Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tyrkir fá
stórlán
hjá IMF
IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn, samþykkti í gær að veita
Tyrklandsstjóm stórt lán, rúm-
lega 650 milljarða íslenskra
króna. Verður það notað til að
binda enda á óróann á fjármála-
markaðnum í landinu.
Bulent Ecevit, forsætisráð-
herra Tyrklands, sagði í gær, að
lánið yrði notað tál að styrkja
bankakerfið, flýta fyrir einka-
væðingu og vinna gegn verð-
bólgu samkvæmt sérstakri
áætlun IMF. Erlendir fjárfestar
hafa flúið Tyrkland að undan-
fomu vegna ásakana um spill-
ingu í bankakerfinu en ríkið hef-
ur neyðst til að kaupa upp 10
banka. Talið er, að um verulegt
fjármálamisferli hafi verið að
ræða í sumum þeirra.
Aftaka
í Texas
MAÐUR, sem dæmdur hafði
verið til dauða fyrir að nauðga
og myrða sjö ára gamla stúlku,
var líflátinn í Texas í fyrrakvöld.
Var það 38. aftakan í ríkinu á
þessu ári og er það met í banda-
rískri sögu. TVeir aðrir fangar
bíða þess að vera líflátnir í vik-
unni þannig að metið verður
hugsanlega 40 manns. í Texas
bíða nú sjö menn aftöku. í
Bandaríkjunum öllum hafa alls
80 menn verið líflátnir á þessu
ári.
Eykur hóf-
drykkja
greindina?
HÓFDRYKKJUMENN era
klárari í kollinum en þeir, sem
aldrei láta vín inn fyrir sínar
varir. Var skýrt frá þessu í
breska vikuritinu New Scientist
en þar segir, að þetta sé niður-
staða könnunar í Japan. Sé
greindarvísitala hófdryklqu-
mannanna til jafnaðar 3,3 stig-
um hærri en þeirra, sem aldrei
drekka, og hjá konum er hún 2,5
stigum hærri. Engu máli skipti
hvers konar vínanda menn
drakku. Ekki vita japönsku vís-
indamennimir hvemig á þessu
stendur en sumir geta sér til, að
þeir, sem drekka, borði meiri
fisk en aðrir. Það er nefnilega
siður í Japan að borða fisk með
japönskum vínum, sake og hrís-
gijónavíni, og ljóst þykir, að
mikil fiskneysla auki gáfumar.
Aukinaðstoð
við Iraka
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu
þjóðanna samþykkti einróma í
gær að auka mannúðaraðstoð
við íraskan almenning og heim-
ilaði jafnframt, að Iraksstjóm
notaði um 46 milljarða íslenskra
króna til endumýjunar í olíuiðn-
aði. Samkvæmt samningum um
mannúðaraðstoð við írak mega
stjómvöld þar selja olíu á
heimsmarkaði gegn því, að fyrir
andvirðið verði keypt matvæli,
lyf og aðrar slíkar nauðsynjar
og auk þess má verja hluta af
fénu til viðhalds í olíuiðnaðinum.
Þótt samþykktin eða málamiðl-
unin hafi fengið stuðning allra
vora samt nokkur ríki mjög
óánægð með afgreiðsluna og
töldu hana ganga of skammt.
Var þar um að ræða Frakkland,
Kína, Rússland og Malasíu.
Demókrati höfðar mál vegna utankjörstaðaratkvæða í Flórída
Krefst þess að fímmtán þús-
und atkvæði verði dæmd ógild
VONIR demókratans Als Gore um
sigur í forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum gætu oltið á dómsmáli sem
hann hefur ekki viljað taka þátt í.
Kjósandi úr röðum demókrata höfð-
aði þetta mál í Seminole-sýslu í Flór-
ída. Hann heldur því fram að
repúblikanar hafi breytt rúmlega
2.000 umsóknum um utankjörstaðar-
seðla og krefst þess að öll utankjör-
staðaratkvæðin, 15.000 talsins, verði
úrskurðuð ógild. Verði dómarinn við
þessari kröfu fer Gore með sigur af
hólmi í kosningunum í Flórída með
um það bil 4.800 atkvæða mun.
I andstöðu við málflutning Gore
í kosningadeilunum í Flórída hef-
ur Gore lagt áherslu á nauðsyn þess
að „öll atkvæðin verði talin“ og kraf-
an um að öll utankjörstaðaratkvæðin
í Seminole verði lögð til hliðar era því
í algjörri andstöðu við málflutning
hans til þessa.
Réttarhöldin í málinu hófust í gær
fyrir rétti í Leon-sýslu. Daginn áður
hafnaði dómarinn í málinu, Nikki
Clark, kröfu repúblikana um að því
yrði vísað frá.
Lögfræðingar Bush segja að lög
Flórída heimili ekki að utankjörstað-
aratkvæðin verði úrskurðuð ógild.
„Þetta er ys og þys út af engu,“ sagði
einn þeirra, George Terwilliger.
„Þetta vora lítilfjörleg mistök sem
breyttu engu. Það er alls engin
ástæða til að ætla að þetta séu ógild
atkvæði."
Stefnandinn í málinu heldur því
hins vegar fram að eftirlitsmaður
kosninganna í Seminole, repúblikan-
inn Sandra Goard, hafi leyft
repúblikönum að nota skrifstofu sína
til að bæta við nafnnúmeram kjós-
enda sem vantaði á umsóknir þeirra
um utankjörstaðarseðlana.
Repúblikanar hafi þannig „með
sviksamlegum hætti orðið þess vald-
andi að þúsundir ógildra kjörseðla
vora gefnar út“.
Kosningalöggjöf Flórída var
breytt árið 1998 vegna viðamikilla
kosningasvika í tengslum við utan-
kjörstaðaratkv'æði í borgarstjóra-
kosningum í Miami árið áður. Bætt
var við ákvæði um að í umsóknunum
um utankjörstaðarseðlana yrðu að-
koma fram ýmsar upplýsingar um
kjósandann, meðal annars nafnnúm-
er hans.
„Kjánalegt dómsmál"
James Lindgren, lagaprófessor við
Northwestem University, fjallar um
Einn af stuðningsmönnum Als Gore í Flór-
ída hefur krafíst þess að öll utankjörstaðar-
atkvæðin í Seminole-sýslu, 15.000 talsins,
verði dæmd ógild á þeirri forsendu að
repúblikanar hafí breytt rúmlega 2.000 um-
sóknum um utankjörstaðarseðla.
AP
Lary Dale, bæjarstjóri í Sanford í Flórída,
ávarpar blaðamenn og hóp kjósenda, sem
greiddu atkvæði utan kjörstaðar í Seminole-
sýslu, fyrir utan dómhús í Tallahassee.
þetta mál í grein í The Wall Street
Joumai undir íyrirsögninni: „Kjána-
legt dómsmál í Seminole-sýslu“.
Lagaprófessorinn segir að
repúblikanar og demókratar hafi
greitt fyrir prentun umsóknanna.
„Báðir flokkamir sendu þær til
stuðningsmanna sinna sem fylltu
eyðublöðin út og sendu þau til kjör-
stjómarinnar. Báðir flokkarnir settu
nafnnúmer kjósendanna á umsóknir
þeirra. Eini munurinn er sá að
repúblikanar settu númerin á um-
sóknimar eftir að þær vora lagðar
fram en demókratar bættu þeim við
áður en kjósendurnir fengu þær.“
Lindgren segir að málið snúist
ekki um kosningasvik eða sviksam-
legar breytingar á kjörseðlum. Eng-
inn haldi því fram að
eitthvað hafi verið at-
hugavert við kjörseðl-
ana. Hann bætir við að
ásakanir demókrata um
að eftirlitsmaðurinn
hafi hyglað repúblikön-
um sérstaklega með því
að leyfa þeim að nota
skrifstofur kjörstjómar
sýslunnar eigi ekki við
rök að styðjast. „Það
var ekkert rangt við að
repúblikanar fengju að
nota borð kjörstjórnar-
innar til að inna verk
sitt af hendi, hafi það að
öðra leyti verið lög-
legt.“
Lagaprófessorinn
segir að þótt skráning-
arupplýsingar um kjós-
endur séu yfirleitt trún-
aðarmál séu
starfsmenn stjómmála-
flokkanna undanþegnir
þessum takmörkunum
samkvæmt lögum Flór-
ída. Repúblikanar hafi
haft rétt á að fá upplýs-
ingamar sem þurfti á
umsóknimar og hafi reyndar haft
nafnnúmer kjósendanna í eigin tölv-
um. „Lög Flórída kveða á um að
kjósendumir leggi fram umsóknir
(sem var gert) og „láti í té“ nafnnúm-
er sem aðrir gerðu fyrir þeirra hönd.
Ekki er tekið fram að enginn annar
megi snerta þær eða fylla út umsókn-
imar.“
Ástæða þess að repúblikanar
þurftu að bæta nafnnúmeram kjós-
endanna við umsóknimar er sú að
prentsmiðja þeirra uppgötvaði að
númerin vantaði á umsóknareyðu-
blöðin. Þessi mistök uppgötvuðust
ekki fyrr en eyðublöðin höfðu verið
send til kjósendanna. Þegar
repúblikanar komust að þessu ósk-
uðu þeir eftir því að fá að bæta nafn-
númeranum við á skrifstofu kjör-
stjórnarinnar og eftirlitsmaðurinn
varð við þeirri beiðni.
„Gróf afbökun á lögunum“
Lagaprófessorinn kemst að þeirri
niðurstöðu að umsóknirnar í Semin-
ole hafi ekki verið ólöglegar og utan:
kjörstaðaratkvæðin séu því gild. „I
lögum Flórída er tekið mjög skýrt
fram að gallar á umsóknum fyrir lög-
lega kjósendur ógildi ekki atkvæði
þeirra," segir Lindgren. „Enginn
dómstóll, sem fylgir lögum Flórída,
gæti strikað út 4.700 til 15.000 utan-
kjörstaðaratkvæði þegar ekkert
þeirra er ólöglegt."
The New York Times tók í sama
streng í forystugrein í gær. Blaðið
segir að eina leiðin til að hafna at-
kvæðum umræddra kjósenda
repúblikana í Seminole væri að hafna
öllum utankjörstaðaratkvæðunum
15.000 þar sem ógjömingur væri að
greina hópana tvo í sundur. „Það
væri gróf afbökun á lögum Flórída
og almennri réttsýni að hafna svo
mörgum atkvæðum, sem borgarar
Flórída greiddu í góðri trú, á þeirri
forsendu að embættismenn sýslunn-
ar hafi gerst sekir um dómgreindar-
brest með því að leyfa starfsmönnum
flokks að fylla út umsóknareyðublöð
fyrir utankjörstaðarseðla."
Gore gagnrýndur
The New York Times gagnrýnir
A1 Gore fyrir að hafa ekki hvatt
stuðningsmenn sína til að falla frá
dómsmálinu eða lýsa því skýrt yfir að
ekki kæmi til greina að hann hagnað-
ist á niðurstöðu þess. Blaðið lýsir af-
stöðu varaforsetans sem „skorti á
stjórnvisku". „Við höfum stutt til-
raun hans til að vinna upp forskot
George W. Bush með því að bæta við
atkvæðum sem voru lögð til hliðar
með ósanngjörnum hætti í sýslunum
Palm Beach og Miami-Dade. En
Gore ætti ekki að sigra með því að
draga frá atkvæði sem vora greidd
keppinaut hans með löglegum
hætti.“
Gore virðist fylgjast grannt með
dómsmálinu í Seminole þótt hann
taki ekki þátt í því. Hann rakti stað-
reyndir málsins þegar hann ræddi
við blaðamenn í Hvíta húsinu í fyrra-
kvöld. Hann sagði að starfsmönnum
Demókrataflokksins hefði ekki verið
gefinn kostur á að breyta umsóknar-
eyðublöðum sem vora ekki fyllt út á
réttan hátt. „Mér sýnist þetta ekki
vera sanngjarnt," bætti hann við.
För geimfeijunnar Endeavour til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Unnið að lag-
færingum á
sólarrafhlöðum
Canaveral-hSrði, Houston. AFP, AP, Reuters.
TVEIR geimfarar úr áhöfn geim-
ferjunnar Endeavour luku í fyrrinótt
við að tengja sólarrafhlöður sem þeir
höfðu komið fyrir á Alþjóðlegu geim-
stöðinni á sunnudag. Raforkuforði
geimstöðvarinnar eykst til muna
með tilkomu sólarrafhlöðubúnaðar-
ins og verður nú unnt að taka alla
hluta hennar í notkun.
Geimgangan í fyrrinótt tók sex og
hálfa klukkustund en auk þess að
ljúka við að tengja rafhlöðumar
komu þeir Joe Tanner og Carlos
Noriega fyrir loftnetsdiski á eining-
unni Unity og undirbjuggu lægi þar
sem rannsóknareiningin Destiny
verður tengd við geimstöðina í næsta
mánuði. Þegar fyrri sólarrafhlöðu-
vængurinn var settur upp á sunnu-
dag losnuðu tveir strengir af vindum
og talíum svo vængurinn var ekki al-
veg útbreiddur. I geimgöngunni í
fyrrinótt báru geimfaramir mynda-
vélar á hjálmunum sem sendu mynd-
ir af slöku strengjunum svo unnt
væri að undirbúa viðgerðir. Áformað
var að Tanner og Noriega færa svo í
þriðju geimgöngu sína í nótt til að
ljúka lagfæringum á strengjunum.
Sólarrafhlöðuvængimir era sam-
anlagt 73 metrar að lengd og era
11,4 metrar að breidd en þeir vega
samtals um 17 tonn. Búnaðurinn
kostaði um 600 milljónir bandaríkja-
dollara, eða um 52 milljarða króna,
og gert er ráð fyrir að hann geti
framleitt 64 kílóvött af rafmagni.
Sést frá jörðu
Alþjóðlega geimstöðin er á spor-
baug í 376 km fjarlægð og hún fer 16
hringi í kringum jörðina á degi
hverjum, frá vestri til austurs. Eftir
að sólarrafhlöðuvængjunum var
komið fyrir er geimstöðin nú vel
greinanleg frá jörðu og er raunar
með björtustu hlutunum sem sjást á
næturhimninum. Að sögn stjörnu-
fræðinga sést hún best einum til
tveimur klukkustundum fyrir sólar-
upprás eða eftir sólarlag því þá er
himinninn myrkur en stöðin upplýst.
Á vef Geimferðastofnunar Banda-
ríkjanna (NASA) um Alþjóðlegu
geimstöðina er að finna upplýsingar
um hvenær hún mun sjást frá ís-
landi. Slóðin er http://space-
flight.nasa.gov.