Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hagfræðistofnun Háskóla Islands birtir kynslóðareikninga áranna 1994-1998
Stjómvöld hafa rekið „kyn-
slóðavæna“ efnahagsstefnu
Hrein skattbyrði núiifandi kynslóða
20
15
10
5
0
á verðlagi ársins 1998
milljónir kr.
1994-96
cki.dtl 1
10
1
IL
65 70 75 80 85 90
0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60
Aldur
1998-----1 -5
1997-
-10
1
SKATTBYRÐI núlifandi ogframtíð-
arkynslóða íslendinga léttist stöðugt
á árunum 1994 til 1998, samkvæmt
svonefndum kynslóðareikningum
sem Hagíræðistofnun Háskóla Is-
lands hefur gert.
Stofnunin birti skýrslu sína um
kynslóðareikningana í gær en þeir
sýna hvemig skattgreiðslur núlifandi
kynslóða og endurgreiðslur frá hinu
opinbera dreifast á einstaklinga eftir
aldri þeirra og kyni. Með þessum út-
reikningum er einnig lagt mat á
skattbyrði framtíðarkynslóða íslend-
inga.
Hagur framtíðarkynslóða
batnaði á tímabilinu 1994-98
Meðal þess sem bent er á í skýrsl-
unni er að svokallaður ójafnvægis-
stuðull hafi verið að lækka á um-
ræddu tímabili, en hann gefur til
kynna hversu mörg prósent skatt-
byrði núlifandi kynslóða þarf að
þyngjast til að verða jöfn skattbyrði
framtíðarkynslóða. Ljóst sé því að
hagur framtíðarkynslóða haíi vænk-
ast á tímabilinu 1994 til 1998. Er
ástæðan fyrir minnkandi ójafnvægi
að hluta rakin til þess að undanfarin
ár hafi verið mikil uppsveifla í ís-
lensku efnahagslífi.
Einnig er á það bent að þegar litið
sé á svokallaða kerfisafkomu, þ.e. af-
komu ríkissjóðs eftir að leiðrétt hef-
ur verið íyrir hagsveiflunni, virðist
sem raunverulegur viðsnúningur
hafi orðið á rekstri ríkissjóðs á und-
anförnum árum.
„Undanfarin ár hafa verið hag-
felld, ríkissjóður hefur verið rekinn
með afgangi frá árinu 1998 og ríkið
hefur greitt niður lán. Stjórnvöld
hafa í krafti góðs efnahagsástands
rekið „kynslóðavæna“ efnahags-
stefnu. Fremur en að nota tekjuaf-
gang til að auka útgjöld til hinna
ýmsu málaflokka hafa þau greitt nið-
ur lán, en slík stefna er mjög í þágu
komandi kynslóða. Þetta kemur fram
í því að ójafnvægið milli núlifandi
kynslóða og framtíðarinnar hefur
minnkað. Ef litið er til framtíðar er
hins vegar ekki trúlegt að núverandi
ástand efnahagsmála sé viðvarandi.
Mun líklegra er að á tímabilinu sem
er til skoðunar sé hagkerfið nánast á
toppi hagsveiflunnar. Ef efnahags-
ástandið versnar til muna frá þvi sem
nú er er ólíklegt að stjómvöld geti
haldið núverandi stefnu sinni til
streitu,“ segir í skýrslunni.
Kynslóðareikningamir eru byggð-
ir á ákveðnum forsendum, m.a. nú-
virðingu á greiðslu- og útgjalda-
straumum og á ákveðnum
forsendum, s.s. um 1,5% hagvöxt, og
á tiltekinni spá um mannfjöldaþróun
í framtíðinni.
Er þetta í þriðja skipti sem Hag-
fræðistofnun birtir slíka útreikninga.
I skýrslunni er m.a. sýnd dreifing
skattbyrði núlifandi kynslóða á aldr-
inum 0 til 90 ára miðað við meðaltal
áranna 1994-1996, 1997 og 1998. í
ljós kemur að yngri kynslóðir greiða
meira til hins opinbera en þær fá til
baka yfir ævina en eldri kynslóðir fá
meira til baka en þær greiða, skv.
ákveðnum forsendum sem útreikn-
ingamir eru byggðir á.
Einnig kemur fram í niðurstöðum
að skattbyrði yngri kynslóða jókst
umtalsvert milli 1997 og 1998 á sama
tíma og skattbyrði hinna eldri
breyttist sáralítið.
Niðurstöðumar sýna einnig að
skattbyrði karla er þyngri en skatt-
byrði kvenna og jókst munurinn milli
áranna 1994 og 1998. Er megin-
ástæðan sú að þrátt fyrir að greiðslur
kvenna í tekjuskatt hafi hækkað
hlutfallslega meira en tekjuskatts-
greiðslur karla, þá er hækkunin í
krónum talið mun meiri hjá körlum.
Kynslóðareikningarnir sýna einn-
ig hversu mikið þyrfti að auka tekjur
hins opinbera eða lækka framlög til
að ná jafnvægi á milli núlifandi og
komandi kynslóða.
Kemur t.d. í ljós að árlegar heild-
artekjur hins opinbera af tekjuskatti
og útsvari þyrftu að hækka um 29%,
eða um tæplega 17,2 milljarða kr.,
eða að lækka þyrfti útgjöld t.d. til
fræðslumála um 69% eða til heil-
brigðismála um 48% til að ná jafn-
vægi á milli skattbyrði núlifandi
kynslóða og framtíðarkynslóða ís-
lendinga.
Lúkning skulda dugar ekki til
að nájafnvægi milli kynslóða
Sérfræðingar Hagfræðistofnunar
leggja einnig mat á það í skýrslunni
hvaða áhrif það hefði fyrir niður-
stöður kynslóðareikninganna ef ríki
og sveitarfélög greiddu upp skuldir
sínar og væru skuldlaus. í ljós kemur
að þrátt fyrir að skattbyrði framtíð-
arkynslóðanna lækki töluvert þá
dugar lúkning opinberra skulda ekki
ein og sér til að tryggja jafnvægi á
milli kynslóðanna.
„Af framansögðu má sjá að ýmsar
leiðir koma til álita til að draga úr
ójafnvægi kynslóðanna og einnig
væri hægt að framkvæma sambland
af aðgerðunum. Rétt er þó að taka
fram að þetta eru einungis vísbend-
ingar, því ekki eru tekin önnur áhrif
sem breytingarnar kunna að valda.
Einnig gefa kynslóðareikningar sér
ýmsar einfaldandi forsendur. Af
þessum sökum verður að taka niður-
stöðum reikninganna með ákveðnum
fyrirvara og ekki nota þá til
stefnumarkandi ákvörðunartöku,"
segir í skýrslunni.
Segir íbiia í Álandi hafa orðið fyrir áreiti frá vegfarendum
Gatan lokuð
næstu mánuði
Gullsmiðir
merktir
með brons-
skildi
GULLSMIÐIR í Félagi íslenskra
gullsmiða hafa látið steypa brons-
skjöld með merki félagsins sem not-
aður verður til að merkja verslanir
og verkstæði félagsmanna.
Halla Bogadóttir formaður Fé-
lags íslenskra gullsmiða segir
markmiðið vera að vekja athygli á
þeirri þjónustu og ábyrgð sem felst
í því að versla hjá íslenskum
gullsmiðum. „Það er svo mikill inn-
flutningur á skartgripum og marg-
ir að selja skartgripi að við vildum
merkja hvar faglærða gullsmiði
LAGASTOFNUN Háskóla íslands
hefur ekki getað tekið að sér verk-
efni í meira en ár og hefur þurft að
endursenda beiðnir um álitsgerðir
þar sem prófessorar fá ekki greitt
fyrir yfirvinnu umfram tiltekið
hámark vegna úrskurðar kjaran-
efndar um launakjör prófessora.
„Við megum ekki vinna neina yfir-
vinnu sem heitið getur,“ segir Sig-
urður Líndal lagaprófessor. „Þetta
hefur leitt til þess að prófessorar
geta ekki tekið að sér verkefni.
Margir eru það nálægt toppnum að
þeir geta ekki unnið aukavinnu á
vegum Háskólans, því þá fá þeir
hana ekki borgaða."
Lagastofnun hefur unnið ýmsar
álitsgerðir á umliðnum árum en
nokkrar beiðnir um lögfræðiálit
liggja nú óafgreiddar hjá stofnun-
inni.
Að sögn Guðrúnar Zoéga, for-
manns kjaranefndar, fá prófessorar
Bronsskjöldurinn með merki
Félags íslenskra gullsmiða verð-
ur framan á verslun og verk-
stæðum félagsmanna.
væri að finna,“ segir Halla.
Hún bætir við að talsvert sé um
að fólk kaupi skartgripi erlendis.
Oft á tíðum reynist um gallaða eða
jafnvel svikna vöru að ræða.
laun skv. röðun í fimm launaflokka,
sem byggist á mati á „afköstum og
árangri í ,starfi“. „Mánaðarlaunin
eru mismunandi en þar að auki er
greidd föst yfirvinna, sem fer
hækkandi eftir því sem prófessor-
arnir eru hærra launaðir. Því til
viðbótar geta þeir fengið laun fyrir
breytilega yfirvinnu og hún er mest
í lægstu launaflokkunum og fer nið-
ur í ekki neitt í þeim efsta,“ segir
hún.
„Prófessor sem kominn er í
hæsta launaflokk fær því ekki
greitt sérstaklega fyrir að vinna
álitsgerðir fyrir Lagastofnun enda
fær hann fastar yfirvinnugreiðslur
sem eiga að fela í sér greiðslur fyrir
alla yfírvinnu sem unnin er á vegum
lagadeildar,“ sagði hún.
Aðspurð sagði Guðrún líklegt að
þetta yrði meðal þeirra atriða sem
kæmu til skoðunar ar næst þegar
laun prófessora verða ákveðin.
HRAFNHILDUR Sigurðardóttir,
íbúi í Álandi, sem hefur verið í for-
svari íyrir íbúa í götunni og Akralandi
sem hafa viljað loka íyrir almennan
gegnumakstur um Aland í átt að
sjúkrahúsi Landsspítala - háskóla-
sjúkrahúss, kveðst telja óvíst að gat-
an verði opnuð fyrir umferð þrátt fyr-
ir úrskurð úrskurðamefndar. Ami
Þór Sigurðsson, formaðui- skipulags-
og bygginganefndar, segir að sú
ákvörðun standi óröskuð að loka göt-
unni til eins árs þrátt fyrir úrskurð-
inns en tilrauninni ljúki í mars nk.
Urskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála hefur fellt úr gildi
ákvörðun skipulags- og umferðar-
nefndar Reykjavqkur frá 24. janúar
2000 um breytingu í deiliskipulagi í
Fossvogi vegna umferðartakmarkana
um Aland. I úrskurðinum kemur
fram að það sé hvorki á valdsviði
úrskurðamefndarinnar að fjalla um
þá ákvörðun borgaryfirvalda að leita
heimildar lögreglustjóra til þess að
loka umferð um Áland með tilvísun í
81. gr. umferðarlaga, svo sem gert
var, né um ákvörðun lögreglustjóra
um að verða við þeirri málaleitan og
standi þær ákvarðanir því óhaggaðar,
þrátt íýrir niðurstöðu málsins.
Hrafnhildur segir að sveitarfélag
þurfi að samþykkja breytinguna og
beina því til lögreglustjóraembættis
að þessi breyting verði gerð. Gatan sé
því enn lokuð og hún trúi því ekki að
borgaryfirvöld snúi við blaðinu og
opni fyrir almenna umferð.
Hrafnhildur segir að íbúar við
Áland, Akraland og reyndar við fleiri
hliðargötur, hafi búið við gríðarlega
mikla umferð í langan tíma í gegnum
þessar litlu íbúðargötur. Stærstur
hluti Fossvogshverfis sé skipulagður
sem litlir botnlangar. Hún segir að í
næsta nágrenni sé 1.500-2.000 manna
vinnustaður og gríðarleg umferð sem
fylgi honum. Auk þess er í spítalanum
slysadeild, lengst af einnig heilsu-
gæslustöð, fjórir leikskólar auk þess
er mikil umferð vegna allra þeirra að-
fanga sem svo stórri stofnun fylgir.
Ekki megi gleyma öllum þeim sem
komi í heimsóknir á sjúkrahúsið. Stór
hluti þessarar umferðar hafi farið um
Áland.
Hrafnhildur segir að það sé stefna
borgaryfirvalda að beina umferð úr
litlum íbúðargötum á stofnbrautir.
Þeir sem hafi ekið um Áland á leið
sinni að sjúkrahúsinu sé flestir líklega
að koma úr austurhluta borgarinnar.
Hún segir að þá ætti varla að muna
um það að aka áfram Bústaðaveginn
að gatnamótunum við Háaleitisbraut
°g beygja þar niður í stað þess að
beygja niður Eyrarland og aka síðan
um Aland að sjúkrahúsinu.
Hrafnhildur segir að fullorðin hjón
í Álandi hafi neyðst til þess að reisa
mannhæðarháa girðingu umhverfis
hús sitt og setja plexigler íyrir svefn-
herbergisglugga sem snúa að Álandi.
í fjölbýlishúsum við Akraland eru
íbúðir eldri borgara. Hrafnhildur seg-
ir að þeir hafi ekki getað beitt sér í
þessu máli en kvartað sáran undan
ástandinu.
Barst hótun
„Við viljum hins vegar mjög gjarn-
an að sjúkrabílar eigi þama greiða
leið. Við viljum líka að leiðin sé opin ef
eitthvað aðkallandi kemur upp,“ segir
Hrafnhildur. „En við viljum engu að
síður að starfsmenn í þessari stóru
stofnun sýni okkur það umburðar-
lyndi að nota frekar stofnbrautina,"
segir Hrafnhildur.
Hún segir að þeir sem eiga leið að
sjúkrahúsinu hafi sýnt íbúum í göt-
unni áreiti. Þeir hafi t.a.m. fært lokun-
arskilti inn á lóð og fyrir útidyr hjá
einstaklingum sem búi við Áland.
Sjálf fékk hún hótun um að sprautað
yrði á rúður í húsi hennar ef gatan
yrði ekki opnuð fyrir umferð. Hún
segir að lögreglan hafi verið einn
Áland verður lokað fyrir gegnum-
akstri a.m.k. fram í mars 2001
morgun í september í götunni og
snúið við bílum sem ætluðu í trássi við
bann að aka gegnum götuna. Hún
segir að alveg frá því götunni var lok-
að hafi engu að síður verið gegnum-
akstur um hana. Þetta sé þó alltaf
sama fólkið.
„Þetta skiptir þó minnstu máli því
þetta er svo lítið brotabrot af þeirri
umferð sem var jafnan um götuna,“
segir Hrafnhildur. Hún ítrekar að
borgaryfirvöld hafi þá stefnu að beina
eigi umferð frá íbúðargötum á stofn-
brautir og niðurstaða úrskui'ðar-
nefndarinnar er á skjön við þessa
stefnu.
Heimildar leitað með
stoð í umferðarlögum
Árm Þór Sigurðsson, formaður
skipulags- og bygginganefndar, segir
að sú ákvörðun standi óröskuð að loka
götunni til eins árs þrátt fyrir úrskurð
úrskurðarnefndarinnar enda hafl ver-
ið leitað heimildar til þess með stoð í
umferðarlögum. Árni segir að tilraun-
inni ljúki í mars nk. og alltaf hafi stað-
ið til að endurskoða málið.
„Við höfum vitað það að það hefur
verið óánægja með þetta fyrirkomu-
lag í hverfinu og við metum þá hags-
muni upp á nýtt og sjáum til hver
reynslan hefur verið að þessu tímabili
loknu,“ segirÁmi.
A
Lagastofnun Háskóla Islands
Ekki unnið álits-
gerðir í heilt ár