Morgunblaðið - 25.11.2000, Qupperneq 92
/
<g)NCR
Afgreiðslukerfi ^1—v
563 3000 4- www.ejs.is
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 6691122, NETFANG: RITSTJmBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1
LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Gengi
deCODE
» hækkaði
um 25,8%
GENGI bréfa í deCODE, móðurfé-
lagi Islenskrar erfðagreiningar,
hækkaði um 25,8% í gær á bandaríska
Nasdaq-verðbréfamarkaðinum, en
lokagengi var 17,06 Bandaríkjadollar-
ar á miðvikudag og hækkaði gengið
um 3,5 dollara. Markaðir voru lokaðir
á fimmtudag, en viðskipti með bréf
deCODE í gær voru fremur lítil, enda
var markaðurinn opinn í stuttan tíma
og skiptu 91.900 bréf um hendur í við-
skiptum í gær.
Nasdaq-vísitalan hækkaði um
^,41%, eða 149 stig, sem er mesta
hækkun í rúma viku. Mörg af stórum
fyrirtækjum hafa lækkað mikið á
undanfómum vikum og telja fjár-
málasérfræðingar að margir fjárfest-
ar hafí verið að nota tækifærið til að
ná í bréf á lágu gengi. Nasdaq vísi-
talan hefur fallið um 29% frá árs-
byrjun og um 42% frá því að hún var
hæst í mars og velta menn því fyrir
sér hvort botninum hafi verið náð, að
því er fram kemur á viðskiptavef
CNN.
^ ---------------
Eimskip sendir
afkomuviðvörun
Milljarður
hefur tapast
vegna gengis-
þróunar
Morgunblaðið/RAX
Framkvæmdir í fullum gangi
ÞAÐ hefur viðrað sérlega vel til útivinnu í allt haust, sem hefur ekki síst margvíslegar framkvæmdir í gangi. Ekki er útlit fyrir annað en vel viðri
komið sér vel fyrir byggingariðnaðinn. Þar hefur mikil þensla verið og áfram til útivinnu, því spáð er hæglætisveðri um helgina.
Tíðir þjófnaðir á skjávörpum og fartölvum að undanförnu
Þaulskipulögð innbrot
glæpaflokka í fyrirtæki
EIMSKIP birti í gær afkomuviðvör-
un, en lakari afkoma er fyrst og
fremst rakin til umtalsverðs gengis-
faps sem fyrirtækið mun að óbreyttu
’^erða fyrir á síðari hluta ársins
vegna veikingar íslensku krónunnar.
í óendurskoðuðu uppgjöri félagsins
fyrir fyrstu tíu mánuði ársins var
gengistap félagsins orðið um 1.000
milljónir króna í samanburði við um
300 milljónir króna um mitt ár.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskips, segir að afkomuvið-
vörunin eigi ekki að koma mönnum á
óvart. Þegar milliuppgjör Eimskips
frá því í sumar sé skoðað megi sjá að
gengisþróun hafi veruleg áhrif á af-
komuna og síðan bætist við verðlags-
hækkanir og neikvæð þróun á hluta-
bréfamarkaði.
Lokagengi bréfa Eimskips var
7,30 á fimmtudag en lækkaði í 7 í
~ gær, eða um 4%, en viðskipti með
bréf félagsins námu liðlega 170 millj-
ónum króna á Verðbréfaþingi ís-
lands í gær.
■ Gengistapið/26
MITSUBISHI
ÞJÓFNAÐUR á skjávörpum og
öðrum tölvubúnaði hefur aukist
mjög mikið undanfarið. Auk skjá-
varpa er algengt að fartölvum og
svokölluðum DVD-spilurum sé
stolið. Þjófarnir eru bíræfnir og
víla það ekki fyrir sér að stela
tölvubúnaði af vinnustöðum um
hábjartan dag. Þá virðast innbrot í
fyrirtæki og stofnanir sem eiga
slíkan búnað vera þaulskipulögð.
Svo rammt kveður að þessu að
starfsmenn fyrirtækja, sem Morg-
unblaðið ræddi við í gær, ræða um
að hálfgerður faraldur sé nú í
gangi. Þá segja þeir að þjófarnir
sérhæfi sig í að stela slíkum bún-
aði og geri það jafnvel eftir pönt-
un. Nægur markaður virðist vera
fyrir þennan búnað hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Reykjavík hefur verið
tilkynnt um þjófnað á 28 skjávörp-
um síðustu sex mánuði. Verðmæti
þessa tölvubúnaðar hleypur á tug-
um milljóna króna.
Kanna aðstæður áður en
þeir láta til skarar skríða
Starfsmaður tölvuverslunar í
Reykjavík þar sem tölvubúnaði var
stolið sagði að hann hefði orðið var
við að fyrir innbrotin hefðu snyrti-
legir menn um tvítugt skoðað sig
um í verslunni í fyrirtækinu án
þess að veita vörum mikla athygli
eða biðja um aðstoð afgreiðslu-
fólks. Eftir á að hyggja hafi hegð-
un þeirra bent til þess að þeir hafi
verið að undirbúa innbrot. Þar hef-
ur verið brotist tvisvar sinnum inn
og gerð ein tilraun til innbrots. í
öllum tilvikum höfðu menn um
tvítugt skoðað sig um í versluninni
áður en atvikin áttu sér stað.
Margar
atrennur gerðar
Morgunblaðið ræddi í gær við
framkvæmdastjóra fyrirtækis á
Artúnshöfða en þaðan hefur verið
stolið fartölvu auk þess sem ítrek-
aðar tilraunir hafa verið gerðar til
að stela skjávarpa sem er í fundar-
herbergi. Framkvæmdastjórinn
lýsti því hvernig tveir ungir og
snyrtilegir menn um tvítugt komu
í fyrirtækið í sumar og virtust
vera að skoða sig um. Þegar þeir
voru famir kom í ljós að fartölvu
hafði verið stolið úr fundarher-
berginu. Um 10 dögum síðar taldi
starfsfólk að piltarnir hefðu komið
aftur í heimsókn. Framkvæmda-
stjórinn hafði þá samband við
Securitas sem sér um vörslu fyrir-
tækisins og benti þeim á að fylgj-
ast sérstaklega með fyrirtækinu.
Um nóttina var brotist inn en bíll
frá Securitas var þá staddur
skammt frá. Þegar starfsmaður
Securitas kom að fyrirtækinu voru
innbrotsþjófarnir á bak og burt en
greinilegt var á ummerkjum að
þeir höfðu reynt að losa um skjá-
varpann í fundarherberginu. Fleiri
tilraunir hafa verið gerðar. í einu
tilvikanna var brotist inn um miðja
nótt en þar sem framkvæmda-
stjórinn hafði séð menn um tvítugt
vera að skoða sig um í fyrirtækinu
daginn áður ákvað hann að láta
næturvörð vera þar um nóttina.
Þegar brotist var inn um nóttina
stökkti næturvörðurinn þjófunum
á flótta. Framkvæmdastjórinn seg-
ist nú íhuga að hætta að geyma
fartölvur eða skjávarpa í fyrirtæk-
inu um nætur og helgar. Hann
segir innbrot í fyrirtæki á Ártúns-
höfða afar algeng. Þar séu jafnvel
allt að 15 innbrot framin á einni
nóttu.