Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913
282. TBL. 88. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sígur á seinni hluta málaferla vegna bandarísku forsetakosninganna
Gore bindur enn vonir
við talninffu vafaatkvæða
Washington. AP, Reuters. ^ ^
Reuters
Séra Jesse Jackson ávarpar fjcildafund f Tallahassee í gær, þar sem sam-
an var komið fólk sem telur brögð hafa verið í tafli við framkvæmd for-
setakosninganna í Flórída, George W. Bush í hag. Lýsti Jackson því yfir
að blökkumönnum væri greinilega mismunað sem kjósendum f rfkinu.
LOGFRÆÐINGAR Als Gore, for-
setaefnis demókrata í Bandaríkjun-
um, báðu í gær Hæstarétt Flórída-
ríkis að líta framhjá því að yfirvöld í
ríkinu hefðu staðfest sigur repú-
blikanans George W. Bush í forseta-
kosningunum 7. nóvember sl., og
lögðu til að rétturinn fyrirskipaði að
tafarlaust yrði hafizt handa við að
telja þúsundir vafaatkvæða, í því
skyni að gera út um „úrslitaspum-
inguna“ hvor frambjóðendanna
hefði í raun fengið fleiri atkvæði.
Lögfræðingar Gore og Bush
lögðu í gær fram skriflegan mál-
flutning sinn í áfrýjunarmáli fyrir
Hæstarétti Flórída, en munnlegur
málflutningur fer fram í dag í þessu
máli sem gæti verið lokakaflinn í
togstreitunni um hvor frambjóðend-
anna fær hina 25 kjörmenn Flórída
og tryggir sér þar með tilskilinn
meirihluta á kjörfundi 18. desember.
Færð eru rök að því í skjalinu, að
undirréttardómarinn, sem á mánu-
dag hafnaði kröfu liðsmanna Gores
um talningu um 14.000 vafaatkvæða
úr sýslunum Miami Dade og Palm
Beach, hafi gert alvarleg lagaleg
mistök.
Lögmenn Bush héldu því hins
vegar fram, að Gore væri að fara
fram á að dómurinn breytti gildandi
kosningalöggjöf. Hvöttu þeir dóm-
ara Hæstaréttar til að hafna áfrýjun
liðsmanna Gores. Dómur undirrétt-
ar hefði verið vel rökstuddur. Sögðu
lögmenn Bush að hagsmunum al-
mennings væri ekki þjónað með því
að draga málaferlin frekar á lang-
inn.
Þeir fóru þess einnig á leit við
dóminn að taka fyrst fyrir mál það
sem Hæstiréttur Bandaríkjanna vís-
aði til baka til Hæstaréttar Flórída
á mánudaginn, en það snýst um
fyrri handtalningu atkvæða í vissum
kjördæmum Flórída sem minnkuðu
opinbert forskot Bush úr 930 at-
kvæðum í 537.
Þá stóðu í gær yfir tvenn mála-
ferli fyrir umdæmisdómstólum í
Seminole- og Martin-sýslum, sem
byggjast á kærum stuðningsmanna
Gores úr röðum kjósenda í þessum
kjördæmum. Vilja þeir að þúsundir
utankjörfundaratkvæða verði strik-
uð út á þeim forsendum að stuðn-
ingsmenn Bush hafi hagrætt þeim.
Flórídaþing kallað saman
Forsetar beggja deilda Flórída-
þings tilkynntu í gærkvöldi, að á
morgun, föstudag, yrði þingið kallað
saman sérstaklega til að ræða
möguleikann á að þingið, þar sem
repúblikanar eru í meirihluta, skip-
aði hina 25 kjörmenn ríkisins, ef
málaferli skyldu enn standa yfir
þegar frestur til að skipa kjörmenn-
ina rennur út hinn 12. desember.
Meðan á þessu öllu stóð hélt Bush
áfram undirbúningi valdatöku. Á
búgarði sínum í Texas tók hann á
móti Condoleezzu Rice, sem fastlega
er búizt við að verði ráðgjafi Bush í
þjóðaröryggismálum, flytji hann í
Hvíta húsið. Við þetta tætófæri tjáði
hann blaðamönnum, að alþjóðlegir
hryðjuverkamenn skyldu ekki halda
að óvissan um stjómarskiptin í
Washington yrði til þess að gera
þeim auðveldara fyrir að skaða
bandaríska hagsmuni.
■ Fimmtán þúsund atkvæði/30
Tyrknesk
sjónvarpsstöð
Utsending-
arbann fyr-
ir að sýna
Pokémon
Ankara. AFP.
TYRKNESK eftirlitsyfirvöld
ljósvakaútsendingarmála hafa
fyrirskipað einkareknu sjón-
varpsstöðinni ATV að gera
dagshlé á útsendingum í refs-
ingarskyni fyrir að hafa sent út
þátt úr japönsku teiknimynda-
þáttaröðinni um Pokémon-ver-
urnar. Frá þessu greindi Anat-
oka-fréttastofan í gær.
Eftirlitsráðið skýrði ákvörð-
un sína með því að vísa í skýrslu
frá heilbrigðisráðuneytinu, þar
sem fullyrt er að Pokémon-
þættirnir ýti undir ofbeldi með-
al barna. Þáttaröðin er í miklu
uppáhaldi meðal bama í Tyrk-
landi, eins og reyndar víðast
hvar í hinum vestræna heimi,
ekki sízt hér á íslandi.
í skýrslu tyrkneska heil-
brigðisráðuneytisins segir, að
þættirnir „láti börn venjast of-
beldi í andrúmslofti leiks,“ og
„ylli því að böm áttuðu sig verr
á muninum á réttu og röngu“.
Þá segir enn fremur, að bömin
yllu alvarlegu efnahagslegu
vandamáh með því að þrýsta á
foreldra að kaupa handa þeim
alls kyns vaming sem er til sölu
í tengslum við þáttaröðina.
Mikilvægur leiðtogafundur ESB hefst í Nice í dag
Togstreita Þjóðverja og
Frakka sögð erfíðust
Nice. AP, Reuters.
ÞEGAR leiðtogar Evrópusam-
bandsríkjanna fimmtán koma í dag
saman í frönsku Miðjarðarhafs-
strandarborginni Nice eiga þeir
nokkra erfiða sólarhringa fyrir
höndum. Þeir era undir miklum
þrýstingi ,að ná samkomulagi um
breytingar á innra skipulagi ESB
sem búa það í stakk til að taka inn
allt að þrettán ný aðildarríki á
næstu árum, flest fyrrverandi
kommúnistaríki í austanverðri álf-
unni.
Er útlit fyrir að meðal hinna
mörgu erfiðu úrlausnarefna, sem
fyrir fundinum liggja, muni það
reynast einna erfiðast að sætta
sjónarmið Frakka og Þjóðveija en
deila þessara tveggja „driffjaðra
Evrópusamrunans", um það hvemig
endurmeta skuli atkvæðavægi aðild-
arríkjanna eftir stækkun sambands-
ins, endurspeglar í hnotskum þá
baráttu sem ESB-ríkin há nú um
valdajafnvægið í Evrópu framtíðar-
innar.
Franski utanríkisráðherrann
Hubert Vedrine sagði í viðtali í gær
að það kæmi ekki til greina að
Þýzkaland hlyti meira atkvæðavægi
en önnur „stór“ ríki ESB þótt íbúar
Þýzkalands séu yfir 20 milljónum
fleiri en t.a.m. í Frakklandi. Þótt
þýzka ríkisstjórnin hafi ekki form-
lega krafizt þess, er hún fylgjandi
tillögum sem gera ráð fyrir að
Þýzkaland, sem fjölmennasta og
efnahagslega stærsta ESB-ríkið, fái
meira vægi en hin.
Þótt togstreitan milli Frakka og
Þjóðverja sé sennilega það atriði
sem víðtækt samkomulag um end-
urskoðun fyrirkomulags ákvarðana-
töku í sambandinu muni einna helzt
stranda á, er ekki síður óvist um
árangurshorfur í mörgum öðmm
deilumálum sem tekizt verður á um
í Nice.
Brezki forsætisráðherrann, Tony
Blair, hyggst standa fast á þeirri
kröfu, að Bretar haldi neitunarvaldi
á ýmsum málefnasviðum ESB-sam-
starfsins, þar sem þeir kæra sig
ekki um að verða skuldbundnir til
að taka upp neina evrópska löggjöf
sem þeir sjálfir vildu ekki styðja;
Spánverjar verjast öllum tilraunum
til að draga úr valdi þeirra yfir því
hvemig fé byggða- og þróunarsjóða
ESB sé varið; og loks má nefna að
smærri aðildarríkin em staðráðin í
að hvað sem ákveðið verði muni
ekki verða hvikað frá því að hvert
og eitt þeirra hafi sinn fulltrúa í
framkvæmdastjórn ESB - en það
hafa verið uppi tillögur um að þak
verði sett á fjölda fulltrúa í fram-
kvæmdastjórninni.
Schröder hvetur
til hugdirfsku
Um 15.000 lögreglumenn dreifðu
sér í gær um Nice í því skyni að
hafa stjóm á þeim allt að 60.000
mótmælendum sem búizt er við að
láti að sér kveða á meðan leiðtog-
amir hittast. Mótmælaaðgerðir
vom hafnar strax í gær en þær em
af ýmsum toga - gegn atvinnuleysi,
aðgerðaleysi í félagsmálum og óhóf-
legu frelsi í heimsviðskiptum, eða í
þágu málstaðar bænda, svo nokkur
málefni séu nefnd.
Ljóst er að vilja tU málamiðlana
er þörf ef leiðtogafundurinn á ekki
að verða árangurslítiU og hálfs árs
formennskutímabil Frakka þar með
endasleppt.
„Ég mun segja félögum mínum í
Nice: vemm hugdjarfir!" sagði Ger-
hard Schröder, kanzlari Þýzka-
lands, í Varsjá í gær, þar sem hann
var í opinberri heimsókn. „Við eig-
um að standa við okkar sögulegu
skyldu - að byggja upp einingu
Evrópu,“ sagði hann.
A1
Iransforseti gagnrýnir
harðlínumenn
ÍRANSKIR háskólastúdentar
fögnuðu orðum Mohammads
Khatami, hins hófsama forseta ír-
ans, er hann ávarpaði þá á ár-
legum stúdentadegi írans í gær.
Um 10.000 námsmenn Tarbiat-e-
Modarres-háskólans í Teheran,
karlar sem konur, voru mættir til
að hlýða á orð hans.
Khatami hvatti námsmennina
til þess að missa ekki trúna á
þeim umbótum sem hann ýtti úr
vör árið 1997 þegar hann var
þjóðkjörinn í embætti. Hann sagði
alrangt að íslam ætti ekki samleið
með lýðræði og sakaði harðlínu-
menn um að standa gegn umbót-
unum.
Harðlínumenn ráða lögum og
lofum í dómstólum landsins og
hafa siðan í vor stöðvað útgáfu 30
blaða, sem eru hlynnt Khatami, til
að reyna að draga úr miklum
stuðningi almennings við hann.
MORGUNBLAÐtÐ 7. OESEMBER 2000