Morgunblaðið - 25.11.2000, Page 85
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 85-
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBÖND
Borgarleikhúsið sýnir Abigail heldur partí eftir Mike Leigh
Apar á
mannaveiðum
Frumkraftur
(Primal Force)
Spennumynil
★★
Leikstjóri: Nelson McCormick.
Handrit: Micheael Thoma.
Aðalhlutverk: Ron Pearlmal,
Mark Kiely. (90 mín.) Bandaríkin
1999. Sammyndbönd.
Bönnuð innan 16 ára.
FRANK Brody er vakinn upp af
óværum áfengisblundi af formanni
björgunarleiðangurs sem ætlað er að
hafa uppi á farþegum flugvélar sem
talið er að hafi brotlent á lítilli hita-
beltiseyju. Brody
er sá eini sem
þekkir til eyjunnar
og ógnvekjandi
leyndarmála er
hún hefur að
geyma sem tengj-
ast erfðafræðitil-
raunum með apa.
Til þess að gera
upp fortíðina og
takast á við martraðimar í eitt sinn
fyrir öll slæst hann með í för. Þegar á
eyna er komið áttar hann sig hins
vegar á að það hefði hann betur látið
ógert.
Þessi ágæti spennutryllir sækir
nokkuð í smiðju Eyju dr. Moreau,
sem endurgerð var ekki alls fyrir
löngu með hörmulegum árangri.
Þrátt fyrir marga annmarka sem
flestir eiga rætur að rekja til hins
þröngt skoma stakks sem sjón-
varpsmyndum sem þessari er jafnan
sniðinn þá virðast aðstandendur hafa
haft metnað til að gera vel úr því sem
úr var að moða. Ron Perlman er líka
það góður leikari að hann nær sem
betur fer að skyggja á slælega
frammistöðu meðleikaranna sem
flestir virðast hafa fengið vinnuna út
á allt aðrar forsendur en hann -
þ.e.a.s. útlitið.
Skarphéðinn Guðmundsson
Æskubærinn
Uppsprettan
(The Spring)
II r a m a
★
Leikstjóri: David Jackson. Handrit:
J.B. White. Aðalhlutverk: Kyle
MacLachlan, Alison Eastwood,
George Eeads, Joseph Cross. (90
mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999.
Myndin er bönnuð innan 12 ára.
ÞAÐ ERU margar myndir í dag
sem fjalla um óraunverulega para-
dís, „Tmman Show“, „Pleasantville“
°g „Gattaca“ em fábær dæmi um
þetta, en þessi mynd er langt frá því.
Ú tgangspunktur-
inn í söguþræðin-
um er að smábær í
Bandaríkjunum
hefur um langt
skeið falið upp-
sprettu sem heldur
bæjarbúunum ung-
um. Gallin er að
fólkið sem vill flytj-
ast úr bænum fær
það ekki. Þegar feðgamir Dennis og
Brian Conway (Kyle MacLachlan og
Joseph Cross) koma í bæinn er
óhægt að segja að leyndarmálið sé í
rnikilli hættu. Það er eiginlega ekk-
ert gott við þessa mynd, hún er leið-
inleg, illa leikin (Alison Eastwood
hræðileg að venju) og það myndast
aldrei nein spenna. Það er best að
halda sig sem lengst frá þessari upp-
sprettu.
Ottó Geir Borg
Besta jólagjöfin!
HRAÐLiaTRARSKÓLINN
P 565-9500 www.hradlestrarskolinn.is
Hægi fótbolta-
maðurinn
Já, fólk er skrýtið. Birgir Örn
Steinarsson kynntist því þegar honum
var boðið í partí hjá Abigail í Borgar-
leikhúsinu og rakst þar á fyrrverandi
fótboltakappann Tony, sem Olafur
Darri Olafsson gæðir lífi.
AÐ VIRÐIST vera mikið
áhersluefni leikstjórans,
leikarans og leiki-ita-
skáldsins Mikes Leighs
að leiða áhorfendur sína í gegnum
nakin leyndarmál og lygar manns-
eðlisins með verkum sínum. Með
því að framkalla afar gráar myndir
af hefðbundnu, en óhamingjusömu,
fólki í nútímasamfélagi sýnir hann
á áhrifaríkan hátt fram á hversu
kostnaðarsamt það getur nú verið
að yfirgefa drauma sína fyrir það
eitt að gleyma sér í baráttunni við
að koma sér sem best fyrir í lífinu.
En það er alltaf stutt í spaugið og
það sem gerir leikrit Leigh svo
skemmtileg er það að hann snertir
þær taugar í áhorfendunum sem
tengdar eru hversdagsleikanum.
Þegar þú hlærð að persónum Mik-
es Leighs ertu að miklu leyti að
hlæja að sjálfum þér.
Baráttan við einmanaleikann
Borgarleikhúsið sýnir um þessar
mundir leikritið .Abigail heldur
partí“ eftir Leigh í leikstjórn Hilm-
is Snæs Guðnasonar. Þar leikur
Ólafur Darri Ólafsson karlmennið
mikla Tony, fyrrverandi leikmann
fótboltaliðsins Crystal Palace,
mann sem virðist ekki ýkja flókinn,
mann sem er ekkert að flýta sér,
mann sem er með eina skemmti-
legustu líkamsburði sem blaðamað-
ur hefur séð lengi í leikhúsi og
mann sem er, eins og svo margar
persónur Leighs, í óhamingjusömu
hjónabandi.
„Við gefum okkur það reyndar
að hann sé svolítið undirförull,"
bætir Ólafur Dai-ri við. „Hann er
kannski að halda framhjá konunni
sinni, hefur a.m.k. áhuga á því.
Þegar maður hittir konuna hans
sér maður ástæðuna fyrir því.
Hann er einföld sál, og er eitthvað
svo varnalaus. Eins og þau eru
reyndar öll að miklu leyti. Þau eru
öll svo einmana."
Ólafur Darri og blaðamaður gátu
komið sér saman um það að ein-
manaleikinn væri einmitt tilfinning
sem margar persónur Leighs
neyðast til þess að glíma við.
Hann tekur í rauninni fólk og
hendir því út í djúpu laugina. Þetta
er bara eins og við öll erum. Þegar
við erum ung þráum við flest að
verða kvikmyndastjörnur eða
poppstjörnur en svo gerist eitthvað
á leiðinni sem verður til þess að við
verðum aldrei það sem okkur lang-
aði og það blundar alltaf í manni.
Við lendum kannski í vinnu sem
við erum ofboðslega óánægð í en
við vinnum út af því að samfélagið
segir við okkur að við eigum að
vinna. Við erum kannski í þessari
vinnu í 50 ár og erum þá kannski
búin að lifa lífi sem okkur langaði
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Darri og brosið aldrei fjarri.
aldrei að lifa. Mér finnst Mike
Leigh fjalla mikið um þetta. Þetta
er eins og fótboltinn hans Tonys,
af hverju hætti hann í honum? Við
fáum aldrei að vita það.“
Leyndarmál Ólafs Darra
Tony er ekki maður margra
orða. Hann spyr fárra spurninga
og í hans eigin svörum er yfirleitt
ekki að finna fleiri en þrjú orð.
Hann hreyfir sig eins og hann sé
fastur í endursýningum marka í
enska boltanum sem veldur því að
áhorfandinn fer að velta fyrir sér
hvernig þessi maður getur hugsan-
lega hafa verið atvinnumaður á sín-
um tíma. Að öllum líkindum lék þá
hann í vörninni, er það ekki? Ólaf-
ur Darri veit hið sanna en vill með
engu móti deila því með okkur.
„Það sem gerist þegar þú færð
svona leikrit þar sem eru bara eyð-
ur er að maður verður bara að búa
til. Maður verður bara að vita for-
söguna, ákveða hana sjálfur og...
ég vil ekki segja neinum hana!
Sama og með partíið sem hann
heimsækir, það gerist eitthvað þar.
Ég hef ekki sagt neinum af hinum
leikurunum hvað kom fyrir Tony
þar, þó svo að ég viti það. Af því að
ef ég geri það þá vita þau meira en
persónur þeirra eiga í rauninni að
vita.“
Þá er komið að hinu sérstæða
göngulagi Tonys. Það er nánast
þess virði að fara á þessa sýningu
fyrir það eitt að sjá manninn
hreyfa sig.
„Ég og Hilmir Snær leikstjóri
glímdum rosalega lengi við þennan
mann. Ég held að þetta göngulag
hafi komið á lokaæfingunni. Við
vorum búnir að prófa allt, að vera
hraður, ofsalega góður, erfiður, >-
vondur og bara allan skalann. Svo
bara small þetta. Ég fór að velta
því fyrir mér að ég sem leikari og
manneskja er alltaf á iði. Þess
vegna fannst mér gaman að búa til
manneskju sem er eins og skjald-
baka, ofsalega hæg. Sérstaklega í
ljósi þess að hann var áður fót-
boltamaður. Hið hæga vakti áhuga
minn sem leikara. Að leika í mikilli
ró, segja allt hægt, taka langan
tíma til að setjast niður. Persóna
hans býður svo upp á það, hún seg-
ir svo fátt. Mér fannst þessi leið '*•*
vera sú réttasta af þeim sem við
prófuðum, af því að ég er svo stór
maður. Það er svo skemmtilegt að
vera í öfgunum. Ég geri það af
mikilli nautn að vera þessi maður,
sem er svona sérstakur," segir Ól-
afur Darri afslappaður að lokum.
Meðleikarar Ólafs Darra í
Abigail heldur partí eru þau Harpa
Arnardóttir, Hjalti Rögnvaldsson,
Margrét Helga Jóhannsdóttir og
Sóley Elíasdóttir.
JÓLAM ARKAÐUR
;abúð
Böðvarsehf
Reykjavíkurvegi 66 Hafnarfirðir"\
fóímkratft, jóiadót, dót í skólno fyrír
jólasveina, spil, lelkföng, töskur í
leikskóíanri og skólann, leðurtöskur
og pennaveski.
Opnunartími til Jóla:
Virka daga 13-18
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 13-17