Morgunblaðið - 07.12.2000, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Um peningalegar
eignir erlendis
PENINGALEGAR
eignir íslendinga er-
lendis eru nú komnar
yflr 300 milljarða og
hafa ekki verið meiri
frá því að innistæður
voru leystar út í bresk-
um bönkum eftir
heimsstyrjöldina síð-
ari. Eignasöfnunin
hófst að marki eftir að
fj ármagnshreyfingar
urðu frjálsar 1995 og
frá þeim tíma hefur
fjöldi fjárfesta leitað á
erlend mið. Margir
hafa velt fyrir sér þýð-
ingu þessa fyrir þjóð-
arbúskapinn. Sú skoð-
un hefur oft heyrst að erlendar
eignir skapi viðnám gegn viðskipta-
hallanum og eyði áhrifum af gengis-
falli krónunar á innlent atvinnulíf.
Aðrir halda því fram að þessi fjár-
straumur út úr landinu, og þá sér-
staklega af völdum lífeyrissjóðanna,
sé helsti hvatinn að gengislækkun
krónunnar síðustu misseri og þeim
vandræðum sem því fylgja.
Viðskiptahalli og eignatekjur
Erlend markaðsbréf gefa af sér
arð og vexti, sem koma landinu til
góða á sama hátt og útflutningstekj-
ur. En við þessar aðstæður kemur
það fyrir lítið. Utanríkisviðskiptin
fara fram í erlendri mynt og við-
skiptahalla verður að fjármagna
með erlendum lánum eða með bein-
um fjárfestingum útlendinga. Þetta
er járnlögmál milliríkjaviðskipta.
Flest bendir til þess að viðskipta-
halli þessa árs verði um 50-60 millj-
arðar króna og uppsafnaður halli
undanfarinna 5 ára er því um 150
milljarðar. Á móti hafa komið 35-40
milljarðar með beinni erlendri fjár-
festingu hérlendis, en það sem eftir
stendur er fjármagnað með erlend-
um lánum. Neikvæður viðskipta-
jöfnuður þýðir því að skuldir lands-
ins aukast hraðar en eignir.
Fjármögnun hallans verður jafn-
framt til þess að vaxtagjöld vaxa
hraðar en eignatekjur, þrátt fyrir að
áhættufjárfestingar íslendinga hafi
að jafnaði borið hærri ávöxtun en
erlendar skuldir landsins.
Eignasöfnun erlendis síðustu ár
er því í raun aðeins færsla á gjald-
eyri á milli vasa. Einn tekur erlent
lán og færir fjármagn til landsins
sem annar notar síðan til þess að
kaupa erlend verðbréf. Hrein eigna-
staða landsins breytist lítið við þessa
gjörninga nema þá að erlendu eign-
irnar falli eða hækki í verði.
Lán og áhætta
Það eru að mestu fyrirtæki sem
tekið hafa erlend lán,
m.a. til þess að forðast
háa innienda vexti.
Þetta er ekki hvorki
ljótt eða rangt í sjálfu
sér. ísland er frumbýlt
og mikið uppbygging-
arstarf liggur fyrir.
Vandamál geta þó
skapast ef forsendur
lántökunnar breytast
snögglega, t.d. við
gengisfall sem hækkar
erlendar skuldir í
krónum talið. Það
kemur sérstaklega illa
við þau fyrirtæki sem
hafa ekki erlendar
tekjur af útflutningi til
mótvægis. Peningamálastefnan
flækir einnig málin. Stjórnvöld
fylgja fastgengisstefnu og hafa
skuldbundið sig til þess að halda
genginu innan ákveðinna vikmarka.
Þetta þýðir í raun að erlend lán eru
tekin með ríkisábyrgð í þeim skiln-
ingi að lántakendur búast ekki við
að greiðslubyrðin þyngist að miklum
mun vegna gengisbreytinga. Með
þessari blöndu af fastgengisloforði
og vaxtahækkunum hafa stjómvöld
gefíð fyrirtækjunum óeðlilega mik-
inn hvata til þess að leita á
fjármagnsmarkaði ytra, þar sem full
gengisáhætta er ekki tekin með í
reikninginn þegar erlend lán eru
tekin. Það getur síðan haft hrapal-
legar afleiðingar ef fastgengið gefur
eftir.
Ef gengið krónunar fellur hagn-
ast allir sem eiga erlendar eignir.
Þess vegna er freistandi að álykta
að eignir í útlöndum komi til mót-
vægis og jafni þjóðarhag ef gengið
sígur. Hins vegar eru það ekki sömu
aðilar sem eiga og skulda. Erlend
eignakaup hafa að miklu leyti orðið
fyrir atbeina lífeyrissjóðanna. Fyrir-
ætlan sjóðanna er væntanlega sú að
jafna áhættu í eignasafni sínu og
þannig tryggja hag sjóðsfélaga. Og
er það vel. En þessar fjárfestingar
eru flestar til lengri tíma og hafa lítil
áhrif á landshag til skamms tíma.
Sjóðimir munu hafa bókahaldslegan
ábata af gengislækkun krónunar en
áþreifanleg jákvæð eignaáhrif verða
lítil fyrir þjóðarbúið. Svipaðir hlutir
eiga við um eignasöfn annarra aðila
sem leggja áherslu á langtímaávöxt-
un.
Gengissig
Ef mikið erlent fjármagn leitar
inn í landið á stuttum tíma leiðir það
til aukinnar þenslu og erlendar fjár-
festingar lífeyrissjóðanna sem veita
peningum úr landi hafa því verið til
aðhalds á fyrstu árum yfírstandandi
uppsveiflu. Að vísu hefði verið hægt
Fjármál
Eignasöfnun erlendis,
segir Ásgeir Jónsson, er
jákvæð þróun sem mun
koma landinu til góða til
lengri tíma.
að ná sama árangri með því að ríkis-
sjóður greiddi niður erlendar skuld-
ir sínar sem staðið hafa nær ósnert-
ar síðustu þrjú ár. Þá eða stofnað
erlendan fjárfestingarsjóð með
tekjuafgangi ríkissjóðs. Á þann hátt
hefðu yfirvöld fengið fleiri tæki til
sveiflujöfnunar, en á tímum niður-
sveiflu væri hægt að færa sjóðinn
heim til þess að jafna gjaldeyrisstöð-
una og örva hagkerfið með opinber-
um framkvæmdum. Hvað sem því
líður hefur krónan átt undir högg að
sækja á þessu ári vegna minna fjár-
magnsinnstreymis og hafa erlend
kaup lífeyrissjóðanna á þeim tíma
verið til veikingar. Sama fjárfesting-
arstefna sjóðanna fyrir næsta ár
mun líklega verða til þjóðhagslegra
vandræða. Það verður því að teljast
andvaraleysi, að auka erlendar fjár-
festingarheimildir lífeyrissjóðanna
upp í 50% af heildareignum í byrjun
þessa árs, rétt í þann mund er hags-
veiflan var að ná hámarki og fyrir-
séð að innstreymi myndi minnka. Sú
staðreynd mun líklega gera mjúka
lendingu erfíðari í framkvæmd.
Nýtt gangvirki
Enginn skyldi þó ekki freistast til
þess að álykta að fjárfestingarfrelsi
sé af hinu illa. Hagsaga síðustu ára-
tuga væri mun áheyrilegri ef lands-
mönnum hefði leyfst að fjárfesta er-
lendis hluta af þeim mikla gjaldeyri
sem flóði hingað eftir 1972 þegar
skuttogaravæðingin var í algleym-
ingi og verðbólga hljóp á tugum
prósenta. En aðlögun að nýjum að-
stæðum getur verið erfið. Landið er
nú að ganga í gegnum töluverðar
breytingar í kjölfar þess að fjár-
magnshreyfingar urðu frjálsar 1995.
Þessu er helst hægt að jafna við af-
nám haftanna árið 1960, en í kjöl-
farið hefur gangvirki efnahagslífsins
breyst. Eignasöfnun erlendis er já-
kvæð þróun sem mun koma landinu
til góða til lengri tíma, en getur
skapað þrýsting á gengislækkun við
núverandi aðstæður. Þær peninga-
legu eignir sem nú þegar eru erlend-
is munu aftur á móti skipta litlu máli
fyrir atburði á ári komanda.
Höfundur er hagfræðingur.
Ásgeir
Jónsson
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 6^
Sig^a &TiWO
Bonanza pannan hlaut einkunnina
„Sehr gut", eða „Mjög góð" í saman-
burðarkönnun þýzku Neytendasamtakanna
og er hún eina pannan sem hefur hlotið
slíka viðurkenningu!
Verð: 24 sm 3.860 / 26 sm 4.390 / 28 sm 4.850
Glerlok kr. 990 - 1.380
Glæsileg og gagnleg gjöf
fyrir hvern sem er!
Einar
Farestveit&Cohf.
Borgartúni 28 XP 562 2901 og 562 2900
www.ef.is
Notaleg
bómullarnáttför á
dömur og herra
Verð frá kr. 3.900—6.900
Stærðir: XS-S, M, L, XL
undirfataverslun,
1. hæð Kringlunni,
sími 553 7355
Sendum i póstkröfu