Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 64
84 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 w---------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Húsönd í hættu HUSONDIN er ein af furðum íslenskrar náttúru. Þessi stíl- fagra önd er einn þeirra fáu fugla sem una við varpheim- kynni sín árið um kring, er staðfugl í orðsins þrengstu merkingu. Hún er upphaflega hingað komin úr annarri álfu, gagnstætt því sem títt ->er um flesta fuglana okkar, og veit enginn um tildrög þess. í frumheimkynnum sín- um verpir hún í holum trjábolum hátt frá jörðu og oftar en ekki hafa spætur og sveppir búið í haginn fyrir hana. Hún gerir sér aðeins að góðu frjósamt vatn með gnótt fæðudýra, og það ver hún með kjafti og klóm gagnvart öðrum fuglum vor og sumar. Þrátt f'yrir annálaða sérhagsmunasemi að þessu leyti er húsöndin stund- um með svo stóran ungahóp í eft- irdragi að ekki færri en átta mæð- ur hljóta að hafa lagt henni til afkvæmi sín. Ættfærsla þessara -,unga er þó aðeins á færi erfðavís- indanna, því mæðurnar ástunda það að verpa eggjum sínum hver í annarra hreiður. Sagt er að þessi fugl hafi þá spá- dómsgáfu að sjá fyrir votviðri. Hvort það er satt veit enginn. Hitt er víst að þegar rakt er í veðri um varptímann eiga endurnar það til að fara nokkrar saman í heimsókn á nærliggjandi sveitabæ með há- væru kvaki og vængjaþyt, tylla sér á burst eða mæni og hafa í frammi ; .látbragð sem getur fengið alvöru- ” gefnasta mann til að skella uppúr. Árni Einarsson Þær eiga hagsmuna að gæta þar heima því ábúendur hafa komið fyrir hreiðurkössum haganlega inn af vindauga á hlöðugafli eðg fjárhúsi. Endurn- ar smjúga inn og út um vindaugað, einatt dálítið stirðbusalegar því steinbyggð húsin eru vart þeirra heima- völlur. Þegar ungarn- ir skríða úr eggjunum mega þeir gjöra svo vel og stökkva út um vindaugað og niður á jörðina, fall sem getur numið tveimur mannhæðum eða meira. Þetta gera þessi kríli mögl- unarlaust undir brýnandi kvaki móðurinnar sem bíður óþreyjufull fyrir neðan. En varp á sér stað líka úti í hinni villtu náttúru. Þar eru þó engin tré sem standa undir nafni og þaðan af síður spætur til að höggva á þau göt. í eldbrunnu hrauni má þó jafnan finna urmul af holum og gjótum sem skýlt geta grænum eggjum og hvítum dún í þrjátíu daga og þrjátíu nætur. Það gefur augaleið að svo sér- kennilegum fugli hæfir aðeins sér- kennilegur staður til ábúðar. Mý- vatn og Laxá eru það vatnasvæði sem eitt getur talist þess verðugt í gervallri Evrópu að mati hús- andarinnar. Aðalheimkynnin eru þó í Klettafjöllum Norður-Amer- íku auk lítils stofns á Labrador. Að flestra hyggju er húsöndin ein- kennisvera Mývatns og Laxár og byggir jafnframt alla sína tilveru á þessum takmarkaða bletti. Það hefur stundum hvarflað að þeim sem þessar línur skrifar, að stofn- Lé r i 11 r LAUGARDAGUR Tveqqja tonna tjakkur í tösku Verð áður 5.900.- SKEIFUNN111 • SÍMI520 8000 • BÍLDSHÖFÐA 16 • SlMI 577 1300 • DALSHRAUN113 • SÍMI 555 1019 ®]Stillinq Í00 • DALSHRAUN113 • SÍMI 555 1019*^ Brúðhjón Allur borðbúiidður - Glæsileg gjdfavdra - Briiðlijónalistar 5^)g/f><^\<&.-, VERSLUNIN Laugavegi 52y s. 562 4244. Fuglalíf Ljóst er orðið, segir Arni Einarsson, að í óefni stefnir með ís- lenska húsandar- stofninn. inn sé e.t.v. hættulega staðbund- inn. Þegar þorri hans er í tveimur til þremur stórum hópum á efsta hluta Laxár eða nálægt vegi á Mývatni þarf ekki nema einum ol- íubílstjóra að fatast við stýrið og stofninn líður undir lok. Slíkan skaða væri hugsanlega unnt að bæta með innflutningi nýrra hús- anda frá Ameríku. En það er önn- ur þróun sem vekur meiri ugg í brjóstum þeirra sem fylgjast með húsandarstofninum. Allt frá því reglulegar talningar hófust á hús- öndum í Mývatnssveit hefur farið fækkandi í honum. Nú er svo kom- ið að fjöldi steggja er aðeins um 40% af því sem hann var við upp- haf rannsókna á sjöunda áratugn- um. Þessi fækkun er furðu jöfn og vísar á ógnvekjandi hátt á fram- haldið, þótt litlu sé hægt að spá um það að öðru leyti. Hið jafna og sígandi undanhald húsandarinnar er ólíkt fækkun t.d. duggandar á Mývatni, en stofn hennar hrundi svo að segja á stuttu árabili um 1970 og hefur ekki komist í fyrra horf síðan. Ástæða fækkunarinnar er ekki ljós, en langlíklegast er að hennar sé að leita í breyttum skil- yrðum til fæðuöflunar í vatnakerfi Mývatns og Laxár. Nýjar og rétt óbirtar rannsóknir benda einmitt til þess að afkoma húsandarunga sé háð ástandi vissra mýflugu- stofna sem ungunum nytjast á vatnsbotninum. Þá hefur okkur sem rannsakað hafa húsöndina orðið nokkuð starsýnt á sambæri- lega fækkun í bleikjustofninum í Mývatni, sem hófst um 1970 og Jóhann Óli Hilmarsson áreiðanlega stafar af versnandi lífsskilyrðum í vatninu. Meginmarkmið fuglarannsókna á Mývatni og Laxá hefur verið að fylgjast með stofnbreytingum og kanna orsakir þeirra. Þessar rann- sóknir gegna þó ekki síður hlut- verki viðvörunarkerfis. Þær gera okkur kleift að koma auga á þróun sem e.t.v. þarf að bregðast við. En þegar stofnbreytingar eru rann- sakaðar er oft þörf fyrir margra ára gagnasyrpur til að sjá megi glöggt hvert rekur. Ljóst er orðið að í óefni stefnir með íslenska húsandarstofninn. Vonandi á hún ekki eftir að hverfa okkur að fullu og öllu. Þar færi mikið náttúru- hnoss fyrir lítið. (línurit um þróun vatnafugla- stofna á Mývatni má nálgast á slóðinni: www. hi.is/HI/Stofn/My- vatn, einnig skal bent á nýútkom- inn válista Náttúrufræðistofnunar) Höfundur er vistfræðingur og starf- ar við Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn. Að briia kynslóðabilið A HATIÐLEGUM stundum er talað um börnin sem dýrustu eign okkar, það sem velferð þjóðarinnar í framtíðinni byggist á. En þegar kemur að því að raunhæfa þessi fögru orð, eru þarfir barnanna alls ekkert forgangsverkefni í okkar þjóðfélagi. Það vantar fjölskyldu- stefnu og að í allri lagasetningu, sem snertir fjölskylduna sé tekið mið af velferð barnanna. Það örlar þó á viðhorfsbreyting- um í seinni tíð og það sem gleðileg- ast er, í almennri umræðu er talað um að breytinga sé þörf. Nýleg löggjöf um að feður geti tekið fæð- ingarorlof og þannig fengið tæki- færi til að tengjast meira börnum sínum frá fæðingu, er mikið fram- faraspor. Rannsóknir sýna að börnum og ungmennum farnast best þegar tengslin við foreldrana eru traust og foreldrar eru farnir að skilja hve mikið er í húfi fyrir framtíð barnanna að þeir fylgist með áhugamálum og athöfnum þeirra, sýni þeim áhuga og hvetji þau til hollra og skapandi starfa. Margir foreldrar ætla sér tíma fyrir sam- verustundir með börnunum þrátt fyrir annríki og alltof langan vinnudag á íslandi. Þeir vita að það er lífsnauðsyn. Með áþreifanlegum hætti hefur stefnan undanfarin ár verið að að- greina kynslóðirnar, en sem betur fer er að skapast skilningur á því Pálína Jónsdóttir að ekki megi rjúfa samhengið í menningu þjóðarinnar. Eldri kynslóðinni ber skylda til að flytja tungutak, reynslu, þekkingu, gildismat og lífsvið- horf til afkomend- anna. Þótt breytingar hafi orðið hér á landi með ógnarhraða síð- ustu áratugina eru til verðmæti sem eru sí- gild. Lífsgildi, sem geta skapað festu og öryggi fyrir oft rót- lausa yngri kynslóð. „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja.“ Með þetta í huga hefur ýmislegt verið gert síðustu árin til að brúa bilið milli kynslóðanna. Ekki bara í orði heldur í verki með sameigin- legum verkefnum. Það hafa verið haldin tölvunámskeið, þar sem nemendur grunnskólans eru að kenna eldri borgurum á tölvur, ungir og aldnir hafa plantað saman trjám í reit sem þeir fengu í Hvammsvík og núna er í gangi verkefnið: Kynslóðir mætast, valið á dagskrá Reykjavíkur menningar- borgar. Uppskeruhátíð verður laugardaginn 25. nóv. og það verð- ur spennandi að heimsækja félags- miðstöðvar eldra fólks og kynnast því hvað hefur komið út úr sam- starfi kynslóðanna. Vonandi verður það upphaf að meiri samskiptum mismunandi ald- ursflokka, öllum til gagns og ánægju. Eg trúi að kynslóðabilið sé ekkert náttúrulögmál, heldur eru einhverjir að ákveða fyrir okk- ur hvernig við eigum að haga okk- Viðhorfsbreyting Við skulum halda áfram, segir Pálína Jónsddttir, að taka skref fyrir skref til að brúa kynslóðabilið. ur, klæða okkur, hvaða áhugamál við eigum að hafa og með hverjum við eigum að stunda þau. Allir eru settir á ákveðinn bás, inn í ákveð- inn ramma. Mig grunar að þessi rammi sé ekki endilega það sem viljum. Kannski langar yngri kynslóðina til að sitja í ró og næði og spjalla við fullorðna fólkið, en hefur látið telja sér trú um að það sé hall- ærislegt og eldri kynslóðin, sem í alvöru langar til að skilja hugar- heim unglinganna, er of hlédræg til að taka frumkvæðið að sam- skiptum og óttast að þeim verði hafnað. Ef þetta hugboð mitt er rétt, hversu mörgum góðum næðis- stundum höfum við þá fórnað að því að við héldum að ungingarnir kærðu sig ekki um þær og ungl- ingarnir héldu að við vildum vera í friði. Og svo er þetta kannski ein- tómur misskilningur. Það er kom- inn tími til að bæta úr því. Það eru teikn á lofti um viðhorfsbreytingu. Við skulum halda áfram að taka skref fyrir skref til að brúa kyn- slóðabilið og njóta þess að vera saman, ungir og aldnir. Höfundur er kennari og í stjórn FEB.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.