Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fundur kennarafélaganna í framhaldsskólunum á Akureyri Astandið er óþolandi Morgunblaðið/Kristján Kennarar fjölmenntu á fund sem kennarafélögin í framhaldsskólunum á Akureyri efndu til á fimmtudagskvöld. FRAMSÖGUMENN á fundi sem kennarafélögin í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri héldu á þriðjudagskvöld voru á einu máli um að bæta þyrfti kjör kennara og að það ástand sem skapast hefði vegna vinnudeilu kennara við viðsemjenda sinn, ríkið væri óþolandi. Fram kom á fundin- um að framhaldsskólamir tveir hafa mikla þýðingu fyrir bæjarlífið á Ak- ureyri en nemendur eru um 1.600 talsins og kennarar um 150. Kvíði, óvissa og óróleiki Alls voru flutt níu framsöguerindi og reið Asgeir Magnússon formaður bæjarráðs á vaðið og fjallaði m.a. um þau áhrif sem það hefði á bæinn að skólastarf væri lamað, t.d. á verslun og þjónustu en slíkt væri hjóm eitt þegar horft væri til þess hve skelfi- leg áhrif verkfallið hefði á nemendur sem flestir ættu ekki auðvelt með að halda sér að lestri. Verkfallið hefði í besta falli þau áhrif á nemendur að nokkurra vikna töf yrði á námi þeirra en í versta falli hættu þeir námi og mætti gera ráð fyrir að tölu- vert yrði um slíkt nú. Ásrún Ösp Jónsdóttir, nemi í MA, sagði kvíða, óvissu og óróleika best lýsa líðan sinni og eflaust deildu flestir framhaldsskólanemar þeirri tilfinningu með sér. Það aðhald sem nema skortir nú bitnaði verst á þeim sem höllustum fæti stæðu og hætta á ofnotkun áfengis- og vímuefna ykist í ástandi sem þessu. Þá gerði hún út- gjöld nema af landsbyggðinni að um- talsefni og lýsti einnig áhyggjum sín- um yfir því að erfiðara en ella gæti orðið fyrir nemendur 10. bekkjar að komast að í framhaldsskólunum næsta haust því margir hefðu ákveð- ið að hverfa frá námi nú og byrja á nýjan leik haustið 2001. Framhaldsskólarnir til sveitarfélaganna Sigríður Stefánsdóttir flutti erindi fyrir hönd foreldra og gerði m.a. að umtalsefni það aðhald og festu sem öllum, ekki síst ungu fólki, væri nauðsynlegt. Við það byggju ungl- ingarnir ekki nú, flestum gengi illa að halda sig að námi og margir hefðu snúið sólarhringnum við. „Astandið sem nú ríkir er óþolandi," sagði Sig- ríður og sagði að sér ofbyði það virð- ingarleysi sem stjórnvöld sýndu kennurum hvað launakjör þeirra varðar. Hún hafði að lokum eftir syni sínum þá ósk að kennarar gengu ekki að svo lélegum samningum nú að þeir færu innan tíðar á ný í verkfall. Jón Bjömsson, sparisjóðssstjóri í Sparisjóði Norðlendinga, ræddi um upplýsingaþjóðfélagið, alþjóðlegt vinnuumhverfi og samkeppni um hæft starfsfólk í sínu erindi. Hann sagði minna máli nú en áður skipta hvar fólk byggi en margir veldu bús- etu með tilliti til möguleika á fjöl- breyttri menntun barna sinna. Framtíðarmöguleikar Akureyrar væru því góðir en í bænum væru öll skólastig, frá leikskóla upp í háskóla, í boði. Jón sagði rekstur skóla ekki frábrugðinn öðrum rekstri og nauð- synlegt væri að umbuna þeim sem stæðu sig vel í starfi, segja þyrfti meðalmennskunni stríð á hendur. Velti hann því fyrir sér hvort næsta skref gæti orðið að flytja rekstur framhaldsskólanna og háskólans yfir til sveitarfélagsins og lýsti þeirri skoðun sinni að stefna bæri að slíku markmiði. Þorlákur Axel Jónsson framhalds- skólakennari ræddi um þá stöðu sem nú er uppi og sagði lítið að marka fagurgala stjómvalda um gildi menntunar, m.a. í ljósi þess að kenn- arar hefðu í 18 mánuði reynt að fá ríkisvaldið til viðræðu um nýja samninga. Hann sagði fráleitt að kennarar þyrftu að fara í verkfall til að fá stjórnvöld til að hefja við sig viðræður en það lýsti kannski best afstöðu valdsherrana til framhalds- skólakennara. Hann nefndi að það væri yfirlýst stefna fjármálaráð- herra að bæti þyrfti laun kennara, „og nú er stóra stundin komin,“ sagði hann. Þorlákur Axel spurði af hverju lægri laun væm greidd fyiir að kenna unglingum en önnur störf sem unnin væru í þágu stjórnvalda og af hveiju kennarar þyrftu að fara út í svo harðar aðgerðir til að fá leiðrétt- ingu sinna launa. Hann sagði kenn- ara bera ábyrgð gagnvart samfélag- inu en þeir hefðu einnig ábyrgð gagnvart eigin fjölskyldum og það væri spuming hvort það bæri vott um ábyrgð gagnvart henni að gegna starfi framhaldsskólakennara. Trúi því að deilan leysist í vikunni Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingu, sagði m.a. að því fólki fjölgaði sem einungis hefði grunnskólapróf og ætti það sinn þátt í því að hag- vöxtur hefði stöðvast en hann væri m.a. undir því kominn að sem flestir útskrifuðust úr framhaldsskólum. Hún sagði aukið brottfall einnig vera alvarlegt mál sem og skort á fjöl- breyttara námsefni þannig að sem flestir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Vænti Svanfríður þess að samið yrði fljótlega og þá á þeim nótum að ekki þyrfti að koma aftur til verkfalls framhaldsskólakennara. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði þær aðstæður sem nú ríktu vera óþolandi og í raun ættu svona hlutir ekki að geta gerst, allir væm óánægðir með þessa stöðu. Valgerður sagði að bæta þyrfti kjör kennara og efla virðingu fyrir stétt- inni. Hún sagði að kennarar hefðu spennt bogann of hátt í upphafi og sjálfsagt mætti segja að þeir hefðu mætt þvermóðsku af hálfu stjórn- valda vegna krafna sinna en menn hlytu að mætast á miðri leið. Spum- ingin væri bara hvenær. Kvaðst ráð- herra vonast til að deilan leystist í þessari viku og sagðist hafa trú á að svo yrði. Áhuga- og skeytingarleysi Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri - grænum sagði alla sammála um hvað þyrfti að gera til að bæta þyrfti kjör kennara og því skildi hann ekki hvers vegna verkfall þyrfti til að far- ið væri að skoða málið. Sagði Stein- grímur kennara hafa mætt ótrúlegu áhuga- og skeytingarleysi hjá stjórn- völdum hvað varðar að koma viðræð- um í gang. Steingrímur sagði það óhrekjandi að laun kennara hefðu dregist aftur úr viðmiðunarhópum á síðustu þremur árum og væri erfitt að skilja hvers vegna sami vinnuveit- andi hefði sett einn hóp skör lægra en aðra. Þá nefndi Steingrímur í er- indi sínu þann flótta sem væri úr stéttinni, sér í lagi meðal raun- greinakennara en í þann hóp væri hætt að bætast fólk. Loks nefndi hann að of lítið fé væri sett til menntamála á Islandi en samstöðu þyrfti að ná um að færa aukið fé til málaflokksins. Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðis- flokki sagði umræðu hafa farið stig- vaxandi síðustu fjögur ár um að kennarar væna á eftir sínum viðmið- unarhópum, rúmum 30% miðað við dagvinnu og rúmum 10% hvað heild- arlaun varðar. Kennarar væru óánægðh’ með hátt hlutfall yfu-vinnu í sínum launum og vildu breytingar en ríkisvaldið vildi sjá uppstokkun á vinnutilhögun kennara á móti. Vinna við slíkar breytingar tæki tíma, þarfnaðist mikillar yfirlegu en Tóm- as Ingi vænti þess að deilendur myndu innan skamms mætast á miðri leið. Hver ber ábyrgð? Umræður að loknum framsöguer- indum snerust að nokkru leyti um hver bæri ábyrgð á ástandinu og vildu nokkrir fyiárspyrjendur meina að Valgerður væri að firra sig ábyrgð þar sem hún sagði í svari við fyrirspurn að málið væri ekki á sínu borði. Hún aftók það en kennarar sem voru meðal fyrirspyrjenda vildu samt að hún gæfi meðráðherrum sín- um góð ráð, slíkt tíðkaðist í elskurík- um fjölskyldum. Launamálin bar að sjálfsögðu á góma í fyrirspurnum en einn kenn- aranna sagði laun þeiira ekki hafa verið lægri í þrjá áratugi og því væri undarlegt að heyra ráðamenn tala um að kennarar væru í skýjunum þegar beðið væri um leiðréttingu. Tómas Ingi taldi baráttu kennara á sínum tíma fyrir verkfallsrétti ekki hafa verið gæfuspor, launin hefðu verið betri á meðan þau voru ákveðin í kjaradómi. Þorlákur Axel sagði þá leið ónýta, kjaradómur hefði svo gott sem hafnað kennurum og lítið viljað af þeim vita. Steingi-ímur svaraði fyrh-spurn um ástandið á Norðausturlandi en þar þyrftu foreldrar að verja miklum fjái-munum til að senda böm sín í framhaldsskóla, þau væru nú flest komin heim aftur en margir þyrftu samt sem áður að borga leigu annars staðar. Hann sagði farsælla að byggja upp nám í heimabyggð til 18 ára aldurs líkt og tíðkaðist víða. Einn fundarmanna beindi þeh-ri spurn- ingu til þingmanna hvort þeim þætti réttlátt að kennarar hefðu sama kaup og þeir og var svo að skilja sem þeir væra því ekki mótfallnir. „Ég er til í að borga kennuram þingfarar- kaup,“ sagði Steingrímur. Óhappstjörn. MorRunblaði/BFH * # * Ohapp við Ohappstjörn Morgunblaðið/Benjamín Karlotta Dögg Jónasdóttir, Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari og Ingólfur Jóhannsson garðyrkjumaður við Maríulíkneskið. Mývatnssveit - Fólksbíll á austurleið lenti útaf þjóðvegi og fram af kanti í hálku þar sem heitir Óhappstjöm í landi Kálfastrandar. Fjögur ung- menni voru í bílnum og sluppu ómeidd, bíll skemmdist lítið. Þarna er bugðóttur vegur og þörf á að- gæslu, ekki síst á hálu svelli svo sem nú er víða. Óhappstjörn er skammt frá Kálfa- strönd og liggur þjóðvegur á tjamar- bakkanum. Þar var áður hraunræsi eða tröð austan að tjöminni og lá þvert á reiðgötur og náði vatn tjarn- arinnar þar inn. Þegar breiður vegur var lagður þama hvarf hrauntröðin undir veg að mestu. Tjörnin er einkar falleg, í henni er lítill hólmi og stærð- ar hraunklettur landfastur. Gömul sögn lifir í Mývatnssveit og segir þar að þama átti prestur Mýva- tnsþinga leið um endur fyrir löngu á hesti sínum frá messu í Reykjahlíð og var nokkuð við skál. Steyptust báðir í hrauntröðina og fórast þar maður og hestur. Síðan hét þar Óhapp sem ræsið var, en nú minnir aðeins nafn tjamarinnar á þessa gömlu sögu. Maríu- líkneski afhjúpað við Munkaþverá MARÍULÍKNESKI var afhjúpað í kirkjugarðinum á Munkaþverá síð- astliðið sunnudagskvöld, en kirkjan var í árdaga helguð Maríu Guðs- móður. Líkneskið sem er höggvin í marmara er eftir Sólveigu Baldurs- dóttur myndhöggvara á Akureyri. Ingólfur Jóhannsson garðyrkju- maður hannaði umhvcrfi og hellu- lagði stíga um garðinn að styttunni. Athöfn var í kirkjunni áður en styttan var afhjúpuð og þar töluðu sóknarpresturinn, sr. Hannes Örn Blandon og formaður sóknarnefnd- ar, Reynir Björgvinsson. Mæðgurn- ar Þurfður Baldursdóttir og Auð- rún Aðalsteinsdóttir sungu dúetta við undirleik Þórdísar Karlsdóttur. Ebba Karen Garðarsdóttir og Jóna Maren Magnadaóttir léku á þver- flautur. Þá las María Gunnarsdóttir Ijóð eftir sr. Einar í Eydölum og Vilhjálmur Sigurðsson lék á tromp- et. Eftir athöfnina var boðið upp á kaffi í safnaðarhúsinu. Veður var með ágætum og athöfnin öll hin há- tíðlegasta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.