Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson
Kvennakórinn Ljósbrá söng fímm lög undir á tónleikunum.
Aðventutónleikar þriggja
kóra undir Eyjafjöllum
Holti - ÞRÍR kórar í Rangár-
vallasýslu héldu laugardaginn 2.
desember aðventutónleika fyrir
fullu húsi við sérstaklega góðar
undirtektir áheyrenda. Stjórn-
endur kóranna voru Guðjón Hall-
dór Óskarsson og Nína María
Moraavek. Píanóleikari var Hédi
Maróti og í nokkrurn lögum lék á
horn László Czenek. Þau spiluðu
einnig lögin Ave Maria og Ó,
helga nótt, á milli skiptinga hjá
kórunum.
Fyrst söng Samkór Rang-
æinga nokkur lög undir stjórn
Guðjóns Halldórs, Englakór frá
himnahöll, Nóttin var sú ágæt
ein, Ó, borgin kæra Betlehem og
Bjart er yfir Betlehem. Sagði
sljórnandi frá því að kórinn hefði
nýlokið við að syngja á geisla-
disk, sem vonandi yrði jólagjöf
sem flestra Rangæinga á kom-
andijólum.
Þá söng kvennakórinn Ljósbrá
nokkur lög undir stjórn Nínu
Maríu, Kom englalið af himnum
hátt, Haustvísur til Máríu, Far,
seg þú frétt á fjöllum, Hin fyrstu
jól og Hátíð fer að höndum ein.
Þá söng Karlakór Rangæinga af
geislandi krafti undir stjórn Guð-
jóns Halldórs lögin Rangárþing,
Þakkarbæn, Kemur heilög hátíð,
Syng gleðibrag og Pílagrímakór-
inn úr Tannhauser. Að síðustu
sungu kóramir saman þijú lög,
Slá þú hjartans hörpustrengi,
Fögur er foldin og Heims um ból.
Rangæingar hafa búið að far-
sælu tónlistarstarfi í sýslunni í
mörg ár og uppskera nú hrífandi
söng þessara þriggja kóra, sem
flestir ættu að pjóta.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Verkamennimir frá Póllandi sem em að vinna í Teigaseli em allir
skyldir, þrír þeirra bræður og einn frændi þeirra. Frá vinstri Krzysztof
Kubielas, Zdzislaf Szczelina, hálfbróðir Kubielas bræðra, Wojciech
Mrozkiewicz frændi bræðranna og Kazimierz Kubielas.
Pólskir verka-
menn á refabúi
Vaðbrckku, Norður-Héraði - Fjórir
Pólverjar eru við störf á refabúinu í
Teigaseli á Jökuldal. Einn þeirra
Skölavðrftustlg. Kringlunni, Smáratorgi
vinnur þar allt árið en hinir þrír eru
þar tímabundið við skinnaverkun
sem nú stendur yfir.
Kazimierz hefur unnið í Teigaseli í
fjögur ár, bróðir hans og frændi hafa
unnið hjá Hellu- og steinasteypunni í
Fellabæ síðustu þrjú ár en Zdzislaw
hefur aðeins verið í skinnaverkun í
Teigaseli einu sinni áður, það er í
fyrravetur. Það virðist því vera í fjöl-
skyldunni að vinna þarna en þess má
geta að dóttir Kazimiers býr á ís-
landi og er gift íslenskum manni og
pólskur tengdasonur hans vinnur hjá
Bólholti í Fellabæ.
Tolla betur
Að sögn Ingibjargar Friðbergs-
dóttur, bónda í Teigaseli, gengur illa
að fá Islendinga til vinnu. „Svo tolla
Pólveijamir betur,“ segir hún.
Ingibjörg segir Pólverjana vera
mjög góðan vinnukraft og þeir séu
duglegir.
Aðspurð hvers vegna gengi illa að
ráða íslendinga til starfa telur Ingi-
björg það vera af því hvað skinna-
verkunin stendur stuttan tíma, að-
eins um sex vikur, og sennilega vildu
Islendingar ekki binda sig svo
skamman tíma.
Saurkólígerlar í vatnsbóli 1 Varmahlíð
Allt neysluvatn soðið
VIÐ SÝNATÖKU heilbrigðisfull-
trúa Norðurlands vestra úr tveimur
vatnsbólum við Varmahlíð í Skaga-
firði í síðustu viku kom í ljós talsvert
magn saurkólígerla í vatninu, eða um
300 gerlar £ hverjum 100 ml. Til að
vatn teljist neysluhæft má ekki einn
saurkólígerill mælast. Viðvörunum
var strax komið á framfæri við íbúa
og íyrirtæki í Varmahlíð og þarf að
sjóða allt vatn áður en það er notað.
Alls er á sjötta tug húsa í Varma-
hlíð, meðal annars skóli, ferðaþjón-
usta og verslun Kaupfélags Skag-
firðinga.
Að sögn Siguijóns Þórðarsonar
heilbrigðisfulltrúa er von á frekari
niðurstöðum rannsókna á vatnsból-
unum í dag, af sýnum sem tekin voru
sl. mánudag, og £ kjölfarið verða
ákvarðanir teknar um framhaldið.
Sigurjón sagði við Morgunblaðið
að tveir kostir væru i stöðunni, ann-
aðhvort að finna ný vatnsból eða að
koma upp sótthreinsibúnaði við þau
tvö sem notuð hafa verið. Hann sagð-
ist hafa fylgst með þessum vatnsból-
um siðastliðin tvö ár, þar sem þau
hafa verið talin varasöm, en mengun
ekki mælst fyrr en £ sfðustu viku.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig
mengunin kom tU en að sögn Sigur-
jóns var nýlega verið að lagfæra ann-
að vatnsbólið, auk þess sem leysing-
ar hafa verið á þessu svæði
undanfarið.
Aður en til sameiningar sveitarfé-
laga í Skagafirði kom fyrir nokkrum
árum tilheyrði Varmahlið Seylu-
hreppi og hafa vatnsbólin verið í um-
sjá sameignarfélags sem stofnað var
um vatnsveituna af einstaklingum
innan hreppsins. Þrátt fyrir samein-
ingu hefur Hita- og vatnsveita
Skagafjarðar ekki enn tekið yfir
þessi vatnsból í Varmahlíð en vilji
hefur verið til þess meðal íbúa á
staðnum, sem eru alls um 130. Frá
þvi i fyrra hafa Varmhlíðingar fengið
heitt vatn írá Sauðárkróki íyrir til-
stilli Hita- og vatnsveitunnar.
Hátíðar-
samkoma í
Hafralækj-
arskóla
Laxamýri - Árshátíð Hafralækjar-
skóla var haldin um helgina og að
þessu sinni stóð mikiö til þar sem
nemendur 10. bekkjar sýndu Mess-
ías Mannsson eftir Andrew Lloyd
Webber og Tim Rice í þýðingu
Hannesar Amar Blandons og Emil-
íu Baldursdóttur. Til þessa nutu
þeir aðstoðar nemenda úr 8. og 9.
bekk auk skólakórsins sem tók þátt
í söngleiknum.
Ástæðan fyrir því að þetta verk
var tekið til sýningar var að fyrir
nokkru var haldin þemavika í skól-
anum í tilefni af Kristnihátíð og
voru viðfangsefnin tileinkuð
mörgu þvf sem tengist sögu kristn-
innar og kristinni trú.
Eitt af verkefnum þemavikunnar
var að byija æfingar á Messíasi
Mannssyni auk þess sem nemendur
gerðu kirkjulistaverk og héldu á
þeim sýningu í tengsium við ár-
shátfðina. Þar vöktu litlar altaris-
töflur nemenda óskipta athygli
gesta þar sem Marfa mey var mál-
uð í mismunandi umhverfi með
Jesúbarnið, svo sem í íslenskri sveit
fyrir framan torfbæ.
Flestir bekkir skólans voru með
atriði á árshátíðinni og vakti túlk-
un 1. og 2. bekkinga á tveimur
negrasálmum óskipta athygli og 5.
bekkingar sýndu leikþáttinn „Ið-
unn og eplin“.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ester Ósk Hilmarsdóttir
í hlutverki engils.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Leikgerð yngri barnanna
á negrasálmum vakti mikla
athygli.
Nemendur 6. bekkjar sýndu
„Stöð 12“ sem sjónvarpaði beint frá
aftöku Jesú og 7. bekkingar sýndu
„Hve oft“ sem er leikgerð á dæmi-
sögunni úr Matt.eusarguðspjalli
sem fjallar um fyrirgefninguna.
Aðalstjórnandi Messfasar var
Robert Faulkner tónlistarkennari
og undirleikari á fiygil var Juliet
Faulkner. Á hljómborð léku
Andrea Eiðsdóttir og Sveinbjörg
Smáradóttir, en trommuleikari var
Valþór Freyr Þráinsson. Með hlut-
verk Messfasar fór Sigurdís Svein-
björnsdóttir, en með hlutverk
Maríu Magdalenu fór Ásta Margrét
Rögnvaldsdóttir. Júdas Iskaríot
var leikinn af Jónu Björgu Hlöð-
versdóttur og Pétur af Jónasi Þór-
ólfssyni.
Þessi dagskrá á árshátfð var í
sannkölluðum hátfðarbúningi og
klöppuðu foreldrar og aðrir gestir
ungum leikurum mikið lof f lófa.
Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson
Aðaleigendur fyrirtækisins þeir Tómas Sigurðsson og Svan Tómasson
við nýja sorpbílinn. Auk þeirra eru á myndinni fulltrúi þriðju kynslóðar-
innar, Páll Gunnar Svansson, fimm ára.
Nýr sorpbíll fyrir
Snæfellsbæ
Ólafsvík - Tómas Sigurðsson ehf. í
Ólafsvík hefur keypt nýlegan sorp-
tökubíl frá Þýskalandi. Bíllinn er
af gerðinni MAN og er sérhannað-
ur í þetta hlutverk.
Bíllinn er með 24 rúmmetra
tunnu og getur því tekið í einni
ferð allt sorp sem til fellur viku-
lega í Snæfellsbæ. Allur búnaður
bílsins er af nýjustu gerð svo sem
sjónvarp sem sýnir ökumanni allt
sem gerist aftan við bílinn.
Tómas Sigurðsson hefur annast
sorptöku í Olafsvík og síðar Snæ-
fellsbæ allt frá árinu 1979. Fyrir-
tækið annast þar að auki ýmsa
verktöku og hefur verið farsælt og
notið vinsælda. Starfsmenn fyrir-
tækisins eru nú fjórir fastráðnir
auk lausráðinna.
Framkvæmdir
í Skorradalshreppi
Fyrsta
skóflustung-
an að nýju
íbúðarhverfí
Grund - Skipulagt hefur verið
svæði með sjö einbýlishúsum í
landi Grundar í Skorradal.
Framkvæmdin er á vegum
Skorradalshrepps, sem hefur
tekið land á leigu undir íbúðar-
húsabyggðina. í fyrsta áfanga
verða reist þrjú hús, tvö af þeim
verða leiguíbúðir, en þriðja
húsið verður sett í sölu á vor-
mánuðum.
Stefnt er að því að leiguíbúð-
irnar verði tilbúnar í lok mars
mánaðar, en keypt voru eining-
arhús frá fyrirtækinu Finnd-
omo oy, Finnlandi. Umboðs-
maður er Jón Hjörleifsson,
Mosfellsbæ.
Mikið hefur verið spurt um
húsin og ljóst, að leiguhúsnæði
vantar á svæðið. Ekki er ólík-
legt að einstaklingar eða hús-
næðisfélag fái þær fjórar lóðir
sem óráðstafað er, en stefnt er
að þvi að hverfið verði fullbyggt
á2-3 árum.