Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 10

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 10
10 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tímabundnum Dómsmálaráðherra með frumvarp til breytinga á hegningarlögum atvinnuleyfum útlendinga fjölgar TÍMABUNDNUM atvinnuleyfum sem veitt eru útlendingum hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. í fyrra voru þau 1.732 og 933 eldri leyfi voru framlengd en árið áður höfðu ný leyfí verið 1.307 og 662 voru framlengd. Þetta kemur fram í skriflegu svari Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra við fyrirspurn Stefaníu Óskarsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokks, um atvinnuleyfí útlendinga. Fram kemur í svarinu að skv. lögum sé atvinnuleyfum skipt í fjóra flokka; tímabundið at- vinnuleyfi, óbundið atvinnuleyfi, atvinnuleyfí vegna námsdvalar og vistráðningar og atvinnurekstrar- leyfi. Er tímabundið atvinnuleyfi ALÞINGI til að ráða útlending til starfa veitt atvinnurekanda skv. 7. grein laga um atvinnuréttindi útlendinga. Segir í svarinu að þegar útlend- ingur komi í fyrsta skipti til starfa á Islandi sé atvinnurekanda veitt slíkt tímabundið atvinnuleyfi. Stef- anía spurðist fyrir um rök þess að atvinnurekandi hefði atvinnuleyfi útlendinga á sinni hendi og svarar félagsmálaráðherra að með því að veita atvinnurekanda tímabundna atvinnuleyfið sé honum gert að undirgangast ákveðnar kvaðir og bera nokkra ábyrgð á erlendum starfsmanni sínum. Heimilt sé hins vegar að veita útlendingi óbundið atvinnuleyfi hafi hann samfellt átt lögheimili á íslandi í þrjú ár, hafi öðlast ótímabundið dvalarleyfi og að áður hafi verið veitt leyfi skv. 7. gr. laga, þ.e. tímabundið atvinnu- leyfi. Voru alls gefin út 275 óbundin atvinnuleyfi í fyrra, 193 árið áður, 162 árið 1997 og 154 árið 1996. Björgunar- sveitum verði léttur róðurinn Hámarksrefsing fíkniefnabrota hækkuð í 12 ár SAMGÖNGURÁÐHERRA verður falið að setja á fót nefnd með það að markmiði að létta rekstur björgun- arsveita í landinu og bæta starfsað- stöðu þeirra ef Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu sem Olafur Órn Haraldsson, Framsóknarflokki, hefur lagt fram. Er gert ráð fyrir að nefndin skoði tekjumöguleika sveitanna og rekstr- arkostnað þeirra og þá sérstaklega gjöld og álögur sem þær greiða til opinberra aðila. Enn fremur leggi nefndin fram tillögur um hvernig tryggja megi framtíðarstöðu björg- unarsveitanna í landinu. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á almennum hegningarlög- um. Með frumvarpinu er lagt til að hámarksrefsing vegna meiriháttar fíkniefnabrota verði hækkuð úr allt að 10 ára í 12 ára fangelsi. Til sam- ræmis er einnig lögð til samsvarandi hækkun á refsimörkum vegna pen- ingaþvættis sem rakið er til fíkni- efnabrota, þ.e. úr 10 ára fangelsi í 12 ár. Frumvarpið er samið í dómsmála- ráðuneytinu að höfðu samráði við refsiréttamefnd, sem hafði til hlið- sjónar norræn lög, sem einnig hafa hert refsingar vegna fíkniefnabrota. Þar eru refsimörk fyrir alvarleg brot allt frá 10 að 21 ári, þyngst í Noregi. Dómstólar hafa nýtt að fullu refsimörk Fram kemur í frumvarpi dóms- málaráðherra að dómstólar hafa nán- ast nýtt að fullu refsimörk vegna al- varlegustu fíkniefnabrota. í fylgi- skjali með frumvarpinu má sjá af nokkrum héraðs- og hæstaréttardóm- um, sem felldir hafa verið á grundvelli 173. gr. a almennra hegningarlaga, að refsingar hafa verið að þyngjast, eink- um í e-töflumálum. Af þeim sökum þykir nauðsynlegt að hækka refsi- mörkin svo dómstólum verði gert kleift að ákveða þyngri refsingu ef reyna mun á alvarlegri brot en hingað til hafa komið til kasta dómstóla. Með breytingunni er lögð sérstök áhersla á alvarleika þessara brota og tekið und- ir það refsimat sem dómstólar hafa beitt. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að hækkun á refsimörkum ein og sér leiði almennt til þyngingar á refsing- um við fikniefnabrotum. Frekar er verið að skapa dómstólum aukið svigrúm við ákvörðun refsingar sem þeir meta hæfilega, að því er fram kemur í minnisblaði dómsmálaráð- herra, Sólveigar Pétursdóttur. Alitamálin STUNDUM liggur mönnum mikið á hjarta á Alþingi. Hér er Þorgerður K. Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, í hrókasamræðum við sessunaut sinn Morgunblaðið/Ásdís eru svo mörg vegna einhvers álitaefnisins. Þau eru vissulega mörg í pólitíkinni og koma gjarnan upp í umræðum um ein- stök mál sem fjallað er hverju sinni. Vetrar- fþrótta- safn á Akureyri? ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks, hefur Iagt fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um vetrar- íþróttasafn. Felur tillagan í sér að Alþingi álykti að skipuð verði nefnd sem undirbúi stofn- un og rekstur safns vetrar- íþrótta. „Vetraríþróttir eru ríkur þáttur í sögu og nútíð lands- manna en fjölbreytni þeirra og vöxtur hefur þó aldrei verið meiri en síðustu ár,“ segir í greinargerð. „Eðlilegt er að komið verði upp safni sem hafi að geyma muni, myndir og frá- sagnir um vetraiTþróttir á ís- landi.“ Flutningsmaður segir nokkra staði koma til greina þegar hugað verði að stað fyrir safnið en nærtækast sé að benda á Akureyri enda sé þar nú þegar miðstöð vetraríþrótta og fjöldi gesta þar mikill, bæði íþróttamenn og venjulegir ferðamenn. Safnið muni efla miðstöð vetraríþróttanna og auðga bæjarlífið á Akureyri. Alþingi Utan dagskrár Forsmekkurinn að því sem koma skal Eftir Davíð Loga Signrðsson þingfréttamann NÚ ER farið að styttast til jóla sem þýðir að annir aukast mjög á Alþingi enda bíða mörg mál afgreiðslu. Á þriðjudag fengu þingmenn, starfsmenn Alþingis og aðrir sem fylgjast með þingstörfum forsmekkinn að því sem koma skal en þá stóð þingfundur frá kl. 13.30 til kl. hálf eitt eftir miðnætti. Halda mætti að þennan dag hefðu þingmenn verið að ræða landsins helstu þjóðþurftarmál en svo var ekki, mörg málanna sem voru á dag- skrá gátu talist minniháttar, ekki mál sem maður hefði talið svo mikilvæg að þingmenn væru að vinna fram á rauða nótt þeirra vegna. Vinnutími Alþingis er semsagt til umræðu hér í dag og kannski kominn tími til. Eðiilegt er nefnilega að velta því fyrir sér hvað veldur því að Alþingi kemur ekki saman fyrr á daginn og fundum er síðan einfaldlega slitið um t.d. sexleytið nema þegar eitthvað mikið ber við. Hverra hagsmunum er þjónað með því að fundir Alþingis standi iðulega fram á kvöld, eins og er raunin? Ekki er á máli þingmanna að heyra að þeir séu ýkja ánægðir með vinnutíma sinn, sannar- lega er starfsfólks þingsins oft farið að lengja eftir samvistum við sína nánustu og fjölmiðla- menn vita auðvitað sem er að þeir geta illa flutt fréttir af því sem gerist á Alþingi seint á kvöld- in. Grundvallarspumingin er sú hvers vegna Alþingi er talið svo sérstakur vinnustaður að þar þurfi fundir að standa öll kvöld, í stað þess að halda sig við skrifstofutíma. Mörg áhugaverð mál voru reyndar á dag- skrá Alþingis í þessari viku. Á mánudag var t.d. sterk undiralda en þá var rætt um verkfall framhaldsskólakennara í upphafi fundar að viðstöddum hópi kennara sem hafði komið sér fyrir á pöllunum. Lét fjármálaráðherra þar falla ummæli sem forysta kennaranna taldi á fundi sínum daginn eftir greinilega ekki fallin til þess að leysa deiluna. Jafnframt var mælt fyrir frumvörpum er tengjast skattlagningu söluhagnaðar á hluta- bréfum og reyndist sú umræða harla áhuga- verð, en hún hélt síðan áfram á þriðjudag. Þann sama dag gátu menn reyndar líka karpað í klukkutíma um innflutning á sementi og því skal það viðurkennt að vissulega er ekki allt jafnáhugavert sem fram fer á Alþingi. Kannski þess vegna sem þingmenn hafa stundum með sér lesefni í þingsalinn, en á mánudag sást hvar Sighvatur Björgvinsson gluggaði í þriðja bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar sem nú er nýkomið út. Sjálfsagt er hann ekki eini þingmaðurinn sem vill kynna sér þau skrif. XXX Það gerist ekki oft að þau Pétur H. Blöndal og Jóhanna Sigurðardóttir séu á einu máli um ágæti lagafrumvarpa. Það gerðist þó á þriðju- dag þegar rætt var um ábyrgðarmannafrum- varp Lúðvíks Bergvinssonar. Má af því tilefni rifja upp þann einstæða atburð frá því í vor þegar tvímenningarnir stóðu saman að nefnd- aráliti úr efnahags- og viðskiptanefnd. Fyrst farið er að minnast á Jóhönnu má nefna einnig að ólíklegt er að fáir hafi eytt meiri tíma í ræðustól en hún síðastliðinn þriðjudag. Það vakti semsé athygli að Jóhanna virtist telja sig skylduga til að klára ávallt leyfilegan ræðutíma og tók hún auk þess oft til máls. Sumir þingmenn hafa þennan háttinn á en aðrir virðast ekki telja neina sérstaka nauð- syn á því að nýta ætíð ræðutíma sinn að fullu. Ætli meðalhófið sé ekki best í þessu eins og öðru? XXX Óhætt er að segja að fyrirspumatími á mið- vikudag hafi verið tíðindalaus. Engir al- mennilegir molar handa fréttaþyrstu fjöl- miðlafólki þar. Jóhann Ársælsson á vafalaust tilþrif dagsins - a.m.k. gáfu hlátrasköll þing- manna það sterklega til kynna - en hann lét engan bilbug á sér finna þótt þingforseti hringdi bjöllu óspart til að láta þingmanninn vita að ræðutími hans væri liðinn. Hélt Jóhann áfram ræðu sinni á leið úr ræðustól, þrumaði af krafti yfir kollegum sínum drykklanga stund þó að út í miðjan þingsal væri komið. Þessu frumlega vinnulagi eiga menn ekki að venjast. Undirritaður hverfur nú til starfa á öðrum vettvangi um sinn. Rétt er því að nota þetta tækifæri og þakka þingmönnum og starfsfólki Alþingis samveruna undanfarin misseri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.