Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 58
58 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Tæpur þriðjungur elli-
lífeyrisþega nær ekki „1 ág-
marksframfær slumörkum “
UM 23.000 ellilífeyrisþegar fá óskert-
an grunnlífeyri þ.e. 17.715 kr. á mán-
uði en rúm 10.000 af þeim fá til viðbót-
ar óskerta tekjutryggingu, þ.e. 30.461
kr. á mánuði eða samtals 48.176 kr. á
mánuði. Rúm 4.000 fá heimilisbætur
að upphæð 14.564 kr. á mánuði og 361
fá 7.124 kr. sem sérstakar heimilis-
bætur.
Ur almennum lífeyrissjóðum
verkafólks fá 3.486 manns kr 5.637 kr.
á mánuði að meðaltali en 3.627 manns
fá 14.743 kr. að meðaltali á mánuði,
skattlagning hefst við 63.878.- fyrir
einstakling en um 130.000 kr. fyrir
fólk í sambúð.
Hveijar eru rauntekjur ellilífeyris-
þega þegar á heildina er litið. FEB
óskaði eftir úttekt ríkisskattstjóra á
málinu. Samkvæmt útreikningum
sérfræðinga skattstjórans er tekju-
dreifing ellilífeyrisþega þessi. Tekið
er tillit tíl allra tekna, skatta, útsvara,
ívilnunar skv. 66 gr. og skv. 80 gr.
ásamt persónuafslætti.
>fekjur og skattar
ellilífeyrisþega árið 1999
Fjöldi Meðalt. áári Skattar
890 124.000 4.000
1271 299.000 2.000
1917 522.000 3.000
3312 702.000 12.000
4296 909.000 68.000
4912 1.097.000 130.000
3121 1.292.000 186.000
7147 1.495.000 206.000
26.866 1.233.000 168.000
-Ér þessari töflu má lesa að 7.390
manns, þ.e. 28%, hafa lægri mánaðar-
tekjur (meðaltal) en 58.500 kr. fyrir
skatta og 11.686, þ.e. 44%, um 75.000
kr. fyrir skatta. Eignarskattstofn
þessara einstaklinga er
rúmar 3-4 milljónir,
óljóst er um skuldir. En
tilraun verður gerð að
áætla þær. Einnig verð-
ur kannaður hagur dval-
arheimilisvistmanna en
nú bíða um 560 manns
þar af um 230 í brýnni
þörf. Vissulega er hát-
ekjufólk í hópnum en
um 400 manns þ.e. 1.5%
hafa á milli 370.000-
735.000 á mánuði með
eignarskattsstofn á milli
10-16 milljónir. Hag-
stofa íslands hefur ekki
reiknað út áætlaðan
lágmarksframfærslukostnað eins og
Hagstofur nágrannalandanna gera
reglulega.
En með hliðsjón af að skattleysis-
mörk eru tæpar 64.000 kr. á mánuði
og LIN áætlar að námsmenn þurfi
Ellilífeyrir
Þarf að fara með málið
til mannrétt indadóm-
stóls Evrópu, spyr
Ólafur Ólafsson, til þess
að úrbætur fáist?
66.500 kr. á mánuði til framfærslu má
ætla að Iágmarksíramfærslukostnað-
ur í dag sé á þeim slóðum. Ætla má að
þriðjungur ellilífeyrisþega (þar á
meðal öryrkjar) bera ekki úr býtum
lágmarksframfærslutekjur. Saman-
burðurinn verður óhagstæðari ef kíkt
er á síðustu neyslu-
könnun Hagstofu ís-
lands frá 1995. Þar kem-
ur í ljós að miðað við
16,3% verðlagshækkun
fram til ársins 2000 eyð-
ir hver einstaklingur
um 100.000 kr. á mánuði
til lífsnauðsynja.
Astandið verður
skýrara þegar litið er til
þróunar kaupmáttar á
síðustu árum. Þó að
kaupmáttur lífeyris-
þega hafi hækkað nokk-
uð á allra síðustu árum
er Ijóst að kaupmáttur
þeirra hefur ekki tekið
mið af launaþróun verkamanna eins
og eldri borgarar hafa krafist. Þessar
niðurstöður hafa öðlast viðurkenn-
ingu í „ráðherrasamráðsnefndinni".
Starfstengda lífeyrissjóðskerfið
nær ekki að brúa þetta bil á næstu 15-
20 árum. Langt er því í land áður en
„lífeyrir 69 ára ellilífeyrisþega verður
70% af meðaltalsatvinnutekjum fólks
á aldrinum 40-60 ára (að viðbættum
11% af atvinnutekjum á grunnlífeyri)“
eins og menn ætla í ritinu „Líf-
eyriskerfi og umönnunar tryggingar"
sem gefið var út á ári aldraðra 1999 af
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytínu. Hvers vegna er verið að rýra
kjör margra aldraðra? Althyglivert er
að á árunum 1995-1999 fjölgaði lífeyr-
isþegum er búsettu sigí útlöndum um
64%.
Hvað er til ráða? Þarf að fara með
málið til mannréttindadómstóls
Evrópu tíl þess að úrbætur fáist?
Höfundur er ellilífeyrisþegi
og fyrrverandi landlæknir.
Ólafur
Ólafsson
Lestrarerfíð-
leikar Hjörleifs
Guttormssonar
GREIN Hjörleifs
Guttormssonar í Mbl. í
gær ber þess merki að
hann eigi erfitt með
lestur.
Athugasemdir hans
við útvarpspistil minn í
síðustu viku eru hjá-
kátlegar. Ein er efiiis-
lega rétt, sumsé að
verkfræðistofa en ekki
skipulagsstjóri sjálfur
auglýsti eftir athuga-
semdum við matsáætl-
un vegna stækkunar ál-
vers á Grundartanga.
Það er bitamunur en
ekki fjár og víðs fjarri
þeim kjarna málsins,
að framlengja þurfti frest til þess að
slíkar athugasemdir kæmu fram.
Slíkur var áhugi þeirra, sem í
Álver
Athugasemd Hjörleifs
Guttormssonar,
segir Karl Th.
Birgisson, er víðs fjarri
kjarna málsins.
fyrravetur hrukku af hjörunum
vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðar-
firði. Um það var pistill minn og um
hugsanlegar skýringar á því.
Og þar kemur að lestrarerfiðleik-
um - og óheiðarleika - Hjörleifs
Guttormssonar. Skýring mín var
ekki „óvild íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins í garð landsbyggð-
arinnar“, eins og hann
gerir mér upp. Þvert á
móti sagði skýrt að „ég
tek ekki undir þessar
kenningar". Eg kæri
mig ekki um að vita af
hverju Hjörleifur kýs
að fara með rangt mál.
Mér þykir líklegra,
eins og sagði í pistlin-
um, að fjarlægðin geri
fjöllin venju fremur blá
í þessu efni. Umræðan
um álver í Reyðarfirði
ber vitni um þá róman-
tísku mynd af Islandi
sem þéttbýlisbúar eru
óðum að koma sér upp.
Það er mynd af landi sem býr yfir
einhverju stórkostlegu dulmagni og
dulúð, næstum því guðlegu afli sem
er manninum meira og æðra, landi
sem við eigum að tilbiðja og vera
undirgefin.
Munurinn á Reyðarfirði og Grund-
artanga er sá, að Reyðarfjörður er
nógu langt í burtu frá höfuðborginni
til að vera hluti af þessari glapsýn.
Grundartangi er bara Grundartangi.
Það er ein skýringin á því, hvers
vegna þarf að toga athugasemdir við
matsáætlun um álver í Grundarfirði
upp úr fólki með töngum, en allir
keppast um að hafa skoðun á því
hvað Austfirðingum er fyrir beztu.
Hjörleifur Guttormsson má kalla
það „óvenju ósvífnar dylgjur", „grófa
árás“, „ósannindavaðal" eða hvað
annað sem hann kýs. Það eru samt
staðreyndir málsins.
Höfundur býrá Stöðvarfirði.
Birgisson
Minningarkort Styrktarfélags IX
krabbameinssjúkra barna f f
www.skb.is/framlog/minningarkort.html sími 588 7555
s
Islensk list
Fálkagötu 30b
Gleðilegir jólaglerfuglar
Opið frá kl. 14-18, símar 552 8141 og 861 5693
rerutoDfrjals!
Hjá ursmiðnum
oD>-*Sk
m
ATVIIMNUHÚSNÆDI
Glæsilegt
verslunarhúsnæði
Til leigu verslunarhæð í
Þingholtsstræti 5. Um er
að ræða bjarta og glæsi-
lega verslunarhæð eða
þjónusturými með stórum
gluggum. Hæðin er um
310 fm og er ný endur-
bætt. Upplýsingar eru
veittar í símum 562 2860,
899 4689 og 899 6926.
KENNSLA
^róf í verðbréfamiðlun
verðbréfaviðskiptapróf
Tek að mér einkakennslu í undirbúningi fyrir
verðbréfamiðlunarpróf, viðskiptafræði, hag-
fræði, fjármagnsmarkað o.fl.
Upplýsingar í síma 696 6767, netfang
kristjansson@rocketmail.com .
VINNUVÉLAR
Fermec smágröfur til sölu
Vel með farnar Fermec smágröfur, teg. 115,
128, 526 og 528, í góðu ásigkomulagi til sölu.
Allarundir 1000tímum — ýmsir fylgihlutir
með. Tilboð óskast.
Uppl. í síma 567 2230, fax 567 2272.
ÍAðaldeild KFUM,
Holtavegi 28.
Aðventufundur ásamt KFUK
á Holtavegi 2 kl. 20.00.
Hugleiðing: Dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup.
Upphafsorð: Bjarni Árnason.
Stjórnun: Ómar Kristjánsson.
Blandaði kórinn syngur.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.kfum.is .
kvöld kl. 20.00:
Ljósvaka í umsjón majóranna
Turid og Knut Gamst ásamt
Andreu og starfsfólki Flóa-
markaðsbúðarinnar.
Allir hjartanlega velkomnir.
I.O.O.F. 11 a 1811278’/2 = Bk.
Landsst. 6000120719 X
I.O.O.F. 5 = 1811278 = Jv,
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Lækningasamkoma kl. 20.
Björgvin Óskarsson predikar,
fyrirbænir.
Allir hjartanlega velkomnir.
„Drottinn er góður, athvarf á
degi neyðarinnar, og hann þekk-
ir þá sem treysta honum."
www.vegurinn.is
fnmhjólp
Almenn samkoma í Þribúðum,
Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00.
Vitnisburðir. Ræðumaður:
Kristinn Birgisson. Fjölbreyttur
söngur. Kaffi að lokinni sam-
komu. Allir velkomnir.
www.samhjalp.is.