Morgunblaðið - 07.12.2000, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2000 71
AÐFOR AÐ
NÁTTÚRU
„ÞAÐ er allt í lagi
með menntun; bara að
hún sé ekki of mikil,“
sagði bóndi í Breiða-
ijarðareyjum mér í
einlægni fyrir fáum
árum. Þá hélt ég að
þessi afstaða íslend-
ings til menntunar
væri á skjön við ýmis-
legt sem Islendingar
hafa til þessa talið eft-
irsóknarvert.
Nýverið úrskurðaði
umhverfisráðherra í
tveimur kærumálum
sem lúta að þjóðarhag
og þjóðararfi Islend-
inga, auðlindir til sjós
og lands. Onnur kæran snerist um
kísilgúmám í sérstæðustu náttúru-
gersemi íslands, Mývatni; hin um
kvíaeldi á norskum laxi í sjó í Mjóa-
firði. Hvorugur úrskurðurinn hvílir
á faglegri ráðgjöf þeirra náttúru-
fræðinga og stofnana þeirra sem
gerst til þekkja.
Alvaran að baki er ekki aðeins
ólánlegir og afdrifaríkir úrskurðir
heldur verður að líta svo á að um-
hverfisráðherra hafi í nafni ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar sýnt
fram á að ný lög um náttúruvernd
(1999) og ennþá nýrri lög um mat á
umhverfisáhrifum (2000), alþjóðleg-
ir samningar og tilskipanir Evrópu-
sambandsins eru haldlaus plögg.
Virðing eða vanvirða ríkisstjórnar-
innar gagnvart störfum Alþingis,
þjóðinni og lögum landsins endur-
speglast í því hvemig hún túlkar lög
og fylgir þeim eftir eða sniðgengur.
í úrskurði umhverfisráðuneytis er
viðurkennt að umsögn erlends aðila
sem Skipulagsstofnun studdist við
gefi villandi sýn. Samt nýtir ráðu-
neytið sér umsögnina og ráðherra
staðfestir gallaðan úrskurð þvert á
ráðgjöf helstu náttúmfræði- og
náttúmverndarstofnana landsins
ásamt Háskóla íslands. Kannski er
þekking og menntun í lagi á meðan
hún stangast ekki á við stefnu flokks
og hagsmuni einstakra þingmanna
ográðherra.
ísland hefur undirgengist svo-
nefnda varúðarreglu í umhverfis-
málum. Hún er ábending alþjóða-
samfélagsins en líka handleiðsla.
Varúðarreglan endurspeglar kær-
leik gagnvart jörðinni - að bera
virðingu fyrir landinu sínu, lífinu og
náttúmnni í heild. Á þeim forsend-
um á náttúran ávallt að njóta vafans
þegar umhverfisáhrif framkvæmda
era óljós. Varúðameglan er því hlið-
stæð við þá meginreglu að einstakl-
ingur er saklaus uns sekt er sönnuð.
Umhverfisráðherra snýr varúðar-
reglunni við - ekki aðeins í þessu
máli - heldur flestum. Sönnunar-
byrðin er öfugsnúin og sú spuming
hlýtur að vakna meðal fólks hvort
vandvirkni, þekking og varúð gagn-
vart náttúruauðæfum þjóðarinnar
séu dyggðir í huga þessa verndara
íslenskrar náttúm.
Mývatn hefur sérstöðu meðal
vatna á íslandi, á Norðurhveli jarð-
ar, jafnvel víðar. Sérstök lög vemda
Mývatn og Laxá og margvísleg
ákvæði í alþjóðlegum samningum
um votlendi og líffræðilega fjöl-
breytni gera það einnig. Umhveríls-
ráðhema notar lög og alþjóðlegar
skuldbindingar sem leiktjöld í stór-
iðjuleik sínum, mesta háskaleik ís-
lensks samfélags fym og síðar, og
niðurstaða umhverfisráðhema í
Mývatnsmálinu er alvarlegasta at-
laga að náttúmgersemum landsins
til þessa. Þá er mikið sagt. Náttúra
íslands á engan málsvara í ríkis-
stjórn.
Úrskurður umhverfisráðhema er
illa unninn en „innræti" úrskurðar-
ins, ef svo má segja, er vema.
Stjómvöld virðast ekki hika við að
afbaka og slíta mikil-
vægar upplýsingar úr
samhengi og láta hjá
líða að fjalla um niður-
stöður náttúrafræð-
inga. Af mörgu furðu-
legu sem frá þessu
musteri umhverfismála
hefur komið vekur þó
orðskrípið „sjálfbær
röskun" mesta undmn
en það kórónar niður-
stöðu ráðhema. Þar
segir svo snilldarlega:
„Ráðuneytið telur ekki
ástæðu til að taka undir
Guðmundur Páll þá málsástæðu kær-
Ólafsson enda að röskun á lífríki
Mývatns sé ekki sjálf-
bær, líklega óafturkræf og að ekki
sé hægt að snúa við neikvæðu ferli
sem leitt gæti af námuvinnslunni
Röskun náttúmnnar getur aldrei
verið sjálfbær. Náttúmspjöll geta
gengið til baka og þau geta verið
óafturkræf. Að vera sjálfbær þýðir
að menn nota það sem náttúran end-
urnýjar stöðugt - án náttúraspjalla.
Sjáfbær röskun er fullkomið mgl og
úrskurðurinn um Mývatn byggist
þar af leiðandi á bulli jafnframt því
sem orðalag er mistúlkað, gagn-
merkar upplýsingar og niðurstöður
náttúrufræðinga em sniðgengnar.
Þekking er vissulega í lagi svo fram-
arlega sem hún er ekki of mitól.
Af sama toga er úrskurður um-
hverfisráðhema um risalaxeldi í
Mjóafirði. Lítill vafi er á því að hann
er hvortó í takt við anda laga né til-
stópanir EBE sem vernda eiga auð-
ævi íslenskrar náttúm. Hann er
dæmalaust tillitsleysi við auðlindir
landsins, dreifbýlið og stangast á við
almenna þektóngu á mengun og
erfðamengun í laxeldi um allan
heim.
Umhverfisráðhema virðist aðeins
hafa leitað sér umsagnar þar sem
hún átti nokkuð vísan stuðning með-
al annars í hjá skúffuköllum ráðu-
neytisins. Fjölmargir fiskeldisfræð-
ingar eiga hér hlut að máli en ekki
er vitað um neina stofnun á sviði
náttúmfræði né náttúravemdar
sem veitt hefur umsögn og er þó
málið afar viðkvæmt og alvarlegt.
Ektó leitaði umhverfisráðhema til
ráðgjafa síns Náttúravemdamáðs -
sennilega vegna þess að ráðið er
málsvari náttúm og almennings í
stjómkerfinu og lætur hvortó hóta
sér né dilla.
í Mjóafirði og reyndar Berafirði
líka er háskalegt fiskeldi að fara í
gang. Hvorki em rannsóknir eða
heildstæðar áætlanir til staðar og
engri varúðameglu er beitt en sam-
kvæmt lögum verður að svara þeirri
spurningu hvort starfsemin kunni
að valda mengun eða truflun á öðr-
um náttúmauðlindum landsmanna.
Það er ektó gert. Borið er fyrir sig
að ráðuneytið hafi „álit“ á því að
starfsemin muni ektó valda skaða. í
„álitinu" era staðreyndir hundsaðar
en svo snýst málið bara alls ektó um
„álit“ ráðuneytisins.
Með úrskurði sínum ræðst ráð-
hema á dreifbýli landsins. Engin
stök náttúmauðlind landsmanna
færir fleiri jarðeigendum arð en lax-
veiði. Hátt í 2000 jarðir hafa þessi
hlunnindi og_ norskur laxastofn í
sjókvíum við ísland mun ógna þeim.
Spurningin er ektó hvort heldur
hvenær.
Talsmenn ræktenda tala gáleysis-
lega um mitóð tæknilegt öryggi
kvíanna og hverfandi mengun eða
hættu af smitsjúkdómum og erfða-
blöndun er þeim framandi hugtak.
En það er lítilsiglt af æðsta vemd-
ara íslenskrar náttúm að nota
ásælni þeima í náttúraauð sem eigin
rök. Öll er þessi hætta til staðar og
hefur þegar verið bent á smitsjúk-
Frá Langasjó. Morgunblaðið/RAX
dóma sem gætu eyðilagt merkasta
fiskeldi á íslandi, lúðueldið í Eyja-
firði. í raun stóptir ektó máh hvort
fiskeldið er í Mjóafirði, Berafirði eða
annars staðar. Merkilegt nokk synd-
ir laxinn og smit berast. Hitt er svo
annað mál að setji menn laxeldi til
dæmis niður í Eyjafjörð þá er ekki
aðeins lúðueldið þar í logandi hættu
heldur einnig nokkrar af bestu
bleikjuveiðiám á íslandi því aðrar
tegundir fiska en lax geta sýkst.
Hve miklu á að fóma? Vfst má telja
að framvegis verður erfitt að setja
bönd á kvíaeldi á norskum laxi við
strendur Islands. Ennþá þykir inn-
flutningur á mintó ein ólánlegasta
ákvörðun Alþingis og stjómvalda.
Risaeldi á norskum laxastofni er
ektó aðeins heimskulegri heldur
sýnir hann skeytingarleysi þeima
gagnvart náttúra íslands og lögum
henni til vemdar.
Ofan á allt þetta hefur umhverfis-
ráðhema reynst einn ötulasti boð-
Hverjir eiga að vernda
menningar- og þjóðar-
arf í íslenskri náttúru,
spyr Guðmundur Páll
Ólafsson, þegar stjórn-
völd gera það ekki?
beri mengandi stóriðju á íslandi inn-
an lands sem utan og sér ekkert
athugavert við það. Æðsti vemdari
náttúrannar er einnig talsmaður
risavirkjana en með því era fljótin
beisluð og náttúragersemar eyði-
lagðar. Einmitt núna er Lands-
virkjun að undirbúa umhverfismat
fyrir stíflu við Norðlingaöldu sunn-
an Þjórsárvera svo og sjötta áfanga
Kvíslaveitu.
Þjórsárver era dýrmætasta hnoss
íslensku þjóðarinnar á öræfum og
nú hefur Landsvirkjun fengið ádrátt
um að endanlega spilla helgasta véi
íslenskra öræfa sem jafnvel fram-
sóknarmenn lýstu yfir í síðustu
kosningum að ætti að vemda. Ef
meira vatn frá Þjórsárveram er mis-
notað í þágu virkjana era Þjórsáryer
búin að vera en það hefur ávallt ver-
ið stefna þessa alræmda fyrirtætós
að eyðileggja verin - sama hver
stjórnar, sama hver silkihúfan er.
Risavirkjanir era vistfræðileg
nátttröll sem aðeins fulltrúar úreltr-
ar vanahugsunar láta sig enn
dreyma um. Langtímaskaði af völd-
um stíflna bergmálar nú um allan
heim og Bandaríkjamenn era byrj-
aðir að sprengja þær til að reyna að
endurheimta gæði náttúrannar. Við
þurfum að finna upp hjólið í um-
hverfisspjöllum eins og f flutningi
fallvatna héraða á milli sem er ektó
verkfræðileg glíma heldur vísvitandi
böðulsverk á náttúranni. Vertón tala
líka í gamla Sovét og reglustiku-
verkfræðingar á vegum Landsvirkj-
unar hafa aldrei haft fræðilegar eða
listrænar forsendur til að vinna slíka
vinnu. Það geta aðeins óbeisluð nátt-
úraöflin á löngum tíma. Löngu er
tímabært að forsætisráðherra leggi
náttúru íslands lið vilji hann standa
vörð um auðlindir íslands og halda
reisn sinni í sögu landsins. En falli
stjómvöld á prófi, Þjórsárvera,
Langasjávar og Kárahnjúka líkt og
þau hafa nú gert í Mývatns- og
Mjóafjarðarprófi munu þau ásamt
okkur öllum hljóta þungan dóm
komandi kynslóða.
íslensk stjómvöld hafa lengi
þrætt vafasamt einstigi í umhverfis-
málum. Fyrir kom á áram áður að
rnerkir ráðherrar og þingmenn
reyndu að stuðla að vemdun nátt-
úraauðæfa landsins og má þar nefna
tákngerving Framsóknarflokksins
Eystein Jónsson. Skyldi það vera
sami flokkur og nú stýrir umhverfis-
ráðuneyti og iðnaðarráðuneyti? Enn
má spyrja: Hverjir eiga að vemda
menningar- og þjóðararf í íslenskri
náttúra þegar stjórnvöld gera það
ekki? Til hvers er menntun, reynsla
og vistfræðileg þektóng, ef ektó á að
nota hana? Til hvers eru lög til
verndar náttúranni ef ektó á að
beita þeim?
Höfundur er náttúrufræðingur.
WBœBBm
ROSNER
Kvensíðbuxur
þrjár skálmalengdir
mikið úrval
Suðurlandsbraut 50, sími 553 0100,
(bláu húsln við Fákafen).
Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16.
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Falleg jólagjöf
Handgerðir grískir
íkonar
Verð frá 1.990-30.000 kr.
SEIKO
Garðar Ólafsson
úrsmiður, Lækjartorgi