Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
í GREIN sinni um
kennaraverkfallið í
Morgunblaðinu hinn
23. nóv. sl. telur Þröst-
ur Ólafsson hagfræð-
ingur kennaraverkfall-
ið vera tímaskekkju og
raunar vonlausa bar-
áttu. Nefnir nokkur
dæmi því til rökstuðn-
ings, svo sem að ríkis-
stjómin tapi frekar
fylgi á því að fallast á
kauphækkun hjá svo
fjölmennri stétt. Aðrir
hljóti að fylgja í kjöl-
farið og þess heldur
sem laun kennara séu
eins konar „gullfótur launamyndun-
ar“ í landinu sem allir aðrir miði sig
við. Já það er gaman að vera grunn-
útgangspunkturinn líkt og notaður
er í verðkönnunum stórmarkaða.
I allri umfjöllun sinni virðist
Þröstur algjörlega horfa framhjá því
að hér er verið að tala um afkomu
einstaklinga af holdi og blóði, er
þurfa að fæða og klæða sig og sína á
^smánarlaunum. Auðvitað er erfitt
fyrir einstakling eins og Þröst, sem
er vissulega ekki bundinn í báða skó
fjölmennrar stéttar á „gullfóta-laun-
um“, að skilja út á hvað nauðvörn
kennara gengur. Eða er hann ef til
vill búinn að gleyma uppruna sínum?
Má ég ekki spyija?
„Já, en hvað ætlið þið að bjóða á
móti?“ spurði fréttakona sjónvarps-
ins viðmælendur sína um daginn í
fréttaþætti, er kennaralaunin voru
til umfjöllunar. Menn urðu hvumsa
I við og þá sagði hún, snögg upp á sig:
„Má ég ekki spyrja?" Hér hefði ein-
hver átt að spyrja hana á móti, hvað
hún legði til aukalega þegar hún
fengi kauphækkun. Til dæmis hvort
hún bætti við sig þrifnaði á stofnun-
inni eða tæki að sér bamatímann
svona aukalega. Að bæta við sig
vinnu fyrir utan fastákveðinn vinnu-
tíma kallast aukavinna og greiðist
samkvæmt því. Við venjulega kaup-
hækkun halda menn áfram að
stunda vinnu sína, bara mun ánægð-
ari en áður.
Meiri vinna
Nú erum við kennar-
ar búnir að vera í verk-
falli frá 7. nóvember og
allur sá tími hefur farið
í að ræða kröfu ríkisins
um aukna kennslu-
skyldu. Hvaða annarri
stétt á landinu væri
boðið upp á slíkt, þ.e.
að auka við sig dag-
vinnuna á 21. öldinni?
Ingibjörgu Sólrúnu
borgarstjóra er þetta
ofarlega í huga og hún
segir þetta vera til þess
að mæta kröfu nútím-
ans. Ég get ekki séð að við síðustu
kauphækkun yfirmanna borgarinn-
ar á síðasta ári, er var um og yfir
30% (án verkfalla), hafi t.d. af-
greiðslutími skrifstofa borgarinnar
lengst - er það nútíminn að fá ekki
afgreiðslu eftir kl. 16.30? Vill ekki
Kennarar
Sú staðreynd stendur
eftir, segir Haukur R.
Hauksson, að sífellt
reynist erfiðara fyrir
framhaldsskólana
að manna kennara-
stöðurnar.
Ingibjörg Sólrún hafa opna móttöku
á skrifstofu sinni til kl. 18.30 hvem
virkan dag til að mæta nútímanum?
Hvað lét hún á móti síðustu kaup-
hækkun sinni?
Hundalógík
Formaður samninganefndar ríkis-
ins, Gunnar Björnsson, segir m.a. í
Dagblaðinu 25. nóvember: „Við get-
um ekki orðið við þeirri kröfu kenn-
ara að dagvinnulaun hækki án þess
að nokkuð annað gerist. Þar með
væm þeir komnir langt fram úr þeim
félögum sem þeir em að bera sig
saman við.“ Mér er spurn, hvaða fé-
lög em það sem kennarar era að
bera sig saman við? Eru það einhver
félög sem em undir 100.000 króna
mánaðarlaunum? Og er það þá
helsta áhyggjuefni Gunnars að forða
kennuram frá þeim mistökum að
fara fram úr slíkum félögum? Ef
þetta er ekki hundalógík þá veit ég
ekki hvað. Vill Gunnar ekki segja
okkur við hvaða félög hann miðar
kaupið sitt og leggja fram launaseðil
sinn, svo að háskólamenntaðir kenn-
arar fái „eðlilega" viðmiðun?
Að selja sig
Samninganefnd kennara stendur
vissulega í ströngu þessa dagana og
er ekki öfundsverð af hlutverki sínu.
Ég legg þó til að hún loki á allar um-
ræður um afnám áunninna réttinda
okkar í gegnum áratugi og aukna
kennsluskyldu á dagvinnutaxta. I
stað þess sé kröfu ríkisins um aukna
vinnu mætt með því að bjóða fram
eins mikla aukavinnu og ríkið óskar
eftir hverju sinni, en þá á fullum eft-
irvinnutaxta eins og allar aðrar
stéttir myndu fara fram á. Sannast
sagna hélt ég að við hefðum farið í
verkfall til þess að bæta kjör okkar
og jafnvel stytta vinnutímann, eins
og nútímakröfur annarra stétta
ganga út á. Ef til vill væri skynsam-
legast fyrir okkur kennarana að
draga verkfallið til baka, kenna til
vors og segja þá upp störfum allir
sem einn. Ráða sig svo að hausti ein-
göngu á þeim kjömm er við höfum
nú sett fram. Þannig þyrftum við
ekki að standa í tilgangslausu þjarki.
Lokaorð
Hvort sem mönnum finnst laun
kennara nógu há eða ekki stendur sú
staðreynd eftir að sífellt reynist erf-
iðara fyrir framhaldsskólana að
manna kennarastöðumar með há-
skólamenntuðu starfsfóM. Það hef-
ur líka verið bent á, að þeir kennarar
sem em háskólamenntaðir séu lang-
flestir komnir fram yfir miðjan ald-
ur. Endumýjunin á vel menntuðum
kennumm er því afar lítil. Launin
era einfaldlega ekki nógu há til þess
að laða slíkt starfsfólk að skólunum.
Þeir sem kjósa óbreytt ástand í
launamálum kennara hljóta því að
una versnandi ástandi í mennta-
stofnunum landsins.
Höíundur er framhaldsskóla-
kennari.
Kennarar og
hundalógík
Haukur R. Hauksson
Gleraugna-
kostnaður barna
AÐEINS hluti
þeirra bama, sem
þurfa að nota gleraugu,
nýtur endurgreiðslna
vegna þess kostnaðar.
Reglur um endur-
greiðslur kveða á um
að þær séu háðar því
skilyrði að umsókn
komi frá lækni. Endur-
greiðslur koma því að-
eins til greina að bam
eigi við ákveðna augn-
sjúkdóma að stríða eða
skilgreind sjónvanda-
mál. Þannig er ekki um
almennan fjárhagsst-
uðning vegna gler-
augnakaupa að ræða heldur styrk
vegna læknismeðferðar. Þau börn
sem þurfa gleraugu til að koma í veg
fyrir stafræna sjóndepru fá styrk, en
nærsýn böm fá til að mynda enga
styrki. Sjónstöð íslands fer með um-
sóknir um styrki vegna sjónglerja-
og linsukaupa barna og unglinga. Á
síðasta ári bárast Sjónstöðinni 1556
^iimsóknir um endurgreiðslu og var
"kostnaður stofnunarinnar af þessu
verkefni á síðasta ári um 12 milljón-
um króna.
Ureltar reglur
Reglurnar sem gilda um endur-
greiðslu gleraugna bama byggjast á
lögum nr. 18/1984 um Þjónustu- og
endurhæfingarstöð sjónskertra.
Þrátt fyrir hækkun sjálfræðisaldurs
í 18 ár hafa 16 og 17 ára
börn ekki notið endur-
greiðslna vegna sjón-
glerjakaupa. Sjón er í
mótun til 12 ára aldurs
og því kemur sú megin-
regla að styrkir séu
einungis veittir í lækn-
ingaskyni í veg fyrir
það. Að hámarki er
hverju barni veittur
einn styrkur á tólf
mánaða tímabili. I
flestum tilfellum dugar
það, nema hjá yngstu
bömunum þar sem
vöxtur er hraðari en
svo að ein gleraugu
dugi þann tíma. Nauðsynlegt er að
endurskoða þessar reglur. Því hefur
undirritaður lagt fram á Alþingi til-
lögu til þingsályktunar þess efnis að
heilbrigðisráðherra verði falið að
beita sér fyrir endurskoðun regln-
anna þannig að öll böm undir sjálf-
ræðisaldri fái endurgreiddan hluta
kostnaðar sjónglerja og linsa.
Sanngjarnar hugmyndir
Það gengur ekkert bam með
gleraugu nema af illri nauðsyn, hvort
sem gleraugun era liður í læknis-
meðferð eða ekki. Kostnaður for-
eldra getur verið umtalsverður, en
algengt er að gleraugu barna kosti á
bilinu tíu til tuttugu þúsund krónur.
Ætla má að sjóngler bama endist
mun skemur en fullorðinna, bæði
Páll Magnússon
Sjón
Hef ég lagt fram tillögu
til þingsályktunar þess
efnis, segir Páll
Magnússon, að öll
börn undir sjálfræðis-
aldri fái endurgreiddan
hluta kostnaðar sjón-
glerja og linsa.
vegna meira álags í leik þeirra og
ekld síður vegna uppvaxtar. Eins og
kunnugt er taka sjúkratryggingar
þátt í kostnaði vegna almennra tann-
lækninga bama að 17 ára aldri. Auk
öflugra forvama, sem Trygginga-
stofnun veitir, greiða sjúkratrygg-
ingar 75% kostnaðar við almennar
tannlækningar allra barna og ungl-
inga 17 ára og yngri. Heyrnar- og
talmeinastöð, sem starfar sam-
kvæmt lögum nr. 35/1980, sér um út-
hlutun og viðhald heymartækja. Öll
heyrnarskert böm, sem hafa not af
heyrnartækjum fá heymartæki og
rafhlöður ókeypis til allt að 18 ára
aldurs. Með hliðsjón af þátttöku rík-
isins við tannlækningar barna og
stuðning þess við kaup á heyrnar-
tækjum byggist sú hugmynd á sann-
girni að stuðningur við kaup á sjón-
glerjum og linsum fyrir börn verði
aukinn og hans njóti í framtíðinni öll
böm án tillits til eðlis sjóngalia.
Höfundur er varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í Reykjanes-
kjördæmi.
Af hverju heyr-
ist ekkert í for-
eldrum?
ÉG TÓK þá ákvörð-
un fyrir löngu að það
væri tvennt sem ég ætl-
aði ekki að spara við
mig í lífinu. Annarsveg-
ar hollur matur og
hinsvegar menntun
bamanna minna. Það
vita náttúrlega allir
hvernig verði á mat-
vælum er háttað hér.
Meira að segja sá mat-
ur sem var hvunn-
dagsmatur þegar ég
var að alast upp, ýsan,
er orðin dýrari en lax
sem í þá tíð var á sama
verði og nautalundir.
Þá gátu kennarar víst
lifað af laununum. Að vísu fréttist
alltaf um einn og einn sem tók til
hendinni í annarri vinnu á sumrin.
Nú er öldin önnur. Kennarar þurfa
að eyða lunganum úr sumrinu til
endurmenntunar enda verða kröf-
umar um betri menntun sífellt há-
værari og meiri. Og það er eðlilegt
því hver sá sem ekki hefur góða
menntun og bréf upp á það á víst að
sitja eftir í láglaunastarfi. Nú er það
svo að kennaramenntun er engin
skrýtla. Það era orðin nokkuð mörg
ár síðan að kennaramenntun varð
háskólafag. Þeir tímar era liðnir að
fólk gat farið beint úr gaggó í kenn-
arann og farið að kenna um tvítugt.
Nú þarf kennari fyrst að klára
menntaskóla og síðan tekur háskóla-
Kennarar
Það er augljóst, segir
—
Þorsteinn Ulfar
Björnsson, að kennarar
hafa dregist aftur
úr í launum.
nám við. Mér finnst það því eðlilegt
að kennarar fái greitt í samræmi við
nám og þá ábyrgð sem þeir óhjá-
kvæmilega þurfa að bera. Því kenn-
arastarfið er erfitt starf. Ég veit það
þótt ég hafi takmarkaða reynslu af
kennslu en einn vetur kenndi ég þó
við Iðnskólann.
Það hefur ekki farið framhjá nein-
um að nú er verkfall framhaldsskóla-
kennara. Einhverra hluta vegna sit-
ur allt fast í þessari deilu og útlitið er
dökkt. Meira að segja svo dökkt að
ekki sér til sólar.
í fréttum í dag í RMsútvarpinu
blés fjármálaráðherra á kröfur kenn-
ara og sagði að engin gæti ímyndað
sér að hann færi að semja um 70%
launahækkun til kennara. Mér virð-
ist að þessi kjaradeila snúist ekki um
prósentuhækkun.
Ég held að það væri nær að tala
um upphæðir en ekki prósentur. Það
segir sig nefnilega sjálft að prósent-
ur segja ekki allt. Við getum tekið
dæmi um 10% hækkun til einhverra
sem era með 100.000 á mánuði. Þeir
fengju þá 110.000 en aðrir sem væra
með 250.000 og fengju 5% hækkun,
helmingi minni hækkun, fengju samt
meira í vasann eða 262.500 á mánuði.
Ég vil halda því fram að kennarar
séu ekkert of sælfr af sínum launum.
Það er alveg augljóst að þeir hafa
dregist aftiu- úr. Sem dæmi um það
má nefna skólastjóra með aldarfjórð-
ungs starfsreynslu. Hann hætti og
hóf störf í verksmiðju og hafði lítið
stundað slík störf um dagana þar
sem mestallur hans starfsferill var
við kennslu og skólastjóm. Sem sagt,
byrjandi í verksmiðjunni. Hvað fékk
svo þessi maður í byrjunarlaun? Jú,
hann réð sig fyrir kr. 250.000 á mán-
uði og um það bil tvöfaldaði launin
sín. Það skal tekið fram að hann bar
ekki sömu ábyrgð í starfinu í
verksmiðjunni og við skólastjórnina.
Fólk með grannskólapróf og kannski
lítið meira er að fá um
150.000 og yfir fyrir
símavörslu. Hvað er
eiginlega í gangi? Er
menntun barna og
unglinga svo lítils metin
að það sé ekki hægt að
borga kennuram
mannsæmandi laun?
Það er verið að tefla
menntun í landinu í
tvísýnu og það ber eng-
in ábyrgð. Ætlum við
foreldrar bara að sitja á
boranni og tuða? Er
búið að meija svo úr
okkur dug og þor að við
segjum ekki neitt?
Smeykur er ég um að ef
þetta væra grannskóla- eða leik-
skólakennarar sem væra í verkfalli
væri allt löngu orðið vitlaust. Börnin
í reiðileysi og engin til að „geyma“
þau meðan foreldramir heyja lífs-
baráttuna. Nei, nú era þetta ungling-
ar sem um ræðir og þau geta passað
sig sjálf. Er það virkilega þessvegna
sem foreldrar þegja þunnu hljóði?
Og hvenær ætla þeir sem kosnir vora
til að stjórna þessu skeri hér norður
undir heimskautsbaug að sýna
ábyrgð og taka á þessum málum?
Þegar tugir og/eða hundrað unglinga
hafa flosnað frá námi? Eiga engir al-
þingismenn börn í framhaldsskól-
um? Er þeim kannski bara alveg
sama meðan þeir geta tekið þátt í
skrípaleiknum sem manni virðist
stundum að sé um það bil það eina
sem skeður á Alþingi fyrir utan hags-
munagæslu þehra sem eitthvað
eiga? Hvenær á að forgangsraða
hlutum eftir vægi? Þegar þjóðin hef-
ur dregist niður á svið Afgana í hugs-
un og menntun? Er það virkilega
þetta sem við viljum? Og hvað með
verkalýðshreyfinguna? Jesús minn!
Ari Skúlason fyrrverandi tilvonandi
forseti ASI lætur hafa það eftir sér
að ef kennarar fái hækkun verði allir
hinir að fá það líka. Með sömu rökum
má halda því fram að ef maðurinn í
næsta húsi fær sér nýjan bíl verði all-
ir hinir að fá nýjan bíl líka. Er það öf-
undin sem blífur í verkalýðshreyf-
ingunni? Það vita það allir að
menntun er dýr en menntunarskort-
ur er svo miklu, miklu dýrari. Þess-
vegna verður að forgangsraða. Og
mér er næst að halda að menntun
hljóti að koma í fyrsta sæti, á undan
bæði heilbrigðismálum og dómsmál-
um. Því ef ekki er til vel menntað fólk
til að sinna þeim málaflokkum þá má
búast við ansi mikilli kröm í þessu
þjóðfélagi. Það er reyndar svo að
Robert Louis Stevenson sagði eitt
sinn eitthvað á þá leið að stjómmál
væru eina starfið sem álitið væri að
ekki þyrfti að búa sig undir. Þegar
maður fylgist með þessum háu herr-
um (og konum) á Alþingi sem ekki
hafa dug í sér til að leysa kennara-
verkfallið, því auðvitað er það ekkert
annað en pólitísk ákvörðun að leysa
það, þá veltir maður því ósjálfrátt
fyrir sér hvort að Stevenson hafi ekki
haft töluvert til síns máls. Það kemur
líka önnur setning upp í hugann sem
einn starfsbróðir þingmannanna
okkar sagði árið 1960. Þessi maður
var á þeim tíma aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins og hét Nikita
Khruschev. Hann sagði „Pólitíkusar
era alstaðar eins. Þeir lofa að byggja
brýr, jafnvel þótt engar séu ámar“.
Ég held að Alþingi ætti að hafa í
sér manndóm til að taka í taumana
og leysa þetta verkfall og leysa það
strax. Foreldrar ættu líka að láta í
sér heyra í stað þess að tuða hver í
sínu horni. Ætlum við virkilega að
þegja og láta verkfallið dragast á
ianginn. Ætlum við bara að sitja að-
gerðarlaus á meðan framtíð barn-
anna okkar er í veði? Eram við
mannleysur og aumingjar?
Svari nú hver fyrir sig.
Höfundur er grafískur hönnuður.
Þorsteinn Úlfar
Björnsson