Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 5Í
SIGURJON
FANNDAL
TORFASON
+ Siguijón Fann-
dal Torfason
fæddist í Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu
7. febrúar 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22. nóv-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Staðar-
holtskirkju í Saurbæ
2. desember.
Steinn Steinarr
skrifar um Saurbæ í
Dalasýslu sem fegurstu sveit á Is-
landi. Það er vandalaust fyrir mig að
vera honum sammála. Eg var svo
heppinn að komast í sveit í þennan
fagra dal Hvolsdal, í Hvítadal til
Torfa frænda og Guðrúnar Sigurðar-
dóttur árið 1950, þá fimm ára. Þetta
var mér mjög erfitt fyrsta daginn,
svo ungur sem ég var innan um alla
ókunnuga.
En ekki þarf að orðlengja það að
þarna var ég næstu átta sumrin og
naut ég hvers dags þar. Þau sem eft-
ir voru í föðurhúsum voru þá Sigur-
jón, Sigurósk og Sighvatur.
Ailir á heimilinu voru mér ótrú-
lega góðir og naut ég þess að hjálpa
til við búskapinn eins og ég gat
hverju sinni.
Þetta varð einnig til þess að for-
eldrar mínir kynntust þessu fólki en
móðir mín, Matthildur Stefánsdóttir,
var alin upp í Búðardal á Skarðs-
strönd en ekki í foreldrahúsum í
Bessatungu eins og öll hin systkinin.
Ég fékk strax mikið dálæti á Sig-
urjóni við kynningu, enda barngóð-
ur, rólyndur og mjög traustur. Svo
þegar aldur færist yfir mann sjálfan
eykst enn virðingin fyrir manninum.
Hreinn og beinn, ljóðelskur og alltaf
stutt í kímnigáfuna.
A þessum árum sá Sigurjón um
dreifingu á öllum pósti í sveitinni og
fór ég þá ófáar póstferðimar með
Sigurjóni á sumarkvöldum.
Man ég enn að þær voru alltaf
farnar á þriðjudögum.
Þá fann ég einnig hvað hann naut
mikillar virðingar á hverjum bæ og
vildu allir að við kæm-
um inn og þæðum veit-
ingar.
Einnig var aukastarf
þarna í sveitinni að sjá
um mæðuveikigirðing-
ar, viðhald og uppsetn-
ingu, og sá Sigurjón um
það, svo þar var alltaf
mikið um að vera.
A áttunda áratugn-
um fann Sigurjón sinn
lífsförunaut, gæðakon-
una Elísu Berhelsen.
Þau eiga soninn Torfa
saman en fyrri bömum
Elísu var Sigurjón sem
besti faðir. Til þeirra hjóna var gott
að koma og gat maður eftir á sagt: Af
hverju kom ég ekki oftar?
Kæri frændi, þakka þér fyrir öll
árin og góðu minningarnar
Manégæskuárin
yndisbros-ogtárin
gleðiogsviðasárin
sól og daga langa.
Vinarhöndávanga
nú græt ég sárt um sólarlag
þau sumarbros og liðinn dag.
(Stefán frá Hvítadal.)
Innilegustu kveðjur mínar og
Villu til ykkar Elísu og Torfa og
systkina.
Stefán Sigurðsson.
Mikið vom mamma og börnin
hennar sem bjuggu hjá henni á þeim
tíma lánsöm þegar þú komst inn í líf
þeirra. Það er ekki allra og það þarf
stórt hjarta til að taka börnum maka
síns eins og sínum eigin. Mér er
minnistætt eitt haustið þegar við
systurnar þrjár komum í sveitina til
að vinna í sláturhúsinu þar sem þú
varst verkstjóri, ég var ófrísk og
þurfti að fara heim vegna verkja sem
ég var með. Ég var rétt nýkomin
heim þegar þú hringdir til að athuga
hvernig ég hefði það og hvort allt
væri í lagi.
Þetta lýsti því hversu umhyggju-
samur þú varst gagnvart öðram og
þeim sem þér þótti vænt um. Oft var
líf og fjör í Hvítadal, sérstaklega á
sumrin og hjá smáfólkinu, hávaði og
læti sem oft fylgir þegar mörg börn
eru saman komin og allir orðnir hálf
pirraðir á látunum nema þú. Þú hafð-
ir svo lúmskt gaman af því að fylgj-
ast með börnunum í leik og hlusta
hvað þeirra fór á milli. Aldrei man ég
eftir því að hafa séð þig skipta skapi.
En Arnar segist muna eftir því einu
sinni, þá fóru þeir Torfi í kappakstur
hvor á sinni dráttarvélinni og þá varð
afi reiður, sagði hann. En það veit ég
að þú óttaðist meira um drengina en
dráttarvélarnar. Mamma kvartaði
oft yfir því þegar Torfi var lítill að
það þýddi ekkert að banna honum
neitt því að það var alltaf viðkvæðið
hjá þér: „Afhverju má hann þetta
ekki greyið...“
En svo sannarlega hefur hann
ekki borið skaða af því að oft varð
mamma að láta í minni pokann og
leyfa það sem hún vildi banna. Þrátt
fyrir fimmtíu og eins árs aldursmun
ykkar feðga þá voruð þið miklir fé-
lagar frá fyrstu tíð. Þú komst alltaf
fram við Torfa eins og jafningja og
vin, því er þetta mikill missir fyrir
hann að missa bæði föður og vin. Það
var alltaf gaman að koma til ykkar í
Hvítadal en einhveira hluta vegna
höfðaði sveitalífið og búskapurinn
aldrei neitt sérstaklega til mín og fór
ég afskaplega sjaldan í útihúsin. Eitt
af þessum fáu skiptum fór ég í fjósið
þar sem þú varst að mjólka, ég ætl-
aði lengra inn í fjósið og þurfti þá að
klofa yfir flór sem þarna var en af því
að það lá spýta þarna yfir steig ég á
hana og hún brotnaði. Fóturinn á
mér fór á kaf í flórinn, hvað mér
fannst þetta ógeðslegt og niðurlægj-
andi. Ég sá útundan mér að þú
horfðir á þetta en lést sem þú hefðir
ekki tekið eftir neinu. Seinna um
daginn þegar þú sást að ég var búin
að jafna mig á þessu hlóst þú manna
mest. Þetta sagði manni hversu til-
litssamur þú varst gagnvart tilfinn-
ingum annarra. Nú eru að koma jól,
þú hlakkaðir alltaf til jólanna af því
að þá færi daginn að lengja og birta
til aftur. Ég veit að það er þegar far-
ið að birta til hjá þér og ég veit að
það var vel tekið á móti þér þegar þú
yfirgafst þetta líf. Mig langar að
þakka þér fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og þinni manngæsku.
Elsku mamma og Toifi, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð, svo og
öðrum aðstandendum.
Lífið er aðeins lítíl stund,
lánuðogtetínaftur.
Þú fæðist og lifir á lánaðri grund,
uns leggur þig dulinn kraftur.
(LúðvígThorberg.)
Inga Amars.
+ Fjóla Pedersen
fæddist 4. febr-
úar 1916. Hún lést á
heilsuheimili í
Porsgrum í Noregi 2.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Níels Peder-
sen og kona hans,
Ágústa Finnboga-
dóttir, búsett í
Reykjavík.
Fjóla giftist 1942
Ingolf Evensen,
liann var norskur
hermaður í norsk-
enska fiughernum á íslandi. Við
stríðslok fluttu þau til Noregs og
voru búsett í Porsgrum. Þau eign-
uðust tvö börn, Inger Johann og
Niels Karal. Fjóla og Ingolf
skildu. Barnabörnin eru fjögur og
barnabarnabörnin sjö.
Útför Fjólu fór fram frá Pors-
gmm í Noregi 7. nóvember.
Deyrfé,
deyjafrændur
deyrsjálfriðsama.
Enorðstírdeyraldregi
hveim er sér góðan getr.
Fjóla mín, mér finnst þetta erindi
hæfa þér og ég - systir þín - þekkti
þig vel. Við höfum búið á sama svæði
í Noregi í 55 ár. Þegar maður er
langt að heiman tengist
maður sterkum bönd-
um þeirri einu mann-
eskju í nágrenninu sem
maður hefur lifað
æsku- og ungdómsárin
með og þannig var það
með okkur systur. Við
gátum talað saman um
liðin ár, sungið íslensk
lög, farið í ferðalög
saman bæði til Islands
og víða um Noreg. Við
vorum vinkonur og
trúnaðarvinir, glödd-
umst með hvor annarri
þegar allt gekk vel og vorum til
huggunar og trausts þegar eitthvað
gekk á móti. Þú varst mjög heil-
steypt manneskja, hreinskilin,
trygglynd og ótrúlega hjálpsöm,
vildir helst hjálpa öllum þar sem þörf
var, mjög vinsæl á elliheimilinu þar
sem þú vannst í mörg ár. Þú varst
alltaf tilbúin að veita huggun og
ástúð þeim sem veikir voru og leið
illa. Ég veit líka að þú sendir pen-
ingaupphæð í hverjum mánuði í
mörg ár til SOS Barnebyer og Redd
barna, og það var ekki af því að þú
værir svo vel stæð, þú hafðir ekki
annað en launin þín en áttir alltaf
nóg. Svo, Fjóla mín, það verður kalt
og tómt eftir þig og við erum mörg
sem söknum þín, sérstaklega börnin
þín og barnabörn, ég og mín börn og
ekki síst sonur þinn Níels Karl sem
bjó með þér í mörg ár og hugsaði vel
um þig þegar heilsan fór að bila. Það
var sárt að sjá þig síðasta daginn, þú
varst allt í einu fárveik, fékkst bæði
heilablæðingu og hjartabilun - gast
ekki talað. Þér leið illa og þú varst
óróleg, kannski vildir þú segja eitt-
hvað. Ég sat hjá þér í marga tíma,
talaði við þig og raulaði gömul ís-
lensk lög sem ég vissi að þér þótti
vænt um. Ég sagði að þú þyrftir ekki
að vera hrædd, það væri ekkert að
óttast, það mundi verða tekið vel á
móti þér við ferðalok. Það er mín trú
og mín vissa og það náði til þín, þú
varst róleg og sofnaðir og eftir
nokkra tíma varstu farin og laus við
allan sársauka.
Fjóla mín, við, öll fjölskyldan á ís-
landi og í Noregi, vinir og vanda-
menn, munum alltaf muna þig og
vera þakklát fyrir að hafa þekkt
þessa fínu og heiðvirðu manneskju,
sem þú varst. Vonandi höfum við
lært eitthvað af þér, eitthvað sem við
getum borið áfram út í okkar um-
hverfi.
Fyrir hönd allra ættingja og vina.
Þín systir,
Anna.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
FJOLA
PEDERSEN
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA RAGNHEIÐUR GISSURARDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
andaðist á sjúkradeild Hrafnistu þriðjudaginn
5. desember.
Hrefna Jónsdóttir, Ríkharður Árnason,
Einar Jónsson, Valgerður M. Karlsdóttir,
Jón Ragnar Ríkharðsson,
Árni Ingi Ríkharðsson,
Sævar Þór Ríkharðsson,
Jón Benjamín Einarsson,
Karl Einarsson,
Jónína Ragnheiður Einarsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐBRANDUR GUNNAR
GUÐBRANDSSON,
Búðargerði 5,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi
þriðjudaginn 5. desember.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Ásta G. Guðbrandsdóttir, Garðar Ágústsson,
Jóhanna J. Guðbrandsdóttir, S. Stefán Ólafsson,
Jón Marinó Guðbrandsson, Elfn Elísabet Baldursdóttir,
Anna Kristín Guðbrandsdóttir, Benjamín M. Kjartansson,
Guðbjörg Jóna Jóhanns, Vilhjálmur B. Þorvaldsson,
afabörn og langafabörn.
t
ESTER GUÐLAUG WESTLUND,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 4. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Steingrímur Westlund og fjölskylda.
Ástkærir foreldrar okkar og tengdaforeldrar, afi og amma, sonur og
dóttir, bróðir og systir,
JÓN RÚNAR ÁRNASON og VILBORG JÓNSDÓTTIR,
Túngötu 17,
Keflavík,
sem létust af slysförum fimmtudaginn 30. nóvember, verða jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. desember kl. 14:00.
Jón Ingi Jónsson, Bergiind Sigþórsdóttir
og Rúnar Ingi Jónsson.
Árni Rúnar Jónsson, Guðrún Andrea Borgarsdóttir
og Alexandra Líf Árnadóttir,
Björn Vilberg Jónsson.
Árni Vilhjálmsson, Guðrún Magnúsdóttir.
Jón Stígsson, Ingibjörg Björnsdóttir,
Kristín Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason,
Ingibjörg Gerður Bjarnadóttir,
Björn Línberg Jónsson, Helga Jónsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu
og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, fósturföður, tengda-
föður, afa og iangafa
JÓNS KORTS ÓLAFSSONAR,
Haganesi.Fljótum,
Skagafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Siglufirði fyrir góða og hlýja
umönnun.
Guðlaug Márusdóttir,
börn, fósturbörn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.