Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 14

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 14
14 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Stígamót, Kvennaathvarfíð og Kvennaráðg;jöfín kynna kynferðisofbeldi og afleiðingar þess Glæpur sem þrífst í skjóli þagnarinnar ✓ I dag, laugardag, er al- þjóðadagur gegn kyn- ferðisofbeldi. Af því til- efni hafa fulltrúar Stígamóta, Kvennaat- hvarfs og Kvennaráð- gjafar hafið kynningu á starfsemi sinni. Arna Schram fylgdist með fundi samtakanna um kynferðisofbeldi á fimmtudagskvöld. ERTU að deyja úr ást? er yfir- skrift kynningarátaks Stíga-. móta, Kvennaathvarfsins og Kvennaráðgjafarinnar, sem hófst með fundi samtakanna á Hótel Borg á fimmtudagskvöld. Með yfirskrift- inni eru samtökin að vísa til þess að kynferðisofbeldi sé andhverfa ástar en þrátt fyrir það séu mörg ofbeldis- verk framin í nafni hennar. A fundin- um kom fram að um 5 til 15% nor- rænna kvenna hafi orðið fyrir heilsutjóni vegna kynferðisofbeldis en undir skilgreiningu samtakanna á kynferðisofbeldis fellur m.a. nauðg- anir, sifjaspell, kynferðisleg áreitni, umskurður á stúlkum og kynlífs- þrælasala. Flestir gerendur kyn- ferðislegs ofbeldis eru, að sögn sam- takanna, karlmenn og eru þeir þá gjarnan vinir eða kunningjar þeirra sem fyrir ofbeldisverkinu verða. „Kynferðisofbeldi í ýmsum mynd- um er því miður staðreynd hér á landi. Það drepur hér á landi eins og annars staðar í hljóði og í skugga þagnarinnar,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra m.a. í erindi sínu. „Ein leið til þess að stemma sigu við kynferðisofbeldi er einmitt að draga vandamálið fram í dagsljósið og leita lausna á því. Öll opinská umræða um þetta efni er nauðsynleg. Við megum ekki gleyma því að kynferðisofbeldi er glæpur sem þrífst vel í skjóli þagnarinnar og gjarnan innan veggja heimilisins." Stígamót eru ráðgjafarmiðstöð fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kjmferðisofbeldi, Kvennaat- hvarfið er athvarf fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd og í Kvennaráðgjöfinni er veitt ókeypis ráðgjöf lögfræðinga og félagsráðgjafa. Fulltrúar þess- ara samtaka mun í kjölfar fundarins á Hótel Borg hefja fundarherferð um landið þar sem áhersla verður lögð á að kynferðisofbeldi eigi sér stað um land allt þótt þjónusta við þá sem fyrir ofbeldinu verða sé fyrst og fremst í Reykjavík. Telja samtökin reyndar brýnt að úr því verði bætt. Atta aðilar fluttu erindi á fundin- um á fimmtudagskvöld, auk þess sem listamenn sungu og fluttu ljóð, og sagði Rúna Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, við það tækifæri að fund- urinn væri mikilvæg staðfesting á því að kynferðisofbeldi varðaði „ekki bara okkur kvennahreyfingarkonur. Það varðar okkur öll.“ Sagði Rúna ennfremur að við myndum ekki stöðva kynferðisofbeldi heldur hefðu mögulegir ofbeldismenn það einir í hendi sér hvor það yrði framið eður ei. „Við höfum nógu oft varað Rauð- hettu við úlfinum og hvenær hefur það gagnast?“ spurði hún og benti á að tilgangur kynningarátaks sam- takanna þriggja væri ekki síst að benda á þessa hlið kynferðisofbeldis. Þá lagði.Ma áherslu á.að í öllum Morgunblaðið/Kristinn Fjölmennt var á fundi Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Kvennaráðgjafarinnar á Hótel Borg. VIÐ H OKKU SRM Eitt af þeim veggspjöldum sem samtökin hafa látið gera vegna átaksins. landsfjórðungum þyrfti að slá saman hlutverki Stígamóta, Kvennaat- hvarfs og Kvennaráðgjafar og opna sjálfshjálparhús fyrir konur. I þeim húsum gæti farið fram hvers konar sjálfsstyrking. Mikilvægur hlekkur í baráttunni Ásta Júlía Arnardóttir, fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaat- hvarfsins, rifjaði í erindi sínu upp að- dragandann að stofnun Samtaka um Kvennaathvarf árið 1982 og benti á að fram að þeim tíma hefði lítið verið rætt opinberlega um ofbeldi á heim- ilum. „Fullyrðingar eins og „slíkt gerist ekki hér“ heyrðust jafnvel. En á stofnfundi Samtaka um kvenna- athvarf flykktist að fólk og reyndist fundarsalurinn of lítill." Síðan þá eru liðin átján ár og sagði Ásta að allan þennan tíma hefði athvarfið tekið á móti konum og börnum sem búa við ofbeldi á heimil- um sínum. „Við sem störfum og höf- um starfað hjá Kvennaathvarfinu lít- um á það sem afskaplega mikil- vægan hlekk í baráttunni gegn ofbeldi karla á konum,“ sagði hún m.a. „Við höfum reyndar ekkert áþreifanlegt í höndunum um að of- beldi karla gegn konum hafi minnk- að en við vonum að sú fræðsla og kynning, sem átt hafi sér stað hafi . .skilað sér í.þvLað þaáreynist konum_ auðveldara að vinna sig út úr ofbeld- issambandinu en áður.“ í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra kom m.a. fram að baráttan gegn kynferðisofbeldi gegn konum, börnum og öllum mannverum ætti rætur sínar að rekja til jafnréttisbaráttu kvenna. „Hún er liður í baráttu þeirra fyrir kvenfrelsi og mannvirðingu, í bar- áttu þeirra gegn skeytingarleysi, þögn, hindnm og virðingarleysi gagnvart hagsmunum þeirra sem ekki hafa haft vald á stofnunum sam- félagsins." Ingibjörg Sólrún sagði einnig að það hefði sýnt sig að grasrótarsam- tök kvenna væru skilvirkust í því að veita þolendum þá þjónustu sem brýnust væri - á þeirra eigin for- sendum. „Slík þjónusta er oft lykill- inn að því að þolendur geti öðlast þann styrk sem nauðsynlegur er til að þeir megni að fara áfram með mál á formlegum vettvangi réttarkerfis- ins. Af þessari ástæðu einnig er brýnt að opinberir aðilar viðurkenni gildi þeirrar aðstoðar við fórnarlömb kynferðisofbeldis sem veitt er innan Hlutverk samtak- anna þriggja MARKMIÐ samtaka um kvenna- athvarf er m.a. að reka athvarf fyr- ir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsi er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs of- beldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra hcimilismanna. Einnig er athvarfið fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Þá er takmark samtakanna að veita ráðgjöf og upplýsingar sem og að efla fræðslu og umræðu um ofbeldi innan fjöl- skyldu. Neyðarnúmer er 5611205. Stígamót Stígamót eru ráðgjafarmiðstöð fyrir konur og börn sem hafa verið beitt kynferðisofbeldi sem og ráð- gjafamiðstöð fyrir aðstandendur þeirra. Stígamdt eru einnig fræðslu- og upplýsingamiðstöð um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess. Sími er 562 6868. Kvennaráðgjöf Kvennaráðgjöfin var sett á fót til að aðstoða konur með ókeypis ráð- gjöf lögfræðinga og félagsráðgjafa. Hugmyndin að baki stofnunar ráðgjafarinnar var, að því er fram kemur í kynningarbæklingi, að þar sem konur hefðu síður en karlar efni á að greiða fyrir sérfræðiað- stoð þyrfti að bæta stöðu þeirra með ókeypis sérfræðiaðstoð.Við Kvennaráðgjöfina starfa í sjálf- boðavinnu um 25 félagsráðgjafar og lögfræðingar auk nema á loka- ári í námi í þessum greinum. Sími er 552 1500. grasrótarsamtaka og styðji þau til að gegna því hlutverki sem best. Sá stuðningur rýrir í engu þá skyldu stjórnvalda að gera formlegar stofn- anir samfélagsins sem best í stakk búnar til að axla ábyrgð sina í þessu tilliti einnig." Þögnin er æpandi I lok ræðu sinnar minntist Ingi- björg Sólrún á mál sem Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur nú til meðferðar en það snýr að kæru ungrar stúlku gegn íslenska ríkinu í kynferðisafbrotamáli. Ár er síðan Hæstiréttur sýknaði föður stúlkunn- ar af ákæru um kynferðislega mis- notkun á henni þegar hún var á aldrinum 9 til 16 ára. „Án þess að hér sé tekin afstaða til sjálfrar dómsnið- urstöðu Hæstaréttur telur stúlkan með gildum rökum að meðferð Hæstaréttar á máli sínu hafi brotið gegn mannréttindum hennar sem henni eru tryggð í mannréttinda- sáttmála Evrópu og Islendingar eru skuldbundnir til að hlíta. Fáh’ þeirra sem tengjast réttarkerfinu og hafa þar hagsmuna að gæta hafa gengið fram fyrir skjöldu til að styðja þetta mikilvæga mál. Þögnin er æpandi. I máli stúlkunnar endurspeglast veik réttarstaða þolenda sifjaspella í rétt- arkerfi okkar Islendinga. Brotalam- irnar sem fram hafa komið í meðferð dómskerfisins í þessu máli eru slíkar að ekki verður við unað. Þetta mál varðar miklu fyrir alla íslendinga ekki síst þá sem leita réttar síns vegna kynferðisofbeldis." I erindi sínu benti dómsmálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir, m.a. á að hún teldi að margt hefði áunnist á undanförnum áratug í því að veita úrræði vegna kynferðisofbeldisbrota og heimilisofbeldisbrota. „Víðtækar breytingar hafa verið gerðar á refsi- lögum og lögum um meðferð refsi- mála fyrir dómstólum til þess að auka refsivernd og bæta stöðu þol- enda ofbeldisverka. Hefur það kom- ið konum sérstaklega til góða.“ Hún kvað þó ljóst að enn betur þyrfti að taka á þessum málum og sagði það stefnu sína að stuðla að breyttri og bættri löggjöf á þessu sviði. Margrét Björnsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, tók næst til máls en hún talaði fyrir hönd Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra í forföllum hennar. I máli hennar kom m.a. fram að tölur frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni sýndu að að minnsta kosti fimmtungur kvenna yrðið fyrir Iíkamlegri árás karl- manns einhvern tíma á ævinni. Oft væri um að ræða karlmann sem kon- an þekkti vel. „Konur sem verða fyr- ir kynferðislegu ofbeldi verða gjarn- an hlédrægar og bældar en áfallið getur einnig leitt til þunglyndis og jafnvel sjálfsvíga. Því er mikilvægt að stuðningur sé aðgengilegur og veittur fljótt." Sagði hún ennfremur að ljóst væri að til þess að sem best- ur árangur næðist í baráttunni gegn kynferðisofbeldi væri mikilvægt að samstarf tækist á sem breiðustum grunni milli allra þeirra sem málið snerti; opinberra aðila og grasrótar- samtaka. Aldrei afsakanlegt í erindi sínu fjallaði Gunnlaugur Dan Olafsson, skólastjóri og fulltrúi í stjórn Rauða kross íslands, m.a. um átak Rauða krossins gegn ofbeldi. Hófst átakið í fyrra og stendur það til næstu tveggja ára. Beinist það m.a. að því að hvetja fólk til að taka virka afstöðu gegn ofbeldi. Til að mynda hefur Rauði krossinn látið framleiða stuttmynd í tengslum við verkefnið og er takmark þess að ná til ungs fólks og hvetja það til um- ræðu um þessi mál. í máli Gunn- laugs kom m.a. fram að ákveðin teg- und ofbeldis væri kynferðisofbeldi og að það ofbeldi væri hvað erfiðast viðfangs vegna þeirrar miklu þagnar sem ríkti um slíkt ofbeldi. Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB, benti á eins og fleiri að líkamlegt ofbeldi væri glæpsamlegt og aldrei afsakan- legt. Þá færi slíkt ofbeldi gjarnan saman við andlegt ofbeldi. Sagði hann það siðferðislega skyldu þeirra sem störfuðu á vettvangi verkalýðs- mála að beita sér í baráttunni gegn ofbeldi og tók fram að fulltrúar BSRB myndu framvegis beita sér enn frekar í þeirri baráttu. Lögmaðurinn Þorbjörg I. Jóns- dóttir var talskona Kvennaráðgjaf- arinnar á fundinum. Sagði hún að spurningin: ertu að deyja úr ást? kæmi oft upp í huga sér er hún ræddi við konur sem leituðu til Kvenna- ráðgjafarinnar. Sumar þeirra kæmu til að leita ráða við ákveðnum vanda- málum en þau vandamál hefðu þó að mati þeirra ekkert að gera með of- beldi. Það kæmi jú fyrir að þeim væri kastað í veggi, húsgögnum og öðrum hlutum hent í þær, þeim meinað að keyra bílinn eða fara úr húsi en spurningin stæði oft í huga þeirra um skilgreiningu á ofbeldi. Þorbjörg sagði að í svona tilfellum væri gott að vita af starfsemi sam- taka á borð við Stígamóti og Kvenna- athvarfið. Veldu þær hins vegar að fara til baka, aftur á heimilið, kæmi stundum upp í huga starfsmanna Kvennaráðgjafarinnar sú spurning h vort þær myndu deyj a úr ást.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.