Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 50
,50 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ BOLUR 1700 kr. PEYSUR 3300 kr. JflKK112000 kP. BUKUR 5900 kr. BROS KOSTAR EKKERT BUXUR 4300 kr. SKYRTfl 3500 kp. STÍGVÉL 5900 kr. PILS 3200 kr. PEYSfl 2700 kp. SKÓR 5500 kr. SKÓR 4500 kr. SASHA KRINGLUNNI SÍMI: 568 1440 Bæta þarf aðstöðu næringurfræðinnar I LEIÐARA í Morg- unblaðinu 27. október sl. var fjallað um að auka þurfi kennslu í næringarfræði á öllum skólastigum. Þetta eru orð í tíma töluð. Byrja þarf kennsluna þegar á fyrstu skólaánmum, og láta hana vaxa og *^§tyrkjast með meira fræðilegu ívafi eftir því sem nemendur eldast. Einnig verður að efla verulega nám og rann- sóknir í greininni við Háskóla íslands. Nær- ingarfræði til meistara- prófs hefur verið kennd Inga Þórsdóttir efla næringarfræðileg- ar rannsóknir er skort- ur á næringarfræðing- um augljós, en samtals eru næringarfræðingar og -ráðgjafar aðeins um 30 talsins hérlendis. Við erum meðal annars minnt á mikilvægi kennslu og rannsókna í næringarfræði þegar umræða um greinina í fjölmiðlum er á villigöt- um. Fræðimenn sammála við skólann síðan 1995 og til doktors- prófs frá 1999. I dag komast mun færri að en vilja í nám í næringar- fræði þar sem skortur á aðstöðu háir greininni verulega. Næringarfræð- ingar eru allt of fáir hérlendis. Ef miðað er við áhuga almennings, mik- ilvægi greinarinnar innan heilsu- gæslu og spítala, og nauðsyn þess að Umræða um hollustu og mataræði í fjölmiðl- um í síðustu viku var á þann veg að engu var líkara en fræðimenn greini alvarlega á um hvað hollt mataræði er, ekki síst leiðir gegn einu helsta heilsufarsvandamáli okkar tíma, of- fitunni. Þetta er mesti misskilningur því ekki er ágreiningur um aðalatriði þessa máls af hálfu næringarfræð- inga og annarra aðila sem starfa að Næring Því var haldið fram, seg- ir Inga Þdrsdóttir, að matur sem gefur svo- kallaðan háan glýkem- íustuðul væri eitraður. manneldismálum innan heilsugæslu, á sjúkrahúsum og víðar. Ég vísa í þessu sambandi til kynningarefnis Manneldisráðs, Hjartaverndar og Krabbameinsfélagsins, og alls þess sem þessir aðilar hafa sent frá sér í fjölmiðla. Einnig vísa ég til annarrar umfjöllunar næringarfræðinga um efnið. Það sem sumir hafa talið deilu fræðimanna hefur í raun verið dóm- greindarleysi og þekkingarskortur manns á sextugsaldri sem losaði sig við nokkur kíló með gamalþekktum aðferðum, sem teljast sumum hópum hættulegar og öðrum hópum gagns- litlar til langs tíma litið. Hér fór ekki fræði- eða vísindamaður á sviði sem fjallar um heilsu og næringu. Um- ræðan gaf rangar upplýsingar um hollt mataræði og leiddi til þess að rýrð var kastað á Manneldisráð og næringarfræðinga. Þetta var auðvit- að óréttmætt bæði vegna slæmra heilsufarslegra afleiðinga þess mat- aræðis sem sagt var hollt, og vegna þess að leggja þarf aukna áherslu hérlendis á menntun og rannsóknir næringarfræðinga til eflingar heilsu og lífsgæða. Rannsóknir á glýkemíustuðli Því var haldið fram að matur sem gefur svokallaðan háan glýkemíu- stuðul væri eitraður eða óhollur fyinr fólk sem vill léttast, og að feitur og próteinríkur matur væri hollur og góður fyrir þetta sama fólk. Hvað er óheppilegt við slíka matarkúra? Fyr- ir það fyrsta þarf að velja vel lista yfir glýkemíustuðla ef á að nota þá, en vel valdir slíkir listar gefa sannarlega upplýsingar um gæði kolvetnaríkra fæðutegunda. Sá listi sem hefur verið flaggað nýlega í hérlendu síðdegis- blaði byggðist á aðferðafræðilega röngum forsendum og var því ónot- hæfur. En jafnvel vandaðir slíkir list- ar eru ekki gallalausir. Hafa má áhrif á hátt blóðsykursvar, eða háan glýkemíustuðul fæðutegunda eins og franskbrauðs, kartaflna, pasta og hvítra hrísgrjóna, og lækka hann með því að borða í sömu máltíð græn- meti eins og rótarávexti og kál. Grænmetið hægir á meltingunni og upptöku kolvetna úr meltingarvegi í blóð. Undirrituð skrifaði doktorsrit- gerð sem fjallaði meðal annars um glýkemíustuðul og hefur fylgst vel með á því sviði síðan. I annan stað leiðir kolvetnalítið mataræði, sem er hlutfallslega fitu- og próteinríkt, til hættuástands, jafnvel dauða, hjá fólki með ætt- genga háa blóðfitu (hyperkólester- ólemíu), og hjá öðru viðkvæmu fólki gegnum ketósu, sem er ástand sem einnig sést við svelti. Hætti fólk á kúr sem þessum fitnar það hratt aftur, þannig að ef ástandið á að vera við- varandi þarf stöðugt að taka nýja og strangari kúra. Þetta á sér fræðileg- ar skýringar studdar reynslu þeirra sem fengist hafa við að meðhöndla of- fitu. Skyndikúrar Nauðsynlegt er einnig að nefna að kúrar, sem stillt er upp sem glæsi- legri lausn gegn hárri líkamsþyngd og auðveldri leið til að halda lík- amsþyngd niðri, eru hættulegastir þeim sem eru uppteknastir af þyngd- inni, það er ungum stúlkum. Fyrsta augljósa sameiginlega skrefið sem allir þeir stíga sem þjást af átröskun á borð við lystarstol og lotugræðgi er ströng megrun. Þó fullorðinn karl telji sig hafa fundið „lausnina" á því hvernig hann vilji megra sig, hefur hann í raun ekki siðferðilegan rétt til að halda þeirri „lausn“ stíft að öðrum án þess að ráðfæra sig við þá sem þekkingu hafa á næringu og heilsu. Það að hafa tekið gamla úrelta kenn- ingu að hjarta sínu og lést um nokkur kíló, dugar ekki til að segja öllu öðru fólki hvemig það eigi að haga sér. Ekki veit ég hvort eða í hvaða til- gangi menn vilja hafa slæm áhrif, bæði á heilsu grandalauss almenn- ings og á næringarfræðina sem fræð- igrein. Þetta má að hluta til skýra með dómgreindarleysi en einnig með þvi aðstöðuleysi sem greinin býr við. Aðstöðuleysið er í miklu ósamræmi við áhuga og væntingar almennings um framgang og stöðu greinarinnar. Það eru einkennileg vísindi að reyna að bregða fæti fyrir baráttuna fyrir betri upplýsingum um hollustu og auknum möguleikum til rannsókna í næringarfræði. Hvað er ætlunin að skemma? Manneldisráð, Háskóla ís- lands eða líf næringarfræðinnar sem fræði- og vísindagreinar á Islandi. Hér er vissulega þörf á sókn til bættrar aðstöðu næringarfræðinnar, bæði til rannsókna og kennslu. Manneldisráð, sem hittist um það bil einu sinni í mánuði, er skipað fimm mönnum með sérfræðiþekk- ingu á næringar-, matvæla- og lækn- isfræði. Starf á vegum ráðsins fer fram á skrifstofu þess þar sem lengst af hafa unnið tveir næringarfræðing- ar í 1,8 stöðugildum að rannsóknum og fræðslu. Þetta eru þær Hólmfríð- ur Þorgeirsdóttir, sem einnig er mat- vælafræðingur, og doktor Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður. Eins og fram hefur komið nýlega í fréttum'erManneldisráð ein minnsta ríkisstofnunin hérlendis. Það er að- dáunarvert og ber vott um dugnað skrifstofu ráðsins hversu vel það er kynnt almenningi í landinu og hversu vel afrakstur starfsemi hennar er nýttur í umræðu í samfélaginu. Þannig eru upplýsingarnar um neyslu á sykri, grænmeti, ávöxtum og öðrum matvælum og þróun líkamsþyngdar hérlendis komnar frá skrifstofu Manneldisráðs. Síðastliðið vor var haldið þverfag- legt málþing, „Manneldi á nýrri öld“ í Háskóla íslands. Málþingið var hald- ið vegna þess að 20 ár voru liðin frá því að fyrstu matvælafræðingarnir útskrifuðust frá Háskóla Islands, en næringarfræði er kennd innan mat- vælaíræðiskorar H.í. Á málþinginu var meðal annars fjallað um nauðsyn rannsókna og upplýsingar á þessu sviði. Það sérkennilega er, að hjá þessari þjóð, sem hefur mikinn áhuga á hollustu og lifir auk þess á útflutningi matvæla, er nánast engin aðstaða ætluð næringarfræði eða matvælafræði við asðstu mennta- stofnun landsins. Því þarf að breyta. Höfundur er prófessor f næringar- fræði og formaður Manneldisráðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.