Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Embætti ríkistoll-
stjóra lagft niður
VERÐI stjórnarfrumvarp sem lagt
var fyrir Alþingi í upphafí vikunnar
samþykkt verður embætti ríkistoll-
stjóra lagt niður frá og með næstu
áramótum. Verkefni ríkistollstjóra
ganga til fjármálaráðuneytis og til
embættis tollstjórans í Reykjavík.
Geir H. Haarde, fjármálaráð-
herra kynnti starfsmönnum þessar
breytingar á fundi á mánudag. Gert
er ráð fyrir að 23 starfsmenn rík-
istollstjóra fái önnur störf hjá tolla-
yfirvöldum eftir því sem tök eru á.
Geir segir að með breytingum
verði hægt að nýta það fjármagn
sem fer til tollgæslu betur en áður.
Með þessari hagræðingu megi efla
vissa þætti tollgæslu s.s. fíkniefna-
eftirlit.
Eftirlitshlutverk ríkistollstjóra
og yfirstjórn tollamála færist að
mestu yfir í fjármálaráðuneytið.
Önnur verkefni s.s. samræming
tollgæslu færast til tollstjórans í
Reykjavík sem þó fær ekki boðvald
yfir öðrum tollstjórum.
í athugasemdum við laga-
frumvarpið segir að breytingunum
á lögunum sé ætlað að efla toll-
gæslu og gera hana skilvirkari m.a.
með því að samnýta starfskrafta og
fækka stjómsýsluembættum.
Embætti ríkistollstjóra var
stofnað með tollalögum árið 1987
en tollstjórinn í Reykjavík veitti því
forstöðu til ársins 1990 þegar Sig-
urgeir A. Jónsson tók við embætti
ríkistollstjóra.
Morgunblaðið/Kristj án
Gagnvirkar aug-
lýsingar á mbl.is
FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins,
mbl.is, hefur hafið sölu og birtingu
á gagnvirkum auglýsingum á vefn-
um. Að sögn Hallgríms Jónassonar,
sölufulltrúa netauglýsinga, eru
auglýsingamar á svokölluðu flash-
formi. Núna er á vefnum auglýsing
frá Landsbankanurn um fjármála-
þjónustuna Vörðuna.
Hallgri'mur segir að netauglýs-
ingin byggi á broti sjónvar-
psauglýsingar um sama efni. Inni á
auglýsingunni er jafnframt hægt að
nálgast nánari upplýsingar um
Vörðuna án þess að nauðsynlegt sé
að fara inn á heimasíðu Landsbank-
ans. Kjósi menn hins vegar að skrá
sig í þjónustuna fara þeir inn á
heimasíðuna.
Hallgrimur segir að þetta sé
fyrsta gagnvirka auglýsingin á
mbl.is. Hann segir að auglýsingar
af þessu tagi gefi auglýsendum
aukin sóknarfæri því þeir nýti sér
miðilinn betur með því að bjóða upp
á gagnvirkar auglýsingar. Auglýs-
endum er boðið upp á tvenns konar
gjald. Annars vegar fyrir borða
með fastri staðsetningu og hins
vegar fyrir beinar heimsóknir.
Úkraínumönnum
synjað um hæli
ÞRÍR Ukraínumenn fóru af landi
brott í gær en þeim hafði verið sypjað
um hæli hér á landi þar sem Útlend-
ingaeftirlitið taldi þá ekki uppfylla
skilyrði Genfar-sáttmálans frá 1951'
um réttarstöðu pólitískra flótta-
manna. Einn mannanna kærði úr-
skurðinn til dómsmálaráðuneytið sem
staðfesti hann. Mennimir komu til
landsins með Norrænu hinn 20. júlí sl.
og gáfu sig fram við Útlendingaeftir-
litið daginn eftir. Georg Kr. Lárus-
son, forstjóri Útlendingaeftirlitsins,
segir mennina hafa verið með lett-
nesk vegabréf en Lettlendingar þurfa
ekki vegabréfsáritun hingað til lands.
Hólmfríður Gísladóttii-, deildar-
stjóri hjá Rauða kross Islands, segir
að Úkraínumennii'nir hefðu beðið
þess með óþreyju að komast úr landi
þegar ljóst var að þeim yrði synjað
um hæli. Þeir hafi því verið mjög sátt-
ir við að fara af landi brott í gærmorg-
un enda búnir að bíða þess frá því í
ágúst að komast heim. Tafir á brott-
för mannanna voru vegna þess hve
langan tíma tók að útvega lögleg
ferðaskilríki. „Það sem er sorglegt við
þetta er að það eru glæpaklíkur sem
selja mönnum fölsuð vegabréf og nýja
framtíð í einhverju öðru landi,“ segir
Hólmfríður. „Ef þessir menn hefðu
komið hér með atvinnu- og dvalarleyfi
hefði þetta getað gengið hjá þeim.“
Túnþökur lagðar
í desember
Guðmundur Magnússon, formaður Veiðifélags Leirvogsár
Mengun frá byggð
ógnar lífríki árinnar
ÞÖKULAGNING telst ekki meðal
hefðbundinna verkefna á aðventu,
en strákarnir hjá Túnþökusölu
Kristins voru engu að síður í óða
önn að leggja þökur á Eyrar-
landsholti á Akureyri í gærdag.
Þar er nú verið að leggja loka-
hönd á frágang utandyra við hús-
næði Búseta, við Holtateig. íbúum
verða afhentar nýjar íbúðir þar í
næstu viku og því eins gott að
hafa hraðar hendur. Við afhend-
ingu íbúðanna nær Búseti á Akur-
eyri þeim áfanga að afhenda
fimmtugustu íbúðina sína í bæn-
um.
MENGUN frá byggð ógnar lífríki
Leirvogs og Leirvogsár að sögn
Guðmundar Magnússonar, for-
manns Veiðifélags Leirvogsár.
Hann segir að frárennslismál séu í
ólestri og óttast að Leirvogsá hljóti
sömu örlög og Elliðaárnar ef ekkert
verði aðhafst. Þá segir hann að
vargfugl, sem sæki í urðunarstöðina
í Álfsnesi, drepi fjölmörg laxaseiði á
niðurgöngutíma þeirra á vorin.
„Við erum að berjast við það að
halda lífi hérna í Leirvogsá - Elliða-
árnar eru nú farnar og við vitum nú
líklega afhverju það er,“ sagði Guð-
mundur og vísar til umræðunnar
um áhrif mengunar frá byggð á líf-
ríki Elliðaáa. „Við setjum um 7.500
gönguseiði í Leirvogsá á hverju ein-
asta sumri til viðbótar því sem er í
ánni, en við verðum að láta menn
fylgja seiðunum út á vorin vegna
þess að mávurinn sækir í þau. Þau
sem lifa koma væntanlega aftur í
ána næsta sumar, en þau sem kom-
ast ekki í gegnum mávagerið koma
náttúrlega ekki aftur.“
í Morgunblaðinu í gær á miðviku-
dag kom fram að úrgangur frá
hreinsistöðinni í Ánanaustum í
Reykjavík væri fluttur vikulega til
urðunar upp í Álfsnes, en Guð-
mundur sagði að það væri ekki það
eina. Hann sagði að allt frárennsli
frá Mosfellsbæ, sem væri 6.000
manna byggð, færi í Leirvoginn og
mengaði hann og að það sem eftir
sæti í rotþrónum væri sogað upp í
tanka og urðað í Álfsnesi.
„Þannig að það er nú meira en
eitthvað smávegis úr einhverri stöð
við Ánanaust sem er urðað í Álfs-
nesi. Ef byggðin heldur áfram að
stækka í Mosfellsbæ og bæjaryfir-
völd ganga ekki frá sinum frá-
rennslismálum þá er lífríki Leir-
vogs og Leirvogsár í mikilli hættu.
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og
Reykjavík verða að taka höndum
saman um að reyna aðkomaþessu í
lag.“
Guðmundur sagði að vargfuglinn
væri einnig hættulegur lífríki árinn-
ar.
„Við bundum miklar vonir við það
þegar okkur var sagt að það ætti að
bagga allt sorp og urða daglega en
nú sé ég böggunarstæðurnar blasá
við. Meðan sorphaugarnir eru opnir
verður ekki hægt að útrýma þess-
um vargfugli, því ef hann hefur ekki
nóg að éta hérna í ósnum þá fer
hann bara í Álfsnes.“
Guðmundur sagði að það væri
ekki rétt sem Sigurður Skarphéð-
insson gatnamálastjóri hefði sagt í
Morgunblaðinu að mávarnir væru
helst til vandræða í ágúst og sept-
ember. Hann sagði að þeir væru
þarna í stórum hópum allt árið um
kring og því þyrfti að fá meindýra-
eyði Reykjavíkurborgar öðru hvoru
til að skjóta vargfuglinn við annan
mann. Hann tók sem dæmi að árið
1996 frá 20. maí til 8. júlí hefðu 643
fuglar verið skotnir. Þá sagði hann
að á tveimur dögum í séptember á
síðasta ári hefðu 366 fuglar verið
skotnir.
Guðmundur sagðist hafa sent
Samfökum. sveitarfélagá á höfuð-
borgarsvæðinu bréf árið 1997 þar
sem hann hefði farið fram á fjár-
hagsaðstoð við að skjóta fuglinn en
fengið neikvætt svar. Hann sagðist
á sínum tíma hafa viljað fara með
gröfu niður í fjöru til að dýpka ána,
til þess að seiðin gætu varið sig bet-
ur gegn vargfuglinum. En þar sem
Leirvogur væri á náttúruminjaskrá
hefði hann sent Náttúruverndar-
ráði erindi árið 1996 vegna þessa,
en aldrei fengið neitt svar.