. Viðfangsefnin
eru fjölbreytt en nokkrar myndimar
eru hugleiðingar um Völvuna í Reyð-
arfirði og Tyrkjaránið 1627. Þriðja
og síðasta sýningarhelgi er 4. og 5.
nóvember nk. og er opið frá kl. 14 til
19.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fær sér
gottí
gogginn
ENN er hægt að finna stelki í
Vestmannaeyjum þó svo að far-
fuglar séu flestir farnir.
Þessi sást þó spóka sig á dög-
unum þar sem hann var að fá sér
vænan ánamaðk í gogginn. Það
telst nokkuð gott að ánamaðkar
skuli finnast hér á landi svo síðla
hausts.