Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 47 v STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENDURSKOÐUÐ ÞJÓÐHAGSSPÁ HORFUR í efnahagsmálum þjóðarinnar eru dekkri á næsta ári, 2001, samkvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá, en gert var ráð fyrir í þeirri, sem lögð var fram er Alþingi kom saman í október- byrjun. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að hagvöxtur verði 1,6% á næsta ári og er það óbreytt frá fyrri spá. Hins veg- ar verður hagvöxtur á þessu ári 4%, sem er heldur meira en ráð var fyrir gert (3,6%). Nú er reiknað með, að verðlag milli áranna 2000 og 2001 hækki um 5,8%, sem er veruleg hækkun frá fyrri spá, sem gerði ráð fyrir 4% hækkun verð- lags milli þessara ára. Hækkun verð- lags á þessu ári er nú áætluð 5,2% frá árinu 1999 og er hún 0,2% hærri en áður var reiknað með. Þá er gert ráð fyrir því, að kaup- máttur ráðstöfunartekna aukist um 0,5% á næsta ári, en áður var spáð 1,5% hækkun. Kaupmáttur á milli áranna 2000 og 1999 verður meiri en áður var spáð, eykst um 2% í stað 1,5%. Atvinnuleysi verður áfram lítið á næsta ári, eða innan við 2%. Viðskiptahallinn mun enn versna á næsta ári og nema samkvæmt spánni 68 milljörðum króna, eða 9,3% af landsframleiðslu. Viðskiptahallinn á yfirstandandi ári er hins vegar áætl- aður 61,5 milljarðar króna. í endurskoðaðri spá sinni fyrir næsta ár segir Þjóðhagsstofnun, að breyttar horfur megi rekja til gengis- breytinga á undanförnum vikum og mánuðum. „Frá september, þegar síðasta spá var gerð, til nóvember hefur gengi krónunnar lækkað um 3,5-4%. Hér er vissulega um veru- lega hækkun á verðlagsspá að ræða. Venju fremur er hún háð óvissu og er sú óvissa til beggja handa. Veikist gengi krónunnar frekar má búast við að áhrifa þess gæti í hærra verðlagi. Forsendur um launahækkanir spár- innar taka mið af þeim samningum, sem gerðir voru á almennum vinnu- markaði fyrr á þessu ári, að viðbættu nokkru launaskriði. Hækki laun um- fram þessar forsendur má gera ráð fyrir, að þessi verðlagsspá sé of lág. Á hinn bóginn er hugsanlegt, að þróun olíuverðs verði hagstæðari á komandi ári, en hér er lögð til grundvallar for- senda OECD um, að ekki komi til um- talsverðrar lækkunar á verði olíu fyrr en seint á næsta ári. Þá eru merki þess, að verð á húsnæði hafi náð hám- arki,“ segir Þjóðhagsstofnun. Horfur eru á því, að heldur dragi úr þenslu í efnahagslífnu á næsta ári, einkaneysla minnkar, en samneysla verður óbreytt, en fjárfestingar munu dragast saman um 2,5%. Þjóð- arútgjöld munu vaxa um 0,9% á næsta ári í stað 1,7%, sem áður var spáð, og innflutningur verður 3% minni en á yfirstandandi ári. Sam- keppnisstaða útflutnings batnar vegna gengisbreytinganna. Það er að sjálfsögðu af hinu góða, að heldur dragi úr þenslunni á næsta ári. Hins vegar er ljóst, að verðbólg- an verður mun meiri en í nágranna- löndunum, svo og verður viðskipta- hallinn of mikill. I þessu felst áfram helzti vandi efnahagsmála. Almennt er óhætt að segja, að efnahagshorf- urnar á næsta ári séu góðar, en brýnt er, að ríkisstjórnin, Alþingi og Seðla- banki beiti öllum tiltækum ráðum gegn vaxandi verðbólgu og viðskipta- hallanum. Aðrir, sem að þessu máli koma, t.d. fjármálastofnanir og at- vinnulífið, þurfa einnig að leggja sitt af mörkum. Væntanlega vill enginn sjá á bak þeim efnahagslega stöðug- leika, sem fært hefur landsmönnum meiri hagvöxt og kaupmátt en nokkru sinni fyrr. HAGKVÆMIR VIRKJUNAR- KOSTIR LÆKKA ORKUVERÐ ORKUVEITA Reykjavíkur hefur tilkynnt 10% almenna raforku- verðslækkun. Ástæðan er hagkvæm virkjun á Nesjavöllum og er fram- leiðslukostnaður kílówattstundar tæplega helmingur kostnaðar í raf- orkukerfi Landsvirkjunar. Loksins er samkeppni á raforku- markaðnum að verða að veruleika. Orkuveita Reykjavíkur hefur að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar, verið að kaupa hverja kíló- wattstund af Landsvirkjun á kr. 3,20, en kostnaður við eigin framleiðslu Orkuveitunnar á Nesjavöllum er kr. 1,50 hver kWh. Orkuveita Reykjavík- ur hefur gert samning við Landsvirkjun, sem tryggja á frá henni varaafl. Ástæða er til að fagna þessum sparnaði fyrir heimilin á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur, sem nær til um helmings heimila í landinu, þ.e. Reykjavíkur, Kópavogs, Mosfells- bæjar, Seltjarnarness og hluta Garðabæjar. Hingað til hefur sala rafmagns, sem framleitt hefur verið á Nesjavöllum, eingöngu farið til stór- virkjana, en frá og með 1. marz nk. verður heimiluð sala til almennings. Rafmagnsreikningur á meðalheimili á landinu nemur um 40 til 50 þúsund krónum á ári og er lækkunin því um 4 til 5 þúsund kr. á hvert heimili. Þetta er hins vegar aðeins upphaf- ið, því að Alfreð Þorsteinsson segir afkomuhorfur orkuversins á Nesja- völlum mjög góðar. Samlegðaráhrif sameiningar orkufyrirtækja borgar- innar séu jafnframt farin að skila ár- angri og er áætlað að tekjur Orku- veitunnar af raforkusölu á næsta ári verði 690 milljónir króna, um einn milljarður árið 2002 og 1,7 milljarðar árið 2005. Þá mega stórnotendur vænta lækkunar þegar á næsta ári. Því hefur löngum verið haldið fram að verð á raforku til almennings væri býsna hátt. Til þess hafa legið ákveð- in rök, sem hér verður ekki farið út í en það eru vissulega tímamót, þegar orkuverð byrjar loks að lækka. REYKJAVÍK menningar- borg og Verslunarráð ís- lands héldu sameiginleg- an morgunverðarfund í Súlnasal Hótels Sögu í gærmorgun í þeim tilgangi að efla umræðu um tengsl menningar og atvinnulífs í ís- lensku þjóðlííi. í upphafi fundar tók María E. Ingvadóttir, fjármálastjóri menningarborgarinnar, til máls og sagði frá stofnun fjármálaráðs menningarborgarinnar undir for- ystu Sigurðar Gísla Pálmasonar fyr- ir rúmum tveimur árum. Markmið ráðsins var að fá til liðs við menning- arborgina nokkur valinkunn fyrir- tæki, sem að lokum voru nefnd mátt- arstólpar hennar. Fyrirtækin voru Búnaðarbankinn, Eimskipafélagið, Landsvirkjun, Olís og Sjóvá-Al- mennar tryggingar og til að innsigla samninginn á milli þessara aðila voru undirritaðir samningar á gler: plötur sem allir fengu til eignar. í hlut menningarborgar kom ein slík plata og að sögn Maríu fannst þeim við hæfi nú við lok menningarársins að óska eftir því við Samtök atvinnu- lífsins að þau tækju við plötunni að gjöf, „til þess að minna okkur á hvemig samstarf atvinnulífs og menningargeirans getur borið ár- angur báðum aðilum til styrktar og eflingar við að ná fram markmiðum sínum.“ Hún afhenti síðan innramm- aða glerplötuna Finni Geirssyni, sem nú er formaður stjómar Sam- taka atvinnulífsins. Bilið á milli fyrirtækjanna og menningarinnar minnkar Fyrstur frummælenda á fundin- um var Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar og var yfirskrift er- indis hans „Hlutverk fyrirtækja í menningarlífinu11. Hann hóf mál sitt á því að rekja stefnumörkun Landsvirkjunar á sviði menningar. Friðrik sagðist ekki vilja gera til- raun til að skilgreina menninguna, aðrir væm betur til þess fallnir. Þó væri ljóst að bilið á milli menningar- innar og fyrirtækjanna yrði stöðugt ógreinilegra, „enda er stór hluti fyr- irtækja hreinlega menningarfyrir- tæki á markaði og er það vaxandi hluti“. Sem dæmi um slíka starfsemi nefndi Friðrik fyrirtæki í bókaút- gáfu og nú nýverið fyrirtæki í leik- húsrekstri. Friðrik minnti á að frá upphafi hafi orkufyrirtæki og menning átt samleið. Það væri augljóst þegar lit- ið er á listskreytingar á aflstöðvum. Hann nefndi sem dæmi lágmynd Ás- mundar Sveinssonar á Ljósafoss- virkjun og verk Sigurjóns Olafsson- ar á Búrfellsvirkun. Friðrik sagði það einnig skemmtilega tilviljun að Sigurður Arni Sigurðsson, listamað- ur menningarborgarinnar, varð hlutskarpastur í samkeppni um verk utan á Sultartangastöð og þar má nú sjá verkið Sólöldu. „Stefnan sem Landsvirkjun hefur markað sér í menningarstarfi bygg- ist á því að við teljum að mannvirki okkar og starfsemi feli ekki einungis í sér inngrip í náttúruna, eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um und- anfarið, heldur er virkjun einnig felld inn í samfélagið. Rétt eins og við þurfum að standa vel að um- hverfismálum til þess að röskun okk- ar á náttúrunni verði sem minnst, þarf einnig að huga að samspili starf- seminnar við samfélagið. Menning og náttúra tvinnast því inn í starf- semi Landsvirkjunar á hveijum degi,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði það hafa verið Ijóst frá upphafi að samstarf við menning- arborgina félli vel að stefnu þeirra hjá Landsvirkjun. Þeir tóku því boð- inu um að verða máttarstólpar með þökkum og fögnuðu sömuleiðis ósk Félags íslenskra myndlistarmanna sem vildu gera það að framlagi sínu til menningarborgarinnar að halda sýningar í virkjunum. Mynd- listarsýningamar í orkustöðvunum voru afar vinsælar og sóttu þær um 12.000 manns. Breytingar á hugarfari í viðhorfum til lista Friðrik vék í máli sínu að þeim gagngeru breytingum á hugarfari sem orðið hafa undanfarið í viðhorf- um til lista. „Sú var tíðin að alið var á þeirri goðsögn að skapandi list dafn- aði best í örbirgð. Hún ætti að bera í sér róttækan boðskap sem beindist gegn meinum þjóðfélagsins og knúði fram réttlæti. Myndin var dregin Þátttaka fyrirtækja í menningu krefst dirfsku A morgunverðarfundi Verslunarráðs --------------------------------------- Islands og Reykjavíkur menningarborgar í gær var efnt til umræðna um samstarf menningar og atvinnustarfsemi. Fríða Björk Ingvarsdóttir sat fundinn þar sem meðal annars kom fram að ásýnd og arfur þjóðfélags hvers tíma mótast mjög af farsælu sambýli þessara tveggja afla. Ásgeir Bolli Kristinsson, einn frummælenda á morgunverðarfundin- um, ræddi uppbyggingu miðborgar Reykjavíkur. Morgunblaðið/Áfidís María E. Ingvadóttir, Páli Skúlason og Guðrún Jónsdóttir voru meðal gesta fundarins. upp af fátækum listamönnum sem ýmist urðu hungurmorða eða héldu í sér lífinu fyrir gæsku framsýnna auðmanna,“ sagði hann. „Þessi mynd hefur nú gjör- breyst," að sögn Friðriks „þar sem fyrirtæki álíta það ekki einungis skyldu sína að styðja menningarlífið, heldur álíta þau að í því felist við- skiptalegur hagur.“ Friðrik nefndi Búnaðarbankann sem dæmi um fyr- irtæki er hefði unnið menningu mik- ið gagn með listaverkasöfnun sinni, en safnið var til sýnis fyrir skömmu. Friðrik benti á að afstaðan hefði ekki einungis breyst meðal fyrirtækj- anna heldur einnig hjá listamönnun- um sjálfum. Atvinnustjómendur í dag væru því ekld að styrkja list í gustukaskyni, heldur sæju þeir fram á hagnað af samstarfinu. Að lokum gerði Friðrik grein fyrir könnun sem hann framkvæmdi með- al 26 stærstu fyrirtækja hér á landi um tengsl þeirra við menningar- starfsemi. Svör bárust frá 23 fyrirtækjum og sögðust allir svarendur styðja menningarstarf og þrír af fjórum telja það samfélagslega skyldu sína. Meirihluti fyrirtækj- anna sagðist hafa mótaða stefnu í menningarmálum og þriðjungur lagði áherslu á eitt sérstakt svið menningar. Athygli vekur að lang- flestir virtust hafa áhuga á að styrkja tónlist. Fyrirtæki álíta stuðning við menningn hafa jákvæð áhrif Þess má geta að öll fyrirtækin álitu að stuðningurinn hefði áhrif á ímynd fyrirtælqanna og tveir þriðju hlutar töldu að hann hefði áhrif á samkeppnishæfni þeirra. Það er ánægjuefni að gagnkvæmir samn- ingar eru algengir og er þá miðað við að báðir aðilar telji sig fá eitthvað fyrir sinn snúð. Flest fyrirtækin hafa haft frumkvæði að stuðningi við menningarstarfsemi að sögn Frið- riks, sem sýndi tölur þessu til stað- festingar. Samkvæmt þeim höfðu þrettán af tuttugu og þremur fyrir- tækjum stutt verkefni í tengslum við menningarárið og Friðrik sagði það sérstaklega ánægjulegt að sjá að fyrirtækin hafa ekki í hyggju að draga úr stuðningi við menningar- stafsemi eftir að menningarárinu lýkur, heldur stefna að því að halda honum í sama horfinu. ,Að lokum,“ sagði Friðrik Soph- usson, „langar mig til að það komi fram að ég tel að aukin viðskipti á milli þjóða hafi leitt til meiri sam- skipta og stöðlunar þeirra vegna. Margir óttast því að menningarein- kenni þjóða hverfi. Mín skoðun er þó sú að hnattvæðing auki verðmæti og gildi ýmissa þjóðmenningarlegra sérkenna og þess vegna muni íslensk menning í vaxandi mæli geta orðið samkeppnistæld atvinnulífsins." Uppbygging í miðborg Reykjavíkur Næst tók til máls Ásgeir Bolli Kristinsson framkvæmdastjóri, en hann gerði menningarmiðstöð í mið- bæ Reykjavíkur að umræðuefni sínu. Bolli skýrði frá því að hann hefði, ásamt breskum arldtekt, verið að vinna að framsetningu hugmynda um uppbyggingu á hafnarsvæðinu í Reykjavík. Tillögumar að framtíð- amýtingu þessa svæðis taldi Bolli vera sambærilegar við þær sem framkvæmdar hafa verið í nokkrum borgum Evrópu. Nefndi hann Barcelona og Bilb- ao sérstaklega, en menn- ingarlíf í miðborgum þeirra hefui- verið eflt til mikilla muna með nýjum byggingum og endurskipulagi. Bolli gerði grein fyrir tillögunni með myndum sem varpað var á skjá svo auðvelt var að gera sér nýtingar- möguleika slíkrar uppbyggingar í miðbænum í hugarlund. I stuttu máli hverfist hugmyndin um að byggja á auðum og illa nýttum svæð- um frá Tryggvagötu og inn að Skúla- götu. Á auðri lóð við hlið Borgar- bókasafnsins í Grófarhúsinu sá Bolli fyrir sér sjávarútvegssafn, sem tengt yrði öðrum byggingum og söl- um er hýst gætu einskonar sögusafn eða jafnvel safn helgað Halldóri Laxness. Tengibyggingarnar gætu, að sögn Bolla, skapað áhugaverð tengsl við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Bolli nefndi Tollhúsið sem ákjósanlegan stað fyrir Listahá- skólann á þessu svæði, enda fyrirsjá- anlegt að sú starfsemi sem þar er nú flytji annað. Hann sagði það mat þeirra sem unnu þessa tillögu að listaháskólinn myndi veita þessu svæði aukið vægi og verða mikilvægt afl í uppbyggingu öflugrar miðborg- ar. Kennarar og nemendur Listahá- skólans gætu einnig nýtt sér návígið við Hafnarhúsið og Borgarbókasafn- U- ið sem væru mikilvægar stofnanir fyrir skólastarfið. Fjárfesting upp á 12 til 15 miRjarða Tillagan sem Bolli kynnti gerir einnig ráð fyrir kvikmyndahúsi og veitingastöðum á þessu svæði sem auk þess að nýtast borgarbúum gæti haft skemmtanagildi fyrir erlenda gesti sem eyða mestum tíma sínum í miðborginni, að hans sögn. Á hafnar- bakkanum, fyrir norðan og austan Tollhúsið, gerir tíllagan ráð fyrir tónlistarhúsi, ráðstefnuhöll og hóteli ásamt bílastæðum til að auðvelda að- gengi að miðbæjarsvæðinu. Þar að auki felur tillagan í sér veigamiklar breytingar á gatnakerfi miðbæjarins auk uppfyllinga fyrir neðan Skúla- götu, til að þjóna hinni nýju byggð og starfsemi hennar. Að sögn Bolla er Ijóst að vel yrði að standa að því að fá fjárfesta tU að leggja fé í uppbyggingu af slíku tagi, enda er um fjárfestingu upp á 12 tU 15 milljarða að ræða. En sem dæmi um aðdráttarafl safna og menning- arstarfsemi af ýmsu tagi nefndi hann að um milljón manna hefði heimsótt Guggenheim safnið í BUb- ao á síðasta ári. Hann taldi því nauð- synlegt að skoða þróun miðbæjarins í víðu samhengi, en menning gæti sannarlega haft mikið aðdráttarafl ef vel væri að henni búið. Fyrirtæki, sem skara fram úr, leiðandi í stuðningi við listir Ástþór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Góðs fólks McCann Ericson, flutti erindi um það hvemig til hefði tekist með menningarsamstarf á menning- arárinu og hvað reynslu og lærdóm mætti af því draga. Ástþór lagði áherslu á að þátttaka fyrirtækja í menningarstarfsemi krefðist dirfsku, „enda kemur það í Ijós er- lendis að það eru fyrirtækin sem skara fram úr á sviði nýsköpunar, markaðssetningar og stjómunar, sem em leiðandi í stuðningi sínum við menningu og listir." Hann sagði atvinnulífið alltaf vera undirstöðuafl og í raun óaðskUjan- legan hluta menningar, en benti á að þau áhrif sem berast út í þjóðfélagið á hverjum tíma ráðast fyrst og fremst af sambýli atvinnulífs og menningar. Ástþór sagðist taka und- ir þau orð Friðriks Sophussonar að nú væm að verða vatnaskil í þessari umræðu þar sem innan fyrirtækja væri nú vaxandi skilningur á því hvers virði það væri að tengjast menningu. Hann taldi því öll teikn á lofti um að stórvirki yrðu unnin á því sviði á næstu áram. Ástþór sagði að í gegnum tíðina hefði stuðningur við listir á íslandi einkum verið í gegnum stórhuga sérvitringa sem hefðu verið að kaupa sér veggskreytingar í móttök- ur og afgreiðslusali. Ekki hefði alltaf verið hugað að því hvort það sem keypt var stæðist tímans tönn eða hefði fagurfræðilegt gildi. Því væra söfn sem hefðu orðið til á þennan máta oft misjöfn að gæðum þó innan um mætti finna gersemar. Á síðustu áram hafa viðhorfin breyst mjög mikið að sögn Ástþórs og æ fleiri leggja áherslu á að styðja vandaða samtímalist. „Fyrirtækin þurfa að hafa getu og þroska til að skilja hlutverk sitt á hverjum tíma í menningarlegu tilliti, því þannig hafa þau bein áhrif á samtímamenningu sína,“ sagði hann. Hann benti á að íslendingar væru ekki einir í menningarlegu til- liti fremur en í efnahags- legu tilliti og að mikilvægt væri að vekja athygli á íslenskri menningu erlendis, en á menningarárinu hefur einmitt verið unnið nýsköpunarstarf á því sviði með þátttöku fjölmargra fyrirtækja. Ástþór lagði áherslu á þýðingu hugarfarsbreytingar hjá stjómend- um fyrirtækja, þeir yrðu að gera sér grein fyrir að ekld sldpti máli hvort þeir kærðu sig um ákveðna tegund myndlistar upp á vegg eða hvort þeir hefðu áhuga á vissri tegund tónlist- ar. Val fyrirtækja yrði að mótast af öðram og faglegri forsendum. Hann vísaði til breytinga á lífsstfl fólks á síðustu tíu áram sem orðið hafa til þess að áhugi á ólíkum þáttum menningar hefur aukist. Fyrirtæki eru því farin að leita fyrir sér á ólík- legustu sviðum til að bregðast við nýrri þörf. „Tenging við menningu getur því auðveldað sérstöðu í auk- inni samkeppni einstakra fyrir- tækja,“ sagði Ástþór. Hann sagði fólk taka eftir því hvemig þau fyrir- tæki sem það skiptir við era og með hvaða hætti þau láta gott af sér leiða. Ástþór sagði það augljóst að þau fyrirtæki sem tóku þátt í starfi menningarborgarinnar væra yfir- höfuð ánægð með að hafa fengið tækifæri til að láta að sér kveða af þessu tilefni. Samningar virðast undantekningarlítið hafa staðist en þá áleit Ástþór mikilvægasta og við- kvæmasta þáttinn í slíku samstarfi. Þá vora fyrirtækin sannfærð um að viðhorf almennings væra jákvæð í garð þátttökunnar. „Einnig virtust fyririækin telja að það skipti miklu máli að nýta sér slík samstarfsverk- efni í bland við menningarviðburði sem þau mótuðu að eigin framkvæði. Síðast en ekki síst töldu fyrirtækin mikilvægt að styrktarþeginn aðstoð- aði við mótun og kynningu inni í fyr- irtækinu, svo starfsmenn skynjuðu mikilvægi samstarfsins sem auð- veldaði þeim að gerast talsmenn þess og virkii- þátttakendur. Þar sem einhugur rikti meðal stjómenda og starfsmanna virtist árangurinn vera mestur," sagði hann. Ástþór vék orðum að því að í kjöl- far aukinnar einkavæðingar væri ábyrgð fyrirtækja meiri við það að viðhalda fjölbreyttu menningarlífi í landinu. „Það er ekki sjálfgefið að rfldð sjái um alla menningarstarfsemi,“ sagði hann. Að lokum kom það fram í máli Ástþórs að þegar spurt er um við- horf almennings til þess hve menn- ingartengdur stuðningur fyrirtækja skiptir miklu máli, kemur í Ijós að áberandi meirihluti er fylgjandi slík- um stuðningi. „Fólk lætur sig það varða í vaxandi mæli hvemig sam- borgarar fyrirtækin sem það á við- skipti við era,“ sagði Ástþór. „Fólk metur því meira þau fyririæki sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta heiminn." Borgarmenning byggist á mörgum þáttum Þegar frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið laust og bað Sig- urður Líndal fyrstur um að fá að stíga í pontu. Sigurður hóf mál sitt á því að spyija hvemig miðborg Reykjavíkur ætti að vera og vakti at- hygli fundargesta á því um leið að þar er vagga borgarmenningar á ís- landi. „Borgarmenning byggir þó á mörgum þáttum og sérstaklega á þeim mannvirkjum sem komið hefur verið upp og því lífi sem þar hefur verið lifað. Það er öðra fremur bund- ið við stjómgæslu, menntun, upp- fræðslu, listir og viðskipti, allt í hæfi- legu jafnvægi," sagði Sigurður. Hann lýsti síðan vonbrigðum sínum yfir því að elsta og menningarleg- asta fyrirtæki á íslandi, Reykjavík- urapótek, hefði verið lagt niður þrátt fyrir sína menningarlegu ásýnd og sögulegu þýðingu. Sigurður lýsti undrun sinni yfir því að slíkt hefði verið látið viðgangast og að svo virt- ist sem fulltrúar atvinnulífsins í mið- borginni stuðluðu að einhæfni þegar ætla mætti að fólk hefði meiri áhuga á fjölbreytni. Sigurður gagnrýndi einnig frum- mælendur fyrir að hafa ekki gert ráð fyrir fræðastarfsemi, vísindum og bókmenningu í málflutningi sínum sem hann taldi bera vott um skort á skilningi á eðli menningarinnar. Hann benti á að starf á þessum svið- um væri ekki síður mfldlvægt ásýnd miðbæjarins en viðskipti, verslun og önnur atvinnustarfsemi. Þegar Sigurður hafði gert grein fyrir athyglisverðri gagnrýni sinni á þróun miðbæjarins og mikilvægi varanlegrar menningarstarfsemi í því samhengi, tók Þorlákur Eiríks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, til máls. Hann sagði að það hefði farið um sig léttur hrollur þegar hann sá yfirskrift fundarins; íslensk menning - samkeppnistæki atvinnulífsins. „Ég sá fyrir mér að þama hefðu menn komið auga á nýj- an miðil í auglýsingarskyni sem hægt væri að nota að vild til hags- bóta fyrir atvinnulífið,“ sagði Eirík- ur. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að á undanfómum áram hafi átt sér stað jákvæð þróun hvað varðar skilning á því að menningarstarf- semi sé ekki eitthvað sem hægt er að nota. Menningin lifir sjálfstæðu og þroskuðu lífi og þróast oft í aðrar átt- ir en þeir sem sfyðja hana vflja.“ Stuðningnr við listir má ekki vera skilyrtur Eiríkur lýsti ánægju sinni með þá reynslu sem menningarárið hefði fært okkur, þar sem annars vegar hefði verið falast eftir fjárfestum og hins vegar eftir hugmyndum og til- lögum um hvað ætti að framkvæma. „Síðan var valið úr þeim tillögum með sjálfstæðum hætti, svo það val var ekki háð vflja þeirra sem lögðu fjármagnið fram,“ sagði hann. Eirík- ur lagði ríka áherslu á nauðsyn þess að samningar um stuðning við listir og menningu væra ekki skilyrtir, því annars gæti listrænn metnaður ekki verið forsenda þeirrar sköpunar sem um væri að ræða. Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, tók næstur stuttlega til máls og sagðist einungis rilja ítreka að menning án menntunar væri ekki til. „Listimar hvfla á ákveðinni mennt- un,“ sagði hann og benti á að stofn- anir samfélagsins væru á þremur sviðum; sviði fyrirtækjanna, sviði hins opinbera og sviði mennta- og listastofnana. Það sem skilur mennta- og listalífið frá sviðum fyr- irtækja og hins opinbera er að það hefur hvorki peninga né völd, að sögn Páls. Samstarf á milli þessara þriggja sviða er því ákaflega mikil- vægt og nauðsynlegt að skapa góð tengsl þar á milli. Fyrirtækin velja ólíkar leiðir, rétt eins og listamennirnir Lokaorðin á þessum morgunverð- arfundi átti Þórann Sigurðardóttir framkvæmdastjóri menningarárs- ins. Hún þakkaði fyrir fróðleg erindi og lagði áherslu á hversu mikils virði það samstarf væri sem hefði skapast með menningarárinu. Hún taldi að góðan árangur við framkvæmdina mætti ekki síst rekja til þess að menningarárið fékk til liðs við sig fólk úr atvinnulífinu sem veitti góð ráð. „Fyrirtækin tóku þátt af áhuga, af því þetta skipti þau máli. Og það er sá bakgrunnur sem varð til þess að við urðum ein heild,“ sagði Þór- unn. Hún tók upp þráðinn úr ábend- ingum Eiríks Þorlákssonar og sagði að það hefði aldrei komið fyrir að nokkurt fyrirtæki hefði reynt að hafa áhrif á starf þeirra eða val þó þau hefðu vissulega haft mismun- andi leiðir til að taka þátt í samstarf- inu - rétt eins og listamennimir. Að lokum lýsti hún nokkrum áhyggjum yfir því hvemig haldið yrði áfram að menningarárinu loknu og jafnframt þeirri von sinni að þessi fundur yrði aðeins forsmekkurinn að frekari um- ræðum á milli atvinnulífsins og menningarsviðsins. Menning án menntunar er ekkitil Fyrirtækin tóku þátt af áhuga Samgönguráðherra um Reykjanesbraut Otíma- bært að flýta tvö- földun nú SAMGÖNGURÁÐHERRA Sturla Böðvarsson, telur ekki tímabært að taka ákvarðanir um að flýta tvöföldun Reykjanesbrautarinnar á meðan mat á umhverfisáhrifum fer fram hjá Vegagerðinni. Einnig vill hann að endanlegri hönnun og undirbún- ingsvinnu verði lokið áður en lengra verði haldið. Hægt sé að taka málið upp í endurskoðun vegaáætlunar næsta haust. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, sagði í samtali við Morgunblaðið að mögulegt væri að flýta framkvæmd- unum þannig að tvöföldun Reykja- nesbrautar taki eitt ár og verði til- búin árið 2003. Allur áfanginn er upp á 30 kílómetra. Þegar þetta var borið undir umdæmisstjóra Vega- gerðarinnar á Reykjanesi taldi hann vel mögulegt að flýta tvöföld- uninni en framkvæmdir gætu ekki tekið skemmri tíma en tvö ár. Kristján Pálsson sagði að það hefði verið lengi á dagskrá að reyna að flýta tvöföldun brautarinnar. Hann sagði þetta svipað fyrirkomu- lag og gert hefði verið við hafna- áætlun þar sem framkvæmdum hef- ur víða verið flýtt. Er þá miðað við að verktakinn taki lán til verksins til jafns við það sem reiknað er með í áætluninni 2003-2006 og fái lánið endurgreitt sem því nemur að fram- kvæmdum loknum árið 2003 og- næstu þijú ár þar á eftir. Sturla Böðvarsson sagði að það yrði að vera ákvörðun Alþingis að flýta framkvæmdinni með lántöku og samningum við verktaka. Slíkt yrði heldur ekki gert þannig að hægt yrði að flýta framkvæmdinni um mörg ár. „Ég vil ekki gefa nein fyrirheit um hvaða framkvæmdum á vega- áætlun verði flýtt og hveijum ekki. Fyrst vil ég sjá að hönnun og undir- búningi við fyrstu framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði lokið. Það er vilji til þess að þetta gangi sem hraðast fyrir sig,“ sagði Sturla. Varðandi vísun Krist- jáns Pálssonar til hafnaáætlunar sagði Sturla það ekki sambærilegt þar sem hafnarframkvæmdir væra á vegum sveitarfélaganna. Góðar aðstæður Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðinnar á Reykjanesi, sagði að Vegagerðin hefði ekki skoðað möguleika á að flýta fram- kvæmdum. Unnið væri eftir þeirri vegaáætlun sem lægi fyrir en hún gerir ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist haustið 2002 og verði endan- lega lokið árið 2010. Þá verði byrjað á 5-6 km kafla í kringum Kúagerði sem lokið yrði vorið 2004. Vegaáætl- un fyrir árin 2002-2004 gerir nú ráð fyrir 600 milljónum króna í Reykj- anesbraut, 400 milljónum til ársins 2007 og 1.500 milljónum í síðasta áfanga. Að sögn Jónasar er verið að und- irbúa mat á umhverfisáhrifum á stóram hluta Reykjanesbrautarinn- ar, eða frá mörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps að Fitjum í Njarðvík. Jónas sagði það tæknilega mögu- legt að vinna við allan kaflann í einu. Unnið yrði að veralegu leyti við hliðina á núverandi vegi, þar sem byggja ætti tvær nýjar akgreinar við hlið þeirra tveggja sem fyrir era. Hann taldi mögulegt að skipuleggja vegagerðina sjálfa þannig að hún yrði unnin með skjótum hætti en spurning væri með mislægu gatna- mótin í fyrsta áfanga. Mislæg gatnamót era áætluð alls sjö. Jónas sagði ógerlegt að vinna við tvöföldunina í einum áfanga á einu ári, heldur megi frekar gera ráð fyr- ir um tveggja ára framkvæmd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.