Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 50
$0 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
I pilsfaldi
Dana
Hins vegar má spyrja hvortsvo auð-
veldlega hefði tekist að afstýra fiski-
mjölsbanni hefðu Danir ekki átt neinna
hagsmuna aðgæta.
Einhvem tímann var
því haldið fram að
eitthvað væri rotið í
Danaveldi en það er
ekki fiskimjöl og
verður ekki á næstunni. Landbún-
aðarráðherrar Evrópusambands-
ins komu saman í upphafi vikunn-
ar til að bregðast við kúafári sem
talið er að leiði til nýs afbrigðis
heilahrömunarsjúkdómsins
Creutzfeldt-Jakob.
Creutzfeldt-Jakob er príonsjúk-
dómur. Tveir þýskir læknar, þeir
Hans G. Creutzfeldt og Alfons M.
Jakob, lýstu fyrstir Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdómnum árið 1920.
Líkist hann sjúkdómum á borð við
kúrú í mönnum og riðu í kindum
og geitum. Sjúkdómurinn hefur
örsjaldan smitast milli manna og
hefur það gerst meðan á læknisað-
gerðum hefur staðið, til dæmis við
flutning á homhimnu í auga. Ekk-
ert bendir til
VIÐHORF
Eftlr Karl
Blöndal
að hann geti
smitastmeð
venjulegum
smitleiðum.
Sýnt hefur verið fram á það í til-
raunastofu að flytja megi sjúk-
dóminn úr manni í dýr og vísinda-
menn em orðnir nokkuð vissir um
að príonprótein, sem valda sjúk-
dómi í einni tegund, geti valdið
príonsjúkdómi í mönnum. Áhyggj-
ur urðu að fári þegar ungt fólk á
Bretlandi fékk Creutzfeldt-Jakob-
sjúkdóminn um miðjan síðasta
áratug. Nokkuð víst er talið að
fólkið hafi fengið sjúkdóminn eftir
að hafa neytt nautakjöts sem smit-
að var af príoninu sem veldur
kúariðu en sá sjúkdómur fór að
herja á breska nautgripi árið 1986.
Þrennt bendir til þess að um
sama sjúkdóminn sé að ræða í
mönnum og kúm. Sams konar ut-
fellingar myndast í heilanum. I til-
raunum, sem gerðar hafa verið á
músum, hefur meðganga með
sjúkdóminn verið sú sama nánast
upp á dag, hvort sem hann hefur
komið úr kúm eða mönnum. Þá
hafa breytingamar í heilum músa
verið á nákvæmlega sömu stöðum
hvort sem sjúkdómurinn hefur
komið úr kúm eða mönnum þannig
að við samanburð hefur ekki sést
neinn munur. Það er því orðið ansi
erfitt að reyna að bera brigður á
að kúariða valdi hinu nýja afbrigði
Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins.
Aðeins einu sinni hefur hins
vegar verið ýjað að því í vísinda-
grein að samband væri milli fiska
og príonsjúkdóma. Sú grein birtist
í tímaritinu Molecular Psychiatry
árið 1997. Nafnið bendir til að
tímaritið sé gefið út af sömu fram-
leiðendum oggera sjónvarpsþætt-
ina X-Files en hvað sem trúverð-
ugleika þess líður má fullyrða að
enginn hafi fylgt rannsókn Gibbs
og félaga, á mótefnasvörun lax við
spendýrapríonpróteini, eftir á
þeim fjórum árum sem síðan eru
liðin, tii dæmis með því að klóna
genið sem framleiðir príonprótein
ífiski.
Rökin íyrir því að banna fiski-
mjöl voru enda ekki vísindaleg
heldur þess eðlis að auðvelt yrði að
stunda blekkingarleik og blanda
það kúamjöli, svo dæmi sé tekið.
Frakkar og Þjóðverjar höfðu
þegar ákveðið að banna fiskimjöl í
dýrafóður þegar landbúnaðar- og
matvælaráðherrar Evrópusam-
bandsins komu til fundar í Brussel
á mánudag. í tæpa viku höfðu hjól
utanríkisráðuneytisins snúist til
að knýja fram að ekki yrði lagt
bann við fiskimjöli. Það er kannski
hæpið að segja að sú vinna hafi
verið til einskis. Ein vísbending
um árangur kom í viðtali Morgun-
blaðsins við Ulrike Höfken, þing-
mann þýzka græningjaflokksins
Biindnis90/Die Grúnen.
Hún sagði að Ingimundur Sig-
fússon, sendiherra íslands í Berl-
ín, hefði haft samband við sig áður
en búið var að taka ákvörðun um
málið. „Eftir að sendiherrann
hafði samband við mig reyndi ég
að fá því framgengt að það yrði
tekið fram í frumvarpinu að áfram
mætti nota fiskimjöl í fóður handa
svínum og alifuglum. Eg hefði tal-
ið það skynsamlegt,“ segir hún. í
þýsku lögunum var hins vegar
gert ráð fyrir því að gera mætti
undanþágu, hefði mátt nýta um
fiskimjöl. Bæði Ingimundur og
Höfken voru hins vegar sammála
um að sú undanþága hefði ekki
nýst ef Evrópusambandið hefði
komist að þeirri niðurstöðu að
banna ætti fiskimjöl í dýrafóður.
Lykilinn að því að fá vilja ís-
lendinga í fiskimjölsmálinu fram-
gengt varð því að finna í Brússel.
Hann reyndist hins vegar ekki
vera í höndum íslensku utanríkis-
þjónustunnar þar heldur gamal-
reynds og umdeilds dansks stjórn-
málamanns, Ritt Bjerregaard,
sem nú er matvælaráðherra Dana.
Bjerregaard sagði jafnt við ís-
lenska ráðamenn sem danska
blaðamenn að sér litist ekkert á
þessar tillögur enda talsverðir
danskir hagsmunir í húfi. „Tillag-
an um kúabrjálsemina er galin,“
hafði blaðið eftir Bjerregaard.
Með einhverjum ráðum tókst
henni að snúa Frökkum, sem átt
höfðu frumkvæðið að þeirri hug-
mynd að banna fiskimjöl og höfðu
þegar sett slíkt bann í lög hjá sér,
um fingur sér og narra þá til að
hlífa Dönum. Og þar með íslend-
ingum.
Hins vegar má spyrja hvort
eitthvað bendi til þess að svo svo
auðveldlega hefði tekist að afstýra
fiskimjölsbanni hefðu Danir ekki
átt neinna hagsmuna að gæta.
Þess er skemmst að minnast að
engan stuðning var að fá frá nor-
rænum frændum okkar þegar
Spánverjar lögðust gegn því að
framkvæmdasjóður EFTA-ríkja
til mannvirkja á íberíuskaga legð-
ist af. Sjóður þessi var fylgifiskur
samningsins um Evrópska efna-
hagssvæðið og hafði verið samið
um að hann yrði lagður niður eftir
ákveðinn tíma. Með aðgerðum
Spánverja var Evrópusambandið í
raun að ganga á bak orða sinna
þannig að ætla mætti að auðvelt
hefði verið að kveða Spánveija í
kútinn. í fjós kom síðan að hags-
munir Evrópusambandsríkjanna
ganga ávallt fyrir hagsmunum
þeirra ríkja sem utan ESB standa.
Með því að afstýra fiskimjölsbanni
var hins vegar komið í veg fyrir að
enn eitt lóðið bættist við á vogar-
skál þeirra sem eru að tuldra um
að kannski, einhvem tímann, ef til
vill þegar allir kostir hafi verið
skoðaðir og kannaðir og vegnir og
metnir ættum við jafnvel að íhuga
að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu.
JON OLASON
OG SIGRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sigríður Guðmundsdóttir
fæddist 23. nóvember 1913.
Hún lést 2. febrúar síðastliðinn og
fór útför hennar fram frá Skinna-
staðarkirkju í Oxarfirði 11. febr-
úar.
Jón Ólason fæddist 7. desember
1910. Hann lést 12. ágúst 1994 og
fór útfor hans fram frá Skinna-
staðarkirkju í Öxarfirði 20. ágúst
1994.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast foreldra minna sem
bæði eru látin. Faðir minn hefði
orðið níræður í dag, en hann lést á
Sjúkrahúsi Húsavíkur hinn 12.
ágúst 1994. Dvaldi hann tvö síð-
ustu árin á dvalarheimilinu
Hvammi, Húsavík. Var hann fædd-
ur að Ytri-Bakka í Kelduhverfi 7.
desember 1910 og ólst upp í for-
eldrahúsum. Þegar hann var ung-
ur maður stundaði hann vörubíla-
akstur, sem í þá daga var talsvert
erfitt starf, því þá voru vegirnir
ekki greiðfærir eins og nú er.
Hann tók til dæmis þátt í að velja
fyrsta vegstæðið um Reykjaheiði
til Húsavíkur. Móðir mín fæddist
að Ferjubakka í Öxarfirði 23. nóv-
ember 1913, missti hún föður sinn
ung og fór þá í Klifshaga og síðar í
Skóga þar sem hún ólst upp til ful-
lorðinsára. Hún var tvígift og með
fyrri manni sínum átti hún þrjú
börn en missti hann frá þeim ung-
um, giftist þá föður mínum og
eignast þau fjögur börn, þar af er
einn bróðir minn látinn fyrir aldur
fram, var hann þeim til hjálpar við
búskapinn lengst af.
Mamma var búin að eiga við
vanheilsu að stríða hin síðari ár og
dveljast á Sjúkrahúsi Húsavíkur
þar til hún lést 2. febrúar 2000, og
vil ég koma þakklæti til starfs-
fólksins þar fyrir frábærlega góða
umönnun þann tíma sem hún 'var
þar.
Bjuggu þau lengst af að Skógum
í Óxarfirði eða þar til jörðin
skemmdist í jarðskjálftunum 1976
og urðu þá að bregða búi, fluttu til
Kópaskers og dvöldu þar meðan
heilsan leyfði. Ég vil þakka fyrir
að hafa alist upp hjá þeim í þessari
fallegu sveit okkar, fékk líka alveg
ómældan stuðning og hjálp við
uppeldi sona minna tveggja, og
eiga þeir ömmu og afa margt að
þakka frá þeim góðu árum. Oft var
margt um manninn á heimili
þeirra, en það var bara sjálfsagður
hlutur, í sveitinni var alltaf pláss
fyrir alla, nóg að gera við leik og
störf, t.d. að fara á hestbak, veiði-
ferðir í ána, lónin eða sjóinn, og
þótti mömmu alltaf mest gaman að
veiða í sjónum á kvöldin í góðu
veðri, og fór hún með í þær ferðir.
Einnig var vinsælt að fara i eggja-
leit á vorin, og safna svartbaks-,
gæsa- og kríueggjum. Það væri
hægt að rifja svo margt upp en ég
ætla ekki að gera það hér og nú.
Enn og aftur þakka ég fyrir allt
gott, kveðja og þakkir frá minni
fjölskyldu.
Árný Jónsdóttir.
INGIBJÖRG
GUTTORMSSON
1926, maki Óskar Jónsson, f. 18.
júní 1916, d. 13. mars 1999. 2)
Anna Elisabet, f. 24. maí 1926,
maki Helgi Axelsson, f. 9. febrúar
1923, d. 9. desember 1989. 3)
Samúelina, f. 3. ágúst 1927, maki
Leo Madsen, f. 16. janúar 1929, d.
2. júní 1990. 4) Guttormur, f. 13.
júlí 1928, maki Áslaug Sigrún
Sigurðardóttir, f. 23. desember
1929. 5) Randíður, f. 23. febrúar
1938, maki Sigurður Guðni
Björnsson, f. 3. maí 1936. 6) Jak-
ob, f. 21. júlí 1941. 7) Vigfús, f. 18.
aprfl 1950, maki Jóhanna Gísla-
dóttir, f. 27. september 1956. Af-
komendur Ingibjargar eru komn-
ir á annað hundraðið.
Ingibjörg kom til íslands 1924,
var á Seyðisfirði í eitt ár en flutt-
ist síðan til Norðfjarðar með Vig-
fúsi og átti heima þar allt þar til
hún andaðist.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
tlngibjörg Gutt-
ormsson fæddist
í Klakksvík í Fær-
eyjum 8. október
1903. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað fimmtudaginn
30. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Anna
Elísabet Biskopstöð,
húsmóðir, f. 10. nóv-
ember 1865, d. 1945,
og Jakup Biskop-
stöð, bóndi og báta-
smiður á Biskopstöð
í Klakksvík, f. 21. desember 1867,
d. 1964. Ingibjörg var næstyngst
sex systkina. Hin voru: Hans,
Fredrikka, Elsa, Eva
og Samuel og eru þau
öll látin.
Ingibjörg giftist 18.
júlí 1926 Vigfúsi
Guttormssyni, út-
gerðarmanni, f. 7.
desember 1900, d. 23.
febrúar 1984. For-
eldrar hans voru
Anna Sigríður Sig-
urðardóttir, húsmóð-
ir, f. 25. september
1867, d. 12. júlí 1920,
og Guttormur Árna-
son, bóndi, f. 2. febr-
úar 1865, d. 24. aprfl
1909.
Börn Ingibjargar og Vigfúsar
eru: 1) Anna Sigríður, f. 24. maí
í hárri elli hefur amma Ingibjörg
kvatt þennan heim. Ekki erum við
viss um að hún hafi vitað hvert förinni
var heitið en ef Guð er til mun hann
örugglega taka vel á móti henni.
Amma á Strönd, eins og við krakk-
amir kölluðum hana, var fædd í
Klakksvík í Færeyjum og kom sem
vinnukona til Seyðisfjarðar á tuttug-
asta og fyrsta aldursári. Ekki er ólík-
legt að förin til Seyðisfjarðar hafi
tengst afa okkar, Vigfúsi Guttorms-
syni, sem hún hafði kynnst í Færeyj-
um nokkru áður. Tókust með þeim
ástir og hófu þau búskap á Norðfirði.
Byggðu þau sér hús á Ströndinni og
kölluðu Hvassafell. Þar bjuggu þau
mest allan sinn búskap og flestar
minningar okkar um þau eru tengdar
þeim stað. Þama áttum við krakkarn-
ir ávallt ömggt skjól og nutum ástrík-
is þeirra afa og ömmu.
Á heimili ömmu í Færeyjum var
matargerðarlist og handverk í háveg-
um haft. Faðir hennar var bátasmiður
og vann oft við bátasmíðar hérlendis,
þá aðallega í Vestmannaeyjum og á
Norðfirði. Það er okkui' minnisstætt
þegar hann dvaldi á Hvassafelli og
smíðaði báta af færeyskri gerð. Móðir
hennar var bakari og komu ömmu til
Norðfjarðar fylgdu ferskir vindar á
sviði matargerðar. Hún bakaði sér-
lega góð brauð, bjó til álegg og gerði
lystilegt „smörrebröd" auk þess sem
margskonar færeyskur matur var oft
á borðum á hennar heimili.
Sjálfbjargarviðleitni ömmu var
takmarkalaus. Auk þess að sjá um
stórt heimili, þar sem oft voru sjó-
menn í fæði og húsnæði, færði hún
björg í bú með því að selja heimagert
konfekt og sleikipinna sem nutu mik-
illa vinsælda. Einnig seldi hún dúkkur
sem hún bjó til. Sem dæmi um dúkku-
gerð ömmu hafa flestir hennar af-
komendur fengið jólasveina írá henni
að gjöf.
Amma var snillingur í að hanna og
sauma föt og þar nutu listrænir hæfi-
leikar hennar sín vel. Á árum áður
þegar settar voru upp skemmtanir og
leikrit á Norðfirði var hún oft fengin
til að sjá um búningagerð.
Á heimili ömmu og afa var
skemmtilegt. Þar voru hugmyndir
um „frelsi og bræðralag" í öndvegi og
jafnan talað hátt og mikið. Afi söng
gjaman rímur og amma sá um upp-
lestur öðrum til skemmtunar. Á
Hvassafelli voru iðulega haldnar
skemmtanir og þorrablót. Þá vai-
dansað, sungið, farið með grínvísur
og gamanmál.
Amma var sjálfstæð og framsýn í
hugsun. Hún fylgdist vel með og var
umhugað um menntun og jafnrétti
kynjanna. Hún var samræðugóð og
hafði ávallt eitthvað til málanna að
leggja.
Við kveðjum ömmu um leið og við
þökkum langa og farsæla samíylgd.
Guðný, Orn, Ingibjörg og
Svanhildur.
Nú þegar langamma er látin langar
okkur frænkurnar að kveðja hana
með nokkrum orðum. Langamma
okkar hefur lifað svo lengi að við lang-
ömmubömin erum orðin fullorðin og
sum okkar hafa eignast böm. Þannig
var langamma fyrir löngu orðin
langalangamma. Hún var mikil mat-
argerðarkona. Þegar við komum til
hennar fengum við heimabakað brauð
með heimagerðri rúllupylsu sem var
alveg sér á parti. En það sem var allra
best var sleikibrjóstsykurinn sem
langamma bjó til. Hann var afar góð-
ur og oft með mismunandi bragðteg-
undum. Síðustu ár tók langamma á
móti okkur á elli- og hjúkrunardeild
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað og áttum við oft fróðlegar sam-
ræður um lífið og tllveruna. Við biðj-
um guð að blessa langömmu okkar.
Bára, Hrund, Ósk og
Anna Sigga.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.