Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Þar sem mannbætandi
kyrrðin ríkir
TðNLIST
Geislaplötnr
KAMMERKÓR
SUÐURLANDS
Ég byrja reisu niín - íslensk
kirkjutónlist í þúsund ár: Gunnar
Reynir Sveinsson: Missa Piccola.
Bára Grímsdóttir: Eg vil lofa eina
þá. Elín Gunnlaugsdóttir: Á Guð
skal heita. Ingibjörg Bergþórsdótt-
ir: Sýn mér sólar faðir (úts. Jakob
Hallgrímsson). Sálmar við íslensk
þjóðlög: Ég byrja reisu mín (úts.
Smári Olason), Sólin upprunnin er,
Verónikukvæði (úts. Jakob Hall-
grímsson), Horæ Canonicæ (úts.
Smári Ólason), Um það hvað hé-
gómlegur hlutur veröldin sé (úts.
Elín Gunnlaugsdóttir), Forgefins
muntu mér (úts. Bára Grímsdóttir),
Ó, Guð ég aumur leita (úts. Hróðm-
ar Ingi Sigurbjörnsson). Sekvensía
úr Þorlákstíðum: Innocentem te
servavit (úts. Smári Ólason). Sekv-
ensía Ólafs helga. Hljóðfæraleikur:
Kolbcinn Bjarnason (flauta), Kári
Þormar (orgel). Einsöngur: Finnur
Bjarnason (tenór), Eyrún Jónas-
dóttir (mezzosópran), Magnea
Gunnarsdóttir (sópran). Kór:
Kammerkór Suðurlands. Stjórn-
andi: Hilmar Örn Agnarsson. Út-
gefandi: Smekkleysa í samvinnu við
Kammerkór Suðurlands, SMK 17.
Heildarlengd: 60’30. Verð kr. 2.199.
í OFLÆTI okkar og hroka höldum
við íbúar höfuðborgarsvæðisins
stundum að Reykjavík sé nafli lands-
ins og að héðan stafi allt það merkasta
í listum og menningu. Eg skammast
mín fyrir að viðurkenna að ég hafði
ekki miklar væntingar til geislaplötu
Kammerkórs Suðurlands, þrátt fyrir
einstaklega fallegar umbúðir sem um
gripinn eru.
Það sem fyrir eyru bar var í senn
sjokkerandi og einstaklega ánægju-
legt. Sjokkerandi vegna þeirra for-
dóma í hugskoti mínu sem ég hafði
gerst sekur um og ánægjulegt vegna
þess að hér er vandað svo vel til verka
að unun er að.
Undirtitili geislaplötunnar Ég
byija reisu mín er íslensk kirkjutón-
list í þúsund ár. Elstu verkin eru
Sekvensía (fagnaðarsöngur) Ólafs
Helga frá 11.-12 öld og A Guð skal
heita sem er 27. erindi Sólarljóða frá
13. öld en hljómar hér við lag ungs ís-
lensks tónskálds, Elínar Gunnlaugs-
dóttur. Tvær aðrar konur úr tón-
skáldastétt, þær Bára Grímsdóttir og
Ingibjörg Bergþórsdóttir, eiga sitt
verkið hvor. Plötunni lýkur á Missa
Piccola eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Önnur verk eru flutt hér í útsetning-
um þeirra Báru og Elínar en auk
þeirra hafa Smári Olason, Hróðmar
Ingi Sigurbjörnsson og Jakob Hall-
grímsson raddsett sálmalög úr ýms-
um fornum innlendum handritum.
Yfir þessum diski ríkir mannbæt-
andi kyn’ð, friðsælt yfirbragð hans er
í senn hátíðlegt og fallegt. Ekki ber
svo að skilja að allt sé yfirmáta al-
varlegt og því síður dauft. Langt er
síðan að ég hef hlustað á geisladisk
með kirkjutónlist sem hefur verið svo
notalegur áheymar. Þetta ber að
þakka vel samsettri efnisskrá, áhuga-
verðu vali á tónlist, áheyrilegum út-
setningum og síðast en ekki síst flutn-
ingi sem í hvívetna er hinn
vandaðasti. Kammerkór Suðurlands
stenst greinilega samanburð við
bestu kóra landsins, nákvæmni,
snerpa, góður samhljómur og fallegur
tónn einkennir söng hans. Stjómandi
kórsins, Hilmar Öm Agnarsson, hef-
ur unnið gott starf með þessu af-
bragðs söngfólki. Hljóðfæraleikar-
amir, þeir Kári Þoi-mar organisti og
Kolbeinn Bjamason flautuleikari,
skila sínu með stakri prýði og það
sama á við um einsöngvarana Magn-
eu Gunnarsdóttur, Eyrúnu Jónas-
dóttur og Finn Bjamason. En það er
kórinn og stjómandi hans sem era
stjömumar hér.
Af mörgu er að taka þegar nefna á
minnisstæð verk á diskinum en pláss-
ins vegna verður fátt eitt nefnt. Út-
setning Smára Ólasonar á Innocent-
em te servavit úr Þorlákstíðum er t.d.
ákaflega falleg og framúrskarandi vel
flutt. Sömuleiðis Sekvensía Ólafs
helga sem á köflum minnir sterklega
á tónlist Hildegard von Bingen, og þá
sérstaklega þegar kvennaraddimar
syngja einar. Missa Piccola Gunnars
Reynis Sveinssonar er áheyrilegt og
áhrifaríkt verk sem vinnur mjög á við
endurtekna hlustun. Einkum er loka-
kaílinn, Agnus Dei, magnaður. Og
ekki get ég stillt mig um að nefna lag
Bára Grímsdóttui’, Eg vil lofa eina þá.
Þetta frábæra lag hittir bókstaflega
beint í mark. Létt og næstum poppað
yfirbragð lagsins er svo heillandi að
það á vafalaust eftir að öðlast sess í
hjörtum landsmanna, líkt og sálmur
Þorkels Sigurbjömssonar, Heyr
himna smiður, hefur gert, þótt ólíkur
sé. Vonandi á Bára meira af slíku góð-
gæti í fóram sínum!
Það er sérstakt fagnaðarefni þegar
tónlistarfólk fer ótroðnar slóðir og
gætu margir tekið sér metnaðarfullt
framtak Kammerkórs Suðurlands sér
til fyrirmyndar.
Þessum diski má mæla með af heil-
um hug.
Valdemar Pálsson
Jólatónleik-
ar fjögurra
kóra
JÓLATÓNLEIKAR fjögurra kóra,
alls um 160 manns, verða haldnir í
Grafarvogskirkju á morgun, föstu-
dag, kl. 20, í Ytri-Njarðvíkurkirkju á
laugardag kl. 14 og í Grindavíkur-
kirkju á laugardag kl. 17.
Kóramir eru: Regnbogakórinn og
Rauða kross-kórinn úr Reykjavík,
Brimkórinn frá Grindavík og
Kvennakór Suðumesja. Einnig mun
byrjendahópur Söngseturs Estherar
Helgu og hópur frá Foreldrafélagi
einstakra barna syngja.
Flutt verða m.a. verkin Jólarokk,
Hugljúf jólalög, „Gospel“-jólalög, Ó,
helga nótt og síðast en ekki síst Jóla-
klukkur eftir Hreiðar Inga Þor-
steinsson, en hann samdi þetta verk
sérstaklega fyrir þessa tónleika.
Sara Guðmundsdóttir úr hljómsveit-
inni Looq syngur einsöng ásamt
bjöllukór o.fl.
Stjórnandi: Esther Helga Guð-
mundsdóttir. Einsöngur: Agnar
Steinsson, Bryndís Petra Bragadótt-
ir, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Sara
Guðmundsdóttir og Johnny Grétars-
son. Píanó: Hreiðar Ingi Þorsteins-
son. Trommur: Benedikt Brynleifs-
son. Bassi: Birgir Kárason.
Esther Helga Guðmundsdóttir er
stjórnandi allra þessara kóra. Hún
rekur Söngsetur Estherar Helgu
þar sem hún kennir einsöng og held-
ur m.a. námskeið fyrir laglausa sem
lagvísa en frá þeim námskeiðum
spratt Regnbogakórinn og hefur
hann starfað í á þriðja ár. Rauða
kross-kórinn samanstendur af
starfsfólki Rauða kross Islands og er
þetta annað starfsár kórsins. Þegar
Esther Helga fluttist til Grindavíkur
fyrir rúmu ári hóf hún starfsemi
Brímkórsins og eru meðlimir kórsins
orðnir um 40 talsins. Esther Helga
hefur nýlega tekið við stjórn
Kvennakórs Suðumesja.
Ykkar einlæg
Elsa Sigfúss
YKKAR einlæg er tit-
illinn á nýjum geisla-
diski sem hefur að
geyma 26 lög í flutningi
söngkonunnar Elsu
Sigfúss. Umsjón með
útgáfunni höfðu þau
Vala Kristjánsson og
Trausti Jónsson en
þetta er annar diskur-
inn með söng Elsu sem
þau standa að útgáfu á
undir merkjum Smekk-
leysu. í bæklingi með
disknum era stuttar
greinar eftir þá Pétur
Pétursson og Bjarka
Sveinbjömsson um
Elsu og tónlistarferil hennar.
Aður en fyrri diskurinn, Vals
moderato, kom út fyrir tveimur áram
kunnu sárafáir Islendingar undir
fimmtugu skil á söngkonunni Elsu
Sigfúss, sem var fædd í Reykjavík ár-
ið 1908 og lést í Danmörku 1979 eftir
langan og farsælan söngferil þar í
landi. Diskurinn vakti hins vegar ljúf-
ar minningar hjá hinum eldri og að
sögn Völu kunnu líka fjölmargir yngri
hlustendur að meta ómþýðan söng
Elsu, svo að talsvert hefur nú fjölgað í
aðdáendahópnum.
Mikill fengur að tíu Iögum
eftir Sigfús Einarsson
Á fyrri geislaplötunni var léttari
tónlist og aðallega frá fyrri hluta
söngferils Elsu en sú sem nú er
nýkomin út er meira á andlegum nót-
um og sýnir hina alvarlegri hlið söng-
konunnar. Meirihluti laganna á síðari
plötunni er frá síðari hluta ferilsins og
er þar aðallega að finna tráarlega
tónlist og nokkur íslensk sönglög. Að
sögn Völu er þar sérstaklega mikill
fengur að tíu lögum eftir íoður söng-
konunnar, Sigfús Einarsson, sem
fæst hafa komið út áður. Þá Segir hún
það líka skemmtilegt að
móðfr Elsu, Valborg
Einarsson, leiki undir á
píanó í dijúgum hluta
laganna á plötunni. Tvö
síðustu lögin eru svo eft-
ir Elsu sjálfa og flytur
hún þau við orgelundir-
leik Páls Isólfssonar.
Vala segh’ það alla tíð
hafa verið einkennandi
fyrfr túlkun Elsu hve
einlæg hún var. Hún tal-
ar um sérstaka nálægð í
röddinni sem hún kveðst
ekki hafa kynnst hjá
neinum öðram söngvara
íslenskum. „Þegar ég
hlusta á hana finnst mér hún syngja
beint til mín - þess vegna valdi ég tit-
ilinn Ykkar einlæg,“ segir hún.
Segja má að söngferill Elsu hafi
verið tvíþættur. Hún var dægurlaga-
söngvari en jafnframt túlkandi sí-
gildrar tónlistar. Hlustendahópur
Elsu í Danmörku mun hafa verið
breiðastur á áranum 1938-42 og fram
yfir 1950 var hún meðal vinsælustu
dægurlagasöngvara þar í landi, en að
sögn Völu nýtur rödd hennar sín
einnig sérstaklega vel í tráarlegri
tónlist á lægri nótunum. „Hún var
mjög tráuð kona sjálf,“ segir Vala og
bætir við að án efa haíl verið ákveðin
togstreita í hennar huga hvora leiðina
hún skyldi velja. „Hún var í dægur-
lögunum sem allir vildu heyra en and-
lega tónlistin togaði líka í hana,“ segir
Vala. Hún rifjar upp að Elsa hafi ein-
hverju sinni verið spurð í viðtali í
dönsku blaði hvaða lag hún héldi allra
mest upp á. „Þá nefndi hún lagið
„Fred hviler over land og by“ eftir R.
Bay við ljóð B.S. Ingemann, sem er
einmitt fjórða lagið á diskinum. Ekki
vegna þess að það hafi verið svo
tæknilega fullkomið, en vegna orð-
anna, eins og hún sagði.“
Elsa Sigfúss
Kammersveit Tónlistarskólans ásamt stjórnanda sínum Óliver Kentish.
Jólatónleikar Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar
Á AÐVENTUNNI eru ávallt
haldnir Ijölmargir og fjölbreyttir
tónleikar í Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar - Hásölum. Næstkomandi
laugardag heldur Kammersveit
skólans tónleika kl. 16.
Flutt verða verk eftir J.S. Bach,
Pachelbel, Þorkel Sigurbjörnsson
og Albinoni og einnig verður
frumflutt nýtt verk eftir Óliver
Kentish sem hann hefur samið til
minningar um Guðna Þ. Guð-
mundsson organista og kennara
við Tónlistarskólann til margra
ára, en Guðni lést í sumar Iangt
fyrir aldur fram. Margir nemend-
ur sveitarinnar koma fram á tón-
leikunum sem einleikarar og Sif
Björnsdóttir nemandi sljórnar
sveitinni í verkum Þorkels. Með
Kammersveitinni leika einnig
Kári Þormar á orgel og Guðrún
Guðmundsdóttir á sembal. Hljóm-
sveitarstjóri Kammersveitarinnar
er Óliver Kentish.
Sunnudaginn 10. desember kl.
16 heldur Kammerkór Hafnar-
fjarðar tónlcika í Hásölum. Flutt
verða lög víðsvegar að úr heimin-
um og nokkrar af perlum jólalag-
anna. Gestir Kammerkórsins á
þessum tónleikum verða Kór eldri
félaga Fjölbrautaskólans í Breið-
holti og Lúðrasveit Hafnarljarðar
undir sljórn Stefáns Ó. Jakobsson-
ar. Með Kammerkórnum leikur
Valgerður Andrésdóttir á píanó
en stjórnandi kórsins er Erna
Guðmundsdóttir.
Alla næstu viku verður mikið
um að vera í Tónlistarskóla Hafn-
aríjarðar því á mánudag og
þriðjudag, 11. og 12. desember,
verða jólatónleikar og jólaball for-
skóla I og II. Að loknum söng og
hljóðfæraleik forskólabarnanna er
slegið upp jólaballi þar sem kenn-
arahljómsveitin leikur fyrir dansi
og jólasveinninn lítur inn.
Miðvikudaginn 13. desember
verða tvennir tónleikar í skólan-
um. Jólatónleikar grunndeildar
heljast kl. 18 þar sem leikgleðin
er allsráðandi og stuðningur for-
eldra mikill. Um kvöldið kl. 20
verða síðan jólatónleikar mið-
deildarinnar með ijölbreyttri dag-
skrá í hljóðfæraleik og söng.
Fimmtudaginn 14. desember kl.
20 verða tónleikar framhalds-
deildar þar sem fram koma nem-
endur sem lengst eru komnir í
námi i skólanum.
Allir eru hjartanlega velkomnir
á jólatónleika Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar í Hásölum.
Að skemmta sér
í líflegum leik
TOJVLIST
Frfkirkjan
KAMMERTÓNLEIKAR
Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt
félögum, fluttu Serenöðuna stóru, í
B-dúr, K-361, eftir Mozart.
Þriðjudagurinn 5. desember, 2000.
SERENAÐAN stóra í B-dúr, er
eitt af þeim verkum eftir Mozart,
sem ekki er fyllilega vitað um hve-
nær það var samið, enda er verkið
ýmist sagt vera fyrir 12, 13 og jafn-
vel 14 flytjendur, eins og það var
uppfært á tónleikum Blásarakvint-
etts Reykjavíkur sl. þriðjudag, í
Fríkirkjunni í Reykjavík. Það er vit-
að að Mozart mun ekki hafa til-
greint kontrafagott, aðeins kontra-
bassa og þaðan af síður þrjú fagott,
aðeins tvö. Þá er það nokkuð Ijóst að
sjö kaflar verksins voru ekki allir
samdir á sama tíma og þykja einnig
bera nokkur merki um áhrif' frá óp-
eranum Don Giovanni (III. þáttur-
inn) og í tilbrigðaþættinum (V. til-
brigðið) þykir margt vera sláandi
líkt og getur að heyra í Cos fan tutti.
Þá era skilin á milli IV. og V. til-
brigðis óvenjuleg. Það er talið nokk-
uð víst að þriðja þættinum sé bætt
við síðar en sá kafli og reyndar til-
brigðaþátturinn gera verkið sinfón-
ískt að gerð.
Þetta glæsilega verk var mjög vel
flutt og þó öll hljóðfærin hafi nóg að
sýsla vora klarinettin og óbóin í
sams konai’ stöðu og fiðlurnar hafa í
sinfóníunum (sem Mozart kallaði
sumar hveijar serenöður). Það er
t.d. athyglisvert að hornin, sem eru
fjögur, fá sjaldan sólóstrófur, aðeins
í tríói II, í fyrri menúettinum og í
samspili við bassetthornin í tilbrigði
nr. II. Að öðra leyti era homin að
mestu notuð sem pedalhljóðfæri.
Samleikur bassetthornanna t.d. við
klarinettin var sérstaklega
skemmtilegur í hljóman.
Á köflum er verkið mjög þétt í
hljóman, frá hendi Mozarts, en flytj-
endum tókst að stilla sig svo vel
saman, að ráðandi tónferli verksins
fékk ávallt að njóta sín. Hægu þætt-
imir vora einstaklega fallega leiknir
og sömuleiðis tríóþættinrnir í báð-
um menúettunum, þar sem minna er
umleikis í hljóðfæraskipan. Eins og
fyrr segir, era „tutti“-kaflarnir
hlaðnir í hljóman en þar í mót kem-
ur einstaklega skemmtilegur tema-
leikur meistarans og í lokaþættinum
er hann greinilega að skemmta sér,
sem og flytjendur gerðu einnig með
sérlega líflegum leik sínum.
Þeir sem stóðu að þessum frá-
bæra flutningi voru óbóistarnir Daði
Kolbeinsson og Peter Tompkins og
á klarinett og bassetthom léku Ein-
ar Jóhannesson, Sigurður Ingvi
Snorrason, Kjartan Oskarsson og
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson. Hom-
istarnir vora Joseph Ognibene, Stef-
án Jón Bernharðsson, Þorkell Jóels-
son og Emil Friðfinnsson. Þeir sem
sáu um djúpraddirnar vora fagott-
leikaranir Hafsteinn Guðmundsson,
Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergs-
son og Richard Korn á kontrabassa.
Jón Ásgeirsson