Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 41
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 41
i
MORGUNBLAÐIÐ
M
SOFFÍA
GÍSLADÓTTIR
+ Soffía Gísladdttir
fæddist í Suður-
Njrjabæ, Þykkvabæ,
Rang. 25. september
1907. Hún lést á Elli-
heimilinu Grund 20.
október síðastliðinn
og fdr útför hennar
fram frá Grensás-
kirkju 30. oktdber.
Hún Soffía amma
mín fékk hægt andlát
föstudaginn 20. októ-
ber, 93 ára gömul.
Heilsu hennar hafði
hrakað mikið undanfar-
ið og því hvfldin kærkomin þótt við
sem þekktum hana munum ávallt
sakna hennar létta lundafars og
hjartahlýjunnar.
Ég fæddist á afmælisdaginn henn-
ar ömmu og var auðvitað skírð í höf-
uðið á henni og reyndar líka í höfuðið
á Auðunni afa sem lést langt fyrir
aldur fram fyrir tæplega 35 árum. Ég
var sú fyrsta sem skírð var nafninu
hennar en síðan bættust fleiri Soffíur
í hópinn enda urðu bamabömin 25
talsins.
Hún amma mín eignaðist sjálf átta
börn og langömmubömin era orðin
35 og þessi mikli fjöldi afkomenda
gladdi hana mjög því hún var alveg
einstaklega elsk að bömum. Þegar
ellin færðist yfír og ýmislegt vildi
gleymast, eins og gengur og gerist,
gleymdi hún amma aldrei börnunum;
hún spurði frétta af þeim og vissi allt-
af upp á hár hvenær von var á nýju
barni í fjölskylduna.
Það var gaman að vera barn með
ömmu Soffíu því hún hafði alltaf tíma
til að leika við okkur, ærslast og
stríða okkur góðlátlega. Kátína var
henni í blóð borin og einnig gat hún
verið ísmeygilega stríðin ef sá gállinn
var á henni. Sá eiginleiki hefur
reyndar verið ættarfylgja lengi og er
enn. En þótt ég minnist góðlátlegrar
stríðni hennar ömmu minnar og
léttrar lundar hennar er það þó
hjartahlýja hennar sem sterkast lifír
í minninu. Mér finnst því við hæfi að
kveðja hana með þessum orðum úr
þulu eftir Huldu:
Ennþá man ég æsku mína,
engu blómi slal ég týna,
ennþá finn ég ástarmjúka
arma stijúka
enni mitt, sem blíðvindi
af bládýpi rynni;
öll þau hjartans hlýindi
heféggeymdíminni.
Soffía Auður Birgisddttir.
Elsku amma. Þegar ég sest hérna
niður við að skrifa þér hellast minn-
ingarnar yfir mig. Það vora mér og
Auði systur mikil fométtindi að fá að
alast upp í ást og umhyggju þinni. Þú
varst mér sem önnur móðir og
kenndir mér svo margt. Þú varst
mjög trúrækin og á kvöldin þegar ég
fer að sofa fer ég með bænirnar sem
ég lærði af þér. Þegar ég lít til baka
sé ég hversu mikils virði þú varst
okkur systrum, þú varst alltaf til
staðar og gerðir allt sem þú gast fyrir
okkur.
Mig tók það mjög sárt þegar þú
fórst á elliheimili en ég reyndi að
koma í heimsókn eins oft og ég gat. I
eitt skiptið þegar við Auður voram
hjá þér á Grund varstu eitthvað leið
og vildir fá að fara með okkur heim.
Þá sögðum við þér að ef þú saknaðir
okkar þyrftir þú bara að líta á mynd-
irnar af okkur fyrir ofan rúmið þitt
H því við væram alltaf hjá þér. Þér
|| þóttimjögvæntumþessiorð.
Þegar ég var ófrísk af Hrefnu
Kristínu varst þú alveg viss um að ég
gengi með stelpu og þú varst mjög
spennt yfir henni. Eftir að hún fædd-
ist kom ég eins oft og ég gat með
hana til þín og þú hafðir óskaplega
gaman af því. Mér þótti afskaplega
vænt um hvað hún var alltaf spennt
yfir að fara til þín á Grund og leika
| við þig - með blöðrarnar sínar, skoða
s myndir eða bara að fíflast og leika
sér. Ég minnist þess sérstaklega fyr-
h' ca. tveimur mánuðum þegar við
Auður og Hrefna Kri-
stín komum til þín og
þú sast í hjólastólnum
frammi í setustofu. Þið
Hrefna Kristín
skemmtuð ykkur kon-
unglega saman og svo
fékk hún að keyra þig í
hjólastólnum inn í her-
bergið þitt. Daginn áð-
ur en þú lést var
Hrefna Kristín að
minnast á það við mig
að hún vildi fara að fá
að sjá langömmu sína
og keyra þig um í hjóla-
stólnum.
Ég kom til þín síðast á 93 ára af-
mælisdeginum þínum þann 25. sept-
ember. Þú sast þá frammi í setustofu.
Þú spurðir mig mikið um meðgöng-
una og tilkynntir mér að nú myndi ég
eignast dreng. Við sátum saman, þú
hélst í höndina á mér og við hlustuð-
um saman á afmælissönginn og fleiri
lög spiluð á píanóið. Fjóram dögum
seinna eignaðist ég dreng, Andra
Hrafn. Mér þykir það afskaplega
sárt að þú fékkst aldrei að sjá hann
en ég veit að þú sérð hann núna og að
þú munir ávallt vaka yfm okkur.
Andri Hrafn fékk aldrei að kynn-
ast þér, góðmennsku þinni og ást en
þú getur verið viss um að ég mun
segja bömunum mínum frá lang-
ömmu sinni svo minning þín muni
lifa.
Þín verður sárt saknað en ég veit
að þú ert komin þangað sem þér líður
vel og það huggar mig í sorginni.
Elsku amma, Guð varðveiti þig og
geymi.
Þín
Helen.
Elsku Soffía frænka. Þegar pabbi
hringdi til mín síðastliðið fostudags-
kvöld og tilkynnti mér andlát þitt
fylltist hjarta mitt söknuði, en jafn-
framt þakklæti fyrir að hafa átt þig
sem föðursystur í rúm fjöratíu ár.
Fyrsta minning mín um þig er nánast
frá frambernsku. Ég naut þeirra for-
réttinda að hafa ömmu og afa á
æskuheimili mínu og þar söfnuðust
saman systkini, makar og frændfólk
við hin ýmsu tækifæri, þar varst þú
ætíð til staðar elskan. En svo liðu
æskuárin og alltaf hittumst við af og
til er þú komst í heimsókn í Suður-
Nýjabæ og alltaf var jafn gaman að
hitta þig - faðmlag þitt, glettni og
hlátur er ljúf minning. Og enn liðu
árin, ég verð fullorðin og þú „aðeins“
eldri, ég sest að á Selfossi og þangað
komst þú oft í heimsókn til barna
þinna og fjölskyldna þeirra. Stund-
um komstu þá í heimsókn til mín í
Starengið og þar áttum við yndisleg-
an tíma saman, mikið hlegið og talað
og ekki mátti gleyma að sýna þér
nýjustu myndirnar. Oft glugguðum
við í gömlu myndimar, hugur okkar
hvarf á örskotsstundu tuttugu til
þrjátíu ár aftur í tímann.
Elsku Soffía frænka, að leiðarlok-
um vil ég, Óskar, Margrét og Nína
Dóra þakka þér allar yndislegu sam-
verustundirnar. Mín hinsta kveðja til
þín er bæn sem Guðrúnu ömmu
dreymdi:
Drottinn blessi mig og mína
morgun, kvöld og nótt og dag.
Drottinn veiji vængi sína
vöm um lífs- og sálarhag.
Drottinn jfir lög og láð
leggi sína líknamáð.
Drottinn allra veri vöm
varðveit faðir öll þín böm.
Öllum aðstandendum þínum send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjm'.
Astarkveðja,
Rúna og fjölskylda.
Elsku Soffía.
í dag kveð ég þig með hlýhug og
söknuði og minningarnar streyma
um mig. Eg hef svo oft hugsað um
hvað ég var heppin að hafa fengið svo
góða fósturmömmu eins og þig.
Fimm ára gömul kom ég til þín, Auð-
uns og barnanna ykkar og dvaldi hjá
ykkur í þrjú ár. Á Bjargi.var svo gott
að vera, víðáttan, dýrin og stóra hús-
ið við Ölfusárbakkann. Aldrei þvæld-
umst við krakkamir niður að á, því
auðvitað varstu búin að brýna það
svo vel fyrir okkur krökkunum.
Frekar lékum við okkur með kinda-
horn og kjálka á túninu heilu dagana.
Á þessum áram man ég mest eftir
þér í eldhúsinu með svuntu, að baka
eða elda eitthvað gott handa okkur.
Það var svo gott að koma inn, alltaf
góður ilmur úr eldhúsinu. Þú gafst
mér alltaf heitt kakó ef það var kalt
úti. Ég man vel eftir búðarferðunum
okkar, mér fannst þetta svo langt,
það tók örugglega hálftíma að ganga
þangað. Ég vildi alltaf að þú héldir á
mér hluta af leiðinni, þú sást alltaf við
mér, lést mig sýna þér allskonar val-
hopp þar til við voram komin alla
leið.
Soffía, þú varst svo trúuð kona og
kirkjurækin og þú kenndir mér að
taka þátt í því. Éljótlega eftir að ég
kom til þín gafst þú mér mynd af
Jesú sem ég held mikið upp á og hef
lánað bömunum mínum. Éins kennd-
ir þú mér bænirnar sem ég kann enn.
Það var svo gott að eiga þig að, þú
varst alltaf svo hlý og góð. Aldrei
heyrði ég þig hallmæla nokkram
manni, frekar dróst þú eitthvað gott
fram í manneskjunni. Þetta er mikill
mannkostur, finnst mér.
Þegar við voram saman fannst þér
gaman að gera að gamni þínu og
varst pínulítið stríðin og við gátum
oft hlegið saman. Mér fannst svo flott
við þig hvað þú varst ákveðin að gera
hlutina sjálf ef þú gast það en varst
hálfmóðguð ef fólk bauð þér aðstoð.
Það var svo gaman þegar ég heim-
sótti þig, þá varst þú alltaf að sýna
mér hvernig þú breyttir fötunum
þínum, settir blúndur, kraga og flott-
ari tölur, enda fannst þér gaman að
vera fín.
Við áttum margar góðar stundir
saman í lífinu, eftir að ég flutti frá
ykkur heimsótti ég ykkur oft á Sel-
foss og seinna eftir að ég flutti til
Grundarfjai'ðar með fjölskyldunni
minni komst þú þangað. Ég man
hvað þér fannst fallegt þar og vildir
eiga þar heima ef einhver af bömun-
um þínum hefðu búið þar. Mér fannst
göngutúrarnir svo skemmtilegir, það
var svo sjálfsagt þá, en núna finnst
mér þessi tími sem við áttum saman
svo mikils virði. Vettlingana, sem þú
prjónaðir handa bömunum mínum í
þessum heimsóknum, held ég enn
svo vel upp á og geymi enn. Ég er
steinhissa á að þeir hafi ekki týnst
eins og allir hinir.
Þegar ég byrjaði í sex ára bekk
gafst þú mér herðatré fyrir úlpuna
mína, sem á stóð „Komdu alltaf beint
heim úr skólanum". Mér þykir sér-
staklega gaman að láta yngstu stelp-
una mína, hana Hrönn, nota herða-
tréð því hún á það til að gleyma
tímanum. Þú varst svo góð við stelp-
urnar mínar og þær minnast þín með
hlýhug. Þær minnast þess þegar þær
komu í heimsókn og fengu alltaf heit-
ar pönnukökur sem vora svo góðar
enda varstu flink að búa til bestu
pönnukökumar.
Ég man hvað ég hlakkaði til að
flytja í Grafarvoginn og það var svo
stutt til þín í Logafoldina en því mið-
ur, sama ár fluttir þú á dvalarheimilið
Grand. Ég kom þangað oft í heim-
sókn og við fórum stundum í bæinn.
Þú varst alltaf svo fín til fara og ég
var alltaf svo stolt af þér. Við skoðuð-
um skartgripi og föt og fóram á kaffi-
hús. Þér fannst svo gott að fá þér
köku eða ís en þar sem þú varst með
sykursýki og máttir ekki borða syk-
ur, svindlaðir þú svolítið og fékkst
þér alltaf smávegis af kræsingunum.
Ég kveð þig, elsku Soffía, með
bæninni sem þú kenndir mér þegar
égvar lítil:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring,
sængmniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku Soffía, takk fyrir allt sem þú
kenndir mér og það sem þú gerðir
fyrii' mig. Þú átt alltaf eftir að vera í
huga mér og fallegar minningar
geymi ég í hjarta mínu.
Kæra böm, barnabörn og bama-
barnaböm, ég votta ykkur innilega
samúð mína.
Linda Haraldsdúttir.
ÁLFHEIÐUR ERLA
* *
ÞORÐARDOTTIR
+ Álfheiður Erla
Þórðardóttir
fæddist á Fossi í
Mýrdal 24. maí 1946.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 22. októ-
ber siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þórður Áskell Magn-
ússon, f. 29. desem-
ber 1922, d. 4. maí
1991, og Hrefna Sig-
ríður Bjarnadóttir,
f. 21. október 1924,
d. 16. febrúar 1989.
Systkini Erlu eru
Bjarni, Kristín og Magnús.
Þórður og Hrefna skildu og
fundu sér nýja lífsförunauta.
Þórður giftist Sigurlaugu Sigur-
jónsdóttur. Börn þeirra eru Sig-
urður, Helga, Sigurjón og Ásdís.
Hrefna giftist Olafi Krist-
jánssyni. Þeim varð ekki barna
auðið.
Erla giftist Adolfi Steinssyni,
lögregluvarðstjóra
árið 1966. Synir
þeirra eru Ólafur og
Steinar Dagur.
Erla bjó í Reykja-
vík fyrstu ár ævi
sinnar en flutti _ á
unglingsárum til Ól-
afsvíkur ásamt móð-
ur sinni og systkin-
um. í Ólafsvík
kynntist hún eftir-
lifandi maka sínum
Adolfi Steinssyni.
Þau bjuggu í Ólafs-
vík þar til í júní síð-
astliðnum að þau
fiuttu til Reykjavíkur. Erla starf-
aði lengst af sem skrifstofumað-
ur, fyrst í Hraðfrystihúsi Ólafs-
víkur og siðan í Vélsmiðjunni
Sindra. Siðastliðna áratugi starf-
aði Erla í Sparisjóði Ólafsvíkur
eða allt þar til hún flutti til
Reykjavíkur.
Útför Álfheiðar Erlu fór fram
frá Fossvogskirkju 27. október.
Églifi’í Jesúnafni,
í Jesúnafiii’égdey,
þó heilsa’og líf mér hafni,
hræðistégdauðannei.
Dauðannégóttasteigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ ég segi:
Komþúsælþþáþúvilt
(Hallgr. Pét)
Elsku amma. Nú ert þú farin frá
okkur og við söknum þín.
Það er svo sárt að koma til afa og
þú ert ekki lengur þar. Þú varst okk-
ur alltaf svo góð og okkur þykir vænt
um þig. Við vildum að þú værir hér
enn hjá okkur, en við vitum að þú
munt passa okkur þaðan sem þú ert
núna og við vitum að þú munt hjálpa
okkur þegar okkur líður illa. Við ætl-
um að passa afa vel fyrir þig. Elsku
amma, takk fyrir árin sem við feng-
um með þér þótt þau væra allt of fá.
Svandís Erla og Arnar Steinn.
GUÐRÚN
HERMANNSDÓTTIR
+ Guðrún Her-
mannsdóttir
fæddist í Hrísey 17.
júní 1927. Hún var
dóttir hjónanna Her-
manns Jónassonar
og Önnu Maríu Jóns-
dóttur. Systkini
hennar eru Herner,
látinn; Jónas; Dýrl-
ey, látin; Laufey,
Oskar og Hreggvið-
ur.
Árið 1948 giftlst
hún Guðmundi Þór-
arinssyni frá Húsa-
tóftum í Garði og
bjuggu þau að Gerðavegi 2, Hellu
frá árinu 1955. Börn þeirra: 1)
Þórarinn, _f. 1948, d. 1974, maki
Sigurlín Árnadóttir, börn Mar-
grét Birna og Dóra Guðrún. 2)
Anna María, f. 1953, maki Sigfús
Okkur langar í örfáum orðum að
kveðja hana mömmu okkar sem lést
28. september á Landspítalanum í
Fossvogi. Það er ekki oft sem maður
staldrar við og hugsar um liðna tíð
eða velth' fyrir sér hvað manni hefur
hlotnast í lífinu, en þegar við sátum
hjá henni mömmu á sjúkrahúsinu þá
fór hugurinn að reika til æskuáranna
og þess tíma þegar hún var í fullu
fjöri og full af starforku og alltaf svo
h'fsglöð og kát, hugurinn reikaði til
jólanna þegar hún saumaði á okkur
systkinin öll jólafötin og vann jafn-
framt við að salta sfld, einnig era okk-
ur minnisstæðar kvöldstundirnar á
veturna þegar hún var að lesa fyrir
okkur systurnar og stóri bróðir kom
og lagðist á gólfið hjá okkur til að
hlusta. Við höfum verið lánsöm systk-
inin að eiga hana mömmu, sem alltaf
var tilbúin að laga allt sem miður fór
og viljum við þakka henni fyrir allt
það góða sem hún veitti okkur. Elsku
mamma, við eigum eftir að sakna þín
og vonum að þér Mði betur núna, svo
ertu hjá honum Dóra bróður.
Allar stundir okkar hér
ermérljúftaðmuna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrirsamveruna
(Höf. ók.)
Anna Mari'a og Kata.
Dýrfjörð, barn Anna
Kristín. 3) Katrín, f.
1954, maki Þor-
steinn Krisljánsson,
börn Ásta Kristín,
Guðmundur Þór og
Kristján Geir. 4)
Hermann, f. 1961,
maki Oddný Ingi-
mundardóttir, börn
Steinar Ingi, Guð-
rún Eir og Aðal-
steinn Smári. 5)
Laufey, f. 1964,
maki Kristinn Sig-
urjónsson, börn
Júlía og Daníel.
Guðrún átti þrjú langömmu-
börn.
Frá árinu 1997 dvaldi Guðrún á
Garðvangi í Garði.
Utför Guðrúnar fór fram frá
Útskálakirkju 3. október.
Æ æ elsku mamma mín
þetta gekk nú ansi fljótt.
Mitóðmunégsaknaþín
en það er gott þú hvílir rótt
Þúvarstætíðgóðogfin
og heima gall oft hlátur.
En sorgin náði létt til þín
ogoftvarstuttígrátur.
Öllu fóltó vel þú vildir
seint þeir því munu gleyma.
Og ætíð alla vel þú stóldir
minningu þína þeir geyma.
Petta er kveðjuþoð frá mér
sársauka ég fæ í hjarta.
Englar nú taka á móti þér
þessa haustdagana bjarta.
Kveðja,
Laufey í Danmörku.
Handrit afmælia- og minningargreina skului-L
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-^
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.