Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 63
M()R'GtÍNBLAÍ)IÐ FIMMrttÖ'AGlfR' 77 DEGFMBER'2000 6| UMRÆÐAN birtar greinar á innlendum vett- vangi en þeir. Þeir eiga sumir hverjir ekki annarra kosta völ en leita til alþjóðlegra tímarita með greinar sínar, þar sem samkeppni er oft mjög hörð og erfitt að koma greinum að. Auk þess eiga þeir þess engan kost að skrifa söluvænlegar bækur um fræðasvið sitt fyrir innanlandsmarkað og þiggja ritlaun fyrir. Því er maklegt að greinar sem þeir birta á alþjóðlegum vettvangi séu metnar hátt, enda er til í dæm- inu að menn þurfi að greiða ýmiss konar kostnað við birtingu greina á slíkum vettvangi. Ég er hins vegar sammála Þór um það að vandaðar fræðibækur eru of lágt metnar í því matskerfi sem hér er til umræðu. Það á þó ekkert frekar við fræðibækur skrif- aðar á íslensku en fræðibækur á öðrum málum. En það er ekki alveg einfalt mál að bæta úr þessu á sanngjarnan hátt að því er varðar bækur gefnar út á íslensku. Ástæð- an er sú að lítið sem ekkert gæða- mat er innbyggt í útgáfu fræðibóka hér á landi. Eg veit t.d. ekki betur en Háskólaútgáfan gefi í raun út hvað sem er og þar fari sjaldnast fram fræðilegt mat á því sem óskað er útgáfu á. Hjá sumum alþjóðleg- um forlögum þurfa fræðibækur aft- ur á móti að ganga í gegnum býsna nákvæma skoðun og endurskoðun til að fást útgefnar. Þeir fræðimenn Islenskir sem hafa gefið út bækur hjá slíkum forlögum gætu þess vegna haldið því fram að þeirra bækur ættu að vera metnar hærra en bækur gefnar út hjá Háskólaút- gáfunni til dæmis. Ég veit þó ekki til þess að þeir hafi gert það. En gott væri ef Þór gæti bent á skyn- samlega aðferð til að meta fræði- bækur að verðleikum í þessu kerfi. Það er aftur á móti tóm vitleysa hjá Þór þegar hann segir að í nú- gildandi kerfi þurfi íslenskur pró- fessor „sem vill einbeita sér að ritun fræðibóka ... að rita 13-75 fræði- bækur ó starfsævi sinni til að kom- ast í efsta launaflokk prófessora". Þessi útreikningur stenst ekki. Þetta væri því aðeins rétt að pró- fessorinn hefði ekki lokið kandídats- eða meistaraprófi, ekki lokið dokt- orsprófi, aldrei birt grein í fræði- legu tímariti, aldrei skrifað kafla í fræðibók, aldrei flutt erindi á vís- indaráðstefnu, aldrei skrifað fræði- legan ritdóm, aldrei birt fræðslurit fyrir almenning, aldrei flutt erindi á vísindaráðstefnu, aldrei verið boðið að flytja fyrirlestur við erlendan há- skóla, aldrei starfað í ritnefnd vís- indatímarits, aldrei verið ritstjóri vísindatímarits og aldrei hefði verið vitnað til rita hans á alþjóðlegum vettvangi. Því betur held ég að þetta eigi ekki við um neinn íslensk- an prófessor. Þeir hafa allir sinnt einhverjum þessara þátta og margir þeirra hafa sinnt flestum eða öllum þáttunum af kostgæfni, auk þess að fást við kennslu og stjómun. Og þar erum við reyndar komin að kjarna málsins: Háskólakennarar hafa margvíslegar skyldur. Þeir hafa skyldur við nemendur sína, skyldur við þá stofnun sem þeir vinna hjá og skyldur við fræðasvið sitt. Fræða- sviðið er yfirleitt alþjóðlegt í eðli sínu. Þess vegna eiga þeir að taka virkan þátt í hinu alþjóðlega samfé- lagi fræðimanna, auk þess að miðla fræðum sínum á innlendum vett- vangi og sinna öllum skyldum sín- um. Matskerfið stuðlar að því og það er kostur. Höfundur er háskólakennari. trúlegt tilboð! 1000 SNUNINGA ÞVOTTAVEL ■ HEKLA RAFTÆKJAV E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 'é s. Fasteignir á Netinu Glæsilegt gölfefnaúrYal á írábæru Yerði. Jölatilboð og góð greiðslukjör. Mottur... Marqarstaer ...og að sjálfsöqðu teppi oq dúkar íúrvali. SuOurlandsbraut 26 s: 668 1950
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.