Morgunblaðið - 25.11.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Breski Verkamannaflokkurinn sigrar í mikilvægum aukakosningum
Auknar líkur
taldar á þing-
kosningum í maí
AP
John Robertson, frambjóðandi Verkamannaflokksins í kosningainum til breska þingsins í Anniesland í Glasgow
(t.v.), fagnar sigri sínum ásamt William Butler, frambjóðanda flokksins til skoska þingsins.
London. Reutcrs, AFP.
VERKAMANNAFLOKKURINN í
Bretlandi fór með sigur af hólmi í
þrennum mikilvægum aukakosning-
um til breska þingsins í fyrradag.
Fátt benti til þess að Ihaldsflokkur-
inn væri að sækja í sig veðrið og er
nú talið nánast öruggt að Tony Blair
forsætisráðherra boði til þingkosn-
inga í maí á næsta ári.
Kosið var í þremur kjördæmum,
vesturhluta West Bromwich í Mið-
Englandi, Preston í norðvesturhluta
Englands og Anniesland í Glasgow.
Öll þessi kjördæmi eru á meðal
vígja Verkamannaflokksins.
Kjörsóknin var lítil og fylgi
Verkamannaflokksins minnkaði en
Blair veit að algengt er að sá flokk-
ur sem er við völd tapi fylgi í auka-
kosningum þótt hann beri síðan sig-
ur úr býtum í næstu þing-
kosningum. Verkamannaflokkurinn
hefur aldrei beðið ósigur í auka-
kosningum frá því að Blair komst til
valda og engin önnur stjóm hefur
náð þeim árangri í Bretlandi í hálfa
öld.
„Þetta eru skilaboð til stjórnar-
innar, ekki um að kjósendur séu
sérlega ánægðir með hana, heldur
um að þeir séu ekki tilbúnir að láta
forystusveit íhaldsflokksins leysa
Tony Blair og ráðherra hans af
hólmi,“ sagði Anthony King, pró-
fessor í stjómmálafræði við Essex-
háskóla. Hann bætti við að miklar
líkur væru nú á þingkosningum í
maí, ári áður en kjörtímabili þings-
ins lýkur.
íhaldsmenn stefndu að
sigri í West Bromwich
Þingsætið í West Bromwich losn-
aði þegar Betty Boothroyd lét af
störfum sem forseti neðri deildar
þingsins. Frambjóðandi Verka-
mannaflokksins í kjördæminu, Adri-
an Bailey, sigraði með um 3.000 at-
kvæða meirihluta. íhaldsmenn töldu
sig eiga mesta möguleika á sigri í
þessu kjördæmi og lögðu því mesta
áherslu á West Bromwich í kosn-
ingabaráttunni.
„íhaldsflokkurinn hefði átt að ná
þingsætinu í West Bromwich eða
vera mjög nálægt þvi til að teljast
líklegir til að sigra í næstu kosning-
um,“ sagði King. „Þetta er mjög
slök útkoma.“
Mark Hendrick, frambjóðandi
Verkamannaflokksins, var kjörinn
þingmaður Preston með 4.500 at-
kvæða meirihluta.
John Robertson, frambjóðandi
Verkamannaflokksins í Anniesland í
Skotlandi, sigraði með 6.300 at-
kvæða mun. Frambjóðandi skoskra
þjóðernissinna var í öðru sæti.
Kosið var í Anniesland vegna
andláts Donalds Dewars, forsætis-
ráðherra skosku heimastjórnarinn-
ar. Verkamannaflokkurinn sigraði
einnig í aukakosningum til skoska
þingsins í kjördæminu.
Nutu ekki góðs af
deilunni um evruna
Bresk blöð sögðu að úrslitin hlytu
að valda íhaldsmönnum vonbrigðum
en leiðtogi þeirra, William Hague,
var á öðru máli.
Hann sagði að fylgi flokksins
hefði aukist hlutfallslega, einkum í
ensku kjördæmunum, og það sýndi
að flokkurinn væri á réttri braut.
Ihaldsmenn vonast til þess að
barátta þeirra fyrir því að Bretar
haldi pundinu verði helsta tromp
þeirra í næstu þingkosningum.
Skoðanakannanir benda til þess að
70% Breta séu andvígir því að pund-
ið víki fyrir evrunni og Blair er í
meginatriðum hlynntur því að Bret-
land taki upp evrópsku myntina.
Úrslit aukakosninganna bentu þó
ekki til þess að íhaldsmenn hafi sótt
í sig veðrið vegna evrumálsins.
„Þeir settu deiluna um evruna á
oddinn en samt fengu þeir aðeins
atkvæði tíunda hvers kjósanda í
West Bromwich," sagði stjóm-
málaskýrandinn Matthew Taylor.
Hann kvaðst einnig vera þeirrar
skoðunar að Bretar stefndu „hrað-
byri“ að kosningum í maí.
Kjörsóknin var óvenju lítil, tæp
30%, en hún hefur verið um 70% í
almennum kosningum til breska
þingsins. Stephen Byers, viðskipta-
og iðnaðarráðherra, viðurkenndi að
þetta væri áhyggjuefni fyrir stjórn-
ina.
Name of Bank
98 pmLÍÞtS;
.96 7 -65 4 321
-rxW\\‘ '
1234567*90
Það tilkynnist hér með að bankar og sparisjóðir
á íslandi hafa ákveðið að hætta innlausn á
Euro ávísunum í íslenskum krónum frá og með
1. janúar 2001. Rétt er að benda á að bankakort
sem fylgja ávísunum þessum er hægt að nota
í hraðbönkum hérlendis.
*
SFARISJÓÐURINN
-fyrirþigogþína
ÍSLANDSBANKI (RRA
®BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
Eitur í Stasi-skjölum
UM tuttugu manns sem vinna við að
flokka skjöl úr safni gömlu austur-
þýsku öryggislögreglunnar í Berlín,
Stasi, hafa að sögn norska blaðsins
Aftenposten veikst og eru sjúk-
dómseinkcnni hin sömu hjá öllum:
Mikill höfuðverkur, blóðnasir, nið-
urgangur og vöðvakrampi. Mari-
anne Birthler, sem er nýr yfírmaður
safnsins, staðfesti í vikunni að talið
væri að ástæðan væri sú að eitur-
efni hefði verið komið fýrir í skjöl-
unum. Fundist hafa 12 möppur með
gögnum sem vætt hafa verið í eitur-
efnum og sagt er að gúmmíhanskar,
sem notaðir voru þegar skjölin voru
handfjölluð hafil leyst upp.
Blaðið segir að tæknideild Stasi
hafi gert tilraunir með ýmis efni er
hafi verið borin á skjöl og bækur.
Hafi markmiðið verið að geta þann-
ig fylgst með því hveijir hefðu blað-
aðíþeim.
Einnig hafi tæknideildin fengið
kjarnorkuverið í Rossendorf til að
gera tftuprjóna geislavirka, siðan
hafi pijónunum verið stungið í fatn-
að andófsmanna. Gátu starfsmenn
Stasi þá fylgst með ferðum mann-
anna með því að nota svonefnda
geiger-teljara er mæla geislun. Þrír
fyrrverandi andófsmenn hafa látist
úr krabbameini og hefur andlát
þeirra ýtt undir grunsemdir um að
Stasi hafí beitt geislavirkni gegn
andófsmönnum er sátu í fangelsi.
Ekki hafa þó fundist neinar sannan-
ir fyrir þessum grunsemdum.
Arið 1995 var sannað að áður-
nefnd eiturefni væru í Stasi-
skjölunum en þýska vinnueftirlitið
kannaði málið og varð niðurstaðan
að þau væru ekki hættuleg. Nú
krefst stofnunin þess að starfs-
mennimir njóti traustari vemdar.
Hjá tæknideildinni störfuðu rúm- '
lega 1.000 manns og skýrslur henn-
ar fylla um 500 hillumetra. Thomas
Auerbach, sem rannsakað hefur
starfsemi Stasi, hefur skýrt frá
þessum aðgerðum í samtali við
Berliner Morgenpost.
Kohl kynnir dagbók sína
Berlín. AFP.
HELMUT Kohl, fyrrver-
andi kanzlari Þýzkalands,
kynnti í gær fyrsta bindi
endurminninga sinna, sem
ber titilinn „Dagbókin mfn
1998-2000“. Kohl, sem
mjög sjaldan hefur ávarp-
að fjölmiðla frá því leyni-
reikningahneykslið svo-
kallaða upphófst fyrir ári,
notaði þetta tækifæri til að
lýsa fjölmiðla og pólitíska and-
stæðinga ábyrga fyrir falli sínu af
þeim stalli, sem hann telur mann
meðsína afrekaskrá verðskulda.
„Ég vil ekki ýfa upp nein sár
með þessari bók,“ tjáði hann troð-
fullnum salnum í Adcnaucr-húsinu
í Berlín, höfuðstöðvum flokksins,
sem liann var formaður í til 25 ára,
Kristilcgra demókrata (CDU).
„Pólitískir andstæðingar - og f
félagi við þá sumir fjölmiðl-
ar - reyndu að skapa mynd
af mér sem spilltum og
valdagírugum stjórnmála-
manni,“ sagði hann. „Það
var dreift yfirgengilegum
lygasögum um mig, með að-
ferðum sem ég hefði ekki
getað ímyndað mér að
óreyndu."
Þegar spurningin um
hverjir hefðu staðið að baki fjár-
framlögunum, sem hann hefur við-
urkennt að hafa tekið við og
geymd voru á ólöglegum leyni-
reikningum, var ítrekuð við hann í j
gær, gaf Kohl sama staðlaða svariðj
og hann hefur gefið allan tfmann
frá því hneykslið hófst - að hann :
hafi gefið gefendunum loforð um
að láta ekki uppi hverjir þeir væru
og þetta loforð brjóti hann ekki.
Kohl