Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 5

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 5
íslenskt forystufólk í nýju Ijósi • Hvenær íhugaði Vigdís Finnbogadóttir að segja af sér forsetaembætti? • Hverjir eru helstu ráðgjafar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur? • Hvers vegna bauð Davíð Oddsson sig fram til fiokksformanns gegn æskufélaga sínum Þorsteini Pálssyni? • Hvaða mistök gerði Hörður Sigurgestsson á forstjórastóli? • Af hverju ákvað Kári Stefánsson að segja skilið við prófessorsstöðu við Harvard-háskóla og stofna íslenska erfðagreiningu? Hér ræða fimm þjóðkunnir forystumenn opinskátt um líf sitt og feril í meðvindi og mótbyr. í lok bókarinnar fjallar höfundurinn, Ásdís Halla Bragadóttir, um listina að vera leiðtogi og leitar meðal annars svara við spurningunum: Hvað þarf til aö verða leiðtogi? Hvernig nær leiðtoginn árangri? Ásdís Halla Bragadóttir Hrífandi ættarsaga Guðrún Helgadóttir er einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar og hefur hún hlotið margvíslegar viðurkenningar hér á landi sem erlendis. Hér kemur Guðrún lesendum skemmtilega á óvart, með fyrstu skáldsögu sinni fyrir fullorðna. Oddaflug er fjölskyldusaga um Katrínu Ketilsdóttur, dætur hennar fjórar og einkasoninn sem hún missti ungan. Líf þessa fólks virðist í föstum skorðum en undir lygnu yfirborði eru ýmis óuppgerð og sársaukafull mál. Oddaflug er litrík og hrífandi frásögn um ást og söknuð, gleði og sorg, svik og vonbrigði. Guðrún Helgadóttir m VAKA- HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.