Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 52

Morgunblaðið - 07.12.2000, Page 52
S2 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Benedikt Odds- son fæddist í Keflavík 8. maí 1970. Hann lést af slysfór- um 30. nóvember síð- astliðinn. Hann lætur eftir sig eina dóttur, Sesselju Ernu Bene- diktsdóttur, f. 11. júní 1996, bamsmóð- ir hans er Ingibjörg Ómarsdóttir, f. 8 október 1971, en þau slitu samvistum 1998. Foreldrar hans eru Ema Bergmann Gústafsdóttir, f. 18. nóvember 1940, og Oddur Gunn- arsson, f. 1. desember 1942. Bróð- ir Benedikts er Gunnar Oddsson, f. 27 mars 1965, kvæntur Kristínu Bauer, f. 27. maí 1964, og eiga þau tvö böm, Odd Gunnarsson, f. 16. október 1990, og Evu Sif Gunnars- Það er erfiðara en orð fá lýst að sitja hér fjarri fjölskyldu og ástvin- um þegar sorgin er nálæg. Fréttin um að Bennsi frændi væri fallinn frá kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ég spyr mig að því, hver var eiginlega tilgangurinn með öllu því sem þú varst búinn að byggja upp og bæta þegar hægt er að taka það frá þér á einu augnabliki. I hugarfylgsnum mínum á ég góð- ar minningar frá þeim stundum sem við áttum saman sem litlir drengir, ég, þú og Gunni bróðir þinn, og ef mig minnir rétt fór mestallur tíminn í að halda aftur af litla grallaranum honum Bennsa sem var yngstur og til í allt. v Það er ekki hægt annað en að minnast þeirrar stundar þegar við áttum saman gott samtal fyrir utan hús okkar hjóna í sumar, lífsgleðin og áhuginn fyrir starfinu geislaði af þér og umhyggjan fyrir elsku litlu dóttur þinni var eftirtektarverð, hún var þér allt. Á þeirri stundu þegar þú ókst úr hlaði fylltist ég stolti af frænda mínum sem hafði þroskast og bætt sig meira en margan grun- aði. Bennsi minn, þótt þú hafir skipt um heimkynni þá endilega haltu áfram á sömu braut og ég veit að þú kemur til með að vaka yfir dóttur þinni. Elsku Sesselja Erna, Ossi, Erna, Gunni og fjölskylda, hugurinn er hjá ykkur. dóttur, f. 21. febrúar 1995. Benedikt lauk gagnfræðaprófi og stundaði eftir það verkamannavinnu og sjómennsku. Árið 1997 hóf hann nám í flugvirkjun í Spart- an School of Aeron- autics í Tulsa Okla- homa. Þegar að námi lauk hóf hann fljótlega störf hjá Atlanta og starfaði hann hjá þeim óslitið til dánardags. Benedikt var í AA-samtökunum og spilaði sá félagsskapur stórt hlutverk í hans lífi. Uför Benedikts fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Megi minn- ingin um góðan dreng lifa. Eðvarð Þór og fjölskylda. Kæri vinur, það var sárt að heyra það að þú værir farinn frá okkur, dá- inn, þessi hrikalegi stálbolti sem þú varst. Mig grunaði ekki að þegar við kvöddumst í síðustu viku og þú tókst í höndina á mér og óskaðir mér góðs gengis í verslunarferðinni að þetta væri í síðasta skiptið sem ég sæi þig. Við vorum búnir að vinna saman allt síðasta eina og hálfa ár meira og minna síðan við byrjuðum að vinna saman hjá Atlanta eftir að við klár- uðum að læra það sem við þráðum svo heitt, „flugvirkjann". Og við töl uðum líka oft um það hvað við værum nú heppnir að vera með þessa vinnu sem við vorum í. Það var líka svo áberandi hvað þér fannst gaman í vinnunni, það skipti engu máli hvaða dagur var eða hversu áliðið var, þú varst alltaf fyrstur til að bjóða fram þína hjálp- arhönd hvort sem það var í vinnunni eða utan hennar. Það fór heldur ekkert á milli mála hvað var númer eitt, tvö og þrjú hjá þér, það var vinnan og litla prinsessan þín sem þú dýrkaðir meira en allt annað og gerðir hvað sem var fyrir, hún Sess- elja. Að ógleymdri líkamsræktinni sem þú stundaðir af krafti og boxinu sem var mikið áhugamál hjá þér. Það var líka svo gott að æfa með þér vegna þess að þú varst maðurinn sem keyrðir mig áfram í lyftinga- salnum. Það var skrítið að mæta í vinnuna og vita það að þú kæmir ekki aftur en þú ert hérna hjá mér í hjartanu og ég lifi á öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Þín er sárt saknað, Bensi minn. Elsku litla Sesselja og kæru Oddur, Erna, Gunnar og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Eðvald (Deddi). Ég kom heim í dag og á símsvar- anum var pabbi og ég heyrði á rödd- inni á honum að það hafði eitthvað alvarlegt gerst. A íslandi var nótt þegar hann hafði hringt, svo það sagði mér að það var ekki allt í lagi. Það fyrsta sem mér datt í hug var að afi minn væri dáinn, því maður býst alltaf við svoleiðis hringingu þegar fólk er orðið gamalt. Ég settist niður og stimplaði inn númerið hjá mömmu og pabba og hugsaði um leið að ég hefði átt að hringja í afa í gær. Allt í einu mundi ég ekki núm- erið og þurfti að hringja uppá nýtt. Pabbi ansaði í símann og sagði mér að Berisi frændi hafði dáið í bílslysi í dag. Ég fór í sjokk og vildi ekki trúa þessu. Annað dauðsfall í fjölskyld- unni á ekki tveimur árum. Var ekki nóg að missa Magga bróður? Nú höfum við misst þig líka. Ungur, fal- legur maður og svo hamingjusamur. Þegar ég sá þig síðast, um haustið á síðasta ári, þá geislaðir þú af ánægju. Ég hafði aldrei séð þig svona ánægðan fyrr. Þú varst búinn með flugvirkjanámið og farinn að vinna og fannst svo gaman. Við höfð- um um svo margt að tala og þá aðal- lega flugvélar sem við höfðum sam- eiginlegt. Þú sagðir mér að drífa mig í að ná í fleiri flugtíma svo ég gæti fengið vinnu hjá Atlanta með þér. Það hefði verið gaman, elsku frændi, en úr því verður víst ekki í þessu lífi. Svo spjölluðum við um Magga bróður og dauðann og þú sagðir að eftir að maður verður fyrir þvi að missa náinn ættingja, þá skipta ekki dauðir hlutir máli lengur. Þú nefndir dæmi um að þegar fólk er að rífast yfir húsgögnum og dauðum hlutum. Hvað það væri mikil tímasóun því maður veit aldrei hvenær lífið er búið og maður sér eftir öllu saman. Þetta var svo mikið rétt hjá þér Bensi. Rúmu ári eftir að þú segir þetta ertu farinn frá okkur. En ég veit að þið Maggi eruð saman og það léttir mér mikið og ég vona að það hjálpi öðrum. Þegar þú varst hér í Ameríku að læra flugvirkjun, þá talaði Maggi oft um það að koma til þín og byrja líka að læra flugvirkjun og ég að klára flugið. Ég veit að Maggi leit mjög mikið upp til þín, því innst inni vildi hann læra eitthvað. Hann var bara svo ungur þegar hann dó. Þú kennir honum flugvirkjun þarna hinum megin og hann mun leiða þig í gegn- um þennan erfiða tíma. Við sem eftir erum á jörðinni eigum erfitt að missa ykkur, en ég held einnig að þið sem farið í burtu og þá sérstak- lega ungt fólk sem fer snögglega, eigið einnig mjög erfitt að slíta ykk- ur frá jörðinni. Svo þú átt góðan vin þarna uppi sem mun hjálpa þér. Ég bara trúi þessu ekki Bensi. Stundum hugsa ég um það að það sé kannski bara best að vera einn í þessu lífi svo maður eigi ekki á hættu að missa neinn. En það væri leiðinlegt líf. Lífið er til að elska það, en það er bara svo hryllilega erfitt þegar eitt líf deyr. Eg sat hér í kvöld og fór í gegnum myndir og fann eina af þér sem var tekin fyrir um tveimur árum síðan. Nú situr þessi mynd við hliðina á Magga og kertaljósi og ég bið Guð að vera með ykkur. Elsku Ema, Ossi, Gunni og fjöl- skylda og litla stelpan þín. Ég mun biðja fyrir ykkur í þessari miklu sorg. Missirinn er mikill og ótrúlega sár. Nú þurfið þið að ganga í gegn- um þennan sársauka sem ég veit hvað er sár. Það er ekki satt að tím- inn lækni öll sár, heldur lærum við einhvernveginn að lifa með sorginni. Framundan er erfiður tími fyrir ykkur, en Ijósið mun skína aftur. Ekki jafn bjart og áður, en það mun samt skína. Guð verndi ykkur öll. Elsku Bensi minn. Við gátum ekki hist í sumar, en við sjáumst aftur. Ég trúi því af öllu mínu hjarta. Þín frænka, Birna Ósk. Lffið. Allt ber það í sér. Öllu öðru er það dýrmætara. Öll bókasöfn og vísindaskrár heimsins eru eins og rusl á hlöðugólfi sem sópað er út til hænsanna borið saman við eitt mannslíf (Steinunn Eyjólfsdóttir.) Símtalið sem ég fékk síðastliðið fimmtudagskvöld var símtal sem ég bað til Guðs að ég ætti aldrei eftir að fá aftur. Enn einu sinni er ungur og lífsglaður maður sem allt virtist vera svo bjart framundan hjá hrifsaður í burtu frá okkur. Það er svo stutt síð- an að Maggi bróðir fór á sama hræðilega hátt og þú, elsku Bensi minn. Við verðum að trúa því að núna séuð þið saman og að eitthvað annað og mikilvægara hlutverk bíði ykkar þarna fyrir handan. Ég minnist þess svo sterkt þegar að Gunnar bróðir þinn skrifaði í minningargreinina til Magga að gleði og sorg væru systur, það virðast vera orð að sönnu. Alltaf fékk ég fréttir af þér í gegnum mömmu þína og pabba og allt sem þú tókst þér fyrir hendur síðustu ár fylltu þau stolti. Ailtaf voru fréttirn- ar af þér svo góðar og skemmtileg- ar. Við höfðum ekki hist oft undan- farið, en það er eins og það er, allir eru svo uppteknir af sínu og fólk á okkar aldri sem er að koma undir sig fótunum, eignast börn og mennta sig, gefur sér ekki nægilegan tíma fyrir þá sem standa þeim næst. Það eru tvö ár núna um jólin síðan við hittumst síðast þar sem þú dvaldir mikið erlendis við nám þitt og starf. Ég man að ég, þú og Maggi bróðir áttum svo góða stund þar sem við ræddum um hvað hafði drifið á okk- ar daga og sögðum hvert öðru frá framtíðaráætlunum okkar. Hvern hefði grunað að Jjið ættuð báðir svona stutt eftir? Ég fyllist hræðslu við tilhugsunina um hversu van- máttug við erum og hvað við vitum og skiljum lítið. Kannski sem betur fer og eflaust kemur að þeim degi að við fáum svör við spurningum okkar. Elsku Bensi minn, ég vona að þú verðir sáttur á þeim stað sem þú ert á núna og haldir áfram að vera þessi glaðbeitti og kraftmikli ungi maður. Elsku hjartans Erna, Ossi, Gunn- ar, Kristín og börn, Hulda og elsku litla ljósið í myrkrinu, Sesselja Erna, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og ég veit að sporin sem eru framundan verða þung. Allur minn hugur er hjá ykkur og megi Guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín frænka, Margrét. Mig langar að kveðja þig pabba minn sem ég elskaði svo mikið. Milli okkar var svo sérstakt, náið og fal- legt samband. Þó þú byggir ekki hjá mér og ynnir mikið í útlöndum hafð- ir þú alltaf gott samband við mig. Þú hringdir þá oft og við töluðum um heima og geima og svo sungum við líka saman í símanum. Á leik- skólanum teiknaði ég oft flugvélar því þú vannst við þær og alltaf þegar ég fór suður í Sandgerði benti ég á flugstöðina og sagði að þú værir þar. Þegar þú komst heim frá útlönd- um færðir þú mér alltaf fallegar gjafir, leikföng og föt og ljósblátt var uppáhaldsliturinn okkar. Þú gafst mér líka svo fallegt hálsmen, gulllykil, sem þú sagðir að væri lyk- illinn að lífinu og það ætla ég alltaf að eiga. Þegar þú varst heima á Islandi gafstu mér allan þinn tíma og varst mér svo óskaplega góður. Öllum fannst ég svo lík þér bæði í útliti og skapi og þú varst svo stoltur af því. Við ætluðum að gera svo margt sam- an þegar ég yrði stór, ferðast út um allan heim og þú ætlaðir að búa mér fallegt heimili. En núna ertu farinn til Guðs og ég veit að Guð geymir þig og gætir þín fyrir mig. Þín ástkær dóttir, Sesselja Ema. Síðastliðinn fimmtudag var Sess- elja Erna búin að bíða spennt eftir pabba sínum. Hún dundaði sér við að pakka inn snældu sem hún hafði sungið inn á til að gefa honum og myndskreytti svo pakkann til að tíminn liði hraðar þangað til hann kæmi. Það voru svo glöð og hamingju- söm feðgin sem kvöddu mig í Þor- lákshöfn því framundan var skemmtilegt frí suður með sjó. Á augabragði breyttist gleðin í gífur- lega sorg því þau lentu í hörmulegu bílslysi þar sem Bensi lést. Vesturhiíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum $ Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins ^RAlíy^ með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja / UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. BENEDIKT ODDSSON Mig langar að þakka honum fyrir þann tíma sem við áttum saman. Ekki síst langar mig að þakka hon- um fyrir hvað hann var Sesselju Ernu yndislegur faðir og allt það góða sem hann gerði fyrir hana. Þó að leiðir okkar hafi skilið var sam- bandið milli okkar alltaf gott og við vorum samstíga í að hugsa um heill og hamingju barnsins okkar. Nú er það hún, litla yndislega stúlkan okk- ar, það sem hann lætur eftir sig í þessum heimi. Ég kveð hann með bæninni sem hann kenndi mér að nota og sækja styrk í: Guð, gef mér æðruleysi tilaðsættamigviðþað, sem égfæekkibreytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Elsku Sesselja Ema, kæru Erna, Oddur, Gunnar, Kristín, Eva Sif, Oddur og aðrir ástvinir. Ykkur votta ég dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Guð styrki ykkur öll. Ingibjörg Ómarsdóttir. Á leið minni heim þann hörmu- lega slysadag keyrði ég Vatns- leysuströndina eins og margir og hlustaði á fréttir. Ég sagði við sjálf- an mig. Vonandi er þarna enginn sem ég þekki! En hverjar eru lík- urnar þegar um Reykjanesbrautina er að ræða? Það sló mig mikið að heyra svo fréttina í gegnum síma og síðan er búið að vera erfitt og verður áfram, en samt svo gott að vera með þeim sem þekktu Bensa. Það er erf- itt að vera einsamall. Það eru margir félagar hans erlendis og hafa þurft að glíma við þetta svo langt í burtu en eru á leiðinni heim. Bensi var samferðamaður margra og þeim mikill missir. Ég hef þekkt Bensa vel og lengi, við lékum okkur saman alla daga í mörg ár. Frá því við hitt- umst fyrst höfum við alltaf verið miklir vinir og verið samferða í mörgu, íþróttum, vinnu, skóla og það sem mestu máli skiptir; verið miklir sálufélagar. Kynni okkar Bensa voru strax innileg og við höf- um hlúð að þeim alla tíð og hvor gef- ið öðrum mikið. Það eiga margir mikið í Bensa og Bensi á mikið í mörgum. Öll ár sem ég hef þekkt Bensa hefur hann alltaf heilsað mér með brosi og kvatt með brosi. Svip- ur hans var mikill! Bensi var mikill keppnismaður, eins og allir vita, og gat verið mjög þrjóskur og skap- styggur. í æsku sinnaðist okkur, eins og gengur og gerist, en nutum alltaf þeirrar blessunar að geta rætt saman þannig að öll mál voru leyst að kveldi. Okkur þótti mjög vænt hvorum um annan og það vissum við báðir vel. Sá lifir ekki sem ekki þarf að takast á við eitthvað og ég man ekki eftir mér öðruvísi en að eitt- hvað væri að takast á við. Það gerir enginn einsamall, því eru vinir svo dýrmætir. Mínar fýrstu samræður og meðvitund um að lífið væri and- ans stríð voru með bróður mínum og Bensa. Það mynduðust sterk tengsl og mikið traust milli okkar. Þótt h'fið hafi skapað okkur báðum allt sem á verður kosið. Marga vini, ástríka foreldra og átökin ekki stórvægileg þegar horft er til baka, ekki mikla sorg eða leynda harma, þá er erfitt að vera manneskja og oft æði erfitt að vera barn og unglingur; stríð að finna sjálfan sig, vera frjáls og fá að setja sín eigin lög. Ekki vildi ég breyta neinu í æsku minni með Bensa. Ég hef ekki hlegið með nein- um eins mikið og honum. Það voru ekki fáir sem reyndu að stilla okkur í æsku. Við vorum oft ansi óþekkir en líka góðir strákar. Við fórum mikið saman á skákmót með fullorðnum mönnum sem báru mikla virðingu fyrir einbeitingu hugans. Við nutum okkar vel innan um þá menn, keppt- umst við að sýna hvor öðrum þá menn sem okkur fannst vera skrýtn- ir. Það voru ýmsir taktar eins og að naga pennann eða sérstök stelling, hárgreiðsla eða fatnaður og þung högg á skákklukkuna. Fyrir okkur var þetta aðallega skemmtun: „Komdu og sjáðu þennan!" Það þurfti stundum að vísa okkur út vegna hláturs. Þar er þögnin almátt-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.