Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 92
/ <g)NCR Afgreiðslukerfi ^1—v 563 3000 4- www.ejs.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 6691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Gengi deCODE » hækkaði um 25,8% GENGI bréfa í deCODE, móðurfé- lagi Islenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 25,8% í gær á bandaríska Nasdaq-verðbréfamarkaðinum, en lokagengi var 17,06 Bandaríkjadollar- ar á miðvikudag og hækkaði gengið um 3,5 dollara. Markaðir voru lokaðir á fimmtudag, en viðskipti með bréf deCODE í gær voru fremur lítil, enda var markaðurinn opinn í stuttan tíma og skiptu 91.900 bréf um hendur í við- skiptum í gær. Nasdaq-vísitalan hækkaði um ^,41%, eða 149 stig, sem er mesta hækkun í rúma viku. Mörg af stórum fyrirtækjum hafa lækkað mikið á undanfómum vikum og telja fjár- málasérfræðingar að margir fjárfest- ar hafí verið að nota tækifærið til að ná í bréf á lágu gengi. Nasdaq vísi- talan hefur fallið um 29% frá árs- byrjun og um 42% frá því að hún var hæst í mars og velta menn því fyrir sér hvort botninum hafi verið náð, að því er fram kemur á viðskiptavef CNN. ^ --------------- Eimskip sendir afkomuviðvörun Milljarður hefur tapast vegna gengis- þróunar Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir í fullum gangi ÞAÐ hefur viðrað sérlega vel til útivinnu í allt haust, sem hefur ekki síst margvíslegar framkvæmdir í gangi. Ekki er útlit fyrir annað en vel viðri komið sér vel fyrir byggingariðnaðinn. Þar hefur mikil þensla verið og áfram til útivinnu, því spáð er hæglætisveðri um helgina. Tíðir þjófnaðir á skjávörpum og fartölvum að undanförnu Þaulskipulögð innbrot glæpaflokka í fyrirtæki EIMSKIP birti í gær afkomuviðvör- un, en lakari afkoma er fyrst og fremst rakin til umtalsverðs gengis- faps sem fyrirtækið mun að óbreyttu ’^erða fyrir á síðari hluta ársins vegna veikingar íslensku krónunnar. í óendurskoðuðu uppgjöri félagsins fyrir fyrstu tíu mánuði ársins var gengistap félagsins orðið um 1.000 milljónir króna í samanburði við um 300 milljónir króna um mitt ár. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, segir að afkomuvið- vörunin eigi ekki að koma mönnum á óvart. Þegar milliuppgjör Eimskips frá því í sumar sé skoðað megi sjá að gengisþróun hafi veruleg áhrif á af- komuna og síðan bætist við verðlags- hækkanir og neikvæð þróun á hluta- bréfamarkaði. Lokagengi bréfa Eimskips var 7,30 á fimmtudag en lækkaði í 7 í ~ gær, eða um 4%, en viðskipti með bréf félagsins námu liðlega 170 millj- ónum króna á Verðbréfaþingi ís- lands í gær. ■ Gengistapið/26 MITSUBISHI ÞJÓFNAÐUR á skjávörpum og öðrum tölvubúnaði hefur aukist mjög mikið undanfarið. Auk skjá- varpa er algengt að fartölvum og svokölluðum DVD-spilurum sé stolið. Þjófarnir eru bíræfnir og víla það ekki fyrir sér að stela tölvubúnaði af vinnustöðum um hábjartan dag. Þá virðast innbrot í fyrirtæki og stofnanir sem eiga slíkan búnað vera þaulskipulögð. Svo rammt kveður að þessu að starfsmenn fyrirtækja, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, ræða um að hálfgerður faraldur sé nú í gangi. Þá segja þeir að þjófarnir sérhæfi sig í að stela slíkum bún- aði og geri það jafnvel eftir pönt- un. Nægur markaður virðist vera fyrir þennan búnað hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík hefur verið tilkynnt um þjófnað á 28 skjávörp- um síðustu sex mánuði. Verðmæti þessa tölvubúnaðar hleypur á tug- um milljóna króna. Kanna aðstæður áður en þeir láta til skarar skríða Starfsmaður tölvuverslunar í Reykjavík þar sem tölvubúnaði var stolið sagði að hann hefði orðið var við að fyrir innbrotin hefðu snyrti- legir menn um tvítugt skoðað sig um í verslunni í fyrirtækinu án þess að veita vörum mikla athygli eða biðja um aðstoð afgreiðslu- fólks. Eftir á að hyggja hafi hegð- un þeirra bent til þess að þeir hafi verið að undirbúa innbrot. Þar hef- ur verið brotist tvisvar sinnum inn og gerð ein tilraun til innbrots. í öllum tilvikum höfðu menn um tvítugt skoðað sig um í versluninni áður en atvikin áttu sér stað. Margar atrennur gerðar Morgunblaðið ræddi í gær við framkvæmdastjóra fyrirtækis á Artúnshöfða en þaðan hefur verið stolið fartölvu auk þess sem ítrek- aðar tilraunir hafa verið gerðar til að stela skjávarpa sem er í fundar- herbergi. Framkvæmdastjórinn lýsti því hvernig tveir ungir og snyrtilegir menn um tvítugt komu í fyrirtækið í sumar og virtust vera að skoða sig um. Þegar þeir voru famir kom í ljós að fartölvu hafði verið stolið úr fundarher- berginu. Um 10 dögum síðar taldi starfsfólk að piltarnir hefðu komið aftur í heimsókn. Framkvæmda- stjórinn hafði þá samband við Securitas sem sér um vörslu fyrir- tækisins og benti þeim á að fylgj- ast sérstaklega með fyrirtækinu. Um nóttina var brotist inn en bíll frá Securitas var þá staddur skammt frá. Þegar starfsmaður Securitas kom að fyrirtækinu voru innbrotsþjófarnir á bak og burt en greinilegt var á ummerkjum að þeir höfðu reynt að losa um skjá- varpann í fundarherberginu. Fleiri tilraunir hafa verið gerðar. í einu tilvikanna var brotist inn um miðja nótt en þar sem framkvæmda- stjórinn hafði séð menn um tvítugt vera að skoða sig um í fyrirtækinu daginn áður ákvað hann að láta næturvörð vera þar um nóttina. Þegar brotist var inn um nóttina stökkti næturvörðurinn þjófunum á flótta. Framkvæmdastjórinn seg- ist nú íhuga að hætta að geyma fartölvur eða skjávarpa í fyrirtæk- inu um nætur og helgar. Hann segir innbrot í fyrirtæki á Ártúns- höfða afar algeng. Þar séu jafnvel allt að 15 innbrot framin á einni nóttu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.