Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 11

Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 11 FRÉTTIR Verklokum Kiðjabergsvegar í Grímsnesi var fagnað í golfskála Kiðjabergs í gær Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Framkvæmdanefndin og fulltrúar sveitarstjórnar og Vegagerðarinnar. Frá vinstri: Guðmundur Hallvarðs- son, Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, Steingrímur Ingvarsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, Sigurður Magnússon, Ásgeir Ingvarsson og Sveinbjörn Helgason. V egager ð unnin í samvinnu einkaaðila og hins opinbera VERKLOKUM Kiðjabergsvegar, sem er um 8,5 km langur vegur í Grímsnesi á Suðurlandi, var fagnað með sérstakri athöfn í golfskálanum í Kiðjabergi í gær. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður og formaður Sjómannadags- ráðs, sem á sumarbústaðalandið Hraunkot, sagði að um einstaka vegagerð væri að ræða því vegurinn hefði verið byggður í samvinnu einkaaðila og hins opinbera, en hann þjónar m.a. eigendum á sjötta hundraðs sumarbústaða á svæðinu. Heildarkostnaður vegna vegagerð- arinnar var um 33 milljónir króna og tóku framkvæmdimar þijú ár. „Þetta var malarvegur sem ekki hafði verið mikið lagt í en nú hefur vegurinn verið hækkaður upp og breikkaður og lagt á hann bundið slitlag," sagði Guðmundur. „Það var alltaf eilíft vandamál að komast þarna niðureftir í leysingunum á vorin, en nú er þetta orðið allt ann- að.“ Guðmundur sagði að um sam- starfverkefni jarðeigenda, sumarbú- staðaeigenda, Grímsness- og Grafn- ingshrepps og Vegagerðarinnar hefði verið að ræða. Hann sagði að upphafíð mætti rekja til ársins 1995, þegar jarðeigendur hefðu sent Þor- steini Pálssyni, þáverandi fyrsta þingmanni Suðurlands, bréf og ósk- að eftir hans liðsinni í málinu. Hann sagði að málið hefði komist á skrið fyrir um fimm árum en að verklok- um hefði verið fagnað í gær og af því tilefni hefðu Vegagerðinni og sveit- arfélaginu verið afhentar sérstakar viðurkenningar fyrir einstakt sam- starf við þessa framkvæmd. Verkinu var skipt í þrennt. Fyrsti áfangi náði frá Biskupstungnabraut að Hraunborgum. Annar áfangi náði frá Hraunborgum og að svokölluðu ristarhliði og þriðji frá ristarhliðinu að Hestlandi. Eins og áður kom fram var heildarlengd vegaiins 8,5 km og heildarkostnaður um 33 milljónir króna. Sveitarfélagið greiddi um 4,5 milljónir, ríkið um 13,3 milljónir og sumarbústaðaeigendur, jarðeigend- ur og golfvöllurinn Kiðjabergi greiddu um 15 milljónir af kostnað- inum. Nýi vegurinn hefur breytt miklu „Þetta er líklega fyrsta vegagerð á Islandi sem notendur koma að með þessum hætti og taka þátt í að byggja veginn upp með sérstökum greiðslum. Það þurfti að lagfæra veginn veru- lega vegna brúar yfir Höskuldslæk. Það voru hæðir aðliggjandi brúnni, sem sköpuðu mikla hættu og þar var vegurinn lækkaður verulega.“ Guðmundur sagði að tilkoma nýja vegarins hefði breytt miklu og auð- veldað aðgang manna að svæðinu þar sem m.a. væri að finna Kiðja- bergsvöll, sem er golfvöllur húsa- smíðameistara og sundlaug í landi Hraunkots, sem er í eigu sjómanna- samtakanna. Þá sagði hann að Kiðja- bergsbærinn, elsta timburhús á Suð- uriandi, væri á svæðinu, en hann hefði verið endurbyggður af húsa- smíðameisturum og væri glæsileg endurbygging á merkilegu húsi, sem ætti sér mikla sögu. „Það er mikil umferð héma allt ár- ið en þó mest á sumrin ,en þá er mik- ið sótt í golfvöllinn og sundlaugina og svo náttúrlega alla sumarbústaðina. Vegurinn er vel breiður og til mikils sóma fyrir alla þá sem að komu.“ Vaskleg framganga V egagerðarinnar Við athöfnina í gær flutti einn af hvatamönnunum, Sigurður Magnús- son, ávarp og þakkaði öllum þeim sem að málinu hafa komið. Sérstak- ar þakkir færði hann fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir vasklega framgöngu. Steingrímur Ingvarsson, um- dæmisstjóri Vegagerðarinnar í Suð- urlandskjördæmi, sagði að hægt yrði að byggja á þeirri reynslu sem Morgunblaðið/RAX Nýr og endurbyggður Kiðja- bergsvegur hefur verið hækk- aður upp, breikkaður og lagt á hann bundið slitlag. þarna hefði fengist við uppbyggingu samsvarandi vega. Gunnar Þorgeirsson oddviti Grímsness- og Grafningshrepps sagði að þessi góði vegur myndi ýta undir fólksfjölgun og lengri búsetu- tíma fólks í bústöðum allt árið. Loks flutti Guðni Agústsson land- búnaðarráðherra kveðjur þing- manna kjördæmisins og sagði að þama hefði verið unnið gott verk til að styrkja þjónustu og búsetu á svæðinu. Tsjetsjneskur flóttamaður án skilrikja giftist íslenskri konu Presturinn segist hafa haft samráð við ráðuneytið Ráðuneytið segir að um misskiln ing hafi verið að ræða HAFT var samráð við dómsmála- ráðuneytið áður en Aslan Gilaev, sem segist vera tsjetsjneskur flótta- maður, var gefinn íslenskri konu 2. september. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Ólaf Odd Jóns- son, prest í Keflavík, sem gaf hjónin saman, en hann sagði að stuðst hefði verið við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Evrópu þeg- ar ákvörðunin hafi verið tekin um að gefa þau saman. Ingvi Hrafn Ósk- arsson, aðstoðarmaður dómsmála- ráðherra, segir að um misskilning sé að ræða hjá sr. Ólafi Oddi. „Þetta mál var skoðað mjög vel og ekki flanað að neinu og þessi ákvörð- un var tekin yfirvegað," sagði Ólafur Oddur. „Eg hafði samband við full- trúa dómsmálaráðuneytisins, sem hefur með stofnun og slit hjúskapar að gera, og hann sagði mér að hjónin væru ábyrg fyrir því sem þau skrif- uðu undir og gerði ekki aðrar at- hugasemdir við hjónabandið. Eg hafði líka samband við lög- fræðing sem sagði mér að það væri ekki hægt að halda því gegn honum (Gilaev) að gefa upp misvísandi upp- lýsingar hér og í Noregi. Það gerist í svona tilvikum þar sem menn eru landflótta og hræddir um að verða sendir heim.“ Tekið mið af mann- réttindasáttmálum Eins og kom fram í Morgunblað- inu í fyrradag kom Gilaev til Islands í lok júní frá Noregi og sótti um póli- tískt hæli. Útlendingaeftirlitið hafn- aði beiðninni á þeirri forsendu að maðurinn hefði ekki getað með lög- legum hætti fært sönnur á hver hann væri og frá hvaða ríki. Hann hefði ekki haft lögleg skilríki og gefið upp mismunandi nöfn og fæðingardaga. Ólafur Oddur, sem sagðist ekki ef- ast um það að maðurinn væri Tsejtsjeni, sagði að það þyrfti að skoða sérstöðu þessa manns. „Hann kemur frá Grosnf í Tsje- tsjníu, sem var 400 þúsund manna borg en er núna 40 þúsund manna borg. Það er engar upplýsingar það- an að fá, hann getur ekki fengið nein skilríki þaðan. I Ijósi þessarar sér- stöðu þá tók ég sem prestur mið af þeim mannréttindasáttmálum sem Islendingar hafa undirritað, þ.e. mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Það var fyrst og fremst á þessum mannréttindaforsendum sem sú ákvörðun var tekin að gefa þau saman ogþað er enginn í raun og veru sem getur ógilt þessa ákvörðun nema þau sjálf og réttarríkið hlýtur að virða það. Reyndar vil ég meina það að rétt- arríkið hefði átt að virða sambúð þeirra burtséð frá sambúðarformi, trúlofunarsambúðina hefði átt að virða.“ Ólafur Oddur sagði að hjónin væru búin að vera undir mjög miklu álagi. „Eg held að fæstir geri sér grein fyrir því nema við prestarnir sem höfum verið að sinna þeim.“ Engin undanþáguákvæði Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, sagði að ráðuneytið hefði ekki tekið neina af- stöðu til þess hvort rétt hefði verið farið að við hjónavígsluna. Hann sagði að í reglugerð um könnun á hjónavígsluskilyrðum væru sett tvö skilyrði. Annars vegar þyrftu hjóna- efni að leggja fram fæðingavottorð og persónuskilríki sem færðu sönnur á nafn og fæðingardag. Hins vegar vottorð frá Hagstofu íslands um hjú- skaparstöðu eða sambærilegt vott- orð frá erlendu yfii’valdi ef unnt væri. Ingvi Hrafn sagði að um einhvern misskilning væri að ræða í máli Tsjetsjenans því það væri ekki gert ráð fyrir neinni undantekningu varð- andi ákvæðið um persónuskilríkin og að hjón þyrftu undantekningalaust að færa sönnur á nafn sitt. „Það er algjörlega útilokað að embættismaður ráðuneytisins sem þekkir þessar reglur einna best hafi látið svo í veðri vaka að það væru ein- hverjar undantekningar varðandi þetta atriði.“ Ingvi Hrafn sagði að ráðuneytið hefði ekki aðild að ógildingu hjóna- banda, það hefðu einungis hjónin sjálf og hugsanlega þriðji aðili ef hann ætti í hjónabandi við annan að- ilann. Ránið í Hallanum Lög- reglan lýsir eft- ir manni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir manni sem þvingaði afgreiðslumann í söluturnin- um Hallanum við Bókhlöðu- stíg að afhenda sér peninga. Atvikið varð skömmu fyrir kl. 17 sl. þriðjudag. Maðurinn forðaði sér síðan á hlaupum austur Bókhlöðu- stíg og suður Laufásveg þar sem hann fór til vesturs um port Miðbæjarskólans. Mað- urinn var sagður vera 20-30 ára gamall. Hann var með stutt, ljóst aflitað hár og u.þ.b. 170 cm á hæð. Þeir, sem geta gefið einhverjar upplýsingar, annaðhvort um ferðir þessa manns umrædda leið á þessum tíma eða um þann er þarna kann að hafa verið að verki, eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.