Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AP
Lee Yong-soo frá Suður-Kóreu og Tomasa Salinog frá Filippseyjum, sem báðar voru hnepptar í kynlífsþrælkun
af japanska hernum, heilsast fyrir utan dómshúsið í Tókýó í gær.
Kynlífsþrælar tapa dómsmáli
Tókýó. AFP, AP.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Tókýó
hafnaði f gær bótakröfu 46 filipps-
eyskra kvenna, sem japanski her-
inn hélt föngnum sem kynlífsþræl-
um í seinni heimsstyrjöld.
Konurnar höfðu krafið japanska
ríkið um samtals 920 milljónir jena,
um 720 milljónir króna, í bætur.
I dómsorðinu segir að einstakl-
ingar hafi ekki rétt samkvæmt al-
þjóðalögum til að krefjast skaða-
bóta af ríkisstjómum, auk þess sem
málið sé fyrnt. Konurnar hyggjast
áfrýja úrskurðinum til hæstaréttar
Japans. Rétturinn hafnaði einnig
sambærilegri kröfu suður-
kóreskrar konu í síðustu viku.
Þær kvennanna sem vom við-
staddar réttarhöldin í Tókýó létu í
ljósi vonbrigði með niðurstöðuna.
„Japanskir hermenn nauðguðu
mér. Þeir komu fram við okkur eins
og við værum svfn. Er þessi úr-
skurður þeim í vil réttlætanlegur?"
spurði hin 73 ára gamla Ortencia
Martinez og hét því að halda barátt-
unni áfram. Konurnar lýstu einnig
furðu á þvi að dómstóllinn hefði að-
eins tekið sér nokkrar mínútur til
að kveða upp úrskurðinn. „Mér var
haldið nauðugri og misþyrmt í
meira en ár. En það tók [dómstól-
inn] aðeins nokkrar mínútur að
gefa svar við þjáningum mínum,“
sagði Hilaria Bustamante, sem er
74 ára. „Þessi úrskurður gerir mér
ekki kleift að endurheimta sæmd
mi'na. Ég krefst maklegra mála-
gjalda fyrir að hafa verið numin á
brott, pyntuð og nauðgað.“
Talið er að japanski herinn hafi
haldið um 200 til 300 þúsund kon-
um nauðugum sem kynlifsþrælum á
hernámssvæðum sinum f Asiulönd-
um í síðari heimsstyrjöldinni. Kon-
urnar sem hér um ræðir höfðuðu
mál gegn japönskum sljórnvöldum
árið 1993 og vísuðu til alþjóðasátt-
mála frá 1907, þar sem kynlífs-
þrælkun er lýst ólögleg, og til al-
þjóðlegra reglna um meðferð
óbreyttra borgara á hernámssvæð-
um. Lögmenn japanskra stjóm-
valda halda því hins vegar fram að
alþjóðalög nái ekki til skaðabóta-
krafna einstaklinga, heldur gildi
þau aðeins um samskipti milli ríkja.
Sjö önnur mál um kynlífsþræla
japanska hersins eru nú fyrir rétti í
Japan.
Breska dagblaðið The Guardian
Konungdæmið
ólöglegt?
London. Morgunblaðið.
„SEGÐU henni að lesa
Guardian,“ gall við í
Dennis Skinner, þing-
manni Verkamanna-
flokksins, þegar hirð-
maður gekk í
þingsalinn samkvæmt
ævafornri venju og
sagði Elísabetu II.
Bretadrottningu að
biðja þingmenn að
ganga á sinn fund.
Þetta var aðeins einn
liður í langri athöfn
hirðsiða sem um-
kringja þann atburð er
drottningin les stefnu-
ræðu forsætisráð-
herra.
Breska blaðið The
Guardian notaði daginn í gær til að
hefja birtingu greinaflokks um fram-
tíð konungdæmisins og lagði til að
lýðveldi tæki við þegar Bretadrottn-
ing fellur frá eða hverfur af öðrum
ástæðum frá störfum. Um leið legg-
ur blaðið einnig til að lög, sem mæla
svo um að aðeins elstu synir, aldrei
dætur, geti erft krúnuna og banna
öðrum en mótmælendatrúar ríkis-
erfðir, verði afnumin. í blaðinu er
lögð áhersla á að drottningin ríki að-
eins en ráði engu.
„Konungdæmið sem skiptir engu
máli“ kallar Guardian konungdæmið
í leiðara blaðsins sem birtist á for-
síðu blaðsins í gær. Um þetta séu all-
ir sammála, hvort sem þeir séu kon-
unghollir, lýðveldissinnar eða láti
það sig engu skipta.
„Vandinn er ekki ein ákveðin kon-
ungsfjölskylda eða einn ákveðinn
meðlimur hennar. Vandinn er sjálft
embættið,“ segir síðan í leiðaranum.
Nú þegar þinghúsið hafi verið
hreinsað af flestum aðalsmönnum þá
sé almennt samþykki fyrir því að
þessi hreinsun hafi verið löngu tíma-
bær. Núverandi fyrirkomulag nafn-
bóta og titla sé fjarri því að vera full-
gott en enginn mæli fyrir að horfið
verði tU fyrri siða. „Um
leið er konungdæmið
eins og strandaður
hvalur, eini hluti óskrif-
aðrar stjómarskrár
okkar sem byggist á því
hver maður slysast til
að fæðast. Þetta er í
sjálfu sér óverjandi."
Síðan rekur blaðið
hvemig margt, sem
umdeilanlegt sé nú á
dögum, eigi rætur að
rekja tU konungdæmis-
ins, til dæmis miðstýr-
ing og mikið vald for-
sætisráðhema á
kostnað þingsins. Einn-
ig er bent á að einmitt
þessi fæðingartilviljun,
sem einkenni hver ríki, stríði gegn
öllum reglum og lögum nútímans um
að kynferði og trú viðkomandi eigi
ekki að ráða gengi varðandi embætti
og annað. Það geti ekki staðist nú-
tímalög að standa vörð um fmm-
burðarrétt karla og útilokun sumra
frá embætti vegna trúarbragða.
Lögin endurspegli andúð á kaþólikk-
um, sem var ríkjandi er lögin voru
sett, en ekki aðstæður í dag. Því
hyggst blaðið bera það undir dóm-
stóla hvort lög um ríkiserfðir stand-
ist lög um mannréttindi.
Guardian birti einnig í gær skoð-
anakönnun um afstöðu fólks til laga
um ríkiserfðir annars vegar og það
hvort fólki vilji heldur vera þegnar
konungs eða borgarar. Tæplega 70
prósent sáu ekkert athugavert við að
kaþóhkkar, börn ógiftra foreldra eða
ættleidd börn gætu staðið tU ííkis-
erfða. Og aðeins þriðjungur að-
spurðra kusu að vera þegnar en tveir
þriðju vildu vera borgarar.
Blaðið birti einnig nokkrar grein-
ar um ýmsar hliðar þess málsins.
Ymsir em spurðir álits og þarna
koma fram mismunandi sjónarhorn
á mál sem flestir Bretar taka annars
sem nokkurs konar náttúmlögmáli.
Elísabet Breta-
drottning á leið í
þingið í gær.
Viðbrögð við gagnrýni Bandarrkjamanna á væntanlega Evrdpustoð í varnarmálum
Brussel. Reuters.
Bretar ítreka
stuðning við NATO
Reuters
Þýskir skriðdrekahermenn við friðargæslu í Bosniu. Bandaríkjamenn
óttast að væntanleg Evrópustoð muni ekki verða að veruleika vegna
þess að framlög Evrópuríkjanna til varnarmála séu of lítil.
UMMÆLI WiUiams Cohens, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna, um að
áætlunin um svonefnt hraðlið
EvTÓputfkjanna geti veikt Atlants-
hafsbandalagið, NATO, hafa valdið
miklu fjaðrafoki í Evrópulöndum.
Fullyrt er að starfsbróðir Cohens í
Bretlandi, Geoff Hoon, hafi beðið
Cohen að tala varlegar. En banda-
ríski ráðherrann endurtók gagnrýni
sína og sagði í viðtali við BBC í gær að
hugmyndir um aukið framlag
Evrópuþjóðanna í vamarmálum,
Evrópustoðin, mættu ekki verða til
þess að sett yrði á laggimar nýtt
skipulag hemaðaraðgerða er ógnaði
starfi NATO. Cohen hefur varað við
því að Evrópustoðin gæti orðið póU-
tískt sjónarspil um sjálfstæði gagn-
vart Bandaríkjunum og loftkastalar
sem ýti undir klofning en raunvera-
legt framlag Evrópumanna til her-
mála verði ekki aukið. Gæti slík þróun
orðið vatn á myllu þeirra stjómmála-
afla í Bandaríkjunum sem vUja
minnka framlagið til vamarsam-
starfsins í Evrópu.
Hoon sagði í gær að ekki hefði ver-
ið neitt nýtt í umælum Cohens. „Bret-
ar h'ta á NATO sem gmndvöU vamar-
stefnu sinnar og munu gera það
áfram,“ sagði hann. Ráðherrann
bætti því við að svo gæti farið að Bret-
ar myndu hafna því að taka þátt í
hraðliðshugmyndinni. „Við munum
ekki skrifa undir neitt sem ógnað
gæti NATO,“ sagði Hoon. „Ef við fá-
um ekki í gegn þær skipulagshug-
myndir sem við höfum lagt tU myndi
verða ákaflega erfitt fyrir okkur að
skrifa undir. En ég er viss um að við
munum fá þær í gegn.“
Heimildarmaður í breska utanrík-
isráðuneytinu sagði fréttamanni
Reuters-fréttastofunnar í gær að um-
mæU Cohens hefðu að hluta verið við-
vömn til þeirra afla í Frakklandi sem
vilji stofna fastaher á vegum Evrópu-
sambandsins, ESB, en um leið eins
konar kveðjuávarp frá ríkisstjórn
Bills Clintons forseta í Washington.
Aðeins 100 manna starfslið
Talsmenn breska ráðuneytisins
fullyrða að ekki verði um eiginlega,
hemaðarlega yfirstjóm að ræða í
tengslum við hraðhðið sem á að verða
reiðubúið árið 2003. í reynd muni
ESB-ríkin aðeins stilla saman streng-
ina þegar upp komi ástand sem
bregðast þurfi við með sameiginlegu
átaki og starfslið hraðliðsins í Brassel
verði ekki nema um 100 manns.
Bretar og Frakkar ákváðu 1997 að
auka samstarf í varnarmálum og í
fyrra var samþykkt að koma á fót sér-
stöku 60 þúsund manna Evrópuher-
liði er gn'pa má til með skömmum fyr-
irvara, svonefnt hraðlið. Verður hægt
að nota það til aðgerða sem NATO
stendur ekki sem heild að en Evrópu-
sambandsþjóðimar álíta nauðsynleg-
ar öryggi sínu. Ljóst er að hraðliðið
verður að geta notað ýmsan búnað í
eigu NATO. Evrópuríki sem ekki
eiga aðild að ESB en eru í NATO, þ.e.
Tyrkland, Noregur og ísland, vilja fá
tryggingu fyrir því að þau geti haft
áhrif á ákvarðanir ESB í vamarmál-
um og hafa því andmælt því að
Evrópustoðin fái aðgang að búnaðin-
um hjá NATO. Em Tyrkir þæ-
fremstir í flokki.
Fleira er enn óljóst um áætlunina
og einkum hefur verið bent á að
Evrópuríkin verði að auka útgjöld sín
til vamarmála eigi Evrópustoðin að
verða eitthvað annað en nafnið tómt.
En íyrst og fremst hafa margir haft
áhyggjur af því að NATO og Evrópu-
stoðin gætu ekki starfað hlið við hlið,
önnur stofnunin yrði að víkja.
Talsmenn íhaldsflokksins í Bret-
landi hafa gagnrýnt stjóm Tony
Blairs fyrir að stefna í voða samstarf-
inu við Bandaríkjamenn og hraðliðið
sé aðeins fyrsta skrefið að Evrópu-
sambandsher.
Robertson lávarður, framkvæmda-
stjóri NATO, er sagður hafa varað
Blah- við i nóvember og ráðamenn
hafi síðan reynt að draga úr áhersl-
unni á hugtakið sjálfstæði í talinu um
Evrópustoð. Robin Cook, utanríkis-
ráðherra Bretlands, og Madeleine Al-
bright, utam-íkisráðherra Bandaríkj-
anna, rituðu í sameiningu grein í
breskt dagblað fyrir nokkram vikum
og lýstu fullum stuðningi við Evrópu-
stoðina. Gerðu þau gys að málflutn-
ingi þeirra sem teldu hugmyndina
geta ógnað samvinnunni í NATO. En
heimildarmenn í aðalstöðvum NATO
í Bmssel segja nú að ráðherramir
hafi gert of lítið úr hættunni á ágrein-
ingi innan bandalagsins og hafi
markmið þeirra verið að styðja við
bakið á tilraunum Blairs til að auka
þátttöku Breta í Evrópusamstarfinu.
Dregur ekkert til baka
Cohen sagði í viðtalinu við BBC í
gær að Bandaríkin styddu ákaft hug-
myndir ESB um aukið og sjálfstætt
framlag Evrópumanna til vamar
samstarfsins en þeir vildu að tryggt
yrði að skipulag Evrópustoðarinnai-
yrði gott svo að það styrkti en veikti
ekki starf NATO og samstarfið yfir
Atlantshafið. Evrópustoðin mætti
ekki ýta undir tvíverknað í öryggis-
og vamarmálum og heldur ekki sam-
keppni milli ESB og NATO.
Cohen sagðist í sjónvarpsviðtalinu
ekki sjá ástæðu til að draga neitt til
baka af því sem hann sagði á fundi
varnarmálaráðherra NATO í Bmssel
á þriðjudag. Hann minnti á að „nær
allir“ vamarmálaráðherrar NATO á
fundinum hefðu klappað að ræðunni
lokinni.
„Mér fannst ég tala býsna varlega,“
sagði Cohen. „Ef til vill hefur orðaval
mitt og tjáningarmáti orðið til þess að
vekja athygli aðildarþjóðanna.“