Morgunblaðið

Dato
  • forrige månednovember 2000næste måned
    mationtofr
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 57

Morgunblaðið - 25.11.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 57 Lífsins braut nú lokið er, líka margra von og yndi. Falla af augum sviðasár sorgarþrungin harmatár. Pað er bezti bautasteinn, betri en nokkur erfðasjóður, að hafa verið hjartahreinn, hugprúður og drengur góður. Nú er svifin sæl þín önd sólbjört heim í dýrðarlönd. (Guðbjörg Sigurðard.) Elsku tengdamamma, hvíldu í friði. Guð blessi þig. Þín tengdabörn. Elsku Anna mín. Mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Ég var lítil stúlka þegar fjölskyldur okkar kynntust. Þessar tvær fjöl- skyldur voru mjög nánar og var margt brallað saman í Eyrarlands- vegi 8. Stóð okkur Diddu og Adda- dætrum alltaf opið hús. Þangað var gott að koma og gæða sér á góðum kökum eftir ærslafulla leiki utan- dyra. Utilegurnar voru ófáar sem við förum saman í og var alltaf mikið fjör í kringum þær. Ég þakka þér allar þær stundir er ég fékk að njóta með þér. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér, blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer Drottinn elskar, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. en til liðléttingar þegar fram leið. í mínum huga var Maggi full- orðinn maður þótt hann hafí ekki verið nema hálfþrítugur þegar ég byrjaði að fylgja honum hvert fótmál. Mér þótti griðarstaður okkar í fjósinu þar sem gaman- semi hans og meðfætt umburðar- lyndi gagnvart börnum kom ekki síst fram. Eins og vera bar voru fyrstu virðingarstörfin að moka flórinn og reka kýrnar. Oftast fylgdi kún- um veturgamall bolakálfur en þeir voru notaðir til undaneldis í eitt ár áður en þeim var slátrað. Einn þeirra tók upp á því að ganga meira og minna öfugur á undan mér og þurfti ég því að vera með prik til að koma á granir tudda. Þegar ömmu varð þetta ljóst lagði hún að Magga að taka tudda úr kúahópnum enda þótt ég kynni ekki að hræðast bola. í það skipti sem endra nær fór Maggi að ráð- um ömmu - svo lítið bar á. Enn bý ég að því að hann treysti mér til hinna ýmsu verka. Níu ára gömlum kenndi hann mér á bíl, jeppann sem notaður var til flestra bústarfa. Afi vann að hey- skap eins og hann hafði tök á frá verzlunarstörfunum. Mest af hey- inu var flutt af túninu með því að draga sætin. Sló afi böndum á sætin og ég hjálpaði til og settist svo undir stýri þar sem afi ók aldrei bifreið. Maggi var svo sá sem erfiðið lenti á, að moka hey- inu í hlöðu meðan við fórum næstu ferð. Miklu ástfóstri tók Maggi við systrabörn sín sem mörg hver voru á heimilinu sumarlangt frá fyrstu tíð. Ekki var það bara að Maggi reyndist börnum sem hon- um voru nærri einstaklega vel. Foreldrum sínum var hann stoð og stytta og þegar elli kerling tók að sækja hart að ömmu hélt hann henni heimili svo lengi sem stætt var. Hún lést á tíræðisaldri á Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Elsku Óli, Binni, Hafdís, Óli Rafn, Ómar og fjölskyldur, megi al- góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Steinunn Ævarsdóttir. Mig langar að minnast Önnu með fáum orðum, hún var mér sem önnur móðir fjrrstu 12-13 árin mín. Ég og Óli Rafn sonur hennar vor- um bestu vinir. Alltaf passaði Anna uppá það að koma með bragga og massarínu heim úr Brauðgerð Kristjáns þar sem hún vann þá. Einnig pössuðu Anna og mamma alltaf uppá það að ég og Óli Rafn fengjum eins jólagjafir því að öll „systkin" fengu eins gjafir. Mig langar að þakka Önnu fyrir að fá að kynnast henni og fjölskyldu hennar og fyrir alla samveruna. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu...“ (Óþekkt- ur höfundur) Elsku Óli, Binni, Hafdís, Óli Rafn, Ómar Örn og fjölskyldur, ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð. Herdís (Hedda). Það er eins og gerst hafi í gær! Stólar, borð, sófar, allt á víð og dreif, Anna var að breyta! Þessu hafði ég aldrei kynnst áður, að heimili breytti um svip þrisvar til fjórum sinnum á ári. Það var góð tilfinning að vera nálægt Önnu, hún var hrein og bein, kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Mér er minnisstætt atvik fyrir fá- einum árum. Jólin voru í nánd, síminn hringir, Anna á línunni og vatt sér beint að efninu: Díana mín, ég var að hugsa um jólagjaf- irnar. Þetta er nú orðið dálítið erf- itt, barnabörnunum fjölgar, og auðvitað vil ég gera vel við þau, en einhvers staðar verður maður að setja mörkin! Samdist okkur um að nú skyldum við hætta að senda börnum hvor annarrar jólagjafir framvegis. Líður nú ár og enn nálgast jól. Birtist ekki stærðar- pakki frá henni. Ég stekk beint í símann og spyr hvað þetta eigi að þýða! Ekki stóð á svarinu: „Þetta eru bara nokkrir sokkar og vettl- ingar.“ Stóri kassinn var fullur af sokkum og vettlingum og dugði börnunum mínum í mörg ár. Þannig var hún, alltaf gefandi til vinstri og hægri. Ekki fæddist svo barn í fjölskyldunni að Anna sendi því ekki útprjónaða peysu og húfu, og er ég stolt af mínum peysum. Þær eru til geymslu fyrir barnabörn mín. Upp úr 1970 var ég svo lánsöm að búa um tíma hjá Önnu og manni hennar, Óla. Var sá tími mér mjög lærdómsríkur, hvernig hún vann verkin af stök- ustu ró, alltaf að. Ég sá hana sem unga glæsilega konu; búin að setja rúllur í hárið, lakka neglurnar, komin í stutta pilsið og maturinn tilbúinn á eldavélinni. Allt gerðist þetta eins og af sjálfu sér, en þetta er ekki öllum gefið og veit ég að partur af þessu öllu er líka maðurinn í lífi hennar, hann Óli. Sá tryggi og trúi, sem veitti henni öryggi og ást. Veit ég að síðustu mánuðir hafa reynst honum erfið- ir, sem og öllum öðrum í fjölskyld- unni. Það er varla hægt að segja við svona fólk að lífið haldi áfram, en svo er nú samt. Það er sárt til þess að hugsa að fá ei notið frek- ari samvista við Önnu, en fyrst svona fór vonum við að allt það góða sem hún var málsvari fyrir verði okkur hinum hvatning til betra lífs. Kæra fjölskylda, orð eru lítils megnug, en við skulum muna að maður er manns gaman, og jiannig vildi hún hafa það. Astarkveðjur til ykkar allra. Díana. sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir nokkurra mánaða legu. Það var eins og færi að fjara undan heilsu Magga þegar amma dó. Við bættist að um svipað leyti kom upp riða í sauðfénu. Varð það honum áfall að þurfa að fella bú- stofninn. Voru fáein stóðhross einu skepnunar sem nutu umhyggju hans eftir það auk nokkurra gæsa- unga yfir vetrartíma. Þannig var að starfsfólk sjúkrahússins tók að ugga um hóp af gæsaungum á túni sjúkrahússins sem ekki komu sér til heitari landa að hausti. Var þá snúið sér til Magga til að fóstra þessa málleysingja sem óstuddir hefðu ekki lifað af veturinn. Nú hefur Maggi verið leystur frá þrautum sem höfðu á fáum ár- um gert honum ókleift að annast um sig sjálfur. Var það honum erf- itt hlutskipti að yfirgefa heimili sitt, þurfa að fara á sjúkrahúsið og vera upp á aðra kominn. Þakklætið var hins vegar einlægt til þess góða fólks sem rétti honum hjálp- arhönd. Minningin um einstakan dreng og kæran frænda mun lifa. Már Karlsson. t Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS J. EYLAND, Munkaþverárstræti 16, Akureyri. Erna María Eyland, Tómas Ingi Þorgrímsson, Jóhann Gísli Eyland, Valrós Tryggvadóttir, Kristín Rósa Jóhannsdóttir. t Við þökkum öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, GUÐBJARGAR BIRKIS, áður Hátúni 8, Reyjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans Landakoti, deild L1. Regína Birkis, Sigurður Birkis. Okkar ástkæri, t SIGURÐUR HARALDSSON, Eiðsvallagötu 36, Akureyri, if>vbíi . ' er látinn. Sveinbjörg Pétursdóttir og fjölskylda. í-ifiulaie i '. ■ t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls elskulegrar eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR MARÍASDÓTTUR, Digranesvegi 16, Kópavogi. Sigurður Einarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN KRISTJÁNSSON fyrrv. vagnstjóri, Laufrima 4, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. nóvember, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. nóv- ember kl. 13.30 Hafdís Hannesdóttir, Ingimar Bragi Stefánsson, Inga Hrönn Stefánsdóttir, Hanna Sigríður Stefánsdóttir, Páll Skúlason, ísar Daði Pálsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓNSSON frá Asparvík, Hamraborg 14, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 27. nóvember kl. 13.30. Guðmunda S. Halldórsdóttir, Samúel Richter, Ólöf Svava Halldórsdóttir, Ágúst Árnason, Gísli Halldórsson, Ása Margrét Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, HREFNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 27. nóvember kl. 13.30. Gerður Sigurðardóttir, Skjöldur Sigurðsson, Inga Guðmundsdóttir og fjölskyldur. t Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR, áður bónda á Syðri-Grund í Svínadal, Hnitbjörgum, Blönduósi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Héraðssjúkrahússins á Blönduósi. Guðrún Sigurjónsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Einar Sigurðsson, Þorsteinn Guðmundsson, Sigrún Jónsdóttir, Sveinn H. Guðmundsson, Karin Roland, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 272. tölublað (25.11.2000)
https://timarit.is/issue/133524

Link til denne side: 57
https://timarit.is/page/1985462

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

272. tölublað (25.11.2000)

Handlinger: