Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Opið bréf til fjármálaráð- herra ENN einu sinni er- uni við framhalds- skólakennarar neydd- ir til að fara í verkfall til að knýja á um mannsæmandi laun. í umræðum á Alþingi fyrir skömmu sagðist þú vera þeirrar skoð- unar að bæta þyrfti kjör kennara. Þessi orð þín eru ekki í samræmi við það til- boð sem samningan- efnd ríkisins hefur lagt fram í þínu um- boði. Þið bjóðið 3,9% hækkun við undirrit- un, 3% árið 2001, 3% árið 2002 og 2,75% árið 2003. Þú veist það mætavel að þetta er ekki nóg til að bæta kjör eins eða neins. Þetta dugar ekki einu sinni til að halda í við verðbólguna. Byrjunarlaun framhaldsskóla- kennara eru í dag 109.112 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Sjálfur hef ég að loknu fimm ára háskól- anámi og með 21 árs starfsreynslu 131.473 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Ég er ekki vanur að ræða laun mín við nemendur mína en fyrir verkfallið spurðu sumir. Þeir trúa þessu varla og finnst þetta fáránlega lág laun fyrir það starf sem ég vinn með þeim. Glögglega kom í ljós að þeir hefðu að óbr- eyttu ekki í hyggju að gerast framhaldsskólakennarar. Þegar menn meta eigin launa- kjör er eðlilegt að bera sig saman við aðra. Ég þekki 18 til 25 ára gömul ungmenni með grunnskóla- próf sem fá 150.000 kr. á mánuði fyrir að afgreiða í verslunum í átta stundir á dag. Þessi laun eru þau komin með eftir 6 til 24 mánaða starfsreynslu. Þú segir okkur kennara vera uppi í skýjunum að því er launa- kröfur varðar. Þú nefnir prósent- ur. Já, það þarf háar prósentur til að hækka lág laun svo að þau verði mannsæmandi. Við gerum kröfu um að fá meðaldagvinnulaun okkar hækkuð strax úr 135.000 kr. í *180.000 kr. á mánuði. Þetta eru heil 33% enda talar þú um þetta eins og landráð. Með þessari hækkun yrðu þó byrjunarlaun framhaldsskólakennara þau sömu og ungmennanna sem ég nefndi og meðaldagvinnulaun framhalds- skólakennara svipuð og meðalda- gvinnulaun annarra háskólamenn- taðra starfsmanna ríkisins. Á næstu tveim árum gerum við síðan kröfur um frekari hækkun. Ef gengið væri að kröfunum yrðu byrjunarlaun framhaldsskólakenn- ara 190.000 krónur á mánuði að tveim árum liðnum. Þetta geta varla talist óeðlilega há laun miðað við menntun og ábyrgð og miðað v,ið ungmennin sem ég nefndi. Samt gerir enginn ráð fyrir að gengið sé að ýtrustu kröfum, menn mætast einhvers staðar við samningaborðið. Hins vegar hlýtur að teljast mjög eðlilegt að 33% leiðréttingin verði gerð strax enda eru ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun þegar búnir að fá hana. Þetta ætti ekki að þurfa að ræða. Ég held að öll þjóðin sjái þetta nema ríkis- stjórnin. Ungmenni með grunnskólapróf geta byrjað að vinna 16 ára gömul. Sjálfur var ég níu árum lengur í skóla og hafði ekki aðrar tekjur en sumarhýruna. Ég stund- aði nám í efnafræði í fjögur ár og lauk prófi frá bandarískum há- skóla þar sem kennslugjöldin fyrir hvern vetur eru nú rúmlega 2,2 milljónir kr. Ef fæði og húsnæði eru talin með eru gjöldin 2,9 mil- ljónir kr. fyrir veturinn. Þá er óta- linn bóka- og ferðakostnaður. Miðað við tilboð samninganefnd- ar ríkisins yrðu mín dagvinnulaun að tveim árum liðnum komin upp í Kennarar Þrjóska og þvergirð- ingsháttur ríkisstjórn- arinnar, segir Björn Guðmundsson, ríður ekki við einteyming í þessari deilu. 148.905 kr. á mánuði, þ.e. þau yrðu hin sömu og ungmennanna sem ég nefndi. Með fullri virðingu fyrir þeim tel ég að ég ætti að hafa tals- vert hærri laun þó ekki væri til annars en að enda ekki með miklu lægri ævitekjur. Einnig finnst mér óeðlilegt að ég fengi 33% hærri laun ef ég stundaði vísindastörf hjá ríkinu í stað þess að kenna. En þér, Geir H. Haarde, þykir þetta greinilega eðlilegt og réttlátt. Ég skora á þig að útskýra fyrir þjóð- inni og mér þessa afstöðu þína því ég skil hana ekki og ég held að þjóðin geri það ekki heldur. Þrjóska og þvergirðingsháttur ríkisstjórnarinnar ríður ekki við einteyming í þessari deilu og sýnir ekki annað en vanvirðingu á starfi nemenda og kennara. Kannanir hafa sýnt að þjóðin telur kennara hafa alltof lág laun. Nýliðun í stétt framhaldsskólakennara er óeðli- lega lítil. Nemendur eiga það ekki skilið að kennarar þeirra séu illa launaðir og óánægðir. Gefðu samn- inganefnd ríkisins umboð til að ganga til samninga af alvöru þegar í stað. Nemendur þarfnast okkar, kennaranna, svo að framtíðar- draumar þeirra geti ræst. Höfundur er deildarstjóri í efnafræði við FB. Björn Guðmundsson NASSAU iðnaðarhurðir Þrautreyndar við íslenskar aðstæður W SALA UPPSETNING VIÐHALÐSÞJÓNUSTA EHF Sundaborg 7-9, Reykjavlk Sími 5688104, fax 5688672 i£teii,<á>i.dex„K Að vera háskólakennari HINN 16. nóvember birti Morgunblaðið grein eftir Þór White- head, prófessor, þar sem hann fjallar um það starfsmat sem hef- ur verið tekið upp við Háskóla íslands, Kennaraháskóla ís- lands og e.t.v. víðar. Eins og fram kemur í grein Þórs felur þetta starfsmat m.a. í sér að laun háskólakennara fara nú að nokkru leyti eftir því hversu virkir þeir eru í rannsóknum. Af því að ég hef komið nálægt því mati sem þarna er til umræðu langar mig að leiðrétta nokkur atriði í frásögn Þórs og reyna að gefa lesendum fyllri mynd af því sem þarna er um að ræða. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að taka fram að starfsskyldum há- skólakennara er yfirleitt skipt í þrennt, þ.e. kennsluskyldu, rann- sóknaskyldu og stjórnunarskyldu. Þar vegur kennsluskyldan þyngst í upphafi starfsferils, þá rannsókna- skyldan og stjórnunarskyldan minnst. I áðurnefndu starfsmati er tekið tillit til allra þessara þátta og reynt að meta þá tU stiga. Mönnum er svo skipað í launaflokka miðað við heildarstigafjöldann og miðað við þann fjölda kennslustiga og rannsóknastiga sem þeir hafa aflað sér. Menn afla sér kennslustiga með því að uppfylla kennsluskyldu sína en fá viðbótarstig fyrir að semja kennslurit, leiðbeina framhaldsnem- um, byggja upp kennslu í tiltekinni grein o.fl. Rannsóknastig fá menn fyrir að skrifa fræðilegar greinar og bækur, flytja fyrirlestra á ráðstefn- um eða á vegum háskóla og fræða- félaga, íyrir að skipuleggja vísinda- ráðstefnur, sinna ritstjórn fræði- tímarita o.s.frv., en stjómunarstig fyrir að sinna ýmsum stjórnunar- störfum innan skóla síns. Af þessu má sjá að þetta starfsmatskerfi á að stuðla að því að háskólakennarar séu sem virkastir á öllu starfssviði sínu, enda vita þeir sem til þekkja að þar hefur oft orðið nokkur mis- brestur á. Þegar á reynir skipta rannsókna- stigin þó mestu um það í hvaða launaflokki menn lenda, því að menn þurfa oftast að hafa meira fyrir því að safna þeim en kennslu- stigunum. Þess vegna er eðlilegt að Þór hafi einkum rætt um þann þátt starfs- matsins í grein sinni. Eins og lesendur geta væntanlega gert sér í hugarlund er ekki ein- falt mál að meta rann- sóknavirkni manna til stiga og það er erfitt að búa til kerfi sem all- ir eru sáttir við. Þór segir réttilega í grein sinni að matið sé „næsta vélrænt“, en ástæðan er auðvitað sú að hjá slíku verður ekki komist í mati af þessu tagi. Þeir sem eiga að meta rann- sóknavirknina geta náttúrulega ekki farið að lesa öll ritin. Þeir verða að treysta á það að hið fag- lega mat hafi farið fram áður. Slíkt mat fer m.a. fram þegar menn senda fræðilega grein til vísinda- tímarits og óska eftir birtingu henn- ar þar. Það er hins vegar býsna misjafnt hversu vandfýsin tímarit eru á það sem þau birta og hvaða aðferðir eru notaðar til að meta að- sent efni. Þess vegna efndi Prófess- orafélagið til könnunar á því hvem- ig staðið væri að ritstjórn íslenskra fræðitímarita. I ljós kom að þar er mjög misvel að verki staðið og það skiptir máli í mati á þeim greinum sem birtar era í ritunum. Ég hygg að ég brjóti engan trúnað þótt ég upplýsi að tímaritið Saga, sem er tímarit á fræðasviði Þórs, hafi kom- ið vel út í þeirri könnun. En það er ekki rétt hjá Þór að greinar í öðrum íslenskum tímaritum séu yfirleitt metnar lægra en greinar í Sögu. Allmörg íslensk tímarit standa álíka vel að málum og Saga þótt sum geri það ekki. Önnur meginfullyrðing Þórs í grein sinni er sú að matskerfið sem háskólamir styðjast við hvetji menn til greinaskrifa á ensku. Þetta er al- rangt, a.m.k. að því er varðar menn á sviði svokallaðra íslenskra fræða; eins og okkur Þór til dæmis. I fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að grein skrifuð á ensku og birt í er- lendu tímariti sé metin hærra en grein bfrt á íslensku í tímariti á borð við Sögu. Það er því aðeins gert að greinin sé birt í „alþjóðlega viðurkenndu tímariti“, þ.e. tímariti sem alþjóðlegar bókfræðistofnanir hafa á lista sínum yfir þau rit sem þær vinna úr. I öðru lagi er því alls ekki þannig farið að öll þau tímarit Fræðirit Það er maklegt, segir Höskuldur Þráinsson, að greinar sem birtar eru á alþjóðlegum vett- vangi séu metnar hátt. sem eru alþjóðlega viðurkennd á þennan hátt birti eingöngu greinar á ensku. Þau eru gefin út víða um lönd og birta greinar á ýmsum mál- um þótt þar fylgi jafnan útdráttur á ensku og ensk lykilorð til að auð- velda alþjóðlegum bókfræðistofn- unum að vinna með efnið. Tímaritin þurfa hins vegar að uppfylla tiltekin skilyrði varðandi ritstjórnarhætti og það er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að tímarit gefin út á ís- landi komist á listann, enda held ég að íslensk tímarit hafi komist á hann. I þriðja lagi vil ég fullyrða að það væri miklu auðveldara fyrir okkur Þór til dæmis að fá tvær greinar birtar á íslensku í innlendu tímariti á borð við Sögu eða Is- lenskt mál en koma einni grein að hjá virtustu alþjóðlegum tímaritum á okkar fræðasviði. Þannig er auð- veldara fyrir okkur að vinna okkur inn 20 rannsóknastig fyrir greinar birtar á íslensku í íslensku tímariti en 15 rannsóknarstig fyi'ir grein birta á ensku í alþjóðlega viður- kenndu tímariti. Og ef ritstjórnir Sögu og Islensks máls tækju á sig rögg, gætu þær kannski komið þessum tímaritum á hinn eftirsótta lista, bætt þannig hag íslenskra sagnfræðinga og málfræðinga og vakið um leið meiri athygli á ís- lenskum rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi. Greinarnar þurfa ekki að vera á ensku til þess. Af því sem hér hefur verið rakið ætti að vera ljóst að reynt hefur verið að taka tillit til þess gæðamats sem fram fer á vegum tímarita þeg- ar að því kemur að meta tímarits- greinar til rannsóknastiga. Þótt tímarit á sviði íslenskra fræða séu þar ekki í hæsta tímaritaflokknum eru aðstæður samt þannig hér á landi að við sem störfum á þessu fræðasviði stöndum betur að vígi að þessu leyti en félagar okkar á ýms- um sérhæfðum sviðum raunvísinda til dæmis. Það er vegna þess að við eigum miklu auðveldara með að fá Höskuldur Þráinsson Að semja af öðrum ÞRÖSTUR Ólafsson hefur gengið fram fyr- ir skjöldu og hvatt kennara, sem og aðra opinbera starfsmenn, til þess að láta af kröf- um sem stefni efna- hagslífinu í hættu. Meðal röksemda hans er að þeir verði að sýna ábyrgð þar sem ríkið hafi gefið loforð og tiltekin fyrirheit í samningum við aðila vinnumarkaðins fyrr á árinu. Með aðgerðum kennara og kröfum starfsmanna ríkisins sé verið að krefjast þess að ríkið brjóti þau loforð. í dag (28. nóvember) heyrðist svo í nýkjörnum varaformanni ASÍ sem benti á það að fyrirhugaðar breytingar í skattamálum ógni þeim sáttmála sem gerður var fyrr á árinu. Að auki hefur verið bent á verðlagsþróun og gengisþróun. Samningar opinberra starfs- manna hafa tæpast áhrif á þessa þætti nema óbeint. Ekki síst þegar tillit er tekið til þess að öll þessi atriði liggja fyrir áður en samið er við opinbera starfsmenn og virðist því ríkisstjórnin sjálf hafa stefnt samningum hins almenna vinnu- markaðar í hættu, - með öðru en samningum við kenn- ara. Forysta Kennara- sambandsins hefur bent á að viðmið sem sett voru 1997, um samninga, stóðust ekki. Eg átti sæti í einni aðlögunarnefnd þá og get vottað að þá var það stefna ríkisins að aðlögunarsamning- ar ættu ekki að valda meira en nokkurra prósentna kostnaðar- auka. Það fór allt úr böndum enda er ekki deilt um þann launa- mun sem kennarar hafa lýst sem leiðréttingarkröfu. Þar er um sam- bland leiðréttinga og tilfæringa að ræða. Málflutningur ráðamanna er því útúrsnúningar á staðreyndum. Öll sú deila sem stendur á síðum dagblaða og í hátalarakerfum ann- arra fjölmiðla er þó hreinn hégómi. Ekki hafa margir bent á það sem er líklega alvarlegasta málið í kjaradeilunni. Það snýst um samn- ingsrétt kennara, þ.e. hvaða rétt hefur ríkisvaldið til þess að semja við aðila úti í bæ um það að op- inberir starfsmenn hafi ekki samningsrétt? Er það lagalega og stjórnarskrárlega réttmætt að Kennarar Spurningin er, segír Magnús Þorkelsson, hvor sé nú betri brúnn eða rauður? gera slíkt samkomulag í herbergj- um úti í bæ án þess að önnur sam- tök séu spurð eða fái færi á að tjá sig um málið? Það sem er skondnast er þó það að með þessu fer ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar í sömu föt og ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar fór í á sínum tíma. Þá gagnrýndu Sjálfstæðismenn þáverandi fjár- mála- og forsætisráðherra harka- lega fyrir að afnema samninga BHMR frá 1989 með bráðabirgða- lögum í nafni þjóðarsáttar í ágúst 1990. Þar sem ríkisstjórnin 1990 svipti starfsmenn sína samningsrétti eft- ir á, hefur núverandi ríkisstjórn tekið hann af áður en starfsmenn hennar komast að borðinu. Spurn- ingin er hvor sé nú betri bránn eða rauður? Höfundur er framhaldsskóla- kennari. Magnús Þorkelsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.