Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 65

Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 65 UMRÆÐAN Því ekki að hækka kennsluskyldu? HVER og einn þeirra 20 þúsund nem- enda sem nú eru utan skólanna hefur eytt drjúgum skildingi í skólabækur og skóla- gjöld. Hann hefur stundað námið í rúmar 11 vikur nú í haust, og skilað mörgum stórum verkefnum í náms- greinum sínum. Það sem upp á vantar er um þriggja vikna kennsla og prófatími. Náist samningar um mánaða- mót mætti ljúka kennslu í desember og halda próf í janúar. Kröfur kennara um leiðréttingu hafa nú meiri meðbyr meðal al- mennings en oft áður. Bent hefur verið á að endurnýjun sé ekki næg innan stéttarinnar, að ungt fólk velji sér ekki kennslu sem lífsstarf. Því virðist nú vera lag til að sýna það í verki að yfirvöld meti starf okkar meira en svo að laun kennara sem gerist ritari í ráðuneyti hækki um tugþúsundir á mánuði, eins og tilgreint var í sjónvarpsfréttum um daginn. Eg fæ ekki orða bundist vegna síðasta útspils samninganefndar- innar, að hækka kennsluskyldu móti nokkurri launahækkun. Hér á eftir langar mig að útskýra hvers vegna ég tel slíkar hugmyndir frá- leitar. Það eru 15 ár síðan ég byrjaði að kenna. Mér fannst þá og finnst enn starf framhaldsskólakennara vera mjög spennandi. Það sem heillaði mig mest var kannski hversu skap; andi þetta starf getur verið. í hagnýtri kennslufræði og á nám- skeiðum var mikil uppspretta hug- mynda um nýjar kennsluaðferðir sem gaman var að reyna. Skemmti- legast var þegar sköpunargáfa nemendanna komst á flug. Að baki mörgu því sem tókst best lá sam- starf fagkennara þar sem hug- myndum var miðlað og vinnugleði einkenndi andrúmsloftið. Dæmin sýna líka að heildarárangur er best- ur þar sem samstarf er gott, markmið sett og þeim fylgt eftir. Lengi vel kenndi ég í hlutastarfi, oft um 18 tíma á viku (sem telst reyndar fullt starf meðal tungu- málakennara í Noregi). Sjaldan hef ég unnið jafn langan vinnudag fyrir jafn litlu kaupi. Eins og allir þekkja sem hafa reynt að miðla þekkingu, þarf maður sjálfur að vera mun bet- ur að sér en nemendurnir. Þegar tekin er ný bók í kennslu - t.d. ný skáldsaga - liggur mjög mikil vinna að baki. Kennarinn þarf að kynna sér bakgrunn sögunn- ar, og lesa verk sem tengjast henni eða fjalla um hana. Svo þarf að búa til verk- efni sem orðið gætu leið nemandans að kjarna bókarinnar, mismunandi eftir aldri hans og þroska. Þá er að ákveða hvað skal gera í hverjum tíma, og hvernig loka- verkefnið á að vera. Þessi vinna öll er mjög gefandi þegar vel tekst til. Texta- bækur ætlaðar til tungumálakennslu eru líka þannig að það þarf að að- laga þær, og gera verkefni sem henta betur okkar nemendum en þeirri alþjóðablöndu sem bækurnar eru samdar fyrir. Viðbótarefni svo sem dægurlög, sjónvarpsfréttir, kvikmyndir, efni af netinu og annað sem finna má í umhverfi okkar lífg- ar upp á kennslu og eykur áhuga nemenda. Þegar slíkt efni er mat- reitt er kennarinn í hlutverki kennslubókarhöfundar. En hlutastarf - og svo fullt starf - dugir skammt til framfærslu. Og fyrr en varir eru það yfirvinnutím- arnir sem bjarga fjárhagnum. Sól- bjartir helgardagar í nóvember að undanförnu voru sérstakir fyrir margra hluta sakir. Þótt það sé ekki skemmtilegt að vera kennari í verk- falli, fór ekki hjá því að ég hugsaði um það að helgarfrí í nóvember hef ég varla átt undanfarin ár. I byrjun annar geta kennarar tekið sér frí um helgar - a.m.k. annan daginn - en alls ekki þegar líður á önnina. Því þegar kennd er meira en full kennsla verða skilaverkefni nem- endanna svo mörg að virkir dagar duga aðeins fyrir undirbúning en ekki yfirferð ritgerða og stærri verkefna, sem bíða þá helganna. Að kenna hverja önn líkist því að stinga sér til sunds - mestöll hugsun snýst um að komast í gegn um allt það sem fyrir er lagt þar til prófum lýk- ur. Foreldrar unglinga þekkja það vel að ekki er alltaf auðvelt að halda þeim að vinnu. Framhaldsskóla- kennari er verkstjóri oft 30 ungl- inga í hverjum hópi. í fullu starfi felst að kenna fjórum til sex hópum 24 stundir á viku. Dag hvem eru það 4-6 stundir. Eðli starfsins sam- kvæmt er kennarinn í sviðsljósi all- an tímann. í síðasta verkfalli líkti einn dálkahöfundur dæmigerðri kennslustund við afmælisveislu. Áð- ur en hún getur hafist þarf að und- irbúa hana, meðan á afmælinu Kennarar Kröfur kennara um leið- réttingu, segir Eva Hallvarðsdóttir, hafa nú meiri meðbyr meðal al- mennings en oft áður. stendur mæðir mest á gestgjafan- um og á eftir þarf hann að ganga frá. Allir sem gegnt hafa hlutverki gestgjafa þekkja ánægjuna eftir vel heppnað boð, en líka þreytuna sem fylgir. Því er fjögurra til sex tíma kennsla á dag engan veginn sam- bærileg við jafn langa setu við skrif- borð, svo dæmi sé tekið, og frágangur og undirbúningur næsta dags er eftir. Vegna aðstöðuleysis í skólunum vinna flestir kennarar hluta undirbúningsins heima, þar sem þeir hafa komið sér upp að- stöðu. Fyrir utan þetta hafa þeir flestir umsjónarbekk, viðtalstíma og taka þátt í þróunarstarfi t.d. vegna nýrr- ar námskrár. Nýjum kennsluhátt- um þar sem tölvur koma við sögu fylgja gjörólik vinnubrögð, og hug- búnaðarsmíð. Allt þetta skal kenn- arinn inna af hendi, en dirfist hann að fara fram á leiðréttingu kjara sinna sem verða sífellt lakari miðað við aðra háskólamenn er spurt: Hvað ert þú tilbúinn að láta af hendi á móti? Það eru kostir starfsins sem hafa fengið mig til þess að halda áfram í kennslunni, þrátt fyrir lág laun. Að fylgjast með þroska unglinga sem koma inn í skólann á sextánda ári og útskrifast ungar manneskjur um tvítugt auðgar líf hvers framhalds- skólakennara. I hvert skipti sem samningar voru lausir vonaði ég að nú yrði vinna okkar betur metin og kaupið hækkað, nú myndi full kennsla duga til framfærslu. í hvert skipti sem mistókst að ná fram leið- réttingu setti það svip sinn á vinnu- andann í skólanum og fleiri spurðu sjálfa sig hvers vegna þeir ættu að leggja svona mikið á sig þegar það væri svo lítils metið. Mér fannst líka umfjöllun um bág launakjör verða til þess að nemendur bæru síður virðingu fyrir kennurum sínum. En ekki fyrr en nú finnst mér yfirboð- arar okkar gera lítið úr störfum okkar. Höfundur hefur stundað kennslu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi, Háskóla íslands, Fjölbrauta- skólann við Ármúla og Menntaskól- ann við Hamrahlíð. 1 •> Eva Hallvarðsdóttir JD HLAUPAHJÓL: MICRO, RAZOR, JD BUG Skeifunni 11, sími 588 9890 Rúnnað horn úr öryggisgleri. 4 eða 6 mm. Stærðir 80x80 eða 90x90 cm. Verð frá kr. 27.750,- stgr. ÖLL T0PP MERKIW í HLAUPAHJÓLUM öll stökk og götuæfingar. Með og án dempara. Svissnesk hönnun. Fislétt og níðsterk hjól úr flugvélaáli. Sterkar suður og öflug hönnun gefa mikið burðarþol og miklu betri endingu. Þola betur irenda Kringlunnar CASA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.