Morgunblaðið - 01.11.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 01.11.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 45 MINNINGAR A UÐBJÖRG BRYNJÓLFSDÓTTIR GUNNAR H. KRISTINSSON + Auðbjörg Brynj- ólfsdóttir fædd- ist 1. nóvember 1929. Hún lést 17. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjuimi í Reykjavík 26. jan- úar. Gunnar H. Krist- insson fæddist 30. nóvember 1930. Hann lést 27. ágúst síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. septem- ber. Þegar ég sit og skrifa línur til ykk- ar, afi minn og amma, á afmælisdag ykkar beggja finnst mér tilveran vera enn tómari en hún hefur verið undanfamar vikur og mánuði. Því í dag hefði afi orðið sjötugur. Það var huggun harmi gegn þegar amma dó í janúar að hafa fengið að halda upp á afmælið með henni, og að sjá fram á það að geta haldið upp á afmælið hans afa, en það átti ekki fyrir okkur að liggja. I afmælisdagabók sem ég á stendur m.a. við 1. nóvember: „Þú ert ráðsnjall og úrræðagóður, duglegur og vandvirkur í störfum og fær um að mæta hverju sem að höndum ber. Skapfastur ertu og lætur ekki bjóða þér allt, og lendir því stundum í and- stöðu við aðra.“ Því er ekki að neita að þessi orð lýstu ömmu sérstaklega vel. Því eitt var á hreinu að hún lét skoðanir sínar í ljósi og þeim varð ekki breytt. Hún var skapstór og með miklar skoðanir, en samt með jafnstórt hjarta og faðm. Það má í raun segja að hún hafi verið gull og gijót, eins og skrifað var um hana. í raun má segja að afi hafi verið jafnrólegur og amma var ákveðin. Þau mættu örlögum sínum af æðruleysi, en ekki endilega sátt. Afi og amma voru gift í rúmlega 47 ár. Þau áttu stóran hóp af bömum og enn stærri hóp af bamabörnum. Líf þeirra saman var oft og tíðum erfitt. Og óhætt er að segja að þau hafi oft stigið á tærnar hvort á öðm. En ég held að þeirra ánægjulegasti tími saman hafi verið tíminn úti í Edin- borg. Þá var víst oft mjög glatt á hjalla. Og ekki ómerkari menn en Óli Tomm, síðar póst- og símamálastjóri, pössuðu bömin, er þau bmgðu sér út. Sögumar af þessari dvöl gátu allt- af komið af stað brosum og fjarrænu gleðibliki í augum. Þau áttu sumar- bústað á Þingvöllum sem mikið var sótt í á sumrin og vom þau æði mörg, barnabömin sem kynntust þar veiði- mennskunni í fyrsta skiptið, þar á meðal ég hin síðari ár. í dag er ég þakklát fyrir að hafa átt ykkur að og eftir að ég fluttist til Reykjavíkur að hafa kynnst ykkur í raun upp á nýtt. Ég vil á þessum degi óska ykkur til hamingju með daginn, hvar sem þið erað. Dagný. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast íyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninnc eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna sldlafrests. ATVINNUAUGLÝSINGA Verkfræðingur/ tæknifræðingur Verkfræðistofan Fjarhitun hf., Borgartúni 17, Reykjavík, óskar eftir að ráða verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við hönnun, einkum loft- ræsi- og lagnakerfa. Reynsla æskileg, en ekki skilyrði. Verkfræðistofan Fjarhitun var stofnuð árið 1962 og eru starfsmenn um 40. Fyrirtækið veitir al- hliða verkfræðiþjónustu í bygginga- og véla- verkfræði, en megináhersla hefur verið lögð á verkefni á sviði jarðhitanýtingar, þ.m.t. hönn- un hitaveitna og hönnun loftræsi- og lagna- kerfa í stórbyggingar. Framundan eru stór og áhugaverð verkefni á því sviði. Umsóknir skal senda til Fjarhitunar hf., Borgar- túni 17, 105 Reykjavík, fyrir 10. nóvember nk. Upplýsingar veita Sigþór Jóhannesson fram- kvæmdastjóri, sigthor@fjarhitun.is, og Oddur B. Björnsson, yfirverkfræðingur, oddur@fjarhitun.is, sími 562 8955. FJARHITUNhf VERKFRÆÐISTOFA IStarfsmann á traktorsgröfu Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða mann á traktorsgröfu. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 893 4628 eða á skrifstofutíma í síma 562 2991. BYGGINGAFÉLAG GYtFA OG GUNNARS EHF. Borgartúni 31 • S: 562 2991 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnaó árið 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og er nú eitt öflugasta byggingafélag landsins. Sölufólk óskast Vantar dugmikið, metnaðarfullt, starfsfólk til að vinna við sölu á kynningarefni í sjónvarp. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af sölustörfum og geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefnar hjá: Zink margmiðlun, sími 562 9600. Starfsmenn í byggingavinnu Við leitum eftir starfsmönnum tíl starfa nú þegar. Mikil vinna og góð starfsaðstaða er í boði. Verkamenn f byggingavinnu. Verkstaðir: Lyngháls, upplýsingar gefur Gunnar í síma: 696 8562 Barðastaðir, upplýsingar gefur Þorkell í síma: 861 2966 Naustabryggja, upplýsingar gefur Ómar í síma: 696 8565 Skógarhlíð, upplýsingar gefur Árni í síma: 696 8563 Ársalir, upplýsingar gefur Kristján í sima: 892 1148 Upplýsingar gefur Konráð á skrifstofutíma i síma 562 2991 BYGGINGAFÉLAG GYLFA 0G GUNNARS EHF. Borgaitúni 31 * S: 562 2991 BYGG Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnað árió 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæói á höfuðborgarsvæóinu og er nú eitt öflugasta byggingafélag landsins. | Rafyirkjár Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja f vinnu. Mikil mælingavinna er fram- undan. Upptýsingar gefur Magnús i síma 892 5586 eða á skrifstofutíma í sima 562 2991. BYGGINGAFÉLAG GYLFA OG GUNNARS EHF. Borgartúni 31 * S: 562 2991 Byggingafétag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnað árið 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæói á höfuðborgarsvæðinu og er nú eitt öflugasta byggingafélag landsins. Almenna verkfrædlstofan hf. Rafmagnsverkfræðingur/ rafmagnstæknifræðingur Vegna mikilla verkefna er óskað eftir að ráða rafmagnsverkfræðing eða rafmagnstæknifræð- ing í fullt starf sem fyrst við hönnun á raf- og stjórnbúnaði fyrirýmsa viðskiptavini okkar. Um fjölbreytt verkefni er að ræða, svo sem hönnun á rafkerfum og stýringum í verksmiðj- ur, farsímastöðvar o.fl. Reynsla af hönnun er æskileg en ekki krafa. Leitað er að dugmiklum og ábyrgum einstakl- ingi sem getur átt góð samskipti við viðskipta- vini fyrirtækisins og aðra starfsmenn, og sýnir sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð. Góðirfram- tíðarmöguleikar eru fyrir réttan mann. Á Almennu verkfræðistofunni starfa 60 manns að með- töldu starfsfólki í útibúum á Akranesi og í Reykjanesbæ. Fyrirtækið er í eigin húsnæði í Fellsmúla 26 og er mjög vel búiðtækjum og hugbúnaði. Almenna verkfræðistofan hf., Fellsmúla 26, 108 Reykjavík, sími 580 8100, fax 580 8101, www.almenna.is. ^ Kökugallerí Okkur vantar hresst og duglegt fólk til af- greiðslustarfa í verslun okkar, bæði á morgn- ana og eftir hádegi. Einnig vantar yfirmann- eskju yfir búð. Góð laun í boði fyrir gott fólk. Upplýsingar gefur Viggó í síma 695 1011. Kökugallerí, Dalshrauni 13. /V SAMBAND (SLENZKRA V/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, i kvöld kl. 20.30. Guðlaugur Gunnarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang http://sik.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ Harnar 6000110119 H.v. I.O.O.F. 9 = I8IIII8V2 * f" I.O.O.F. 7 = 18111181/2 - □ GLITNIR 600011011911 I.O.O.F. 18 = 1811118 [ 9.0*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.