Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 13 FRÉTTIR Allt að fímmtíu leyfum til sjókvíaeldis verður úthlutað í Noregi á næsta ári Greiðslu krafíst fyrir leyfín í fyrsta skipti Laxaleyfi hafa undanfarið gengið kaupurn ✓ og sölum í Noregi. A næsta ári verður fyrstu nýju leyfunum í fímmtán ár úthlutað og að þessu sinni verður krafíst Rjalds. Steingerður Ólafsdóttir kynnti sér málið. Á NÆSTA ári verður úthlutað allt að fimmtíu leyfum til sjókvíaeldis á laxi í Noregi. í fyrsta skipti verður greiðslu krafist fyrir leyfin og mun ákveðnum fjölda leyfa verða úthlut- að á hverju ári hér eftir. Nú þegar stunda 800 leyfishafar laxeldi víðs vegar um Noreg. Þeir sem fyrst fengu þeim leyfum úthlut- að þurftu ekki að greiða fyrir þau en þau hafa hins vegar gengið kaupum og sölum síðan fyrir allt upp í nokkur hundruð milljónir íslenskra króna hvert. Um þessar mundir er í smíðum frumvarp til breytinga á lögum um fiskeldi og er meirihluti fyrir því á norska Stórþinginu að rétt sé að krefjast greiðslu fyrir laxeldisleyfin. Norski sjávarútvegsráðherrann Otto Gregussen vildi fai-a uppboðs- leiðina við sölu á leyfunum en hlaut ekki stuðning Verkamannaflokksins. Magnor Nerheim, deildarstjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, segir í samtali við Morgunblaðið að of snemmt sé að segja til um á hvaða verði leyfin verða seld. „Ríkisstjórn- in stendur um þessar mundir fyrir verðmætamati á leyfunum en þau eru misverðmæt með tilliti til stað- setningar og fleira. Nú er verið að at- huga hvemig á að verðleggja þessa auðlind og hvaða kröfur á að gera til þeirra sem fá leyfin. Þetta tekur tíma en frumvarpið verður lagt fram eftir áramót," segir Nerheim. Eitt af því sem ríkisstjómin mun leggja til í frumvarpinu er að hvert fyrirtæki megi ekki eiga meira en 10% af lax- eldisleyfum í landinu. Fyrstu nýju leyfin í 15 ár Þetta verður í fyrsta skipti í fimm- tán ár sem nýjum leyfum er úthlutað en hingað til hafa leyfishafarnir get- að aukið framleiðsluna um ákveðið magn árlega á hverjum stað. Ymsir núverandi leyfishafar hafa mótmælt áformum ríkisstjómarinnar um að fjölga leyfum til laxeldis þar sem vöxtur þeirra sem fyrir er verður takmarkaður þess vegna. Þeir em heldur ekki ánægðir með áður- nefnda takmörkun á eignarhaldinu. Fyrr í haust hafði Aftenposten eft- ir prófessor við Viðskiptaháskólann í Bergen að hvert laxeldisleyfi væri um 30 milljóna norskra króna virði en það samsvarar um 280 milljónum íslenskra króna. Spurður hvort þetta sé raunhæft verð segir Nerheim að vissulega hafi einhver leyfi gengið kaupum og sölum á slíku verði hing- að til. Hins vegar hafi verð á laxi lækkað síðan þetta verð var nefnt og þar með verðmæti leyfanna einnig. Hann vill þó ekki nefna upphæðir í þessu sambandi. Nerheim segir að þeir, sem fengu leyfum úthlutað á sínum tíma þegar laxeldi var ný atvinnugrein í Noregi, hafi fengið þau endurgjaldslaust vegna þess að þeir hafi tekið mikla áhættu. „Laxeldið er nú orðin þrosk- uð atvinnugrein og þeir sem vom með í að byggja það upp em ekki lengur til staðar. Leyfin hafa þegar gengið kaupum og sölum og það er því réttlætismál að þeir sem fá nýju leyfin borgi fyrir það,“ segir Ner- heim. LaxaQarðafrumvarpið Undanfarin ár hefur farið fram nokkur umræða um samspil villtra laxastofna og eldislaxins. Skipuð var nefnd með fulltrúum allra hags- munahópa og skilaði hún skýrslu á síðasta ári um orsakir fyrir niður- sveiflu norska villilaxastofnsins og setti fram tillögur að stefnumótun til að bæta ástandið. Þær tillögur em nú til umræðu innan sjávarútvegs- og umhverfisráðuneytanna í Noregi og munu liggja til gmndvallar við smíði nýs fmmvarps um svokallaða laxafirði sem lagt verður íyrir Stór- þingið á næsta ári. Þar verður m.a. lagt til að sjö svæði við Noregs- strendur verði algjörlega án laxeldis og villti laxinn njóti góðs af. Samband skot- og stangveiði- manna í Noregi er meðal þeirra sem áttu fulltrúa í nefndinni sem fjallaði um laxafu’ðina. I samtali við Morg- unblaðið segir Espen Farstad, upp- lýsingafulltrúi sambandsins, að verj- endur villta laxins hafi þegar sætt sig við að laxeldi sé komið til að vera í Noregi. Aftur á móti sé ýmislegt óunnið í umhverfismálum og í að fyr- irbyggja sjúkdóma til verndar villta laxinum. Hann segir að nauðsynlegt sé að setja mun strangari reglur um aflúsun og merkingu á eldislaxi í Noregi. Mat á umhverfisáhrifum af laxeld- isstöðvum er lögbundið í Noregi og hefur verið það um árabil í því skyni að styrkja villta laxastofna, að sögn Nerheim. Ekki er leyfilegt að veita leyfi ef laxeldið getur skapað meng- unarhættu eða útbreiðslu sjúkdóma. Einnig er staðsetning fyrirhugaðs eldis metin m.t.t. bátaumferðar. Að auki er tekið tillit til samspils stofna eldislaxa og villtra laxa, að sögn Nerheim. M.a. er ekki veitt leyfi fyrir eldisstöðvum í nálægð við mynni laxagönguáa til að skapa ekki neikvætt samspil stofnanna. Hann bendir á þá reynslu Norðmanna að mun meiri hætta sé á að villtur lax smitist af laxalús þegar hann er í nánd við mikið af eldislaxi. Sjávarútvegsráðuneytið á í við- ræðum við umhverfisráðuneýtið og fleiri um að gera umhverfismatið umfangsmeira og á hvern hátt já- kvætt samspil eldislax og villts lax verður best tryggt, að sögn Ner- heim. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um hvort væntanlegt frumvarp um bann við laxeldi á ákveðnum svæðum verði samþykkt. Framkvæmdastjóri Sæsilfurs gagnrýnir ráðstefnu Veiðimálastofnunar Engin hætta á erfða- mengun frá eldislaxi Morgunblaðið/Ásdls María Hreiðarsdóttir, formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun, afhenti Páli Péturssyni félagsmálaráðherra undirskriftalista félagsins. Atvinna með stuðningi Verkefninu að líkind- um haldið áfram TILRAUNAYERKEFNINU At- vinna með stuðningi verður að öll- um líkindum haldið áfram i a.m.k. eitt ár til viðbótar að sögn Páls Péturssonar félagsmálaráðherra. Þá verður fleirum gefínn kostur á að taka þátt í verkefninu. „Það er ekki víst að hægt verði að sinna öllum óskum en við getum bætt töluvert í þetta,“ sagði Páll. Atvinna með stuðningi er til- raunaverkcfni sem hófst í mars 1999 og var ætlað að ljúka um áramót 2000. Tilgangur þess var að auðvelda fólki með þroska- hömlun að fá störf á hinum al- menna vinnumarkaði. Átak, félag fólks með þroska- hömlun, afhenti í gærmorgun Páli Péturssyni félagsmálaráðherra undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að halda áfram verkefninu Atvinna með stuðn- ingi. María Hreiðarsdóttir formaður félagsins segir að alls hafi 324 skrifað undir áskorun Átaks. „Við lögðum áherslu á að það yrði frekari aukning á starfsfólki í verkefninu Atvinna með stuðn- ingi. Nú bíða 50 manns eftir því að fá stuðning til þess að fá vinnu á almennum vinnumarkaði,“ sagði María. GUÐMUNDUR Valur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sæsilfurs, sem hefur uppi áform um sjókvíaeldi á laxi á Austfjörðum, segir að vísinda- mennirnir Fred Állendorf og Ian Fleming, séu frægir fyrir það að leiða fram rök gegn fiskeldi. Þeir styðjist við gamlar og úreltar tölur í sinni framsetningu og af þessum sökum hafi fulltrúar frá fiskeldisiðn- aðinum ekki séð sér fært að taka þátt í ráðstefnu Veiðimálastofnunar 28. nóvember sl., enda var þeim neitað um að kalla til erlendan fyrirlesara, Ole Torrisen, forstjóri Hafrannsókn- astofnunarinnar í Björgvin, að sögn Guðmundar Vals. Hann segir að vísindamennirnir séu taldir í hópi virtustu sérfræðinga á sviði stofnerfðafræði af veiðiréttar- eigendum og Veiðimálastofnun. „Þessir aðilai’ hafa sýnt að þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva fiskeldi. Hafi þeir ekki sönn rök hagræða þeir sannleikan- um. Fleming minntist t.d. hvergi á það að í mörgum ám í Noregi hefur ekki mælst meiri veiði en einmitt núna á þessu ári. Hann styðst við gamlar tölur. Strok úr kvíum hefur hrapað úr 3—4% í 0,1% að meðaltali í Noregi. Þótt svona tölur liggi á borð- inu t.d. hjá sjávarútvegsráðuneytinu hafa þeir ekki fyrir því að minnast á svona staðreyndir," segir Guðmund- ur Valur. Hann segir að íslendingar geti flutt inn reynslu þeirra sem vel gengur í fiskeldi, t.d. frá Norður- Noregi, þar sem eru svipaðar að- stæður og á íslandi. Menn hafi lært af mistökunum og sýnt betri árangur með hverju ári. „Fáum við frið til þess að gera þetta almennilega og notum bestu tækni sleppur svo að segja enginn fiskur. Það er ekki nokkur einasta hætta á erfðameng- un að mínu mati,“ sagði Guðmundur Valur. Hverfandi líkur á slysi Hann segir að á árunum 1994- 1997 hafi nokkur slys orðið og tals- vert magn af fiski sloppið. Síðan hafi staða mála gjörbreyst. Innan við 0,5% af 1998 árganginum slapp og ljóst er að mun minna slapp af 1999 árgangnum. Þá bendir allt til þess að 0,1% sleppi af 2000 árganginum, samkvæmt upplýsingum sem Guð- mundur Valur hefur frá trygginga- félögum. Líkurnar á því að slys hendi og mikið magn fisks sleppi séu hverfandi. Hann segir að sú tillaga Flemings að hafa eldiskerin á landi sé óraunhæf. í Noregi sé t.d. ekki ein einasta landsstöð því ekki sé rekstr- argrundvöllur fyrir slíkum stöðvum. Hins vegar hafi mikið verið rann- sakað að nota ófrjóa laxa. „Um leið og hægt er að búa til ófrjóan stofn sem er í lagi þá munum við nota hann. Það er allt sem bendir til þess að slíkii- stofnar verði til á næstunni, hugsanlega strax á næstu árum,“ segir Guðmundur Valur. Hann segir að það séu nánast eng- ir sjúkdómar í fiskeldi í Noregi. Til marks um það megi nefna að notað er 1 kg af fúkkalyfjum að meðaltali til þess að framleiða 1.000 tonn af laxi. Norðmenn noti álíka mikið af lyfjum til þess að framleiða 500 þús- und tonn af laxi og notað er í einu svínabúi. Söfnun undir fölsku flaggi FORELDRAFÉLAG mis- þroska barna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er beð- ið um að varast fólk sem er að safna styrktarhnum í væntan- legt jólablað félagsins til styrkt- ar misþroska bömum. Tekið er fram að Foreldrafé- lag misþroska barna standi ekki fyrir slíkri söfnun og er fólk beðið að láta félagið vita í síma 581-1110 eða bréfsíma 581-1111 um hvem þann sem hefur sam- band við það í þessu skyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.