Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 55^
MINNINGAR
+ Valdimar Jóns-
son, fyrrverandi
forstjóri, Engjaveg
10 í Mosfellsbæ,
fæddist í Reykjavík
3. mars 1927. Hann
andaðist á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
mánudaginn 20. nó-
vember 2000.
Foreldrar Vald-
imars voru Sigurð-
ur Jón Guðmun-
dsson forstjóri, f.
28.07.1893, d.
01.05.1977, og Jór-
unn Guðrún Guðnadóttir, f.
08.10.1895 d. 06.10.1981.
Systkini Valdimars: Helga, f.
06.04.1919, kvænt Einari Gísla-
syni, sem er nú látin. Guðni, f.
13.10.1920, d. 23.06.1995, var
giftur Halldóru Þorgilsdóttur.
Ingólfur, f. 23.12.1921,
d.22.06.1941. Sigurður Jón, f.
31.10.1923, d. 30.12.1923. Árni,
f.21.02.1925, kvæntur Sólveigu
Eggertz Pétursdótt-
ur. Sólveig, f.
03.08.1929, d.
04.08.1997, kvænt
Flemming Hólm.
Guðmundur, f.
21.01.1937. Uppeldis-
bróðir Valdimars er
Guðmundur Gíslason,
f. 12.07.1932.
Valdimar kvæntist
í september 1957
Rannveigu Sigurðs-
son, f. 29.5.1932, d.
28.6.1970. Rannveig
nam viðskipta- og
listfræði í London.
Hún starfaði m.a. við Danska
sendiráðið í Reykjavík og fyrir
Loftleiðir í Kaupmannahöfn. Hún
var dóttir Viggó Emils Sigurðs-
sonar, stórkaupmanns í Kaup-
mannahöfn, og Fríðu Larsen Sig-
urðsson húsmóður sem eru bæði
látin.
Valdimar var markaðs- og
sölustjóri í íjölskyldufyrirtæki
sínu Belgjagerðinni. Hann stofn-
aði Heildverslun Valdimars Jóns-
sonar ásamt eiginkonu sinni 1965
þar til hann seldi hana 1994 og
settist í helgan stein.
Börn Valdimars og Rannveigar
eru: Björn Valdimarsson verslun-
armaður, f. 08.01 1958, kvæntur
Hafdísi Aðalsteinsdóttur fulltrúa,
f. 01.06.1962. Börn þeirra eru tví-
burarnir Emil Steinar og Thelma
Björg, f. 25.03.1996. Michael
Valdimarsson flugmaður, f.
22.08.1961, kvæntur Guðrúnu
Ólöfu Jónsdóttur, ljósmóður og
hjúkrunarfræðingi, f. 22.01.1959.
Börn þeirra eru Þórunn Elísabet,
f. 10.10. 1991 og Daníel Hlynur,
f. 18.04.1993, stjúpsonur Ragnar
Tjörvi Baldursson, f. 08.06.1983.
Börn Valdimars frá því fyrir
hjónaband eru Þorleifur Barði
sagn- og fornleifafræðingur, f.
19.06.1950, búsettur í Noregi,
kvæntur Evu Övrelight Valdi-
marsson þroskaþjálfa. Börn
þeirra eru Snorri lögfræðinemi
og Fríða viðskiptafræðinemi.
Þorbjörg Valdimarsdóttir hönn-
uður, f. 17.09.1954. Uppeldisdótt-
ir til margra ára Elísabet Alba
Valdimarsdóttir f. 20. 09. 82.
Sálumessa fer fram í Marfuk-
irkju, Breiðholti, laugardaginn
25. nóvember kl 15.
VALDIMAR
JÓNSSON
Elsku pabbi minn, þegar ég kvaddi
þig um kvöldið, átti ég síður von að
við kvöddumst í síðasta sinn. Þarna
höfðum við setið og spjallað við séra
Dennis, þinrvgóða vin, og töluðum um
kirkjuna sem þér þótti svo vænt um
og Alfreð biskup sem hafði verið góð-
ur vinur þinn. Þessi dagur verður
mér ávallt kær.
Raunarganga þín hófst 1970 þegar
við kvöddum mömmu sem fór svo
snemma frá okkur og þann dag þegar
við fengum fréttina áttum við hvorn
annan að. Að takast á við okkur
bræðurna frá þeim degi var mikið
þrekvirki fyrir einstæðan faðir og
halda öllu saman eins og áður og
þetta gerðir þú pabbi minn þangað til
að þú slepptir af okkur hendinni. Allt
sem þú lifðir fyrir voru börnin,
tengdabörnin, afabömin og systkinin
þín, allir áttu sinn stað í hjarta þínu.
Vinarhópurinn þinn var stór framan
af en hann hefur líka horfið frá okkur.
Vinna og eljusemi var þitt aðalsmerki
alla ævi enda unnið frá 14 ára aldri.
Að setjast í helgan stein átti að vera
hvíldin frá hinu daglega amstri en
tíminn varð of stuttur og það er erfitt
að sæta sig við það.
Þegar þú varst fluttur á gjörgæsl-
una fékk ég sjokk. En innst inni taldi
ég mig sjá ljós í myrkrinu og ég
studdist við það ljós allan tíman uns
það slokknaði skyndilega síðasta
mánudag. Það að eiga góðan föður er
ekki öllum gefið en það sem þú gafst
mér er mér meira virði en allt gull
veraldar.
Ég veit að þú ert í góðum höndum
umvafinn öllum sem þér þótti svo
vænt um, mömmu, afa og ömmu og
systkinum þínum. Guð blesssi minn-
ingu þína.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mínverivörnínótt.
Æ.virztmigaðþértaka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson.)
Þinn sonur,
Björn Valdimarsson.
Pabbi minn er dáinn. Það er svo
óraunverulegt að missa pabba sinn
og lífið fyllist tómlæti á þessari
stundu. Samt er ég þakklátur fyrir
þann tíma sem við áttum saman. Við
áttum mikinn tíma saman. Pabbi ól
mig einn upp eftir að mamma dó og
við vorum bara lítil börn. Við fónim
að vera meira í kiingum pabba í vinn-
unni og fórum saman í viðskipta-
ferðalögin og pabbi var alla tíð minn
besti og nánasti félagi og áttum sam-
an flestar af mínum skemmtilegustu
stundum saman bæði heima og er-
lendis. Pabbi var alla tíð maður með
mikla reisn og það var gaman að vera
með honum sem mikill sjéntilmaður
sem hann var. Ekki vantaði húmor-
inn.
Pabbi var ekki nema 13 ára þegar
hann framfleytti tveimur bömum í
gegnum Rauða krossinn í Noregi
þegar það var hernumið af Þjóð-
verjum og það var bara byrjunin í
aðstoð sinni við aðra. Hann gaf mikið
af sér og hugsaði vel um þá sem
minna máttu sín. Pabbi gaf okkur öll
tækifæri sem hægt er að bjóða manni
og stuðning í hverju sem maður tók
sér fyrir hendur. Pabbi minn var
mikill gleðimaður og kunni að njóta
lífsins. Það er hægt að skrifa og
skrifa um svona yndislegan mann en
ég ætla að hætta hér. Elsku pabbi
minn.ég mun alltaf sakna þín og ég
elska þig ætíð.
Megi guð gæta þín.
Michael.
Elsku tengdapabbi minn. Það er
erfitt að færa í orð þær tilfinningar
og hugsanir sem bærast í bijósti
mínu á stundu sem þessari. Þegar þú
lagðist inn á sjúkrahúsið fyrir svo
skömmu grunaði engan að þú værir
svona mikið veikur. Þegar mér var
síðan tjáð það síðastliðinn mánudag
að þú ættir enga von setti mig hljóð-
an. Ég átti kost á því að sitja hjá þér
síðustu stundir ævi þinnar og er ég
þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri
til þess.
Mér er enn í fersku minni þegar ég
hitti þig fyrst, því að þú vildir skoða
mig mjög vel, því að þú vildir bara
það besta fyrir strákinn þinn, ég upp-
fyllti allar þínar kröfui- til þess.
Þú varst líka stoltur þegai’ strák-
urinn þinn gifti sig og þú varst hrók-
ur alls fagnaðar.
Þú hafðir þínai’ skoðanir og aðrir
höfðu sínar en alltaf voru allir sáttir í
lokin.
Þú varst líka rosalega stoltur þeg-
ar okkur Bjössa fæddust tvíburamir.
Og þú fylgdist mjög vel með þeim
þegar þú bjóst um tíma út í Bret-
landi. Og þegar þú komst aftur heim
komstu oft í heimsókn eða hringdir.
Það eru svo margar minningar
sem koma upp í hugann sem ég mun
alltaf geyma í hjarta mínu og mun ég
deila þeim með börnum mínum um
ókomna framtíð.
Þakka þér fyrir allt, elsku Valdi
minn. Ég veit að það verður tekið vel
á móti þér í nýjum heimkynnum og
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR ÁGÚST HELGASON,
Skólavegi 2,
Vestmannaeyjum,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 23. nóvember.
Ingibjörg Lovísa Guðjónsdóttir,
Páll Guðjón Ágústsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir,
Helga Guðbjörg Ágústsdóttir, Guðmundur Snædal Jónsson,
Hrönn Ágústsdóttir, Sigurður Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á liorni Bcrgstaðastrætis,
sínii 551 9090.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR JÓNSSON,
Engjavegi 10,
Mosfellsbæ,
andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi, mánudaginn 20. nóvember.
Sálumessa fer fram í Maríukirkju, Breiðholti, í
dag, laugardaginn 25. nóvember, kl. 15.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
ég veit að Rannveig tekur vel á móti
þér, líka systkini þín og foreldrar.
Hvíl í friði, elsku Valdi minn.
Hafdis Aðalsteins.
Bless elsku afi Valdi.
Núna ertu laus við allar þínar þján-
ingar og við vitum að núna mun þér
líða betm’ þegar þú hittir hana ömmu
Rannveigu og foreldra þína aftur.
Takk fyrir að vera okkur svona
góður afi.Við ætlum að passa pabba
vel fyrir þig.
Eg fel í forsjá þína
Guðfaðir,sálumína
Þvínúerkomin nótt
Um ljósið lát mig dreyma
Ogljúfaengilgeyma
Oll bömin þín, svo blundi rótt
(M.Joch.)
Guð geymi þig, elsku afi.
Emil Steinar og Thelma
Björg Björnsbörn.
Elsku afi okkar er dáinn og við er-
um mjög leið að hafa hann ekki leng-
ur.
Það var svo gott að hafa hann og við
vorum svo heppin að fá að eiga heima
með honum. Við sátum svo oft í fang-
inu á afa þegar við vorum að horfa á
barnatímann. Hann passaði okkur svo
oft. Hann var svo góður afi og við
söknum hans svo mikið. Við vildum að
hann væri ekki dáinn. Við vitum að afi
er núna hjá Rannveigu ömmu og er
ekki lengur veikur og líður betur.
Núna getur afi flogið um og hlaupið
um allt. Afi þarf ekki lengur að labba
með stafinn sinn og getur gert allt
sem sem hann gat ekki gert í öll þessi
ár. Við elskum þig, elsku afi minn, og
söknum þín. Megi Guð og englarnir
passa vel upp á þig.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíðiJesúsaðmérgáðu.
(Asmundur Eiríksson.)
Þórunn Elísabet og Daníel
Hlynur Michaelsböm.
Móðurbróðir minn, Valdimar Jóns-
son, er látinn, 73 ára að aldri. Hann
var þriðja yngsta barn afa míns og
ömmu, Sigurðar Jóns Guðmunds-
sonar og Jórunnar Guðrúnar Guðna-
dóttur.
Valdi, eins og hann var kallaður,
ólst upp í foreldrahúsum ásamt stór-
um systkinahópi. Ungan að árum
dreymdi hann um að gera flugmanns-
starf að ævistarfi sínu og dvaldi í Am-
eríku um skeið við flugnám, en vegna
sjóngalla gat þessi draumur hans ekki
ræst.
Eftir heimkomuna frá Ameríku hóf
hann störf við sölumennsku í Belgja-
gerðinni, fyrirtæki fjölskyldu hans.
Við þau störf vann hann uns fyrirtæk-
ið var selt. Við þau tímamót stofnsetti
hann eigið fyrirtæki, heildsölu, sem
hann starfrækti til loka starfsævi^
sinnar. Mér auðnaðist að vinna við
heildsölu hans um tveggja ára skeið
og var sá tími að mörgu leyti lær-
dómsríkur, þvi Valdi hafði mikla
reynslu af öllu er varðaði sölu-
mennsku og viðskipti. Samstarf okkar
var ávallt gott, þótt hann byrsti sig
stöku sinnum ef honum líkuðu ekki
vinnubrögðin.
Það var mikið áfall í lífi Valda þegar
kona hans, Rannveig Sigurðsson, ung
að árum, lést frá tveimur ungum son-
um þeirra. Það voru erfiðir tímar fyrir
Valda. En hann lét ekki sorgina yfir- ^
buga sig og með seiglu og dugnaði
kom hann sonum sínum til fulls
þroska.
Valdi hafði létta lund, var skemmti-
legur í viðræðum og aldrei nein logn-
molla í kringum hann. Hann var vinur
vina sinna og var hjálpsamur þeim
sem minna máttu sín.
Milli Valda og móður minnar, sem
lést fyrh’ þremur árum, var mjög
kært og reyndar milli allra systkina
þeirra. Nú að leiðarlokum vil ég
þakka þau góðu kynni sem ég hef haft
af frænda mínum.
Með þessum orðum kveð ég Valda
frænda.
Flemming Þór Hólm.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það •
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn frerhur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minning@-
mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
biitist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegi’i lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGMAR HJÁLMTÝR JÓNSSON,
lést þriðjudaginn 21. nóvember í Bergen,
Noregi.
Útförin auglýst siðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurður Már Sigmarsson, Margrét Ragna Kristínsdóttir,
Stefnir Örn Sigmarsson, Valdís Eyjólfsdóttir,
Sævar Þór Sigmarsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar og afi,
ÁSMUNDUR STEINAR JÓHANNSSON
lögfræðingur,
er látinn. $
Ólöf Snorradóttir,
Margrét Jóhannsdóttir,
Ásta Margrét Ásmundsdóttir,
Snorri Ásmundsson,
Jóhann Ásmundsson,
Ásmundur Ásmundsson,
Valur Ásmundsson
og fjölskyldur.