Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 6^.
Ríkir lyfjaleynd í upp-
lýsingaþj óðfélaginu?
ÞAÐ ætti ekki að
hafa farið fram hjá
neinum að ísland hef-
ur breyst í upplýs-
ingaþjóðfélag á fáum
áratugum. Flestir
telja að greiðari að-
gangur almennings að
upplýsingum sé til
bóta en til eru þeir
sem sakna þeirra tíma
þegar embættismenn
og skriffinnar forsjár-
hyggjunnar fengu
óáreittir að hafa vit
fyrir fólki og skömmt-
uðu almúganum að-
eins „nauðsynlegustu
upplýsingar". Slíkir
kerfissinnar eiga erfitt með að fóta
sig í breyttu samfélagi og nota
jafnvel orð eins og „upplýsinga-
Gera verður þá kröfu
til þeirra sem um
lyfjamál fjalla, segir
Stefán S. Guðjónsson,
að þeir sýni ábyrgð og
skoði heildarmyndina
áður en sleggjudómar
eru felldir.
flóð“ eða „auglýsingaskrum“ um
það þegar fyrirtæki senda frá sér
skilaboð um framleiðslu sína.
Fortíðarþrá
Þegar lyfjamál eru annars vegar
virðast þessi sjónarmið fortíðar-
innar því miður enn vera í fullu
gildi hjá sumum stjórnmálamönn-
um og embættismönnum. Þetta
kemur t.d. skýrt fram í frásögn
Morgunblaðsins af nýafstöðnum
ársfundi Tryggingastofnunar ríkis-
ins. Svo virðist sem umræður á
fundinum hafi að hluta snúist um
leit heilbrigðisráðherra og emb-
ættismanna hans að allsherjar
blóraböggli vegna hækkandi lyfja-
kostnaðar ríkisins á undanförnum
árum. Virðist niðurstaða þeirra
hafa orðið sú að hækkunin sé lyfja-
innflytjendum og lyfjaframleiðend-
um að kenna.
Á fundinum varð heilbrigðisráð-
herra tíðrætt um sívaxandi notkun
nýrra lyfja, þ.á m. lyfja sem hún
vill tengja lífsstíl en aðrir tengja
sjálfsögðum mannréttindum. Ráð-
herra sagði að oft væri lítil eða
engin þörf fyrir þau heldur væri
notkuninni stýrt af markaðsöflun-
um.
Deildarstjóri hjá
Tryggingastofnun
upplýsti þar einnig að
fyrir hverja krónu
sem heilbrigðisyfir-
völd verji til upplýs-
inga um lyf, verji
lyfjafyrirtæki 300
krónum. Telur hann í
ljósi þessa að lyfjafyr-
irtækin hafi náð for-
skoti við að mata al-
menning í gegnum
fjölmiðla með sínum
upplýsingum. Deildar-
stjórinn segist vera
Stefán S. mjög áhyggjufullur
Guðjónsson yfir því að læknar fái
einnig flestar upplýs-
ingar sínar frá lyfjafyrirtækjum
þegar þeir bæði ættu að fá og
vildu fá óháðar upplýsingar.
Þarfar upplýsingar eða
auglýsingaskrum?
Ástæða er til að fagna opinberri
umræðu um lyfjamál en að sama
skapi verður að gera þá kröfu til
opinberra aðila, sem um þau fjalla,
að þeir sýni ábyrgð og skoði heild-
armyndina áður en sleggjudómar
eru felldir. Framangreind ummæli
heilbrigðisráðherra og embættis-
mannsins bera með sér að þeir
telji lyfjafyrirtækin í krafti fjár-
magns og auglýsingaskrums reyna
að dæla óþörfum lyfjum ofan í sak-
lausa sjúklinga. Ekki sé nóg með
að lyfjafyrirtækin hafi náð tangar-
haldi á óupplýstum almúganum
heldur standi læknarnir einnig
berskjaldaðir gagnvart flóði lyfja-
auglýsinga.
Kynningarstarf
nauðsynlegt
Málflutningur deildarstjórans
gefur jafnvel tilefni til að álykta að
hann telji upplýsingar eða auglýs-
ingar um lyf vera af hinu slæma.
Deildarstjóranum er þó sjálfsagt
öðrum fremur kunnugt um áhrifa-
mátt lyfja og hina miklu framþró-
un sem orðið hefur í lyflækningum
að undanfömu. Á sama hátt og ný
og betri tæki leysa hvarvetna eldri
gerðir af hólmi, koma nýjar og
betri tegundir lyfja á markaðinn.
Kynningarstarf lyfjafyrirtækja
miðast aðallega við að upplýsa
heilbrigðisstéttir um virkni nýrra
lyfja, innihald þeirra, aukaverkanir
o.s.frv. Lyfjafyrirtæki fara að
sjálfsögðu eftir þeim opinberu
reglum um kynningarstarf sem
þeim er gert að fara eftir.
Kynning á lyfseðilsskyldum lyfj-
um fer því eingöngu fram gagn-
vart læknum sem þurfa oft á dag
að taka ákvarðanir um hvort og í
hve miklum mæli eigi að nota um-
rædd lyf. Lyfjanefnd getur synjað
skráningu nýs lyfs ef talið er að
œlis þ a k kir
Kœru vinir.
Innilegar þakkirfœri ég öllum, sem glöddu mig
á áttrœðisafmœli mínu 19. nóvember sl. á Hótel
Geysi, Haukadal, Biskupstungum.
Sérstaklega fœrum við hjónin eigendum hótels-
ins þakkir fyrir greiðasemi þeirra í okkar garð,
svo og þjónustufólki fyrir framúrskarandi þjón-
ustu. Einnig þeim mörgu sem sendu blóm, gjafir
og skeyti. Blessun Guðsfylgi ykkur öllum.
Einnig þökkum við Skaparanum fyrir yndislegt
veður og gœfu.
Kveðja,
Guðmundur S. Sigurjónsson og
Inga S. Kristjánsdóttir,
Fagrabœ 1, Reykjavík.
það hafi ekki kosti umfram eldri
tegundir.
Er heilbrigðisstéttum
ekki treystandi?
Orð deildarstjórans eru eflaust
ekki illa meint, en þau mætti skilja
svo að læknar hefðu hvorki mennt-
un, reynslu né hæfileika til að
leggja faglegt mat á einstök lyf og
létu auglýsingaskrum hafa óæski-
leg áhrif á sig og villa sér sýn. Hér
er því óvarlega mælt og stutt í al-
varlegar aðdróttanir sem jaðra við
atvinnuróg.
Ekki verður fyllilega séð hvaða
tilgangi útlistun deildarstjórans
um eina krónu ríkisins á móti 300
krónum lyfjafyrirtækja átti að
þjóna. Var hann að leggja til að
ríkið hætti alfarið kynningu á lyfj-
um og sparaði með því nokkrar
krónur eða vill hann að lyfjafyrir-
tækin dragi úr sínu kynningar-
starfi? Ljóst er að hvor leiðin sem
farin yrði hefði í för með sér
skerðingu á þjónustu við sjúklinga.
Hins ber að geta að umræddur
samanburður dregur fram þá stað-
reynd að lyfjafyrirtækin sjá nær
alfarið um að veita nauðsynlegar
upplýsingar um einstök lyf á með-
an ríkið rækir ekki hlutverk sitt
sem skyldi.
Hvers vegna eru
ný lyf oft dýrari?
Heilbrigðisstarfsfólk kallar eftir
ýtarlegum upplýsingum um lyf og í
augum deildarstjórans virðist yfir-
sjón lyfjafyrirtækjanna vera sú að
veita þessar upplýsingar.
Vera má að notkun nýrra lyfja
sé Tryggingastofnun þyrnir í aug-
um vegna þess að þau eru í mörg-
um tilvikum dýrari en hin gömlu.
En hvers vegna eru þau dýrari?
Það er vegna þess að framleiðand-
inn þarf að ná inn öllum kostnaði
við þróun nýs lyfs á einkaleyfistím-
anum eða meðan það er enn nýtt.
Ekki má heldur gleyma því að
söluhagnaður af lyfjum fer að
drjúgum hluta til frekari framþró-
unar í lyflækningum og uppfinn-
inga nýrra lyfja.
Hvað gerðist ef lyfjafyrirtæki
drægju verulega úr kynningu á
nýjum lyfjum eða hættu því jafnvel
alveg? Þá drægi úr framþróun í
lyflækningum vegna þess að lækn-
ar fengju ekki stöðugt upplýsingar
um nýjungar og það gæti t.d. kom-
ið illa niður á þeim sem þurfa á
lyfjunum að halda. Því verður ekki
trúað að óreyndu að það sé fram-
tíðarsýn heilbrigðisráðherra eða
Tryggingastofnunar ríkisins.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar - FÍS.
Skýjum ofar
A ALÞINGI Islend-
inga lét Geir H.
Haarde fjármálaráð-
herra þau orð falla 20.
nóvember síðastliðinn
að kennarar þyrftu að
komast niður úr skýj-
unum ef takast ætti að
leysa launadeilu þeiiTa
og ríkisins. Það væri
alveg ljóst að engin
ríkisstjóm gæti gengið
að kröfum þeirra um
70% launahækkanir
miðað við tveggja ára
samningstíma.
Nú er það svo að ÁmiHeimir
þegar ég fæ laun og Jónsson
greiði af þeim skatta
er það alltaf í krónum en ekki pró-
sentum og þó krónan sé býsna
framlág nú um stundir kannast ég
ekki við að búið sé að taka upp
prósentu sem gjaldmiðil. Ég fór því
að kanna þessar kröfur nánar og
komst að því að mánaðarlaun bytj-
anda í framhaldsskóla eru 109.112
krónur og krafan hljóðar upp á að
þau verði orðin 190.000 krónur við
lok tveggja ára samningstíma. Þetta
er hækkun sem nemur 80.888 krón-
um á mánuði eða 74,13%.
Það er rétt að skoða þessar kröf-
ur í samhengi við úrskurð Kjara-
dóms frá 8. maí 1999, kosningadag-
inn, um laun æðstu fulltrúa hins
þrískipta ríkisvalds og nokkurra
æðstu embættismanna þjóðarinnar.
Kjaradómur úrskurðaði þá að laun
ráðherra, annarra en forsætisráð-
herra, skyldu vera 531.000 krónur á
mánuði að þingfararkaupi meðtöldu.
Fyrir úrskurð kjaradóms voru sam-
svarandi mánaðarlaun 410.000 krón-
ur. Mánaðarlaun ráðherra hækkuðu
á einum degi um 121.000 krónur eða
40.112 krónum meira en kennarar
gera kröfu um að loknum tveimur
árum.
49,6% meiri hækkun
til ráðherra
Þannig hækkuðu mánaðarlaun
ráðherra, líka Geirs H. Haarde, um
nær 50% meira í krónum talið en
kennarar gera kröfu um og ekki er
að sjá að hafi staðið í þeim að taka
við þessari hæklum né að þjóðar-
skútan hafi lent í umtalsverðum
háska þó svo að af orðum ráðherra
mætti draga þá ályktun að eftir svo
mikla hækkun væru menn staddir
skýjum ofar í sjálfu heiðhvolfinu. I
viðtali við Morgunblaðið 11. maí
1999 lýsti forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, því yfir að úrskurður
kjaradóms sé vel rökstuddur og að
hann teldi að hann myndi ekki valda
ólgu og deilum í þjóðfélaginu.
Það er fróðlegt að lesa umfjöllun
og rökstuðning kjaradóms og get ég
tekið undir margt sem þar er sagt
og heimfært upp á störl' okkar
kennara. Þar segir m.a. „Miklu
varðar að til þingmennsku og ráð-
herrastarfa veljist hið hæfasta fólk.
Vandlega verður að
gæta þess að launakjör
verði ekki fyrirfram
hindrim sem fæli þá
bestu og hæfustu frá
því að gefa sig að þess-
um mikilvægu störf-
um.“
í rökstuðningi
kjaradóms fyrir launa-
hækkun, m.a. til ráð-
herra, er víða að finna
samhljóm við rök okk-
ar kennara fyrir bætt-__,
um launum. Við höfum1
skýra samanburðar-
hópa þegar við setjum
fram okkar kröfur. Til
þeirra hópa líta nýút-
skrifaðir karlar og konur og sækja
þangað, ekki í kennslu. Það er von-
andi að fjármálaráðherra og aðrir
Kennarar
*
I rökstuðningi kjara-
dóms fyrir launahækk-
un, m.a. til ráðherra,
segir Arni Heimir
Jónsson, er víða að
fínna samhljóm við rök
okkar kennara fyrir
bættum launum.
ráðherrar fari að líta á sig sem ger-
endur frekar en áhorfendur að þess-
ari deilu. Langt er síðan bliku tók að
draga á loft af henni en því miður
skilja menn ekki alltaf það sem enl-
skrifað í skýin. Því rekur framhalds-
skólinn á reiðanum í miðju ofviðri
sem vel hefði mátt stýra hjá og ekki
er að sjá neinn kall í brúnni.
Höfundur er deildarsljóri
l liffræði í MR og formaður
sljórnar Vinnudeilusjóðs KÍ.
Pfl Kampavíns
Mi ela
glas
kr.1.530
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-16
VEIÐIMALASTOFNUN
Flskrækt og fiskeldi • Rannsóknir og ráögjöf
¥
Framtíð villtra laxastofna og fiskeldi á Islandi
Ráðstefna haldin af Veiðimálastofnun
í samvinnu við Landssamband veiðifélaga og Landssamband stangveiðimanna
í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi,
28. nóvember 2000.
12:30-13:00 Skráning.
13:00 -13:45 Conservation of Atlantic salmon
populations and possible genetic eífects of
aquaculture: Fred Allendorf, University
of Montana USA
13:45 - 14:30 Interactions between aquaculture and wild
salmon in Norway: Ian Flemming Norsk
Institutt for Naturforskning, Noregi.
14:30-15:00 Kaffihlé.
15:00-15:15 Ávarp landbúnaðarráðherra
Guðna Ágústssonar.
15:15 -15:45 Verðmæti stangveiði á íslandi:
Guðni Guðbergsson Veiðimálastolhun.
15:45 -16:15 Fjölbreytileiki íslenskra laxastofna. Þýðing
fyrir vemdun og nýtingu:
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Veiðimálastoínunar.
16:15 - 17:15 Pallborðsumræður: Stjómandi Stefán Jón
Hafstein.
17:50 Ráðstefauslit
Ráðstefaugjald 2.000 kr