Morgunblaðið - 07.12.2000, Qupperneq 68
4$ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á að frysta
framhaldsskól-
ann títi?
NU HEFUR verk-
fall kennara í fram-
haldsskólum staðið í 4
vikur og enn grúfir
myrkur yfir þeim
menntastofnunum sem
^giga að veita ungling-
um á framhaldsskóla-
stigi menntun. Það
virðist vera mikil
stemmning fyrir því í
herbúðum ríkisstjóm-
arinnar að svelta kenn-
ara til hlýðni og hundsa
kröfur þeirra um að fá
sambærilegar hækkan-
ir á sín laun og aðrir Sigríður
háskólamenntaðir rík- Jóhannesdóttir
isstarfsmenn hafa ver-
ið að fá á undangengnum árum. Rík-
isstjórnin virðist ekki hafa miklar
áhyggjur af því að afleiðingar þessa
lenda á framhaldsskólanemum, allt
þeirra nám er lagt niður, a.m.k. í
bráð. Þeir sem gerst til þekkja hafa
■feyggjur af því að hluti þeirra nem-
enda sem hafa nú með þessum hætti
flosnað upp frá námi og drifið sig út í
atvinnulífið muni ekki skila sér aftur
Kennarar
Það hlýtur að vera hægt
að koma með tilboð
til kennara sem gerír
—það að verkum, segir
Sigríður Jóhannes-
dóttir, að þeir geti
lifað með sæmd af sínu
fastakaupi.
inn í menntakerfið. Ríkisstjómin
virðist ekki hafa af því þungar
áhyggjur og m.a. hefur menntamála-
ráðherrann látið það út ganga að
hann ætli ekki að skipta sér af lausn
þessarar deilu.
Lái nú hver sem vill þeim sem
hmkku nokkuð í kút þegar sá boð-
_skapur kom frá æðsta yfirmanni
~»nenntamála í landinu mitt í þessu
svartnætti. Hverjum kemur þá málið
við ef ekki menntamálaráðherranum
sem ber ábyrgð á því að skólastarf
geti gengið hér fyrir sig með eðlileg-
um hætti þannig að framfarir geti
orðið í efnahagslífinu í framtíðinni?
Það er staðreynd sem meira að segja
Sjálfstæðisflokkurinn hefúr viður-
kennt að farsæld okkar til framtíðar
liggur í því að okkur takist að
mennta og sérmennta mun fleiri
ungmenni en hingað til hefur tekist.
Því miður er það svo að á íslandi
MEÐGOHGUFATHAÐUR
jótasendingin komin.
Þumalína, Pósthússtraeti 13.
KRúmfatnadur
káta krakka á
hafa á undanfömum ár-
um mun færri lokið
prófi úr framhalds-
skóla en í þeim löndum
sem við berum okkur
saman við og ekki lag-
ast okkar staða með
þessu háttalagi.
Það er líka staðreynd
að í raun hefur verið
mikill dulbúinn kenn-
araskortur í íslenskum
framhaldsskólum. Mál-
in hafa verið leyst með
því að setja alltof mikla
yfirvinnu á þá fáu
kennara sem að eftir
eru og nú er það notað
gegn þeim að þeir hafi
verið með óhóflegar yfirvinnu-
greiðslur og til þessa vitnað, eins og
launa fyrir eðlilegan vinnudag. En
það getur auðvitað ekki gengið til
lengdar að kennarar séu að kenna
svo mikla yfirvinnu að þeim dugi
vart kvöldin og helgamar til að und-
irbúa kennslu og yfirfara verkefni.
Slíkt leiðir til kulnunar og hver vill
láta útbranna kennara bera ábyrgð á
uppfræðslu æsku landsins.
Það hlýtur að vera hægt að koma
með tilboð til kennara sem að geri
það að verkum að þeir geti lifað með
sæmd af sínu fastakaupi og kjörin
gerð það aðlaðandi að fleira ungt há-
skólafólk sækist eftir kennarastörf-
um. Ég held að öllum hljóti að vera
ljóst að kjör þeirrar stéttar sem
varla fær neitt nýtt fólk til liðs við sig
áram saman era ekki eftirsóknar-
verð.
Þessu verður að breyta og það á
auðvitað ríkisstjómin að gera og hún
hefði átt að vera búin að því fyrir
löngu. Þessi kjaraþróun hefur ekki
eingöngu orðið á þessu stjómartíma-
bili, hún á sér langa og erfiða sögu,
en síðastliðið ár átti ríkisstjóminni
að vera Ijóst hvert stefndi og það var
skylda hennar að reyna að bregðast
við.
Þeirri skyldu brást ríkisstjómin
og því er það ömurlega ástand sem
nú blasir við á hennar ábyrgð.
Höfundur er þingmaður Samfylk-
ingarinnar.
Kröfur kennara og
efnahagsveruleikinn
KRÖFUR kennara
eru í fullu samræmi
við efnahagsveraleik-
ann á landinu og í al-
geru samræmi við þá
stefnu allra íslensku
stjórnmálaflokkanna
að efla beri menntun í
landinu. Löngu áður
en samningar fram-
haldsskólakennara
runnu út fór Félag
framhaldsskólakenn-
ara þess á leit við
stjórnvöld að kjör
framhaldsskólakenn-
ara yrðu lagfærð til
samræmis við aðra
sambærilega hópa.
Þeir hópar sem eðlilegast er að
bera framhaldsskólakennara sam-
an við era aðrir hópar ríkisstarfs-
manna með sambærilega menntun
og ábyrgð. í júní 1999 varð ljóst að
meðaldagvinnulaun framhalds-
skólakennara á fyrsta ársfjórðungi
1999 vora 35.000 krónum lægri en
meðaldagvinnulaun sambærilegra
hópa opinberra starfsmanna. Þetta
er sá efnahagsveraleiki sem blasað
hefur við framhaldsskólakennur-
um. Það hefði því ekki þurft að
koma á óvart að haustið 1999 og
haustið 2000 var svo lítið sótt í
kennslustörf í framhaldsskólunum
að til vandræða horfði með kenn-
araráðningar. Forystumenn fram-
haldsskólakennara hittu fjármála-
ráðherra og menntamálaráðherra
á fundi 6. september 1999 og ósk-
uðu eftir endurskoðun á launalið
kjarasamninganna enda hafði þá
enn sigið á ógæfuhlið með kenn-
aralaunin því ekki eru þau verð-
tryggð frekar en önnur laun en
verðbólgan var þá nokkur.
í ágúst og september á þessu
ári fóra fram samningaviðræður á
milli kennara og samninganefndar
ríkisins. Allan þann tíma snerast
kröfur kennara um að grunnlaun
yrðu leiðrétt til samræmis við aðra
háskólamenn hjá ríkinu. Allan tím-
ann daufheyrðist ríkið við óskum
kennara. Samningaviðræðurnar
stóðu í langan tíma áður en til
verkfalls var boðað. Allan þann
tíma reyndu kennarar að fá ríkið
Erlingur Hansson
til að fallast á að leið-
rétta þenn mun sem
lýst var hér að ofan.
Það voru alveg nýj-
ar fréttir fyrir fram-
haldsskólakennara
þegar í ljós kom að
launastefna ríkisins
felur í sér að laun
þeirra skuli vera
miklu lægri en laun
annarra sambæri-
legra hópa. Þvert á
móti mátti ráða af
stefnuyfirlýsingum og
hátíðarræðum að efla
ætti menntun í land-
inu og styrkja skóla-
kerfið. Hvernig er hægt að gera
það þegar laun framhaldsskóla-
kennara eru svo lág að engin leið
er að fá fólk með tilskilin réttindi í
fjölmargar kennarastöður vegna
lágra launa?
Það er ljóst að framlög til skóla-
mála á Islandi era miklu lægri en í
nágrannalöndunum. Þetta sést
Kennarar
Ljóst er, segír Erlingnr
Hansson, að ríkið ber
fulla ábyrgð á því verk-
falli sem nú stendur.
best ef skoðað er hver þau eru
sem hlutfall af landsframleiðslu.
Sé litið á hver era framlög hér á
landi sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og það borið saman við þau
lönd sem eðlilegt er að bera Island
saman við sést vel að hér á landi
er allt of lítið lagt til þessa mála-
flokks. Verði gengið að ýtrastu
kröfum framhaldsskólakennara nú
á Island samt sem áður langt í
land með að standa jafnfætis sam-
bærilegum löndum í þessum efn-
um.
Auðvitað er ekki unnt að fram-
kvæma þá stefnu stjórnvalda að
efla menntun í landinu án þess að
kosta einhverju til. í því ljósi er
nauðsynlegt að samninganefnd
ríkisins hverfi frá því viðhorfi sem
einkennt hefur alla framgöngu
hennar undanfarna mánuði að nýir
kjarasamningar við framhalds-
skólakennara megi ekki kosta ný
útgjöld. Það verður ekki rekinn
neinn framhaldsskóli í þessu landi
ef ekki má kosta til þess meira fé
en fram til þessa hefur verið gert.
Þetta er sá efnahagslegi raunveru-
leiki sem blasir við og kröfur
kennara eru í fullu samræmi við
hann.
Verkfallsvilji hverra?
Framhaldsskólakennarar eru
ekki og hafa ekki verið illa haldnir
af verkfallsvilja. Þeir vilja auðvitað
helst af öllu vinna að því sem þeir
hafa sérhæft sig til og fá fyrir það
sanngjörn laun. Við boðuðum til
verkfalls í nóvember með atkvæða-
greiðslu í október vegna þess að
þá höfðum við í heilt ár beðið þess
að orðið yrði við sanngjörnum ósk-
um okkar um laun sem sambæri-
legir hópar hafa. Við reyndum til
þrautar að fá viðsemjendur okkar
til að fallast á að bjóða okkur eitt-
hvað bitastætt. Samninganefnd
ríkisins kom aldrei með formlegt
tilboð þótt ljóst væri að búið væri
að boða verkfall frá og með 7. nóv-
ember. Samninganefnd kennara
kom hins vegar 6. nóvember með
hugmynd um skammtímasamning.
Sú hugmynd var vel framkvæman-
leg. Samningsvilja vantaði hins
vegar hjá ríkinu og hafnaði það
hugmyndinni samdægurs. Það er
því ljóst að ríkið ber fulla ábyrgð á
því verkfalli sem nú stendur því
allan tímann var hægt að semja og
þann tíma sem skammtímasamn-
ingurinn hefði varað hefði verið
unnt að nota til að gera kjara-
samning til lengri tíma.
Ég hef stundað kennslu í mörg
ár og þekki marga kennara. Ég
þekki engan kennara sem óskar
nemendum sínum þess að fara á
mis við skólanám vegna verkfalls.
Verkfallsviljinn var, eins og ljóst
má vera af því sem ég rakti hér að
framan, hjá öðram en kennurum.
Höfundur er framhaldsskóla-
kennari.
I Barónsstfg 59
■^551 3584
Textílkjallarimi
Bóndi
ráðinn í ljós-
móðurstörf
EKKI alls fyrir löngu var stað-
an þannig á fæðingardeildinni að
það vantaði sárlega ljósmæður til
starfa. Landspítalinn hafði auglýst
margsinnis en enginn sótti um
starfíð nema sauðfjárbóndi nokkur
sem hafði það sér til ágætis að
hafa verið við sauðburð vor eftir
vor og taldi því lítið mál að hjálpa
börnum í heiminn. Yfirmenn spít-
alans vora í sáram vanda og réðu
því bóndann enda virtist þetta
vera hinn vænsti maður.
Þegar fyrsta fæðing var afstaðin
og bóndinn tók upp pontuna og
fékk sér í nefið gerði sængurkonan
uppreisn og krafðist þess að þessi
maður yrði fjarlægður ella færi
hún í mál við spítalann. Þótt sár-
lega vantaði enn ljósmæður þótti
ekki annað fært en láta manninn
fara, enda þótti fráleitt þegar mál-
ið var skoðað nánar að láta rétt-
indalausan mann í störf ljós-
mæðra.
Kennarar
Lánið lék við skóla-
stjórann, segir Valur
Óskarsson, því sama
daginn löbbuðu bóndinn
og trésmiðurinn inn
á skrifstofu hans og
réðu sig í umræddar
lausar stöður.
Það var alveg um svipað leyti
sem auglýst var eftir skurðlækni á
sama sjúkrahús. Enginn fékkst í
starfið og þá mundi forstjóri
sjúkrahússins allt í einu eftir því
að hann kannaðist við gamlan
trésmið sem var ótrúlega laginn að
skera út í tré. Hann
var því ráðinn á
stundinni. Við fyrsta
uppskurðinn vildi svo
illa til að allt komst
upp þegar leið yfir út-
skurðarmeistarann og
læknar sjúkrahússins
ráku hann öfugan út
og kröfðust neyðar-
fundar með forstjór-
anum. Á þeim fundi
baðst forstjórinn af-
sökunar á að hafa lát-
ið sér detta í hug að
ráða réttindalausan
mann sem lækni.
Víkur nú sögu til
grannskólans þarna í hverfinu.
Skólastjórinn hafði einmitt verið
að auglýsa eftir kennurum, en
vantaði enn menn í tvær stöður.
Einn daginn fréttist það svo frá
fræðslumiðstöð borgarinnar að
enginn hörgull sé á kennurum við
þennan skóla, það sé búið að
manna allar stöður. Kannski veist
þú sögulokin, en ef ekki skaltu
upplýstur um að lánið lék við
skólastjórann því sama daginn
löbbuðu bóndinn og trésmiðurinn
inn á skrifstofu hans og réðu sig í
umræddar lausar stöður. Allir eru
því hæstánægðir, enda hefðu for-
eldrar lent í standandi vandræðum
ef orðið hefði að senda börnin
þeirra heim vegna kennaraskorts.
Að vísu hringdi ein móðir í bónd-
ann í gær og spurði af hverju
hann, sem væri sagður dönsku-
kennari skólans, hefði ekki minnst
Valur Óskarsson
á danska tungu það
sem af væri vetri, svo
var hún eitthvað að
tauta um samræmt
próf. Maður hlustar
nú varla á svona. Átti
kannski að fella
dönskukennslu niður
þar eð enginn maður
með réttindi fékkst í
starfið. Konan var þó
hörð af sér og spurði
einnig með nokkram
þjósti hvort það gæti
virkilega hver sem
væri farið í kennslu.
Hún hafði víst verið
að lesa Moggann og
sá að nemendur í Flensborg eru
nú „kennarar“ í Öldutúnsskóla
meðan verkfallið varir.
Hún minntist ekkert á trésmið-
inn enda kennir hann smíðar og
stendur sig frábærlega. En þessi
kona klykkti svo út með því að
kvarta við skólastjórann yfir því
að krakkarnir skildu ekki eitt ein-
asta orð af því sem nýráðinn rétt-
indalaus tónmenntakennari segði
eða syngi. Skólastjórinn sagði að
þetta væri algjört bull því hann
hefði séð sjálfan Björn Bjarnason
afhenda þessum ágæta manni
verðlaun íslenskrar tungu og eng-
inn skyldi því ætla að Megas, þessi
nýi „kennari", talaði ekki skýra og
góða íslensku.
Höfundur er kennari við Rimaskóla
( Reykjavík.