Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBE R 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Stjórnendur lánastofnana sammála gagnrýni forstjóra Fjármálaeftirlitsins á aukningu útlána
ur útlánaþrýstingur frá fyrirtækjun-
um, en það sé að mestu vegna fjár-
festingarverkefna sem þau séu að
ráðast í, eða vegna fjárhagslegrar
endurskipulagningar og eignabreyt-
inga. Pá hafi þörf stærri fyrirtækja
fyrir rekstrarfjármögnun aukist
bæði vegna tímabundinna aðstæðna
og aukins umfangs rekstrar í kjölfar
aukins hagvaxtar hér á landi síðast
liðin 5 ár.
Lausafjárstaða þrengst
hjá mörgum aðilum
Þór Gunnarsson, sparisjóðsstjóri
hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, sagðist
geta tekið undir flest það sem Páll
Gunnar Pálsson sagði á ársfundi
Fjármálaeftirlitsins og sagðist líta á
það sem jákvætt innlegg. „Enda er
það engin spurning, að mér sýnist við
vera að stefna í mun erfiðara um-
hverfi en við höfum verið í undanfarin
ár.“
Hann sagðist geta viðurkennt að
útlánaukning lánastofnana hefði ver-
ið of hröð og hefði kallað ýmsa hluti
yfir menn sem ekki væri búið að sjá
fyrir endann á. „Menn hafa kannski
farið of hratt. Það er líka vegna þess
að lausafjárstaða hefur mjög þrengst
hjá mörgum aðilum og þróun á verð-
bréfamarkaði hefur gengið þar mjög
nærri.“
Almennt séð segist Þór telja að
Fjármálaeftirlitið sé á réttri leið og
hafi gert marga góða hluti og að
stofnunin sé að ná því takmarki að
setja upp jákvæðar og virkar reglur
um verðbréfamarkaðinn.
„Það var þó eitt sem stakk mig í
ræðu Páls, og það er að þeir ætli sér
að fara að gefa stofnunum einkunna-
gjöf og jafnvel að gera mismunandi
eiginfjárkröfur eftir stöðu stofnana.
Einhvern veginn finnst mér að það sé
ekki þeirra verkefni, það sé jafnvel
annarra að gera það. Þeirra verkefni
er aftur á móti að halda utan um
starfsrammann, að hann sé uppfyllt-
ur og að menn séu ekki að fara út fyr-
ir það.“
Mikið dregið
úr eftirspurn
eftir lánsfé
PÁLL Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftitlitsins,
gerði ýmsar athugasemdir
á ársfundi stofnunarinnar
við útlánaaukningu og versnandi eig-
infjárhlutfall lánastofnana, og sagði
hann að FME brýndi fyrir stjóm-
endum lánastofnana að taka alvar-
lega þau hættumerki sem í þróuninni
fælust. Árleg útlánaaukning frá ár-
inu 1998 hefur að jafnaði verið 25-
30% á meðan sambærileg aukning
útlána 1996 og 1997 var um 12%, en á
sama tíma hefur eiginfjárhlutfall
lánastofnana farið lækkandi, að sögn
Páls Gunnars.
Þeir bankastjómendur sem Morg-
unblaðið ræddi við í gær varðandi
ummæli Páls Gunnars sögðust lítið
hafa við þessi ummæli að bæta, og að
slíkar viðvaranir hefðu heyrst áður.
„Þetta átti við um fyrri hluta árs-
ins og fram eftir ári, en núna hefur
dregið mjög úr útlánaaukningunni,“
sagði Stefán Pálsson, aðalbanka-
stjóri Búnaðarbanka Islands, um þau
ummæli forstjóra Fjármálaeftirlits-
ins (FME) í fyrradag að hættumerki
sem felist í mikilli útlánaaukningu og
lækkandi eiginfjárhlutfalli fjármála-
stofnana verði að taka alvarlega.
Stefán segist ekkert hafa við þessi
ummæli að athuga og að þessar við-
varanir hafi komið fram áður, bæði
frá Seðlabanka og FME. Hann sagð-
ist hins vegar telja að lánveitingar
Búnaðarbankans séu mjög vel
tryggðar og til traustra lántakenda.
Spurður nánar um
útlánaaukninguna
sagði Stefán hana mjög
litla nú og að mikið
hefði dregið úr eftir-
spum eftir lánsfé.
Stefna íslandsbanka-
FBA að eiginfjárstaða
sé um og yfir 10%
Frui,
- leið ti
Breytt starfsskilyrc
Ráðstefna a Grand Hotei I
ÞriðjtKtjginn 28. novanber2000 I
M. 13:00-17:00 I
Ráðstefna:
nkvöðlasetur
I nýsköpunar
i framkvöðla og sprotafyri rtaekj a
Dagskrá ráðstefnunnan
eöa i síma 570 7267
13.00
13.10
■ , i
kr. 2.600
.
13.40
* OVimm*sasi þátttóMK i
fyrirkl. 17:00 U 10.
mánudaginn 27. nóvember
Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri
14.30
14.50
« 15.10
£
Í\ 15.30-
«
«
r 15.50
>1
*»
c
-13.10 Ávarp
Valgerður Sverrisdóttr, iðnaðar- og
viðskiptaráherra.
-13.40 Frumkvöðlasetur sem tæki til
nýsköpunar og atvinnuupp-
byggingar- reynsla Evröpuríkja
. Mr. Ben Butters, European BIC
Network.
-14.10 Lykillinn að árangri í rekstri
frumkvöðlasetra
Mr. Rohit Talwar, Fast Future
Ventures
14.30 Frumkvöðlasetur Impru -
árangur eftír 18 mánaða starfsemi
Andrés Magnússon, forstööumaður
Impru.
14.50 Kaffihtó
■ 15.10 Frumkvöðlastarfsemi meðal
ungs fötks
Guðjón Már Guðjónsson, for-
stjóri Oz
■ f5.30 Virkjun sérfræðiþekkingar /
frumkvöðlastarfí
Bjarki Brynjarsson, framkvæmda-
stjóri nýsköpunarsviðs Nýherja og
Klaks ehf.
-15.50 Reynslan afað hefja starfsemi
á frvmkvöðlasetri
Þorvaldurl. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Net-Albúms ehf;
Þorgeir Helgason, framkvæmda-
stjóri Bergspár ehf.
■ 16.10 Hlutverk frumkvöðlasetra frá
sfónarhóli fjárfesta
Gylfi Ambjömsson, framkvæmda-
stjóri Eignarhaldsfélags Alþýðu-
bankans.
ióntæknistofnun
16.10-16.40 Palíborðsumræður meó þátttóku
frummælenda
«;
*: 16.40-15.50 Samantekt og ráðstefnuslit
ÓHallgrlmur Jónasson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar.
Halldór J.
Kristjánsson
Stefán Pálsson
Valur Valsson
Þór Gunnarsson
nýjar reglur um verðbréfa-
viðskipti og Kínamúra.
Halldór sagði að Lands-
bankinn hafi verið samstiga
FME í þessu og að hann
hafi sérstaklega fagnað yf-
irlýsingu Páls Gunnars um
að hér skuli gilda sambæri-
legar reglur og á mörk-
uðunum í kringum okkur.
Þessi mál hafi verið í góðu
horfi hjá allra stærstu fyrir-
tækjunum hér á landi. Hins
vegar geti aðgreining
starfsdeilda verið erfiðari í
framkvæmd fyrir minni
fyrirtækin og að því þurfi að
sýna einhvern skilning.
„Það hefur verið mik-
il velta í efnahagslífinu
undanfarin misseri og
því kemur ekki á óvart
að útlánaaukning sé
mikil á sama tíma. Nú
hægir á í efnahagskerf-
inu og þá munu útlán
einnig minnka. Aðalat-
riðið er að eiginfjár-
staða sé í samræmi við
umsvif og áhættudreif-
ingu. Við hjá Islands-
banka-FBA höfum
fylgt sömu stefnu og
Fjármálaeftirlitið í
þeim efnum og teljum
því að staðan hjá okkur
sé í góðu lagi. Sama er
mat erlendra lánshæf-
isfyrirtækja, sem ein-
mitt skoða þetta sér-
staklega,“ sagði Valpr
Valsson, forstjóri ís-
landsbanka-FBA, um
fyrrgreind ummæli for-
stjóra FME.
Valur sagði að stefna
bankans hafi verið sú
að eiginfjárstaðan sé
um og yfir 10% og það
sé sama og FME hafi
ráðlagt stóru bönkun-
um á Islandi.
Valur sagði, þegar
hann var spurður um
gæði útlána bankans,
að hann teldi þau vera
hin sömu og fyrr, þó
enginn vissi það fyrir
víst fyrr en eftir nokkur
ár. Hann sagði að ekki
væri sjáanleg nein til-
hneiging til þess að lánin nú væru
annarrar gerðar en áður.
Landsbankinn verið
samstíga Fjármálaeftirlitinu
„Það kemur mér ekkert á óvart í
því sem Páll Gunnar Pálsson, for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði á
ársfundi þess í gær, þetta eru atriði
sem Fjármálaeftirlitið og við erum
búin að ræða mikið á liðnum 12-18
mánuðum,“ sagði Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbanka ís-
lands.
Halldór sagðist sammála áherslum
FME um að það beindi sjónum sínum
að heiidarmyndinni frekar en ein-
stökum smærri málum sem upp
kæmu. Rétt væri að leggja áherslu á
áhættustýringu og innra eftirlit í öll-
um fjármálafyrirtækjum, þar með
talið bönkunum. „Þetta er atriði sem
er viðvarandi viðfangsefni og því er
mikið sinnt innan bankanna. Það er í
höndum stórra starfsdeilda í stærii
bönkunum sem fylgjast með heild-
aráhættu og aðgerðum til að tak-
marka hana,“ sagði Halldór.
Hann sagði FME einnig hafa lagt
áherslu á markaðsaðhald, sem sner-
ist meðal annars um upplýsingagjöf
og að treysta á aga markaðarins og
eftirlit hans.
Þá hefði forstjóri FME talað um
starfshætti á fjármálamarkaði og
Heldur farið að draga
úr útlánaeftirspurn
Loks sagði Halldór að FME hygð-
ist fylgjast vel með breytingum á
starfsumhverfi og leggja áherslu á
öryggi í rekstri og bætt skipulag í
stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku
þegar kæmi að eftirliti og hlutum eins
og samruna á markaði. Með hliðsjón
af þeirri vinnu sem verið væri að
vinna í Landsbankanum og Búnaðar-
bankanum sagði Halldór enga
ástæðu til annars en taka undir að
þetta væru mjög mikilvægir þættir.
Hann sagði að það hefði raunar verið
mjög í forgrunni í vinnu við samein-
inguna að tryggja það að samruninn
muni leiða til þess að fyrirtækin verði
öruggari í rekstri eftir hana. Áhættu-
dreifingin batni við sameiningu þann-
ig að samruni og stækkun eininga sé
mjög góð leið til að ná fram auknu ör-
yggi í fjármálakerfi landsins.
Spurður um framlög í afskriftasjóð
sagði Halldór að bankinn hefði fylgt
útlánaþróuninni og lagt ákveðinn
hundraðshluta af heildareignum ár-
lega inn á afskriftareikning og staða
hans sé vel viðunandi.
Halldór sagðist ennfremur telja að
heldur væri farið að draga úr útlána-
eftirspurn, sérstaklega hvað varðaði
einstaklinga og heimili. Enn sé nokk-