Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ranghugmyndum um
Grænlendinga eytt
Engin venjuleg
klukka
BÆKUR
UT er komin hjá
Skálholtsútgáfunni
barnabókin Einn
dagur - þúsund ár
eftir Elínu Elísabetu
Jóhannsdóttur. Und-
irtitill bókarinnar er
Sagan af Snorra og
Eddu. Höfundurinn
segir söguna vera
samtengingu milli
Islandssögunnar og
nútímans. „Markmið-
ið með bókinni er að
vekja áhuga barna á
íslandssögunni,
hvaðan við komum
og hvers vegna við
erum eins og við er-
um,“ segir Elín El-
ísabet. Bókin er skrifuð út frá
sjónarhorni kristnitökunnar og í
tilefni kristnitökuafmælisins,
„þannig að þeir atburðir og þær
söguhctjur sem koma fram í bók-
inni tengjast þeim þætti íslands-
sögunnar á einn eða annan hátt“,
segir hún en leggur þó áherslu á
að bókin sé hvorki kennslu- né
trúboðsrit. Heldur dularfullt,
spennandi og jafnvel svoh'tið
fyndið ævintýri. Brian Pilkington
myndskreytti bókina og ber Elín
mikið lof á samvinnuna við hann.
„Fyrir utan það hvað hann er
mikill meistari Ijóss og skugga -
sem gefur myndunum dularfullan
blæ.“
Þúsund ár skilja þau að
„Sagan segir frá honum
Snorra, tólf ára strák sem á
heima í Laugarneshverfínu í
Reykjavík. Hann er sonur forn-
leifafræðings sem vinnur á
Þjóðminjasafninu en Þjóðminja-
safnið er í viðgerð og þess vegna
hefur forngripunum verið dreift
um bæinn í geymslu. Það hefur
fundist gömul klukka sem á eftir
að aldursgreina og pabbi hans
Snorra hefur lofað að geyma
hana fyrir Þjóðminjasafnið. Og
einmitt þegar Snorri er að setja
persónulegt met í tölvunni er
dyrabjöllunni hringt og fyrir utan
stendur maður með þessa klukku,
sem er úr steini og mjög stór. Áð-
ur en Snorri veit af er klukkan
komin inn í stofu og auðvitað er
Snorri eins og allir tólf ára strák-
ar ofboðslega forvitinn. Hann
opnar dyr á klukkunni og er allt í
einu kominn inn í hana. Þá rekst
hann í gangverkið, sem gerir það
að verkum að klukkan fer af
stað,“ segir höfundurinn og upp-
Iýsir að á klukkuna sé letrað:
Einn dagur - þúsund ár. „Sem
gefur nú ýmislegt í skyn - þetta
er ekkert venjuleg klukka. Um
nóttina dreymir Snorra draum
sem verður til þess að hann
ákveður að fara inn í klukkuna.
Þá sér hann Ijóstýru í botni
klukkunnar og gengur í áttina að
Ijósinu og er þá kominn að hellis-
opi. Hann sér að hann er staddur
utan í hlíð, þar eru kindur á beit
og stelpa, sem reynist heita Edda.
Þeim bregður báðum í brún þeg-
ar þau hittast. Fljótlega átta þau
sig á því að þau eru jafngömul og
bæði Islcndingar en einn mikil-
vægur þáttur skilur þau að; það
eru þúsund ár,“ segir Elín.
Fylgjast með kristnitökunni
á Þingvöllum
„Þau átta sig brátt á því hvern-
ig hægt er að nýta sér þessa
klukku. Einmitt þcgar þetta er að
gerast eru mjög mikil umbrot í
þjóðfélaginu Eddu megin, það er
verið að taka mjög stóra ákvörð-
un og menn eru mjög ósammála.
Hennar heimafólk er norrænnar
trúar og mjög mikið á móti krist-
inni trú. Snorri er alinn upp í
kristni eins og flestir íslenskir
krakkar og veit álíka Iitið um
þetta og þeir en á tímaferðalagi
sínu fylgjast þau óvart
með því hvernig
kristni kemst á í land-
inu.“ Þau Snorri og
Edda ferðast um hinn
íslenska tíma með
klukkunni og koma
víða við; á Þingvöllum
við Öxará þegar
kristni er lögtekin, í
Vínlandi þar sem Guð-
ríður Þorbjarnardóttir
er nýbúin að fæða
Snorra Þorfínnsson, í
fjósinu þar sem Oddur
Gottskálksson er að
þýða Nýja testament-
ið, hjá Guðmundi
góða, Ara fróða, eld-
klerknum Jóni Stein-
grímssyni og jafnvel til framtíðar-
innar. Þau verða svo fræg að
komast tvisvar sinnum til Vest-
mannaeyja; eldgosnóttina 23. jan-
úar 1973 og daginn örlagaríka ár-
ið 1627 þegar Tyrkir rændu þar
fjölda fólks og námu á brott.
Ekki eiga neitt við klukk-
una, Edda, ég held að
hún skilji alveg hvert við
viljum fara. Þau settust
inn í dimma klukkuna og ekki leið
á löngu áður en þau sáu Ijós langt í
burtu. Þau gengu í áttina að ljós-
inu. Þau komu út í hellisskúta í
Heimaey. Það var skrýtið að sjá
eyjuna baðaða sól. Mikið var hún
falleg. Þau stóðu fyrir ofan þorpið
og horfðu yfir vikina. - Sjáðu segl-
skipið, þarna úti! sagði Snorri og
benti. Þetta eru örugglega Tyrk-
irnir. Þau fylgdust með þegar skip-
ið lagði að og sáu þegar Tyrkirnir
réðust í land. Þeir fóru um allt og
rændu fólki.
- Hvers vegna skyldu þeir gera
þetta? sagði Snorri reiður.
- Þeir ætla að nota fólkið fyrir
þræla, sagði Edda.
Þetta er hræðilegt. Ég get ekki
horft upp á þetta, sagði Snorri og
arkaði niður í þorpið.
- Nei, Snorri, þeir taka þig,
hrópaði Edda en Snorri heyrði
ekkert í henni. Hún hljóp á eftir
honum til þess að reyna að stöðva
hann.
En það var of seint. Tveir stórir
Tyrkir komu auga á þau og tóku
þau til fanga.
- Slepptu mér, hrópaði Edda og
reyndi að sparka í manninn sem
hélt henni fastri. Ég er ekki frá
þessum tíma. Ég er gestur úr for-
tíðinni! En Tyrkinn skildi ekki eitt
einasta orð.
Snorri barðist um á hæl og
hnakka en ræninginn var sterkari
en hann og Snorri gat alls ekki
undið sig úr fanginu á honum. Þeir
fóru með þau út í skipið, skelltu
þeim niður á þilfarið og bundu þau
á höndum og fótum.
- Hvað gerum við nú? kjökraði
Snorri.
- Við hljótum að losna úr fjötr-
unum, sagði Edda hughreystandi.
Við erum ekki frá þessum tíma.
Við hljótum að finna leið heim.
Rétt hjá þeim sat falleg ung
kona með lítinn dreng sér við hlið.
Hún var líka bundin eins og þau.
Drengurinn hjúfraði sig upp að
henni.
- Hvað heitir þú? spurði Edda.
Hún fann mjög til með konunni og
barninu.
- Ég heiti Guðríður Símonar-
dóttir, sagði konan. Þetta er
hræðilegt. Maðurinn minn gat ekki
bjargað okkur. Ó, kannski sé ég
hann ekki aftur. - Snorri, hvernig
fer þetta? Kemst fólkið ekki heim
aftur? spurði Edda angistarfull. -
Ég las að sumir hefðu komist heim
en aðrir ekki, hvíslaði hann. Ég
held að þessi kona komi heim aft-
ur. Ég held að þetta sé konan sem
síðar var kölluð Tyrkja-Gudda.
Ur Einn dagur - þúsund ár
Lílsreynsliisugur
SEIÐUR GRÆNLANDS
eftir Reyni Traustason. íslenska
bókaútgáfan ehf., Reykjavík 2000,
240 bls.
SEX íslendingar, búsettir á
þremur svæðum á suðurhluta
Grænlands, magna seið Grænlands í
samnefndri bók Reynis Traustason-
ar, svo úr hefur orðið allfróðlegt
verk. Islendingarnir segja frá lífi
sínu á Grænlandi og kynnum sínum
af Grænlendingum, svo óhætt er að
fullyrða að spurningunni um það
hvernig sé að búa á Grænlandi sé
svarað upp á tíu.
íslendingarnir sex starfa á ólík-
um sviðum og hafa það býsna gott.
Sumir líta á sig sem gesti, en aðrir
hugsa sér ekki að koma „heim“ aft-
ur. Allir eiga þeir þó sameiginlegt
að hafa flutt til Grænlands á fullorð-
insaldri, sumir eiga grænlenskan
maka og börn með honum og aðrir
alíslenska fjölskyldu, svo dæmi séu
tekin. En hvaða fólk er þetta? Hér
segja frá þau Stefán Hrafn Magn-
ússon, hreindýrabóndi í Isartoq,
Helgi Jónasson, verkstjóri og ferða-
frömuður í Narsaq, Kristjana Guð-
mundsdóttir Motzfeldt, landstjóra-
frú í Nuuk, Gunnar Bragi Guð-
mundsson, forstjóri Nuka A/S, eins
stærsta sjávarútvegsfyrirtækis
Grænlands, kona hans, Halldóra
Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og deildarstjóri á Dronnings Ing-
rids Hospitale í Nuuk, og Sigurður
Pétursson, skipstjóri og útgerðar-
maður í Kuummiit. Allir sögumenn
segja frá í fyrstu persónu og geri ég
ráð fyrir að Reynir Traustason
byggi bókina á viðtölum við fólkið,
en hann dvaldi í tvo mánuði á
Grænlandi við samantekt hennar,
en greinir lítið frá efnistökum sín-
um umfram það. Markmið höfundar
er mjög skýrt; að eyða ranghug-
myndum um Grænlendinga og gefa
Islendingum raunverulega innsýn í
grænlenskt samfélag. Að mínum
dómi hefur Reynir náð markmiði
sínu, þótt hann haltri svolítið um
eftir að hafa skotið sig í fótinn með
því að ala á fordómum í garð Kín-
verja um leið og hann kveður niður
fordóma okkar um Grænlendinga.
Hann lætur einn sögumann komast
BÆKUR
Héraðssaga
Langnesingasaga
II
eftir Friðrik G. Olgeirsson
Saga byggðar á Langanesi frá
1918-2000.
títg.: Þórshafnarhreppur,
2000,405 bls.
EINUNGIS tvö ár eru síðan fyrra
bindi Langnesingasögu kom út og er
því skammt stórra högga á milli hjá
hinum verkmikla höfundi.
I þessu bindi er byrjað þar sem
frá var horfið í fyrra bindi, eins og
gefur að skilja, og hefst því sagan ár-
ið 1918 og heldur áfram til aldarloka.
Nýir tímar koma með miklum breyt-
ingum. Aðalbreytingin er líklega sú
að á þessum tíma vex upp kauptún,
Þórshöfn, og verður mikill hluti bók-
ar þroskasaga Þórshafnar. Á sama
tíma fækkar fólki í sveitinni og jarðir
leggjast í auðn. Árið 1918 búa ein-
ungis áttatíu manns á Þórshöfn, en
aðrir Langnesingar voru 347. Undir
upp með að fullyrða að Kínverjar
séu leiðinlegir! Og elur líka á for-
dómum um íslendinga með því að
fullyrða að sögumenn bókarinnar
séu víkingar. Sleppum þó þessum
smáatriðum.
Ég hafði ekki hugmynd um að
Nuuk, höfuðstaður Grænlands, væri
ósköp svipaður og t.d. Akureyri eða
Isafjörður. Ég hefði ekki einu sinni
getað bent á Nuuk á landakorti um-
hugsunarlaust. Þar eru pizzastaðir,
umferðarljós og allt sem íslending-
ar þekkja úr sínum eigin þéttbýlis-
kjörnum. I máli sumra viðmælenda
kemur fram fróðleg umfjöllun um
áfengisvandamál Grænlendinga og
er varpað fram áhugaverðum kenn-
ingum um orsakir sjálfsvíga ungi-a
Grænlendinga. Þetta eru mjög for-
vitnileg málefni. Sama má segja um
samgöngumálin og margt fleira.
Þótt viðmælendurnir endurtaki
stundum hver annan eins og búast
má við er hitt þó ólíkt betra þegar
þeir nálgast svipaða hluti úr ólíkum
áttum. Til dæmis borðar „Ismaður-
inn“ Sigurður Pétursson úldið sel-
kjöt með bestu lyst, en fram kemur
í máli Halldóru Grétarsdóttur
hjúknanarfræðings hvemig slíkt
getur ógnað heilsu manna. „Algengt
er að fólk láti slá í selkjötið og borði
það þannig," segir Sigurður á einum
stað og heldur áfram: „Það þykir
jafnvel betra og algengt er að sjá
bala með spiki og kjöti inni í íbúðar-
húsum, geymt við stofuhita. Fram-
an af fannst mér ekki geðslegt að
borða þetta hálfúldið en í dag er
mér alveg sama og ég innbyrði
þetta með bestu lyst.“ (228) Fróð-
legt er að bera þessa frásögn saman
við frásögn Halldóru, sem segir frá
baráttu fyrrverandi landlæknis
Grænlands sem var áhugasamur
um að upplýsa fólk um hættulegar
sýkingar af völdum bakteríu sem
þrífst vel í selkjöti sem ekki er rétt
meðhöndlað: „Algengt er að selkjöt-
ið sé geymt í plastpoka sem látinn
er hanga út um glugga. Landlækn-
irinn var óþreytandi að benda fólki
á að selkjöt þyrfti langan suðutíma
svo næðist að drepa bakteríuna.
Dauðsföll hafa orðið vegna eitrunar
í illa geymdu selkjöti sem staðið
hefur í stofuhita og bakteríurnar
hafa náð sér á strik með þessum af-
leiðingum. Það var illa séð að land-
læknirinn héldi þessum málum á
lofti.“ (194)
Myndir í bókinni eru allar svart-
aldamótin nálgast Þórshafnarbúar
500, en í sveitinni eru í mesta lagi
eftir 50 manns. 1918 voru 42 bú á 26
jörðum, en nú 9 bú á jafnmörgum
jörðum. Fyrrum var landbúnaður
aðalatvinnuvegurinn, nú sjávarút-
vegur, verslun, iðnaður og þjónusta.
Oll er þessi saga einkar skilmerki-
lega rakin í 12 köflum með fjölmörg-
um myndum, myndritum og töflum.
Vissulega hafa verið skin og skúr-
ir og Þórshafnarbúar hafa stundum
átt við mikla erfiðleika að etja. Vöxt-
ur kauptúnsins hefur á köflum verið
hægari en víða annars staðar - jafn-
vel staðnað alveg. Er lærdómsríkt
að lesa um ástæður þess.
Tveir kaflar eru nokkuð sérstæðir
fyrir þetta byggðarlag og munu að
líkindum vekja forvitni margra.
Annar er 2. kaflinn, Uppgangur og
hnignun á utanverðu Langanesi, þ.e.
í Heiðarhöfn norðan á nesinu og
Skálum sunnan megin.
Á öðrum áratug aldarinnar virtist
sem sjávarþorp væri að rísa í Heið-
arhöfn og bjuggu þar þá tveir til þrír
tugir manna auk margra vermanna,
en sú dýrð stóð ekki lengi.
Uppgangstími Skála hófst upp úr
hvítar og frekar óspennandi, þó með
nokkrum undantekningum. Kápan
er hins vegar frábær, grænleit, að-
laðandi og mátulega klassísk. Þótt
hér sé vissulega um að ræða fróð-
lega bók að mörgu leyti er hún þó
hvorki skemmtileg aflestrar né
spennandi. Stíllinn er almennt flat-
neskjulegur og þrátt fyrir góða
spretti viðmælenda er bókin óskap-
lega eintóna. Hver viðmælandi er
einráður í hverjum kafla og hvergi
nema í blábyrjun hvers kafla kemur
höfundur með smákynningu. Síðan
koma 20 til 30 síður innan gæsa-
lappa, hvíldarlaust. Þetta er mikill
galli og Reynir hefði mátt taka efnið
fastari tökum með því að brjóta upp
formið og grípa til þriðju persónu
frásagnar, og tengja þannig saman
tilvitnanir hjá fólkinu. Losa aðeins
um textann og vera óhræddur við
að stytta og skera það sem kemur
ekki Grænlandi við og matreiða bet-
ur góða efnið þaðan. Þá hefði efnið
ekki allt verið á breiddina eins og
raunin er, heldur á dýptina, sem er
miklu betra lesefni í svona bók.
Þess í stað eru viðmælendur látnir
segja frá misáhugaverðum atriðum,
allt í fyrstu persónu með jafnþungri
áherslu, með óþarfa nákvæmni oft
og tíðum og varla má minnast á til-
tekið atvik án þess að byrja á að-
draganda atviksins. Stundum verð-
ur þetta að ferlegu rausi hjá
sumum. Um þverbak keyrir frásögn
Stefáns Hrafns hreindýrabónda,
sem á rúmum 60 síðum talar um
lífshlaup sitt, sem vissulega er
merkilegt út af fyrir sig, en lestur-
inn verður á köflum hrikalega
þreytandi. Hann á þó góða spretti
eins og í frásögninni um ísklifr-
arann sem fór í fýlu á búgarðinum
hans og líka þegar hann skildi
kanadíska sambýliskonu sína eftir á
víðavangi á ísbjarnaveiðum og fékk
henni heilan skíðastaf sér til varnar.
Reynir hefur greinilega unnið
þetta verk samviskusamlega, dvaldi
í tvo mánuði á Grænlandi og veit því
meira en margur sem fer í dagsferð
til Kulusuk og sér þar fulla Græn-
lendinga að skemmta túristum með
trommudansi. Eftir lestur þessarai-
bókar veit ég að Grænlendingar eru
ekki alltaf fullir að spila á trommur
heldur frændrækin þjóð í stóru
landi sem glímir við sín þjóðfélags-
legu vandamál eins og aðrir, jafnt
Kínverjar sem íslendingar.
Örlygur Steinn Sigurjónsson
1910 og var mestur á þriðja áratugn-
um og fram á þann fjórða. Þegar
mest var bjuggu þar á annað hundr-
að manns og var útgerð með blóma.
Segir gerla frá mannlífi og atvinnu-
háttum á þeim tíma. Nú hefur þar
verið auðnin ein í nærfellt hálfa öld.
í 9. kafla, Stríðsumsvif og slys,
segir frá ratsjárstöð á Skálum og
Heiðarfjalli og njósnamálum smá-
skrítnum. Þeim kafla lýkur með ann-
ál um slys og óhöpp. En þau urðu
allmörg á þessu tímabili.
Aðrir kaflar segja frá þróun
byggðar á Þórshöfn (3. kafli). í 4.
kafla segir frá hafnargerð. Langur
kafli er um þróun atvinnulífs (5.
kafli). Þá eru kaflar um sveitar-
stjórn, menningu og menntir, kirkju
og kennimenn, samgöngur og
heilsugæslu. Að lokum er hin ágæt-
asta samantekt um söguna í heild
sinni.
Tilvísanaskrá er mikil í bókarlok,
heimildai'skrá sundurliðuð, mynda-
skrá og nafnaskrá.
Langnesingasaga er hið glæsileg-
asta rit, prýðilega gerð bæði af hálfu
höfundar og útgefanda.
Sigurjón Björnsson
Elín Elísabet
Jóhannsdóttir
Langnesingar
á tuttugustu öld